Dagur - 28.09.1949, Side 5
Miðvikudaginn 28. sept. 1949
D A G U R
5
ÍB><By<B><B><HBk<BKBBk<BBiBBÍ<HBKHB*<BKHBk<BKHBKHBk<BKí' B><HKBK}<f«<HS<H><BKB><Ha<BX<BKHKBWH>tti
5 ♦»
•UNGA FÓLKIÐ
Á þessari síÖu rœða ungir Framsóknarmenn stjórnmála-
viðhorfið og kosningabaráttuna
<bBBS<bs<bkh><hKbKhS<bKí-<bS<bS<hs<
Láfíð dýrfííðinð frjálsa, segja
Að lokum eftir þriggja vikna
erfiði treystu ungir íhaldsmenn
sér til að svara spurningum ungra
Framsóknarmanna um stefnu
Sjálfstæðisflokksins í dýrtíðar-
málunum. Greinarhöfundur
byrjar á því að kalla síðu ungra
Framsóknarm. „barnasíðu“. ■—
Virðist hann telja sig kominn til
vits og ára, enda ekki grunlaust
um, að á þessum þriggja vikna
tíma, sem'þögnin hefir staðið yfir,
hafi hjálp borizt „sunnan yfir sæ-
inn“, Penni gremarhöf. virðist
heimavanur hjá íslendingi. E. t.
v. hefir hann einhvern tíma skip-
að veglegri sess þar í sveit en að
skrifa í barnasíðuna. En hvert er
svarið og hver stefnan? Hver veit
það, eftir að hafa lesið pistilinn?
Jú, greinarhöf. telur, að dýrtíð
stríðsáranna hafi verið lítt við-
ráðanleg, þjóðin hafi misst jafn-
vægið og Sjálfstæðisflokkurinn
hafi valið frjálsu leiðina. Fróðlegt
væri að fá skýringu á því, hvers
vegna dýrtíðin ó íslandi var óvið-
ráðanleg ,en í.nágranna- og við-
skiptalöndum okkar var henni
haldið niðri með þeim árangri, að
miklu léttara er nú hjá þeim um
• alla atvinnuháttu en hjá okkur.
Árið 1941 yar verðlag orðið all-
hátt hér á landi miðað við ástand-
ið í viðskiptalöndunum. Stafaði
það af því, að þegar 'styrjöldin
skall á um haustið 1939 hækkaði
talsvert innkaupsverð erlendra
Framsóknarmenn j
<
á Akureyri og í
<
Eyjafjarðarsýslu! |
<
Gætið þess nú þegar, hvort í
þið eruð á kjörskrá. J
KÆRUFRESTUR ER AÐ-
EINS TIL SUNNUD. 2. OKT.
Framsóknarmenn, scm farið
að heiman fyrir kjördag 23.
okt., munið að kjósa áður cn
þið farið, lijá næsta lirepp-
stjóra eða sýslumanni.
Framsóknarmenn, sem stadd-
ir eru hér á Akureyri eða í
sýslunni, en eruð á kjörskrá
annars staðar, athugið að kjósa
hjá næsta hreppstjóra eða
sýslumanni, svo að atkvæðið
komist lieim sem allra fyrst.
Athugið, að þið megið kjósa nú
þegar.
LEITIÐ ALLRA UPPLÝS-
INGA OG AÐSTOÐAR ÍIJÁ
KOSNINGASKRIFSTOFU
FR AMSÓKN ARFL. Á AK-
UREYRI, Hafnarstræti 93, 4.
hæð, sími 254.
vara og farmgjöld stigu. í við-
skiptalöndunum var verðbólg-
unni haldið niðri með margskonar
opinberum ráðstöfunum. Mis-
ræmi í verðlagi íslands og annara
landa var því fj'rirsjáanlegt, ef
svo héldi áfram. Framsóknar-
flokkurinn beitti sér þá fyrir því
um vorið, að fyrstu dýrtíðarlögin
voru sett. í þeim var ríkisstjórn-
inni (Þjóðstjórninni) veitt heim-
ild til að koma í veg fyrir áfram-
haldandi verðbólgu með því að:
1. Ákveða hámarksfarmgjöld.
