Dagur - 04.08.1949, Page 7

Dagur - 04.08.1949, Page 7
Fimmtudaginn 4. ágúst 1949 D A G U R 7 Bréf: Svalbaðskirkja á Svaíbarðsströnd UR BÆ OG BYGGÐ INNRI HLUTI Eyjafjarðar- strandar hinnar eystri ber sveit- arheitið Svalbarðsströud. Sveit- armörkin að norðan og sunnan hafa ekki alltaf verið hin sömu. Nú sem stendur mun Ströndin talin ná frá Knarrarhóli inn að Varðgjá, en sterkar líkur eru fyrir því, að fyrrum hafi hún verið talin ná lengra út með firðinum. Nafn dregur sveitin sennilega af stórbýlinu Svalbarði, sem er vafalaust það býlið í þeirri sveit, er oftast getur um í sögu þjóðarinnar, fyrr og síðar. Sval- barð var þó ekki landnámsjörð, heldui' segir svo í Landnámu: ,,Skagi Skoftason hét maðr ágætr á Mæri. Hann varð ósáttir við Eystein glumru ok fór af því til Islands. Hann nam að ráði Helga Eyjafjarðarströnd ina eystri út frá Varðgjá ok bjó í Sigluvík. Hans sonr var Þorbjörn, faðir Héðins ins milda, er Svalbarð lét gera sextán Vetrum fyrir kristni. (íslendingasagnaútg. 1 bls. 164). Samkvæmt þessu eru þá liðin 965 ár síðan byggð hófst á Sval- barðr, en hvenær kirkja var þar fyrst reist, er þeim er þetta skrif- ar, ókunnugt. Elzta heimildin um kirkju á Svalbarði, mun vera vísitazíugjörð Auðuns biskups á Hólum frá árinu 1320. Er þar sagt, að kiikjan eigi 5 kúgildi og 5 hundruð í vöru. Svalbarðskirkju er vitanlega cftar getið í biskups- vísitazíum, þótt ekki verði það rakið hér. Vitanlega er mjög ósennilegt, að kirkja hafi ekki verið reist á Svalbarði fyrr en á 14. öld, þó að vígslubréf eða að,r- ar óyggjandi heimildir um aldur hennar séu nú glataðar. Sval- baroskirkja hefir jafnan verið bændaeign, þangað tii nú fyrir tveim árum að hún var afhent söfnuðinum. — Hún var helguð Jóhannesi postula. Svo virðist, sem Svalbarðs- kirkja hafi verið furðufésæl, oft og einatt. Samkvæmt máldaga Péturs biskups um 1400 er hún talin eiga 14 kúgildi og 36 hundr- uð í „vöru og virtu fé“, auk fjög- urra hrossa. Seinna virðist lausu fé hennar hafa verið breytt í fast- eignir að einhverju leyti. Vitað er að hún átti um langt skeið Tungu og Meyjarhól og þar að auki ein- hvern hluta af sjálfu höfuðból- ínu, Svalbarði. Um skeið mun hún einnig hafa átt Breiðaból. ÝMS ÍTÖK og hlunnindi eign- aðist Svalbarðskirkja, svo sem V2 trjáreka frá Hraná að Tvílækjum og 1/8 í öllum hvölum, tvítugum og meira. Skóg átti hún í Jóns- höfða í Skógalandi í Fnjóskadal. Hve lengi hún naut ágóða af ítök- um sínum, er órannsakað mál, og eins hitt, hvernig hún missti þeirra. Þó er þess að geta um skógarítakið í Jónshöfða, að skógurinn er þar löngu eyddur og landið blásið upp. Eigi er held- ur þeim, er þetta ritar fullkunn- ugt um, hvernig jarðeignir kirkj- unnai' gengu undan henni. Vitað er þó um, að ein jörðin var seld og andvirðinu varið til greiðslu byggingarskuldar. Fljótt á litið virðist kirkjunni ekki hafa hald- ist vel á fjármunum sínum fyrr og síðar. Til þess geta margar or- sakir legið, svo sem tíðar endur- byggingar og óhöpp o. s. frv. Til eru heimildir, er sýna, að fé kirkjunnar hafi verið lánað út. Ef til vill væri ekki óhugsandi, að vanskil hafi orðið á endurgreiðsl- unni, eins og gerist og gengur. — Sömuleiðis