Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 10.08.1949, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Tillögur verklýðsfélaganna í dýrtíðarmálunum. Fiminta síðan: Hin nýja breiðfylking Al- þýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. XXXII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 10. ágúst 1949 32. tbl. Brezki laxveiðisnilling- urinn hrifinn af Laxá í Aðaldal Brezki laxveiðisnillingurinn Cap. T. L. Edwards hefir dvalið hér á landi undanfarnar vikur á vegum Stangaveiðifélags Reykja- vikur, farið víða urn og veitt í ntörgum ám. í viðtali við Vísi nú fyrir nokkru mdögum, lét hann svo ummælt, að ísland væri bezta laxveiðilandið, sem hann hefði heimsótt. Sérstaklega var hann hrifinn af Laxá í Aðaldal. „Laxá í Þingeyj- arsýslu er einhver sú allra skemmtilegasta veiðiá, sem eg hefi nokkurn tíma komið í,“ sagði hann. „Hún er sérstaklega góð hvað það snertir að prýðilegir veiðistaðir eru hver við annan á stóru svæði. Auk þess er varla hægt að hugsa sér betri á til þess að veiða með „spinning“.‘‘ Capt. Edwards veiddi mjög vel í Laxá. Meðalþungi þeirra laxa, sem hann veiddi þar, var 16 pund. Edwards á met í fluguköstum, hefir kastað 77 metra. Á sýningum við Elliða- árnar í Reykjavík hefir hann kastað um 60 metra. Sami „dauðinn“ á síldarmiðunum Engin teljandi síldveiði hefir verið þessa síðustu daga, enda hefir veður verið óhagstætt mest af. í gær mátti heita komið sæmi- legt veiðiveður og varð þá síldar vart sunnan við Langanes, en lít- ið var það. Yfirleitt ríkir sami „dauðinn“ á miðunum og minnka vonirnar u mað úr rætist óðfluga. Mun síldarflotinn naumast halda inikið lengur áfram leitinni, ef ekki rætist úr nú alveg næstu daga. Fullvísf falið ðS Alþingiskosningar fari fram í haust Dr /1 i.i * Mikill mannfjöldi á héraðsháfíð Framsóknarmanna á Hrafnagili i Vaxandi þróttur í starfi Framsóknarfélaganna Þrátt fyrir óhagstætt veður á sunnudaginn var, sótti fjöldi manna héraðshátíð Framsóknarmanna, sem haldin var að Hrafnagili síðastl. sunnudag. Voru hátíðargestir bæði úr Eyjafjarðarsýslu og úr bæn- um. Vegna kalsaveðurs og rigningar annað slagið, var horfið frá þvi ráði að hafa samkoniuna í reit félaganna í Hrafnagilslandi, og fór sanikoman fram í samkomuskálanum að Hrafnagili. Eru húsakynni þar mikil og góð til slíkra fundahalda. Framboð Framsóknarflokksins hér ó Akureyri við næstu Alþing- iskosningar hefir nú verið ákveðið. Verður dr. Kristinn Guðmunds- sori skattstjóri í kjöri. Var framboð hans einrónia samþykkt á ijöl- mennum fulltrúafundi Framsóknarfélaganna hér b ænunt í sl. viku. við héraðsskólann á Núpi, en las síðan til stúdentsprófs oglauk því árið 1920. Hann sigldi til fram- haldsnáms og las hagfræði við há- skólann í Kiel og Berlín. Lauk hann doktorsprófi í hagfræði við Kielarháskóla árið 1926. Árið 1929 varð hann kennari . við Menntaskólann á Akureyri og gegndi því starfi til ársins 1944, er hann var skipaður skattstjóri á Akureyri. Því embættrhefiriianh gegnt síðan. - - Ðr. Kristinn hefir auk þessara starfa gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir ríki og bæ. Hefir lengi setið í niðurjöfnunarnefnd, fasteigna- matsnefnd, verið endurskoðandi hjá sýslumönnum auk fjölda ann- arra trúnaðarstarfa. Hann á sæti í framtalsnefnd eignakönnunar. Dr. Kristinn er glæsimenni í framkomu, hann er mjög vinsæll og mikilsvirtur embættismaður og sökum mannkosta sinna, þekkingar og reynslu prýðilega hæfur til þingmennsku. Væri