2. Leggja útflutningsgjald á
þær vörur, sem hæst seldust.
3. Verja allt að 5 milj. kr. úr
ríkissjóði til að halda niðri
dýrtíð.
4. Leggja sérstakan skatt á
hreinar tekjur 1940 og verja
á sama hátt.
Þau lög urðu árangurslaus
vegna þess að ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins, Olafur Thórs og
Jakob Möller neituðu að nota
fjáröílunarleiðir laganna.
Það mun háfa verið hin frjálsa
leið, sem þá sá fyrst dagsins ljós'
í okt. sama ár lagði Framsóknar-
flokkurinn fram úrslitatillögur í
dýrtíðarmálunum. Þar var meðal
annars lagt til, að kaupgjald og
verðlag landbúnaðarvara yrði
bundið með lögum fyrst um sinn
í eitt ár.
Þessa tillögu felldu Sjálfstæðis-
menn þegar í neðri deild.
Sannarlega var hin frjálsa leið
farin!
Hermann Jónasson baðst þá
lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt, vegna ágreinings í dýrtíðar
málum.
í ársbyrjun 1942 stungu Sjálf-
stæðismenn upp á því að lögfesta
gerðardóm í kaupgjalds- og verð-
lagsmálum. Framsóknarmenn
studdu það mál einhuga. Bráða-
birgðalög voru gefin út og full-
trúi Alþýðufl. í ríkisstjórninni
sagði af sér. En hvernig varð svo
framkvæmdin, þegar Sjálfstæðis-
fl. ætlaði einu sinni að víkja frá
frjálsu leiðinni? Eftir að þing kom
saman gengu Sjálfstæðismenn
bak orða sinna. Sömdu við
kommúnista og Alþýðuflokkinn
(andstæðinga dýrtíðarlaganna)
um að breyta kjördæmaskipun-
inni til að kveða niður „bænda-
valdið“ og Olafur Thors myndaði
stjórn með stuðningi þeirra. —
Gerðadómslögin voru afnumin
um sumarið eftir kröfu Alþýðufl.
og kommúnista.
Þarna var sannarlega hin
frjálsa leið að verki!
Vísitalan var 183 stig, þegar
Ólafur Thoi-s tók við, en eftir 5
mán. stjórnarforystu Sjálfstæðis-
fl. var hún í des. 1942 272 stig.
Hækkaði hún eins mikið á þeim
fimm mónuðum, sem frjálsa leið-
in var alveg við líði, eins og á
næstu 34 mán. á undan.
Ólafur Thors sagði líka á A-
þingi 3. okt. 1943, að ríkisstjórn
hans frá 1942 hefði lofað að taka
ekki upp ágreiningsmál þ. á. m.
og allra sízt mesta deilumáilð,
dýrtíðarmálið.
Ennþá þótti rétt, að láta dýrtíð-
ina hafa fullkomið frelsi!
Eftir að Sjálfstæðisfl. hrökklað-
ist frá völdum 1942, tók utan-
þingsstjórnin við til 1942. En þá
tók Sjálfstæðisfl. aftur forvstuna
nú í bræðralagi við kommúnista.
Á .stjórnartímabili utanþings-
stjórnarinnar hafði vísitalan stað-
ið í stað. En ekki var frjálsa leiðin
fyrr við liði en vísitalan brá sér
þaðan, sem við var skilið 1942 upp
í 316 stig. Á þessum tveim stjórn-
artímabil um Sj álfstæðisflokksins
hækkaði dýrtíðin um 133 stig,
enda hefir Ólafur Thors stundum
svona í gríni verið nefndur mesti
stigamaður íslands.
Á nýsköpunardögum Sjálf
stæðisflokksins voru settar fram
ýmsar dýrtíðarkenningar. Fjár-
málaráðherra flokksins sagði, að
dýrtíðin hefði sínar björtu hliðar.
Þá þurfti sem sé enga frjálsa leið.
Birta dýrtíðarinnar nægði til að
lýsa þjóðinni.
