Dagur - 28.09.1949, Síða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 28. sept. 1949
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Í!
1; Árgangurinn koslar kr. 25.00 ;
Gjalddagi er 1. júlí.
!; l’RENTVERK ODDS BJÓRNSSONAR H.F. ;!
Hvers vegna rofnaði stjórnar-
samvinnan?
ÞRÁTT FYRIR atburði síðustu daga,- halda' blöð
Alþýðuflokksins áfram að hamra á því, að stjórnar-
samvinnan hafi rofnað einkum vegna þess, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi lagt áherzlu á það í dýrtíðar-
tillögum sínum, að gengið yrði til gengisiækkunar
cða niðurfærslu til þess að koma útflutningsverzlun
landsmanna aftur á rétatn kjöl og tryggja afkomu
atvinnuveganna. Enda þótt gengislækkuil liafi þegar
verið framkvæmd að nokkru leyti fyrir forgöngu
Alþýðuflokksins, er haldið áfram að telja fólki trú
um, að sú gengislækkun sé annars eðlis 'en vonda
gengislækkunin, sem Framsóknarmenn vilji koma á!
Er furðulegt að sjá því haldið fram af ábyrgum stjórn-
málaflokki, að til séu ntargar tegundir, gengislækk-
unar, góðar og vondar cftir ástæðum. Mun þessi mál-
flutningur naumast verða til sóma eða ávinnings fyrir
Alþýðuflokkinn.
ALLT HUGSANDI FÓLK sér það, að um aðrar
leiðir út úr dýrtíðarógöngunum en gengislækkun eða
niðurfærslu er ekki að ræða, enda er það ful.lyíst,. að
eftir kosningar mun ckki verða ncinn ágreiningur
um það milli núverandi stjórnarflokka, að éfna til
róttækra ráðstafana eftir þessutn leiðum. Skrif Morg-
unblaðsins að undanförnu benda eindregið til þess,
að ekki muni standa á Sjálfstæðisflokknum til slíkra
aðgerða, og þess er að minnast, að þótt Alþýðublaðið
tali um gengislækkun sem liina smánarlegustu árás
á lífskjör almennings nú fyrir kosnihgarnar, hefir
Alþýðuflokkurinn á undanförnum missirum beitt sér
fyrir hverri ráðstöfuninni á fætur annarri, sem eru
raunverulega ekkert annað en gengislækkun. Má þar
til telja hinar stórfelldu tollahækkanir, sem forsætis-
ráðherrann sagði að væru úrræði Alþýðuflokksins í
vetur, liina auknu skatta og aðrar fjáraflaaðgerðir
ríkisvaldsins. Alþýðuflokkurinn heldur eflaust að
hann muni endurheimta vinsældir sínar hjá frjáls-
lyndum kjósendum með liinu ábyrgðarlausa skrafi
um gengið, En það er valt fyrir flokkinn að treysta
þessu.. Landsmenn eru orðnir þreyttir á kákaðgerð-
um í dýrtíðarmálinu. Það er ekki lengur hægt að
blekkja þjóðina með óábyrgu skrafi um ,,blóma“ í
atvinnulífinu. Allir sjá, að þjóðarnauðsyn krelst rót-
tækra aðgerðá. Landsmenn vænta jtess nú af stjórn-
málaflokkunum, að þeir taki af einurð og drengskap
á dýrtíðarmáliríu og geri Jrær ráðstafanir, sem lík-
legastar eru til bjargar. Þess vegna er afstaða Alþýðu-
flokksins nú, er hann eltir kommúnista og reynir að
hossa undir áróður jteirra, sízt líkleg til vinsælda eða
aukins kjörfylgis. Tími skrumsins er liðinn. Tími al-
vörunnar er upprunninn.
í ÞESSU SAMBANDI er vert að minna á, að Jtað
er íjarri öllunt sanni að stjórnarsamstarfið nú hafi
rofnað vegna ágreiningsins unt gengislækkun eða
niðurfærslu dýrtíðarinnar. Stjórnarsamstarfið rofn-
aði blátt áfram vegna Jtess, að tvcir stjórnarflokk-
arnir höfðu gefizt upp við að standa við fyrsta og
aðalloforð stjórnarsáttmálans, nelnilcga Jtað, að
halda dýrtíðinni í skefjum. Að Jiessari uppgjöf varð
alllangur aðdragandi. En ekki varð um villzt í þing-
lokin síðustu, er AlJjýðuflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn létu algerlega undan kröfum opinberra
embættismanna um stórfelldar launahækkanir, jafn-
framt því sem þessir flokkar lýstu fjandskap sínum
við tillögur Framsóknarmanna um að mæta kröfum
launastéttanna um bætt kjör með Jm að auka kaup-
mátt peninganna í stað Jjcss að íjölga krónunum.
