Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 25.01.1950, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 25. janúar 1950 (Framhald). Eitthvað í andliti unga manns- ins minnti hana snögglega á Terry, unga manninn, sem hafði ekið Rauðakrossbílnum hennar í Evrópu. Hún mundi gjörla síðasta fund þeirra. „Þú skalt hugsa um þetta í næði í heilt ár, Terry,“ hafði hún sagt. „Og þu skalt ekki skrifa mér, því að það gerir allt haia erfiðara. Þú skalt gleyma mér í rólegheitum, muna aðeins að við erum gamlir vinir. Þú kynnist mörgum stúlkum heima, og eg skal ábyrgjast þér, að þú verður yfir þig ástfanginn áður en árið er liðið.“ í seinni tíð varð henni oft hugsT að til Terry. Hún vissi vel, að það var af því að hún var nú orðin hálfgerður einstæðingur, og ást karlmanns, jafnvel þótt ung- ur og óreyndur sé, er alltaf upp- örfandi og huggun við slíkar kringumstæðui'. „Tuttugu og þrjú ár er enginn aldur, Slim, og sízt of hár til þess að byrja á einhverju nýju,“ sagði hún. „Ef þú ert ekki ánægðurmeð það starf, sem þú hefur í fyrir- tæki föður þins, því hættirðu þá ekki? Finnur í þess stað þar starf, sem þú hefur áhuga fyrir?“ Þetta kvöld leið fljótt. Bill og Slim fóru með hana á Piping Rockdansleikinn. Þegar þangað kom náði Rush tali af henni. „Eg hef verið að leita að þér, og mér var sagt að þú værir farin,“ sagði hann. „Borðherrarnir mínir fylgdu mér,“ svaraði hún. „Og eg vildi ekki ónáða þig, mér fannst þú þurfa að hafa frið til þess að sinna Jenny. Þeir ætla líka að fylgja mér heim, svo að þú þarft ekki að hafa fyrir því.“ „En Alison.“ „Vertu ekki svona hátíðlegur við mig, majór Rushmore, við erum löngu upp úr því vaxin.“ Ungur piltur kom og bauð henni upp, Og Alison skildi, að þeir Bill og Slim voru að sjá um, að hún sæti ekki af sér dansa. — Enginn skyldi geta sagt, að „gamla“ frænka hennar Jenny Towne hefði setið og látið sér leiðast í þessum únglingafélags- skap! Rush varð að yfirgefa hana og hann fór að leita að Jenny. Litlu síðar sá Alison hvar þau tvö voru að dansa. Hún sá karlmannlegt höfuð Rush bera við dökka lokka Jenny og hann hélt þétt utan um hana. Henni varð starsýnt á hönd hans, er hélt um mitti Jennyar. Hún þekkti þessa hönd svo vel. Hún hafði séð hana halda á bók, aka bíl, sveifla tennisspaða, heilsa — og nú, halda þétt um Jenny. Omurleg einverutilfinning greip hana allt í einu. Nú mundi hún glöggar þá tíð, er Rush hafði haldið utan um hana eins og Jenny nú. Hún hélt uppi fjörugu samtali við unga manninn, til þess að láta ekki á því bera, hvernig henni var innanbrjósts. Til lánsins bar Slim að og tók við stjórninni. — „Eigum við ekki að fara héðan?“ spurði hann. „Hvert eigum við að fara?“ „Eg þekki ágætan stað.“ „Eins og þú vilt, Slim,“ svarði hún þakklát. „Þakka þér fyrir.“ Hún sá Rush ekki aftur um þessa helgi. Þqgar hann kom með Jenny heim, var Alison háttuð og þóttist vera sofandi. Daginn eftir svaf Jeimy fram til hádegis, en Alison hjálpaði frænku sinni úti í garðinum. Jane jjrænka var alltof hugulsöm til þess að fara að spyrja hana spjörunum úr um það, sem gerzt hafði um kvöldið. Hún gerði ekki meira en spyrja: „Var gaman í gærkvöldi, góða mín?“ Alison skýrði frá því, að hún mundi þurfa að fara með síðdeg- islestinni til New York. Hún þyrfti að ljúka verkefni áður en vinna hæfist á ný á skrifstofunni. Jane frænka vildi endilegá að hún væri kyrr fram á mánudags- morgun, en lét Alison samt ráða. „En mundu það, góða mín,“ sagði hún, „að þú ert hjartanlega vel- komin hingað, hvenær, sem þú vilt.