það vissulega sómi fyrir Akureyi-inga, að senda svo fjölhæfan ágætis- mann á þing. Eins og kunnugt er var Fram- sóknarflokkurinn næst stærsti flokkur bæjarins í Alþingiskosn- ingunum 1946. Mikill áhugi er meðal flokksmanna og annarra frjálslyndra borgará í bænum að efla svo gengi flokksins í næstu kosningum, að dr. Kristinn verði fulltrúi bæjarins á Alþingi næsta kjörtímabil. Sterkar líkur eru og fyrir því, að það megi takast. Eins og kunnugt er var Þor- steinn M. Jónsson skólastjóri í kjöri af hólfu Framsóknarmanna í síðustu Alþingiskosningar. Var það einhuga álit Framsóknar- manna að fara þess á leit við hann, að hann væri aftur í fram- boði fyrir flokkinn. Þorsteinn hafði óður lýst því yfir að hann mundi ekki gefa kost á sér til framboðs aftur ög varð þeirri ákvörðun ekki breytt. Studdi Þorsteinn eindregið að því að dr. Kristinn yrði í kjöri hér. Þótti öðrum flokksmönnum og einsætt að leita til hans, að Þorsteini frá- gengnum. Varð það síðan að sam- komulagi að dr. Kristinn dró sig í hlé við framboð í Eyjafjarðar- sýslu, en þar skipaði hann 2. sæti á lista Framsóknarmanna í síð- ustu kosningum, og tók einróma áskorun fulltrúaráðs Framsókn- arfélaganna um að verða í kjöri hér. Dr. Ki'istinn er bæjarmönnum öllum kunnur og óþarft að kynna hann hér í löngu máli. Hann er fæddur árið 1897 að Króki á Rauðasandi, stundaði fyrst nám Hátíðin hófst laust eftir kl. 3. Bernharð Stefánsson alþingis- maður setti mótið meo ræðu og stýrði því síðan. Aðalræðuna flutti Eysteinn Jónsson mennta- málaráðherra. Flutti hann ýtar- legt og snjallt erindi um stjórn- málaviðburði síðustu ára, horf- urnar nú og líkurnar fyrir því, að landsmenn verði að fella dóm um stefnur flokkanna í almennum kosningum í haust. Þá fluttu Jó- hann Elíasson lögfræðmgur og dr. Kristinn Guðmundsson snjallar ræður, Jóhann Konráðsson söng nokkur íslenzk lög með aðstoð Jakobs Tryggvasonar og var hon- um ágætlega fagnað. Pétur Jóns- son frá Hallgilsstöðum skemmti (Framhald á 8. síðu). Templarar sækja um lóð fyrir samkomuhús og bíó Fyrir síðasta bæjarstjórnar- fundi var erindi frá Góðtemplara- reglunni á Akureyri um lóð fyrir væntanlegt samkomuhús og bíó, sem reglan hyggst að byggja sunnan Gránufélagsgötu, austan fyrirhugaðs áíramhalds Hóla- brautar. Bæjarráð hafði fyrir sitt leyti samþykkt þá skipulags- breytingu, sem til þess þarf að byggt verði slíkt hús á þessum stað, en benti hins vegar á að Góðtemplarar hafi aðeins bróða- birgðaleyfi til bíóreksturs í húsi sínu Skjaldborg. Senilegt, að st jómin segi af sér í þessari viku. Stöðugir viðræðufundir í stjórnmálaflokkunum þessa síðustu daga. Fréttaritari blaðsins í Reykjavík símaði blaðinu í gær, að fullvísl sé nú talið í höfuðborginni að Albingiskosningar fari fram í haust, scnnilega um miðjan október. Eins og kunnugt er gerði Framsókn- arflokkurinn kröfu til þess á sl. vori, að flokkarnir, sem að ríkis- stjórninni standa, gerðu það upp nú í sumar, hvort þeir gætu staðið saman að ráðstöfunum til þess að minnka dýrtíðina og koma at- vinnurekstri landsmanna aftur á arðbæran grundvöll. Framsóknar- menn hafa fyrir alllöngu Iagt tillögur í þessum inálum fyrir sam- starfsflokka sína í ríkisstjórninni og hafa leitað eftir svörum um hvort hinir flokkarnir vildu sainþykkja þær eða flytja gagntillögur, sem mögulegt reyndist að ná samkomulagi um. Fram til þessa hafa Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn hvorugt gert, svarað mála- leitun Framsóknarmanna eða flutt gagntillögur um nauðsyn- legar ráðstafanir. Munu Fram- sóknarmenn því nú næstu daga fylgja eftir samþykktum mið- stjórnar og héraðsfunda flokksins á þessu sumri, og hverfa úr ríkis- stjórninni, nerna hinir flokkarnir taki upp breytta stefnu. Viðræðufundir síðustu daga. Nú upp úr helginni hafa verið viðræðufundir innan stjórnmála- flokkanna og innan ríkisstjórnar- innar, og herma fregnir úr Rvík, að l.