komust kirkjuhaldar- ar stundum í skuld við kirkjuna og eru þau skuldaskipti líklega órannsakanleg. Mætti hugsa sér, að á þeim skiptum kynni kirkjan að hafa glatað einhverju af eign- um sínum. Hitt bar einnig við, að kirkjan komst í skuld við kirkju- haldara. Svo var það t. d. árið 1846, er Jón Gunnlaugsson á Sörlastöðum byggði kirkju þá, er enn stendur, þótt hrörleg sé nú orðin, enda orðin rösklega 100 ára gömul. Sú skuld, er þá mynd- aðist, var greidd á fáurn árum. — Árið 1862 átti kirkjan 197 rbd. 37 sk. í sjóði. Á 12 árum hefir skuld- in greiðst og þessi sjóður mynd- ast, þótt ekki sé hann stór. Samt hlýtur kirkjunni að hafa orðið vel til fjár á þessum árum. Væri vel að henni yrði aldrei fjár vant til framkvæ'mda. Er þess eigi að dyljast, að nú þarf hún á miklu fé að halda, þar sem endurbygging kirkjuhússins er óumflýjanleg hið bráðasta. í því skyni hefir nokk- urt fé safnast, en betur má, ef duga skal. Furðu fátt virðist góðra gripa í Svalbarðskirkju frá gömlum dög- um. Olíklegt virðist þó, að svo ágætir höfðingjar, sem þeir Sval- berðingarnir voru, hafi eigi haldið kirkju sína vel. En hvað er þá orðið af þeim fornu, góðu gripum, ef þeir hafa nokkrir ver- safnarar verið hér að verki, — ið? Spyr sá, er ekki veit. Á Þjóð- menjasafninu finnst fátt fró Sval- barðskirkju. Hafa einhverjir eða máske „tíman stönn“? * SVALBARÐ hefir aldrei verið prestssetur, svo að kunnugt sé þeim, er þetta skrifar. Hefir Sval- barðskirkju ýmist verið þjónað frá Glæsibæ eða Laufási. Nú er Svalbarði þjónað frá Laufási og mun messuskylda vera þar 3. eða 4. hvern helgan dag. Svalbarðs- ströndungar hafa jafnan þótt kirkjuræknir og kirkjukærir menn. Hefir samband prests og safnaðar oftast gott verið og stundum ástúðlegt. En nú er svo komið, að kirkja þeirra er lítt messuhæf. Þykir ógerningur að messa þar á vetrum sakir kulda. En nú ráðgerir söfnuðurinn nýja kirkjubyggingu. Hefir nokkru fé þegar vei'ið safnað í því skyni. Nú eru ekki hin fornu ítök lengur til að treysta á. Þau eru öll fallin og fyrnd. Kirkjan á Svalbarði á þó væntanlega ein ítök enn, þó að önnur hafi brugðist. Þau ítök eru í hjörtum yðar, lesendur góðir! Nú reynir á rausn yðar. Gamall Svalberðingur. — Kæliskipið (Framhald af 1. síðu). vegar svo önnum hlaðin, að þau geta ekki fullnægt flutningaþörf Sambandsfélaganna. Þörf Sambandsfélaganna fyrir kæliskipi er því mjög brýn. Þetta skip, sem S. í. S. hefir samið um smíði á, myndi leysa þá þörf mjög ákjósðnlega. Farmrými skipsins er mikið miðað við stærð þess, og skipið svo grunnskreitt, að það kemst inn á langflestar smærri hafnir landsins. En skipið yrði ekki einungis notað til þess að flytja frystar vörur frá Sam- bandsfélögunum, heldur einnig til þess að flytja vörur beint frá útlöndum inn í smærri hafnirnar, og myndi að því mikið hagræði og sparnaður. Sambandið hefir þegar sótt um nauðsynleg leyfi til þess að kaupa kæliskip þetta, og treysta forráðamenn Sambandsins því, að þau leyfi verði veitt. Óhætt er að fullyrða, að þjóðinni allri, — ekki einungis þeim tugþúsundum manna, sem innan vébanda sam- vinnuhreyfingarinnar standa, — myndi vera það mikill fengur, að þessi vandaði farkostur