“ En Alison þóttist viss um að Jane frænka skildi, að það var óvíst að hún mundi þiggja slíkt boð fyrst um sinn, og enginn mundi vita betur um ástæðuna. Á leiðinni inn til borgarinnar hafði hún tíma til að hugsa ró- lega um atburði síðustu dagana. Vonin um Rush, sem hún hafði alltaf alið með sjálfri sér, var nú algerlega brostin, og kannske var það skárst, að fá að vita það. Til lítils að blekkja sjálfan sig og ekki hægt til lengdar. Vonir gátu í reyndinni verið hræðilegar, ef maður hélt dauðahaldi í þær vel vitandi það ,að það var tilgangs- laust. Og samt — samt gat svo farið að Rush kæmi aftur. Hún hafði haldið að afskiptaleysi hans á þessu síðasta ári væri því að kenna, að hann væri ekki búinn að átta sig eftir heimkomuna úr herþjónustunni, ekki kominn inn í starf sitt, sem sagt ekki orðinn ráðsettur og rólegur á nýjan leik. Og svo það, að þau höfðu fjar- laégst á meðan á stríðinu stóð. En raunar vissi hún þó, að hvorugt þetta var ástæðan. Ástæðan er sú, hugsaði hún beisk í bragði, að hann hefur aldrei elskað mig. Hún velti því fyrir sér, hversu margar stúlkur, sem yrðu fyrir vonbrigðum nú, kenndu stríðinu um. Sorgir stríðsekknanna voru - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). að .tryggja flokknum og fram- bjóðendum hans mikið og vax- andi fylgi í þessum kosningum, svo sem oftast að undanfömu — og það ekki aðeins hér í bænum, heldur einnig hvarvetna annars staðar í landinu, þar sem heild- skyggnir og dómgreindir menn láta reynsluna og óhlutdræga at- hugun ráðag jörðum sínum og atkvæði, en gína ekki í blindni við lostætum tálbeitum — há- karlasóknum „með mannskjöt í miðjum bug“. Obreytt stefna. FRAMSÓKNARFL. hefur hefur þannig aldrei hvikað frá upphaflegri og yfirlýstri stefnu sinni í neinu þýðingarmiklu máli. Og reynslan hefur sýnt, að þessi stefna var rétt og farsæl, og flokkurinn hefur jafnan séð lengra fram í tímann, verið raun- sýnni, hreinskilnari og ráðholl- ari en aðrir flokkar — og það jafnvel fyrir því, þótt sú hrein- skilni hafi stundum látið ver í eyrum almennings en gyllingar, falsspár og lýðskrum hinna flokkanna, og úrræði flokksins hafi stundum gert meiri kröfur til þegnlegs þroska og tillits við hagsmuni heildarinnar en þægi- legast hefur þót í bili, þegar yf- irboð lýðskrumaranna og ofur- bjartsýni tækifærissinnanna beittu hins vegar á krókinn spik- feitu hrossakjöti heimskunnar, er legið hafði náttlangt í romm- blöndu skammsýninnar og fyrir- hyggjuleysisins, — svo að tákn- máli hákarlabeitunnar sé enn haldið. .Kjósepdur mjinu því al- mennt ekki hafa vænzt .neinnar nýrai’ stefnuskrár frá Framsókn- arflokknum að þessu sinni, né heldur talið hennar þörf. Hins vegar munu menn almennt hafa búizt við því, að kommúnistar mundu ekki bregða þeim vana sínum, að birta stórorðar kröfur sínar til annarra og blanda þær hæfilega með Venjulegu lýð- skrumi, blekkingum og raupi af afrekum flokksins hér heima og þó einkum í Rússíá og öðrum „alþýðulýðveldum" austan jám- tjaldsins. En viti menn! Engin „stefnuskrá“ er birt bolsahjörð- inni að þessu sinni, — aðeins veik gola, en enginn æðandi austan- stormur þýtur nú á þeim skjá, sem áður lét jafnan hæst og ámáttlegast í. ÞEGAR BETUR er að gáð, kann að koma upp úr kafinu, að skýringin á þessu óvænta fyrir- brigði þagnar og hógværðar getur verið svipuð hinni fyrri, að því leyti, að