Agreiningurinn í ríkisstjórninni, sem leiddi til
stjórnarslitanna, var alls ekki um gengislækkun eða
niðurfærsluleiðirnar, Jjótt málgögn Alþýðuflokksins
reyni nú að telja kjósendum trú um að svo hafi-ver-
ið. Mestur ágreiningur varð um tillögur Framsókn-
armanna um lagfæringar í verzlunarmálum, húsnæð-
ismálum og öðrum Jjcim málum, sem miða að Jjví að
draga úr milliliðakostnaði og auka kaupmátt krón-
unnar í höndum almennings. Jáfnframt vildu Fram-
sóknarmenn koma á stóreignaskatti til Jjcss 'að greiða
niður rikisskuldirnar. Þessar aðgerðir vildu Fram-
sóknarmenn semja um áður en
gehgið yrði til gengislækkunar eða
niðurfærslu, en það máttu hvorki
AlJjýðuflokkurinn né Sjálfstæðis-
flokkurinn heyra nefnt. Afstaða Al-
þýðuflokksins . til tillagna Fram-
sóknarmánna sýndi glöggar en lyrr
það þjónustuhlutverk, sem for-
ingjar flokksins gegna nú lyrir
íhaldið og millijiðina.
Það hefur orðið hlutskipti Al-
þýðuflokksins að hafa forustu um
gengislækkun nú síðustu dagana án
Jjess að gera jafnframt J>ær ráðstaf-
anir, sem mundu hafa forðað því,
að gengislækkun kæmi lyrst og
fremst niður á almenningi. Að vísu
mun flokkurinn ekki hafa gert ráð
fyrir J>ví í sumar, að til slíkra ráð-
stafana mundi koma svo skjótt.
Foringjar jafnaðarmanna erlend-
is höfðu lýst því yl’ir í vor og sumar,
að gengislækkun kæmi ckki til mála.
En J>etta átti öðru vísi að fara. For-
ingjar jafriáðarmanna í Evrópu
hafa nú beitt sér íyrir gengislækkun
og viðurkennt nauðsyn J>eirra ráð-
stafana, sent Alþýðuflokkurinn ís-
lenzki J>ykist enn berjast gegn. At-
burðir síðustu viknanna ættu að
kenna Alþýðuflokknum J>að, að J>að
er ekki vænlegt til álitsauka í stjórn-
málum, að Jrora aldrei að taka á-
kvörðun, sem áhætta um stundar-
óvinsældir fylgir. Fyrir hringlanda-
liátt sinn og eltingaleik við
kommúnista, hefur Al[>ýðuflokkur-
inn hér uú tapað vulsældum og
fylgi, gert frjálslynda menn sér frá-
hverl'a, og minnt ennþá einusinni
á þjónustuna við íhaldið. Frjáls-
lyndir landsmenn hefðu óskað
flokknum betra hlutskiptis. Og von-
andi læra foringjarnirafreynslunni.
FOKDREIFAR
Ruddaleg skatlheimta.
HÉR í BLAÐINU hefir oft
verið vakin athygli á hinni
ruddalegu skattheimtu Tóbaks-
einkasölu ríkisins af landsmönn-
umjrtan Reykjavíkur. Vindlinga-
pakkinn, sem í Reykjavík kostar
kr. 5,75 kostar 6 krónur úti á
landi. Aðrar tóbaksvörur eftir
þessu. Ástæðan er sú, að ríkis-
embættismenn þeir, sem veita
einkasölunni forstöðu, láta lands-
menn greiða flutningsgjaldið frá
Reykjavík til hafna úti á landi.
