Dagur - 28.10.1949, Síða 2

Dagur - 28.10.1949, Síða 2
2 D A G U R Föstudaginn 28. október 1949 Frú Valgerður Magnúsdóttir strangri önn, oft sveitt og þreytt — en ávallt sæl og auðug, eins og hafin í æðra veli vaxtar og vona- fyllingar. Valgerður Magnúsdóttir var fædd búkona. í umsýslu þeirri og ábyrgð, sem fylgir því að eiga stórt og blómlegt bú mun hún hafa fundið ríka lífsnautn. Hún hefir notið þess að sjá margt fólk skila miklu verki með hollum metnaði og heilbrigðri gleði. Sjálf varð hún vissulega að standa í eldlínunni, þar sem önnin var mest, ábyrgðin þyngst, vandinn stærstur. Það gneistaði af áhuga hennar og starfsþrótti, slíkt gaf metnaði og orku annarra byr undir vængi — þannig að þeim varð létt að vinna með henni og ljúft að vinna fyrir hana. Val- gerður naut þess mestan hluta æfinnar að stunda búskap. Hún og eiginmaður hennar, Hólmgeir Þorsteinsson, bjuggu stóru búi á Grund í Eyjafirði og síðar á Hrafnagili. En húsbóndinn var, auk heimilisannanna, kjörinn til að gegna margháttuðum trúnað- arstörfum fyrir hérað sitt, störf- um er-eyddu tíma hans og orku og ollu því að hann var iðulega að heiman — stundum langdvöl- um. Þá reyndi á dáð og hagsýni húsfreyjunnar, en hvorugt mun nokkru sinni hafa brugðizt. Oð- ulunum tveim, sem geyma flest spor hennar og handtök, unni hún heils hugar, þar var vé ástar og friðar, þar voru athafnirnar lotningarfull þjónusta við þá mold, sem mæðrum og feðrum var vígð. Atvikin höguðu því þannig, að Valgerður dvaldi í kaupstaðnum hvern vetur all- mörg hin síðari ár, en það var fjarri eðli hennar að festa rætur á mölinni. „Alltaf hlakka eg til að flytja fram í Hrafnagil á vorin, eg yngist og styrkist við önnina þar,“ sagði hún við mig eitt sinn og svipurinn lýsti fögnuði þeirrar ástar, sem friður og hreinleiki sveitarinnar fær skapað. Valgerð- ur var lítil kona vexti en létt og falleg í hreyfingum og yfir fasi og framgöngu hvíldi glæsibragur og gerðarþokki, er vakti athygli hvar sem hún fór og gjö.rði hana minnisstæða. Hún var fríð sýnum, sviphrein og djarfleg, dökkhærð með dökk- brún, sérkennilega falleg augu er sífellt geisluðu af gleði og hlýju. Það voru augu hinnar ástúðlegu móður, hinnar skilningsríku hús- móður — vökukonunnar er aldrei brást, er ekki gleymdi hinu smaesta, fremur en því stærsta, er alls staðar var nálæg með holl- ráð sín og nærfærna umönnun þar sem þreyta og sársauki sóttu að og vildu leggja hamingju og hagsæld í rústir. Og þessi um hyggja var ekki yfirskin né ytri gylling, heldur aðalsmerki auð ugs hjarta. Valgerður glæddi eldinn á arni heimilisins með þeim hætti, að það gleymdist seint þeim er nutu. Til hinztu stundar var hún reiðubúin að þjóna öðrum, gefa öðrum af gleði sinni og styrk. Það var sama Frú Valgerður Magnúsdóttir. Það er kyrrt kvöld á útmánuð- um veturinn 1941. Eg er komin til Akureyrar til að taka próf upp úr 4. bekk gagnfræðaskólans. Ein skólasystir mín hefir boðið mér að dvelja hjá sér á meðan á því stæði. Og nú stend eg í stóru húsi þar, sem mér eru allir hlutir framandi. Með allmikilli eftir- væntingu og enn meiri ófram- færni hafði eg gengið inn um dyr þess. Eg er ekki viss