Dagur - 28.09.1949, Page 12
12
Bagum
Miðvikudaginn 28. sept. 1949
Fimmtudagskvöld kl. 9:
l Grímumennirnir !
1 (Sunset Pnss) É
É Amerísk cowboymynd frá |
I RKO Radio Pictures, sam- |
i in af Norman Huston sam- j
é kvæmt skáldsögunni „Sun- é
j set Pass“ eftir Zane Grey. j
é Leikstjóri: É
William Beke.
I Aðalhlutverk: ' j
: James Warren j
j Jane Greer \
j Nan Leslie j
j John Laurenz.
É Bönnuð 14 ára og yngri. j
I SKIALDBORGAR j
| B í Ó |
\ I síðasta sinn í kvöld kl. 9. j
| ÞJÓÐHÁTÍÐ I
j (Knickerbocker Holyday) |
j Skemmtileg og vel leikin I
j amerísk söngvamynd frá \
United Artist. É
1 Aðalhlutverk leika:
I Nelson Eddy j
Charles Coburn
Constance Dowling.
Orgel
til sölu.
Hallur Benediktsson,
Berglandi.
r
Utvarpstæki
til sölu. — Upplýsingar hjá
JOHN OLSEN,
Kjötbúð KEA.
Viðræður miili ríkisstjórnar og
útvegsmanna um söitun Faxasíldar
Búið að salta í tíu þúsund tunnur
Ríkisstjórnin hefir nú óskað eftir viðrœðum við útgerðarmenn um
söltun á Faxaflóasílcj og mun sérstaklega verða rætt um ráðstöfun á
f ' ' ' " ‘ “
gjaldeyri, sem fyrir sáltaða Faxaflóasíld fæst. Gengu fulltrúar út-
gerðarmanna í fyrradag á fund viðskiptamálaráðherra, og í gær
héldu útgerðarmenn fund með sér. Alls er nú biiið að salta í 10.009
tunnur af Faxaflóasíld.
Útgífrðariytenn:, liafii. lmft frjálsar
liemliil uni ráðstöfun gjalílevris
lýrir saltaða Faxasíld, nema „ef um
mikið framleiðslumagn er að ræða
a'f einhverri tegund, þarf um það
sf-rstakL.íamkomtilag'l. .
RíkisstjórninHtefúr tiú orðið á-
sjitt tfm. að tilkynna utgerðarmönn-
um, að gera þurfi sérstakt samkomu-
lag um útflutning Faxasíldarimiar,
þar sent búið er aö salta 10.000
tlinnur af hcnni. Síld þessi mun
þcgar, li'a'fá vcrið seld til Danmerk-
ur fýrir 130 kr. danskar eða 174 kr.
íslenzkar hver tunna. Abyrgðarverð
O.fl.
Laukur
Edik
Borðsalt
Bökunardropar
Hjartarsalt
Natron
Gerduft
Kanel
Karry
Pipar
Engifer
Mpskat
Allrjihanda
Eggjaduft
Soya
Sinnep
Kjöttenmgar
Búðingar
o. m. fl
Vöruliúsið hi.
Karim. nærföt
gott úrval.
Brauns verzlun
Páll Sigurgeirsson.
| Karlöfiugeymsia bæjarins
I verður opnuð 1. október n. k.
Geymslan verður opin á miðvikudöguni og laugar-
I dögttm, mil
u :> oe /
síðdegis.
framleiðenda hefur hins végar verið
216 kr. og hafa útgerðarmenn leng-
ið að flytja inn nokkrar vöruteg-
undir og selja þær dýrar. samkvæmt
sérstöknm reglum viðskiptanefndar,
til þess að vinna npp verðmismttn-
inn. Nú mun ríkisstjórnin hins veg-
ar hafa hug á því að sem mest af
gjaldevri notist fyrir nauðsynjavör-
ur, og því hefur hún óskað eftir
viðræðum við útvegsmenn um þetta
efni.
Ný framhaldssaga
í síðasta blaði lauk fram-
haldssögunni „Hverflynd er
veröldin“ og í þessu bla'ði hefst
ný saga, „Eva eða Aníta“, eftir
Alan Elston. Þetta er einkenni-
leg og spennandi ástarsaga og
líkleg til þess að verða injög
vinsæl. Atburðarás sögunnar er
hröð frá upphafi og þess vegna
er alveg nauðsynlegt að fylgj-
ast með frá byrjun.
Heimavistarskóli á Suðurlandi
Bæjarstjóri.
Björgunarflugvél frá
Keflavík yfir bænum
í gær sveimaði amerískt flug-
virki hér yfir bænum nokkra
stund. Flugvél þessi er björgun-
arflugvél frá Keflavíkurflugvelli.
Erindi hennar hingað norður mun
hafar verið að svipast um eftir
flugvélaflökum frá stríðsárunum
á óbyggðum landsins.
.................nniinin...nnnntnni....innninnnni
nnnnnnnnnnnnnniinn
Allar tegundir
íslenzkra grasanda
á Andatjörninni
í gær sleppti Kristján Geir-
mundsson litlu-gráönd á Anda-
tjörnina í Gilinu, og eru þá allar
tegundir íslenzkra gi-asanda á
tjörninni. Þessar tegundir eru:
Gi-ænhöfði, skeiðönd, grafönd,
rauðhöfði, urtönd og litla-gráönd.