Þannig er því slegið föstu af þess-
um herrum, að staðsetning ríkis-
einkasölu í Reykjavík þýði það,
að Reykvíkingar njóti beztu
kjara, en vilji aðrir landsmenn fá
einkasöluvöruna, verði þeir að
greiða sérstákan skatt. Það er at-
hyglisvert, að þótt einkasala
þessi hafi sótt um heimildir ti 1A1-
þingis til hækkaðs vöruverðs nú
margoft eftir stríðið, hefir enginn
þingmanna, sem heimildina hafa
veitt, forðað landsmönnum utan
Reykjavíkur frá þessum órétt-
láta skatti. Og hann er nú í fullu
gildi. Þannig er markvisst unnið
að því að gera lífið úti á landi
dýrara og erfiðara en í Reykjavík.
Fíeiri eru J>ar að verki en Tó-
bakseinkasalan. Siglingafyrir-
komulag Eimskipafélagsins er
einn þátturinn, fyrirkomulag
skattalöggjafarinnar annar,
starfshættir bankanna hinn
þriðji, einokun innflutningsins
hinn fjórði, og svo mætti lengi
telja.
Andrúmsloftið á Alþingi
f ÍSFIRZKU blaði var nýlega
skelegg grein um einn þessara
þátta, þ. e. þátt löggjafans í gegn-
um skattalögin. Meðferðin á
landsmönnum utan Reykjavíkur
á síðasta Alþingi mætti lengi
verða í minnum höfð. Hún sýnir
vel hvernig andrúmsloftið verður
í þeirri virðulegu stofnun þegar
búsettir Reykvíkingnr eru komn-
ir þar í hreina meirihlutaaðstöðu.
Er það til minnis við kosningarn-
ar nú, er reykvískir piltungar
leita eftir Jnngumboði kjósenda
úti á landi. Greinin úr hinu ís-
firzka blaði fjallar um það, hvern
ig landsmenn utan Reykjavíkur
eru snuðaðir um kjötuppbótina
sælu. Fyrir Reykvíkinga gilda allt
aðrar og hagkvæmai-i reglur. —
Dagur leyfir sér að endurprenta
grein þessa. Hún er umhugsunar-
verð fyrir margra hluta sakir. —
Blaðið segir:
Ilróplegt ranglæti.
„Síðasta Alþingi setti nýjar
reglur um greiðslu kjötuppbótar.
Þessar nýju reglur eru í stuttu
máli þannig: Nettótekjur manna
eru niðurfærðar miðað við verð-
lag fyrir stríð. Persónufrádráttur
manna er margfaldaður með
tveimur og hálfum. Ef hinn
margfaldaði persónufrádráttur er
lægri en niðurfærðar nettótelcjur
fær viðkomandi enga kjötuppbót.
Sé hinn margfaldaði persónufrá-
dráttur hins vegar hærri, fær við-
komandi kjötuppbót, er nemur
jafnmörgum krónum og persónu-
frádragið er hærra en hinar hin-
ar niðurfærðu nettótekjur, þó
þannig að enginn getur fengið
hærri kjötuppbót, en sem svarar
219 krónur á hvern heimilismann
sinn.
Þessar nýju reglur löggjafans
leiða til hróplegs ranglætis og
misréttis mili þeirra, sem búa í
Reykjavík annars vegar og í
sveitum og kaupstöðum hins veg-
ar, vegna þess, að persónufrá-
dragið er lægra úti á lsndi en í
Reykjavík. Þannig er persónufrá-
dragið vegna barns 700 kr. í
Reykjavík, en aðeins 600 kr. úti á
landi. Af þessum sökum hafa
menn úti á landi um langt skeið
greitt hærri skatt til ríkisins, en
Reykvíkingar af sömu tekjum.
Þessi frádráttarregla er ranglát
vegna þess* að öll vara er mun
dýrari úti á landi en í Reykjavík.
Ef til vill er mögulegt að ala upp
börn úti á landi á ódýrari hátt en
í Reykjavík, með því að neita sér
og bömum sínum um alla hluti,
nema það að draga fram lífið. Er
nokkui’t vit í að skattleggja slíkan
sparnað? Ef ódýrara er að ala
börnin upp itti á landi er þeim
mun dýrara að koma þeim tii
mennta. Það vita allir. Persónu-
frádragið á að vera jafnt hvar
sem er á landinu.