um, að mér, dalabarninu, takizt að gróa inn í þetta glæsta umhverfi og á engan hátt finnst mér eg verðskulda að læra hér. En það er ekki tóm til þvílíkra hugleiðinga, það heyrist brátt létt fótatak á ganginum og til móts við mig kemur falleg, broshýr kona, sem tekur hlýtt í hönd mína og býður mig vel- koman með þeirri alúð að líkast var að við hefðum þekkzt í mörg ár. Og samstundis þokar minni- máttarkennd mín fyrir þeirri full- vissu að með þessari konu sé gott að vera, að það heimili, sem hún stjórnar hljóti að vera hlýtt og auðugt. — Þannig hófust kynni min við Valgerði Magnúsdóttur, kynni, sem síðar urðu að hlýrri vináttu, er vakti mig til aðdáunar á því afreki, sem hver sú móðir og húsmóðir vinnur, sem er ÖII í hlutverki sínu. Valgerður var það framar flestum konum, þeim, er eg hefi þekkt. Skyldan var henni heilög — starfið var henni fjöregg. Án starfs, án síhvikrar annar og baráttu, sem reyndi á dug og dáð var henni lífið dauft og snautt. Hún elskaði hinn ferska straum heilbrigðra at- hafna, — skylduönnin, sem ann- ars hvílir á mörgum eins og ánauðarok var henni lykill að hamingju lífsins. Valgerður var frábær kona í starfi, að því er snerti afköst, fjölhæfni og smekkvísi; hún var einnig mjög hreinlát og reglusöm, allt varð hreint og fágað, sem hún fór höndum um. Það var eins og hvert verk, sem hún vann bæri á sér glæsibrag, er því var skilað. Starfið heillaði hana, hún kunni ekki að hlífa sér, vildi ekki unna sér hvíldar. Það var næstum því óviðjafnanlegt hverju þessi smá- vaxna, fíngerða kona afkastaði — og hvernig hún gjörði það. Það var ekki hægt að horfa á hana vinna án þess að verða snortinn. Gleði og viljaþróttur geislaði af henni, þar sem hún stóð mitt í hversu þreytt hún var, hversu1 umsvif dagsins reyndu á, alltaf var hún jafn skjót til úrræða, jafn örugg að leiða og styrkja og leysa þraut og vanda; alltaf átti hún bros og hlýjuorð til að gefa. Engum leiðzt að vera til lengdar vansæll í návist hennar. Lífsgleði hennar og þróttUr stöfuðu frá sér geislum, er rufu skugga vonleysis og hugarvíls. Valgerður átti öra og heita, en jafnframt svo æðrulausa skap- gerð, að sjaldan sást henni bregða og þann tíma, sem ég dvaldist með henni heyrði eg hana aldrei mæla styggðaryrði til nokkurs manns, en alúð hennar náði til allra, er hún umgekkst. Lítil- magninn átti öruggan mólsvara þar, sem Valgerður var. Öll börn löðuðust að henni. Aldrei sá eg hana glaðari en í hóp lítilla barna, sem léku leiki sína og brostu við lífinu, og aldrei sá eg hana ástúð- legri, en þegar hún tók sorgbitinn sakleysingja í faðm sinn og strauk táramóðuna burt af augum hans, unz í þeim tendraðist aftur ljós gleðinnar. Þanngi var Valgerður Magnús- dóttir. Undir athafnaþyt og áhugaeldi bjó ástúð og friður, sem fól í sér eins konar sáttar- gjörð við gjörvallt lífið. Hærri kröfu þess og kalli svaraði hún með þeim hætti að það lyfti henni en lækkaði hana aldrei. Hin lýj- andi störf hversdagsins urðu í höndum hennar að ljúfum leik. Hún nefndi aldrei þreytu í sam- bandi við þau, æðraðist aldrei yf- ir umsvifum sínum, margvíslegri fyrirhöfn, ónæði og gestanauð. Hún kunni flestum betur