Þá hefir Kristján einnig bætt
þessum kaföndum við hópinn:
Duggönd og hávellu. Að undan-
fömu hefir verið unnið að því að
pi'ýða og laga umhverfi tjamar-
innar og er ánægjulegra að koma
þar eftir þær framkvæmdir. í ráði
er að stækka tjörnina alla leið að
sundlauginni, er nýbyggingunum
þar lýkur. Kemst það vonandi í
framkvæmd næsta sumar. Villi-
endur éru nú teknar að setjast á
tjörnina og má búast við því að
þeim fjölgi mjög nú næstu daga.
Kristján Geirmundsson bendir
því á nauðsyn þess að bæjarbúar
gefi öndunum brauð nú í haust og
vetur. Ættu menn að taka með
sér brauðafganga, er leið þeirra
liggur fram hjá tjöminni. Það er
gaman fyrir unga og aldna að gefa
: öndunum.
Trúféiag Aðventista hér á landi á glæsilegt skólahús í smíðum að
Vindheimum hjá Þoriákshöfn og er það þcgar komið undir þak. — I
skólahúsinu er heimavist fyrir 40 ncmendur, ríimgóðar skólastofur,
íbúð skólastjóra og annarra starfsmanna. Skólabyggingunni á að
verða lokið 1950. Jafnframt skólastarfinu er ætiunin að reka land-
búnað á jörðinni. Sliólanum er ætlað að vera kristiiegum ungmenna-
skóia. Margir utan safnaðarins hafa lagt fram fé til skólastofnunar-
innar. Tveir trúnaðarmenn Aðventista gistu Akureyri í síðastliðinni
viku og leituðu eftir fjárframlögum til byggingarinnar. Víða erlend-
is reka Aðventistar skóla, sjúkrahús og hressingarhæli og aðra slíka
starfsemi, og hafa hlotið traust og vinsældir fyrir.
Fiskimið framfíðarinnar eru
við Grænland
— segja norsku fiskimennirnir, sem sóttu
á Grænlandsmið í sumar
Norðmenn ætla að senda stæri og
hraðskreiðari báta á miðin
Nokkur þeirra norsku fiski-
skipa, sem stundað hafa veiðar á
Grænlandsmiðum í suinar, eru nú
fyrir nokkru komin heim til Nor-
egs og hafa viðtöl við fiskimenn-
ina birzt í norskum blöðum.
Láta Norðmenn yfirleitt vel af
veiðunum í sumar. Samkvæmt
frásögn Noregs Handels- og.Sjö-
fartstidende ,er það nær því ein-
róma álit skipshafnanna, að
fiskimið framtíðarinnai- fyrir
Norðmenn séu við Grænland. í
suraar veiddu Norðmennirnir nær
því eingöngu á línu. Hásetahlutur
varð um 4000 krónur og þykir það
mjög gott þar í landi.
Skipshafniinar leggja yfirleitt
áherzlu á það ,að nauðsyn sé að
hafa stærri hraðgengari báta á
Grænlandsmiðum en Norðmenn
hafa notað til þessa. Bátarnir, sem
þar voru í sumar, voru yfirleitt
Smjörskammtur-
inn aukinn um
helming
Úthlutun skömmtunarseðla fyr-
ir næsta tímabil stendur nú yfir.
Það mun helzt vekja athygli í
sambandi við hina nýju seðla, að
smjörskammtuiinn er nú aukinn
um helming, er nú 1 kg. á mann
fyrir 3 mán., en var % kg. á síð-
asta tímabili. Á nýja skömmtun-
arseðlinum eru engir reitir fyrir
vefnaðarvöru eða sokka, og mun
það merkja, að ekki sé búizt við
meiri vefnaðarvöru til landsins en
þegar er búið að veita skömmtun-
arseðla fyrir. Þá eru á nýja seðl-
inum „Skammtar“ 18—22.
um 70 feta langir, en talið er
hentara að nota báta sem eru 100
—120 ft á lengd. Ganghraði má
ekki vera minni en 8 mflur á klst.
Með stærri bátum segja Norð-
mennh-nir, má lengja vei'ðitímann
upp í 4 mánuði. Áherzla er lögð á
nauðsyn Norðmanna fyrir ný
fiskimið, því að erlendir togarar
hafi nú nær því gjöreytt fiskimið-
um við Noregsstrendur.
Hljómleikar Sigurðar
Skagfield
Sigux-ður Skagfield óperusöng-
vari hafði kirkjuhljómleika hér
s. 1. laugardagskvöld, með aðstoð
Jakobs Tryggvasonar organleik-
ai-a. Sigurður söng við þetta tæki-
færi lög eftir Gordigiani, Bach,
Beethoven, Rossini, Wagner,
Mendelsohn og Sveinbjörn Svein-
björnsson. Aðsókn að þessum
hljómleikum var furðulega lítil.
Hér átti í hlut einn af kunnustu
og beztu söngvurum þjóðarinnar
og vandað var til efnisskrárinnar.
Auk þess hefur Skagfield jafnan
notið mikilla vinsælda hér í bæn-
um. Vafalaust er því um að kenna
að hljómleikarnir voru á laugar-
dagskvöldi og ekki nægilega aug-
lýstir.
Rödd Skagfields er mjög glæsi-
leg og i-addmagnið mikið. Verða
sum viðfangsefnanna áheyrend-
um minnisstæð, svo sem Stabat
Mater eftir Rossini og lofsöngur
Beethovens. Mikið bergmál er í
kirkjunni, sérstaklega þegar fá-
mennt er þar, og naut söngurinn
í heild sín ekki eins vel og eðlilegt
var af þeim sökum.