Þá kom líka fram kenningin
um, að verðbólgan hefði það
æskilega hlutverk, „að dreifa
stríðsgróðanum" og ennfremur
að því meira, sem keypt væri af
atvinnutækjum, þeim mun minna
gætti dýrtíðarinnar vegna auk
inna afkasta.
15. júní 1945 sagði Ólafur Thors
í ræðu: Hver telur sig nú bæran
um það að reikna út í okt. 1944
hvaða kauplækkun þarf til að ný
framleiðslutæki beui sig á árinu
1947. Eða hvort til þess þurfi yf-
irleitt nokkra kauplækkun.
Yfirleitt má segja að Sjálfstæð
isflokkurinn hafi sýnt ábyrgðar-
leysi í verðlagsmálum og látið
v.aða á súðum.
Eftir stjórnarkreppuna um ára
mótin 1947 mynduðu svo lýðræð-
isflokkarnir stjórn. Framsóknar-
flokkurinn setti sem áður skilyrði
fyrir stjórnarþátttöku, að dýrtíð
in yrði stöðvuð og síðar lækkuð
Var það raunverulega grundvall
aratriði um stjórnarsamvinnu. —
Dýrtíðarlög voru sett og næsta
skrefið var, að vinna að algerr:
stöðvun og síðar lækkun. Fram
kváemdin skipti höfuðmáli. Hér
var raunverulega stigið fyrsta
skrefið í áttina til lækkunar.
Verðlagið í landinu hækkaði lítið
um á annað ár, en þá mundu
Sjálfstæðismennirnir eftir frjálsu
leiðinni og hófu undanhald, sem
endaði með algerum svikum við
skýlaus ákvæði stjórnarsáttmál-
ans um stöðvun verðbólgunnar.
Sjálfstæðisflolckurinn með stuðn-
ingi Alþýðufl. og kommúnista
samþykkti seinustu þingnóttina í
vor að verja allt að 4 milljónum
kr. úr ríkissjóði til hækkunar
launa opinberra starfsmanna. Þar
með var frjálsa leiðin enn við
líði.
Hin sanna saga Sjálfstæðis-
flokksins í dýrtíðarmálunum er
ófögur, þegar þess er minnst að
oessi flokkur þykist ætíð vinna
fyrir bættumkjörum atvinnuveg-
anna. Greinarhöf. lýsir sjálfur
bezt stefnu Sjálfstæðísílokksins í
dýrtíoarmálunum, þar sem hann
segir- „að þjóðin hafi komiztsvoúr
jafnvægi, að hver og einrr hugsaði
fyrst og fremst úm það aS reyna
að ná í sem stærstán hluta af
sU'íðsgróðanum, án þess_að hugsa
sem skyldi um framtíðina." Þetta
er hin frjálsa leið.
Að lókum ’segir svo greinárhöf.,
að hin frjálsa stefna sé það eina,
sem geti leitt þjóðina út úr ógöng-
unum. Fyrst þurfi þó m. a. þá ó-
umílýjanlegu frumráðstöfun að
afgreiða hallalaus fjárlög. Eru 4.
millj. útgjöldin, sem Sjáfstæðisfl.
samþykkti í vor e. t. v. fyrsta
skrefið?!
Síðan á að hverfa frá haíta-
stefnunni og svo er alt í lagi!
Nú er tæpur mánuður til kosn-
inga og ennþá hefir Sjálfstæðis-
flokkurinn engar tillögur lagt
fram til úrlausnar fjárhagsvanda-
málunum. Þetta hefir Framsókn-
arflokkurinn gert, tillögurnar i
fjárhags-, dýrtíðar- og atvinnu-
málum eru kunnar. Flokkurinn.
mun berjast fyrir framgangi
þeirra. En meðan að stærsti
flokkur þjóðarinnar hefir ekkert
lagt jákvætt til mála, engar tillög-
ur lagt fram ,er ekki nema von að
hugsandi menn hristi höfuðið yf-
ir öllum orðafjöldanum, sem eytt
er af flokksins hálfu við gagnrýni
hans á tillögum Framsóknar-
flokksins. Með því segir Sjálf—
stæðisflokkurinn aðeins: Við vilj-
um ekki. tillögur Framsóknar, en
hvað viljum við?