að fagna gestum. Henni var orðið það að list að skemmta gestum sínum og annast þá og gegna kalli skylduannarinnar samtímis. Sjaldan gaf hún sér fullt frelsi frá önninni til að njóta félagsskapar þeirra, en gæfi hún sér næðis- stund, lét hún ekki neitt spilla gildi hennar. Hún var öll í því að njóta, eins og hinn að veita, sem því nær ávallt varð hlutskipti hennar, er gjörði hana svo auð- uga, sem raun bar vitni. Valgerður unni allri verklegri mennt, því hugviti og þeirri manndáð, sem gefur henni áhrifa- vald. Hún unni drenglund, víð sýni og hugsjónahita og í heimi andans var henni einkum ein list — hljómlistin — sérstaklega hug- stæð. Söngur var henni líf og yndi. Sjálf hafði hún þýða og fallega rödd og söng oft við störf sín. Eg gleymi því ekki, hve gott mér þótti að sofna við það á kvöld in, er hún söng, þegar hún var að ganga frá í elóhúsinu sínu og búa í haginn fyrir næsta dag. Sá söng- ur var hugþekkur og vel til þess fallinn að vagga í værð og frið. Það var einkennandi fyrir Val- gerði, þessa vakandi athafna- konu, sem sífellt var í hraðri sókn að settu marki, hversu nærgætin hún var, um að aðrir fengju notið næðis, er við átli, hversu hljóð- lega hún gekk um, þar sem þreyttir sváfu og sjúkir hvíldu og hversu hún gjörði mönnum auð- velt að sökkva sér niður í við- fangsefni sín og vera ótruflaðir, }ótt hún ynni af fullum krafti í sömu stofu. Nálægð hennar var eins og sumarandblær. Þegar hún hvarf út vitnaðist það oft fyrst á pví, að einkennileg auðn varð eft- ir í stofunni, er hún var þar ekki lengur. Slílc voru áhrif hennar. Þegar eg nú við þessi þáttaskil minnist Valgerðar Magnúsdóttur og þess dagsverks, sem hún innti af höndum, þá verður mér þetta orennt hugstæðast: Starfsdáðin, lífsgleðin og umhyggjusemin. — Sem móðir — gjöful og fórnfús, hygg eg að hún hafi átt fáa sína líka, sem eiginkona var hún slík að dýr auðlegð var fólgin í sam- fylgd hennar. Heimilið, sem þau Hólmgeir og Valgerður byggðu á Akureyri var hlýtt og fallegt, um það munu margir eiga ánægjulegar minningar, því að margir eru þeir orðnir, sem þar hafa notið yls og yndis. Þessu heimili á eg stærri þökk að gjalda en flestum öðrum — og nú, þegar það drúpir í þungri sorg, þegar dyr tímans hafa lokast á eftir henni, sem áður gæddi það af yl og gleði, þá beini eg þangað hljóð um huga í hlýrri samúð og minn- ist þess unaðar, sem eg naut þar á liðnum dögum. Eg ber fram þakkir til hennar, sem horfin er, fyrir allt, sem hún auðsýndi mér. Eg þakka það dæfni, sem hún gaf mér og öllum, sem höfðu af henni einhver kynni, — þakka ljósið og lífið, sem'hún kveikti þar, sem hún fór um huga sínum og hönd- um. Sæti hennar verður vand- fyllt. Ástvinirnir hafa orðið fyrir óbætanlegum missi, öllum, sem þekktu hana finnst lífið snauðara en áður, — og þjóðfélagið hefir misst trúa konu með þróttmikinn vilja, — konu, er lætur eftir sig minningu, sem sól og sumar hvílir yfir. 21. október 1949. Jórunn Olafsdóttir, Sörlastöðum. Islenzk hjúkrunar- kona heiðruð Frá Raúða krossi Islands hcfir blaðinu borizt eftirfarandi frétt: Alþjóða Rauði krossinn í Genf hefir sýnt Rauða krossi íslands þann heiður að fela