Á þessari ranglátu reglu er
kjötuppbótin byggð. Hún leiðir
til þess, að heimilisfaðir með 4
börn fær 1000 kr. lægra persónu-
frádrag en heimilisfaðir í Reykja-
vík með jafnmörg börn. Þetta
leiðir aftur til þess að fjöldi
manna missir rétt til kjötuppbót-
ar, að mestu eða öllu, sem fengju
fulla kjötuppbót, ef þeir væru bú-
settir í Reykjavík.
ísfirðingur með 4 börn og kr.
30.149 nettótekjur fær 575 kr. í
kjötuppbót. Ef hann væri búsett-
ur í Reykjavík, fengi hann fulla
kjötuppbót 1314 kr.
ísfirðingur með 3 börn og kr.
28500 nettótekjur fær enga kjöt-
uppbót. Ef hann væri búsettur í
Reykjavík fengi hann 750 kr.
ísfirðingur með eitt barn og
19000 kr. nettótekjur fær enga
kjötuppbót ,‘en 250 kr., ef hann
væri búsettur í Reykjavík
Þetta er hróplegt misrétti, sem
verður að leiðrétta þegar í stað.“
Það sem þarna er sagt um fs-
firðinga á auðvitað eins við um
Akureyringa og aðra landsmenn
utan Reykjavíkur. Hvað ætla
(Framhald á 10. síðu).
Hattarnir 1949-1950
Tízkuhús Kaupmannahafnar og stærri verzlanir
hafa að undanförnu keppzt við að sýna kvenþjóðinni
Það er ekki
ráð nema í tíma
sé tekið, og
tízkusýningar
byrja snemma.
— Vetrar- og
hausttízkan
kemur fram í
byrjun septem-
bermán., þótt
enn sé sumar-
blíða og lér-
eftskjólar og
hvítir skór í al-
gleymingi.
En [>að verð-
ur heldur ekki
gert á einum
degi, að kynna
nýjar birgðir af
vörum fyrir
kvenþjóðinni í stórborg, og því er hafizt handa í
tæka tíð. Um mánaðamót ágúst—sept. hverfa sum-
arkjólar úr útstillingargluggunum, og haust- og
vetrartízkan heldur innreið sína.
Að þessu sinni eru þó vetrarkjólarnir seinna á
ferð en oft áður, og er það víst að kerina innflutn-
ingshöftunum, en hattatízkan og. hattasýningar
urðu á undan í ár.
Hattar eins og hjálniar. •
Hvað er þá að segja um hattana í haust? Hér
kennir margra grasa. Hattarnir eru margir hverjir
eins og hjálmar í laginu, sem hvolfast yfir höfuðið
og falla þétt að, með börðum, sem vísa niður á við.
Þeir eru yfirleitt ekki stórir né fyrirfeiðarmiklir,
þótt'einn og annar barðastór hattur skjóti upp koll-
inum. Miklu algengara er að börðin, séu J>au nokk-
ur, eru lítil. Almenn gleði er yfir því, hve vel hatt-
arnir sitja og fastir þeir eru á höfðinu. Það mun
koma sér vel í stormum og strekkingum víðar en
hér.
Margir hattanna eru dregnir langt niður með
gagnauganu hægra megin og sitja á ská. Sumir
hylja vel bæði eyru. Mikið er af hinum svonefndu
„hjálm-höttum“, sem fyrr getur, þar sem hatturinn
situr nærri beinn og börðin hnúa niður. Þá eru ýms-
ar tegundir túrbana og hálfgerðra „alpa-húfa“ aft-
ur í tízku.
Þá konium við að efninu.
Hér á eg við efnið, sem notað er í hattinn í haust.
Því verður ekki neitað, að efnið, sem tízku-sérfræð-
ingarnir hafa valið í hattinn 1950, er fallegt en ekki
mun peninga-
budda almenn-
ings hafa gott
af að komast í
kynni við það.
Efnið er þykkt
og eflaust hlýtt,
flauelskénnt
„velour",
glansandi og
allt að því lang
hært. Að sjálf-
sögðu er mikið
af venjulegu
filti, en þetta
„velour", sem
Góður höfuöbúnaður að vetrar- heitir raunar
lagi eða á ferðalögum, saumaður fullu nafni
úr þykku ullareíni. „Melousine
Jersey" er
óneitanlega langbezt. (Framh. á 11. síðu).
hatta haustsins og vetrarins.
Hjálmhattur með fugli sem skraut