Við. viljum hina frjálsu
leið!
Var það á gnmdvelli neyðarréttar,
sem Sjálístæðisflokkurinn myndaði
stj’órn með Kommiinistnm 1944?
Sjólfstæðismenn hamra nú sí-
fellt á því, að Hermann Jónasson
ætli að. mynda stjórn með komm-
únistum eftir kosningar. Reyna
þeir á allan hátt að læða þessum
blekkingum inn alls staðar, sem
við verður komið. Ef málefnin
eru hins vegar athuguð kemur á
daginn, að Fi'amsóknarflokkurinn
hefir ætíð barist gegn dýrtíð og
upplausn atvinnuvegánna. Flokk-
urinn hefir við seinústu stjórnar-
myndun alltaf sett það sem óhjá-
kvæmilegt skilyrði af sinni hálfu
fyrír stjórnarþátttöku. Það mun
hann einnig gera eftir kosningar í
haust. Áreiðanlegt er hins vegar,
að kommúnistar munu eins og
áður alls ekki vilja vir.na á þeim
grundvelli að hækka kaupmátt
peninga. Þeir hafa unnið mark-
visst að því að reyra núverandi
þjóðfélagsskipun þeim fjötrum,
sem erfitt verður að leysa.
Ágreiningur þessi mun sem áður
nægja til þess að ekki er hugsan-
leg saríívinna. Auk þessa eí’ vitað,
LeiSbfíiningar til
þeirra, scm kjósa
utan kjörfundaÝ
Þcir sem kjósa hér á Akur-
eyri hjá sýslumanni, áður cn
þeir fara burtu úr bænum,
eiga að rita eigin hendi á kjör-
seðilinn fúljt nafn þess fram-
bjóðanda, er hann vili kjósa.
Hinir, sem kjósa í sýslunni
hjá viðkomandi hreppstjóra,
rita á kjörscðilinu aðcins bók-
staf þess lista, sem hann vil
kjósa.
Munið að listi Framsóknar-
fokksins í Eyjafjarðarsýslu er
B-LISTINN!
að Framsóknarfl. hefir alarei
unnið með kommúnistum. Og
hvernig' sem ihaldasblöðin hamra
og hamra geta þau aldrei bent á
samvinnuvott.
En hve mikil neyð þarf að vera
á til þess að Sjálfstæðismenn
gangi til samstarfs með kommún-
istum?
Árið 1944, um haustið, var
stjórnarkreppa á íslandi. 3. okt.
sendi Framsóknarfl. Sjálístæðisfl.
tilboð um stjórnarmyndun þess-
ara flokka, þannig, að flokkarnir
ættu tvo í áðherra hvor í sameig-
inlegri stjórn og dr. jur. Björn
Þórðarson yrði í forsæti. Enn-
fremur var samninganefnd Sjálf-
stæðisflokksins skýrt frá því, að
aðrir óflokksbundnir menn en dr.
Björn kæmu til greina. Einn við-
ræðufundur milli flokkanna var
haldinn og formanni Sjálfstæðis-
flokksins falið að boða næsta
fund. Sá fundur var aldrei boð-
aður, en Olafur Thors lýsti því
hins vegar fyrirvaralaust yfir, að
hann hefði myndað stjórn með
kommúnistum. Gísli Sveinsson
sýslum., þingm. Sjálfstæðisfl.,
segir svo í bréfi ’ til kjósenda
sinna „að tiltölulega auðveldlega
hefði mátt takast að mynda stjórn
með Framsóknarflokknum, ef
nokkur veruleg alúð hefði verið
við það lögð af þeim, sem í samn-
ingaumleitunum voru fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, en þeir vildu að
lokum óðfúsir það eitt að ganga
með þeim rauðu.“
Hvað rak Sjálfstæðisflokkinn til
þessa samstarfs? Ekki það, að
Framsóknarfl. hafi ekki verið
reiðubúinn til að framkvæma eins
mikla „nýsköpun" og kommún-
\star, því að þeir lögðu til að 450
millj. kr. yrðu lagðar til hliðar (í.
(Framhald á 10. síðu,„