honum að til- nefna íslenzka hjúkrunarkonu til að sæma orðu Florence Nightin- gale. — Rauði krossinn hefir orð- ið við þessum tilmælum og til- nefnt frú Sigríði Eiríksdóttur, hjúkrunarkonu, og hefir hún ver- ið sæmd orðu Florence Nightin- gale. Þessi orða, sem er æðsta virð- ingarmerki hjúkrunarkvenna, var stofnuð í Washington árið 1912 á 9. alþjóðaþingi Rauða krossins, til minningar um hið mikla og fórn- fúsa starf Florence Nightingale í þágu sjúkra og særðra. Orðunni er úthlutað annað hvort ár, í hæsta lagi til 36 hjúkrunarkvenna hverju sinni, eftir tilpiælum mið- stjói'nar Alþjóða Rauða krossins. I tímariti Alþjóða Rauða kross- ins segir, að fi'ú Sigríði Eiríks- dóttur hafi verið veitt oi'ðan m. a. vegna ótrauðrar baráttu hennar í berklavöi-num, ungbarnavei-nd og hvers konar heilsuverndar- starfsemi á íslandi. Auk þessa hefir hún verið for- maður stéttarfélags síns um 25 ára skeið og verið brautryðjandi umbóta er varðað hafa • kjör hjúkrunarkvenna og námsskil- yi'ði þeirra. Á styi’jaldarárunum vann frú Sigi'íður mikið og óeig- ingjarnt starf í sjálfboðadeildum Rauða kross íslands í Reykjavík. Fimmtugur: Þór Þorsteinsson á Bakka Fimmtugsafmæli átti Þór Þorsteinsson bóndi og hrepps- nefndaroddviti á Bakka í Öxnadal, 19. þ. m. Þór var hinn mesti atorku- maður og góður bóndi. Hefir hann bætt jörð sína mikið, bæði að húsum og ræktun o, býr góðu búi. Hann hefir verið hrepps- nefndaroddviti í sveit sinni um allmörg ár og gegnt því starfi af skörungsskap og festu, enda nýtur hann óskipts trausts sveitunga sinna. Þór er kvæntur Björgu Jó- hannesdóttur frá Engimýri ágætri konu, eiga þau 3 börn Margir heimsóttu Þór á Bakka á afmælisdaginn til að árna honum heilla, fyrst og fremst sveitungar hans, svo og ýmsir aðrir. Var öllum tek- ið af hinum mesta höfðings skap, og sátu menn þar lengi í góðum fagnaði. Yfir borðum voru margar ræður fluttar, og eftir borðhald var dans stiginn. Gjafir bárust afmæl- isbarninu frá sveitungum hans og fleirum, svo og fjöldi heillaskeyta. Rússar ræða norsku kosningarnar Norsk blöð skýra frá því, að rússnesk blöð hafi sýnt talsverðan áhuga fyrir úrslitum norsku þing- kosninganna, en eins og kunnugt er voru norskir kommúnistar þurrkaðir út úr norska Stói'þing- inu. Bent er á þessi ummæli Is- veztia, annai's aðalmálgagns Ráðstjórnai'innar: „Kosningai'nar sýna, að þjóðin skilur og veit, að norskir íhalds- menn vilja leiða þjóðina inn á ranga braut. En hinir hægri sinnuðu noi'sku jafnaðarmenn hafa notað aðstöðu sína sem stjórnarflokkur og reynt á allan hátt að fyrirbyggja þennan skiln- ing þjóðarinnar. Þeir reyna að vi*la fólki sýn og láta líta svo út, sem þeir leiði þjóðina. Vafalaust rnunu þessir hægrikratar opin- berlega leita stúðnings hægri afl- anna í þjóðfélaginu til þess að halda völdunum í næstu kosning- um.“ Það er engu líkara en þetta Moskvablað haldi, að noi'sku jafn aðanmennirnir þurfi að mynda sterkt kosningabandalag til þess að fyrirbyggja valdatöku komm- únista í næstu kosningum! En þetta mun þó ekki trú blaðsins, heldur sú trú, sem það vill að rússneskir lesendur taki!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.