ítil líkindi séu á samkomulagi og megi fullvíst telja, að kosning- ar verði ákveðnar í október í haust. Hins vegar ríkir nokkur óvissa um það, hvernig stjórn landsins verði háttað fram til kosninga. — Framsóknarmenn leggja til að stjórnin biðjist öll lausnar og flokkai'nir skjóti ágreiningi sínum til þjóðarinnar. Hins vegar vinna sterk öfl í hin- um flokkunum að því, að hin bróðurlega eining, sem verið hefir með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum, haldist áfram þessir flokkar sitji áfram í stjórn- inni, þótt ráðherrar Framsóknar- flokksins hverfi úr henni. Var ekki vitað í gær, hvað yrði ofan á í Alþýðuflokknum í þessu máli. Nin samvinna. Af skrifum blaða Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins er svo að sjá, sem ekkert lát sé á sam- starfi foringjaliðs þessara flokka. Vinna málgögn beggja flokkanna ósleitilega að því að rægja tillög- ur Framsóknarmanna í dýrtíðar- málunum (þ. á. m. tillögur, sem ganga mjög í sömu átt og tillögur þær, sem Alþýðusamband íslands bar fram við ríkisstjórnina á sl. vori, en ráðamenn þessara flokka vildu ekki sinna þar, sbr. frásögn á bls. 5) og reyna að telja lands- mönnum trú um, að það sá óheið- arlegt af Framsóknarflokknum að vilja láta kjósendur fella dóm um þann mikla ágreining, sem nú er uppi meðal borgaraflokkanna um starfshætti í ríkisstjórninni. — Landsmenn sjá þó gjörla í gegn- um þennan blekkingavef. Engum skyni bornum manni blandast hugur um það lengur, að bráð nauðsyn er að gei;a sem allra fyrst róttækar ráðstafanir til þess að rétta við fjárhag landsins og atvinnuveganna. Réttinætt er og sjálfsagt að kjósendur felli dóm sinn um stefnur flokkanna í þeim málum. Framsóknarflokkurinn krefst þessara aðgerða, hinir flokkarnir telja þær enga nauð- syn og er svo að sjá af blöðum þeirra, sem þeir telji þeirra enga þörf. Þegar málum er svo komið, væri óheiðarlegt af stjórnmála- flokkunum og ríkisstjórninni að halda áfram málamyndasam- starfi, sem ekki gæti falið í sér neina lausn á vandamálum þjóð- arbúskaparins. Kosningar í haust eru því réttmætar og sjólfsagðar. Þá segir þjóðin sjálf til um það, hvort hún vill ábyrga stjórnar- stefnu, sem vinnur heiðarlega að því að uppræta meinsemdirnar úr fjárhagsmálum þjóðarinnar, eða hvort hún vill halda þeirri ráð- leysisstefnu, sem einnkennt hefir stjórnarfarið nú síðustu vikurnar, síðan bandalag Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins komst í algleyming. SÍS-skip á Akureyri Hér er um þessar mundir norskt skip ó vegum SÍS og losar se- ment. Skipið hefir losað sement á Austfjörðum og fer til fleiri hafna hér nyrðra. Hvassafell er nýlega komið með timburfaiTn frá Finnlandi. Kom skipið til Austurlandsins og losaði á höfn- um þar og losar nú á höfnum fyr- ir norðan og vestan. Þá kom í gær kolaskip á vegum SÍS. Framboð ákveðin Akveðið hefir verið að Ásgeir Bjarnason bóndi í Ásgarði verði í kjöri fyrir Framsóknarflokkinn í Dalasýslu og Hafsteinn Pétursson bóndi á Gunnsteinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.