bættist við skipastól hennar. MÓÐIR, KONA, MEYJA (Framhald af 4. síðu). eflaust líka orðið of mikið af hinu. í þessu, eins og svo fjöl- mörgu öðru, er því hinn gullni meðalvegur hið ákjósanlegasta, og allt ætti þetta að fara eftir ástæðum heimilisins og því, hvernig stai'fi mannsins er annars háttað, og skilningur hjóna á milli, á þreki og þreytu hvors annars, starfi og striti og sameig- inlegri ábyrgð á velferð heimilis- ins, ætti að leiða þetta mál til farsæUa lykta. En það þarf mik- inn skilning og réttarkennd beggja aðila til þess að jafnvægi fáist og heimilið verði þeim báð- um og börnunum það, sem því er ætlað að vera. Hvernig ætli íslenzkir eigin- menn standi sig á þessum vett- vangi? Því miður eru engar skýrslur til um það ennþá, en ef- laust verða skýrslur líkar þeim, sem hér er getið að framan, ein- hvern tíma birtar á oiikar landi, þá verður fróðlegt að sjá saman- burðinn. Puella. Gjafir til Upsakirkju. (Niðurlag). kr. 10.00. — Karítas Kristinsdótt- ir, Árhóli, kr. 25.00. — Kristín Kristinsdóttir, Árhóli, kr. 25.00.— Njáll Skarphéðinsson, Árhóli, kr. 10.00. — Marinó Sigurðsson, Mói, kr. 25.00. — Gunnlaugur Guðjóns- son, Sæbóli, kr. 50.00. — Júlíus Halldórsson, Odda, kr. 20.00. — Verkalýðsfélag Dalvíkur (ágóði 1. maí) kr. 688.00. — Áheit fró Guð- rúnu Friðfinnsdóttur kr. 50.00. — Áheit frá N. N. kr. 60.00. — Áheit frá N. N. kr. 100.00. — Áheit frá konu í Reykjavík kr. 20.00. — Áheit frá N. N. kr. 25.00. — Alls kr. 8018.00. — Áður safnað í sjóð- inn kr. 32.131.14. Söfnunarnefndin. □ Rún.: 59498107 — Kjörf. Kirkjan. Messað sunnudaginn 7. ágúst: Akureyri kl. 2: Kín- verski pretsurinn Liu Dao-Seng prédikar. Ól. Ólafsson kristniboði túlkar. Norscka skáldkonan kunna Margit Ravn er gestkomandi hér í bænum um þessar mundir á vegum forlags Þorst. M. Jónssoh- ar. Séra Pétur Sigurgcirsson og Jón Þorsteinsson kennari fóru í gær í prédikunarferð austur í Suður- Múlasýslu og koma ekki aftur fyrr en seint í ágúst. Konur þeirra eru með í förinni. Giftingar. 14. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband Jón Júl. Þor- steinsson, kennari, og Margrét Elíasdóttii'. Heimili þeirra er að Gilsbakkavegi 15. — 16.' júlí sl. voru gefin saman í hjónaband Edwald Mikson, íþróttaþjálfari, og Sigríður Bjarnadóttir. Finnska kvöldið verður endur- tekið í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 8.30, vegna fjölda áskorana. Til meðlima Fegrunarfélagsins. Þar sem félagið hefir látið jafna með jarðýtu svæði það, sem fé- lagið tók að sér að gera í stand, vill svæðisnefndin skora á með- limi félagsins að koma upp á svæðið á föstudagskvöld kl. 8 (annað kvöld) og hjálpa til.yið ;að koma þvj í viðunandi horf.t — Hefið með ykkur garðhrífu og stunguspaða. — Svæðisnefndin. Sænskir filmtökuinenn, á veg- um SÍS, voru hér í bænum í sl. viku, og tóku kvikmyndir a’f fyr- irtækjum SÍS og KEA hér o. fl. Fóru m. a. á síldarmiðin hér fyrir Norðurlandi á m/s. Snæfelli og náðu kvikmynd af sæmilegu kasti. í fyrradag landaði Snæfell 511 málum síldar í Krossanesi og Pólstjarnan 23 7málum. Drukknun. Hinn 20. f. m. varð það slys hér fyrir Norðurlandi, að Þórhallur Sigtryggsson, Aðalstr. 20 hér í bæ, féll út af síldveiði- skipi og drukknaði. Dánardægur. Nýlega lézt hér á sjúkrahúsinu, Sigurður Sigur- geirsson, fyrrum bóndi á Syðra- Hóli í Kaupangssveit, tæplega sjötugur að aldri. Sigurður var héraðskunnur bóndi og dugnað- armaður og vel látinn af öllum. Hestamannafélagið Léttir efnir til ferðalags um næstu helgi. Lagt verður af stað kl. 2 á laugardag frá skeiðvelli félagsins. Farið verður út Svalbarðsströnd og fra mFnjóskadal. Þeir, sem vilja taka þátt í förinni gefi sig fram við Júl. Pétursson á skrifstofa Sjóvátryggingafélagsins, Sími 60. Iþróttablaðið Sport hefir nú breytt um form. Er það í minnk- uðu broti, 1) bls. að stærð. Kom það fyrst út í hinu mnýja bún- ingi 26. júlí sl„ og er hann mun aðgengilegri fyrir þá, sem halda vilja blaðinu saman. Blaðið er prýtt mörgum myndum einstakra íþróttamanna og íþróttahópa. Áheit á Strandarldrkju: Frá ónefndum kr. 120,00. Mótt. á af- gr. blaðsins. Áhcit á Akureyrarkirkju. Kr. 50.00 frá N. N. — Kr. 100.00 frá N. N. — Kr. 100.00 frá ónefndri. — Kr. 20.00 frá N. N. — Þakkir. Á. R. 'Frá starfinu í kristniboðshús- inu Zíon. Samkomur næstk. sunnudag, mánudag og þriðjudag kl. 8.30 e. h. Kínverski presturinn Liu Dao-Seng, Olafur Olafsson kristniboði og konur þéirra tala. Allir velkomnir. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Guð- rún Sigurðardóttir frá Vogi á Mýrum og Stefán Eggertsson, prestur að Staðarhrauni. — Jörundur (Framhald af 1. síðu). hann hefði reynt togvindu og annan útbúnað þá um daginn og allt virzt í ágætu lagi. Frekari fréttir af þessari fyrstu veiðiför skipsins voru ekki fyrir hendi í gær. Glæsileg viðbót við fiskiskipaflota Akureyringa. Það vakti athygli þeirra, er skoðuðu^skipið hér, hversu allur frágangur á mannaíbúðum, hús- gögnum o. s. frv., virtist vandað- ur og traustur. Hafði þar sýni- lega mjög verið vandað til allrar vinnu. Vistarverur skjpverjp ej'u allar með nýtízkubrag og vistleg- ar mjög. Erlend fiskveiðablöð, t. d. hið kunna Fishing News í Aberdeen hafa ritað mikið um Jörund og hinn nýtízkulega út- búnað hans. Sérfræðingur blaðs- ins lét svo ummælt í vetur, að skipið væri um margt hið athygl- isverðasta fiskiskip, sem farið hefði á flot frá brezkri skipa- smíðastöð og hvatti brezka út- gerðarmenn til þess að kynna sér. ýmsan útbúnað „Jörundar“. Með komu „Jörundar“ bætist fiskiskipaflota bæjarmanna glæsileg viðbót. Skipið er skrásett héi', — ber einkennisstafina EA 335. — Akureyringar allir munu kunna Guðmundi Jörunds- syni þakkir fyrir framtak hans og dugnað Qg árna honum og hinu fríða skipi hans allra heilla. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). að ekki má u mof treysta á síld- veiðarnar og leggja verður meira kapp á að notfæra sér önnur auð- æfi við strendur landsins yfir sumartímann en nú hefir verið gert. Gleðilegur vottur um ný- breytni eru Grænlandsleiðangrar íslendinga nú í sumar. Sam- kvæmt fregnunum af þeim, vii'ð- ast þeir ætla að gefast vel og reynast veiðisælir. Þar afla ís- lenzæir sjómenn nú gjaldeyris í þjóðarbúið, og lítur út fyrir að það framtak ætli að reynast happasælt. r Utvarpstæki til sölu. A. v. á.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.