kommúnistar hafi nú að lokum áttað sig á því, að ekki stoði framar að reyna að leyna með innantómu orðaskaki og hreystiyrðum þeirri augljósu staðreynd, að þrátt fyrir allan hringlandahátt, stefnuleysi og kollstökk flokksins í hinum ein- stöku málum, hefur hann þó ávallt verið — og verður líklega æfinlega — trúr þeirri megin- stefnu sinni að dansa eftir pípu Ráðstjórnarríkjanna í einu og öllu og sýna „bóndanum í Kreml“ hundslega undirgefni og auð- sveipni, eins og ofsatrúarmönn- úm þykir jafnan sæma að auð- sýna skurðgoðum sínum og dýrl- skiljanlegar og réttlátar, en von- brigði draumlyndra stúlkna mátti rekja til þess, að þær höfðu aldrei þekkt veruleikann og urðu nú að sætta sig við að mæta honum augliti til auglitis. (Framhald). ingum. Það mun því öldungis rétt skilið hjá forráðamönnum þessa flokks, að nýrrar stefnuskrár — nýrra og fallegra umbúða utan um þennan eina og sama kjarna, þrælsóttann og auðsveipnina gagnvart erlendu einræði — gerð ist engin þörf að þessu sinni, og lítt mundi mark á því tekið, þótt flokkurinn efndi enn til nýrrar skrautsýningar í nafni jafnaðar, mannúðar og lýðræðis. Kjósend- ur mundu eftir sem áður vita það mæta vel, að stefna og tilgangur þessa flokks hefur heldur ekki breytzt í neinu, og eins og hins sama er og verður ávallt af hon- um að vænta. Verkin og sagan hafa einnig dæmt þennan flokk, þótt sá dómur falli mjög á annan veg en hinn fyrri. „Og þá hló Marbendill!“ BINDINDISMAÐUR, sem aldr- ei hefur verið við ofdrykkju og óhóf kenndur, þarf ekki að berja sér á bjóst og sverja fyrir Bakkus á torgum. En ofdrykkjumaðurinn, sem dreymir um það i bili að bæta ráð sitt, og vill að sér verði treyst til til reglusemi og hófs i hvívetna, finur hjá sér hvöt til þess að ganga í stúku og auglýsa bindindissemi sína sem rækileg- ast fyrir mönnum. — Á sama hátt er það eðlilegt og á gildum, sál- rænum rökum reist, að flokkar þefr, sem þekktir eru að því og alræmdir að hafa eina stefnu í dag og aðra á morgun í hverju þýðingarmiklu máli, og halda þó raunar báða dagana ýmist í hálf- hverfa eða þveröfuga átt við það, sem þeir sögðust ætla sér, þann- ig, að enginn veit framar hvor endinn er stafn og hvor skutur á flokksskútunni, þar sem báðum er beitt jafnt undan öldunni — slíkum flokkum er vissulega brýn. þörf stefnuskrár, kosninga-■ lóforða og annarra fagurra fyrir- heita og hreystiyrða um batnandi hegðun og skýrari leiðarreikning í framtíðinni. Það er því, þegar nánar er að gætt, og öll kurl koma til grafar, öldungis jafn skiljanlegt, að þeim tveim flokk- um á landi hér, sem berastir eru orðnir að hvers konar óreiðu um stefnumál sín, Sjálfstæðisflokkn- um og Alþýðuflokknum, sé jafn nauðsynlegt að semja og birta sem allra fallegastar og útgengi- legastar stefnuskrár fyrir þessar kosningar — eins og hinum flokk unum tveimur, Framsóknar- flokknum og kommúnistum, er þess lítil þörf, þar sem báðir eru kunnir að trúmennsku og einhug við stefnu sína: annar hefur jafn- an sótt upp og fram, hinn stefnt rakleiðis norður og niður í óeig- inlegri merkingu orðanna, en austur og til útlanda í bókstaf- legum og landfræðilegum skiln- ingi. OG NÚ A REYNSLAN eftir að leiða það í ljós — á sunnudag- inn kemur í fyrstu atrennu — hversu hinir útvegsbændurnir tveir fiska vel á marbendilsagnið, sem þeir þykjast hafa útbúið af svo mikilli list og fiskimanns- íþrótt. Væntanlega gleyma þeir ekki heldur þeim æfaforna og strangþjóðlega sið hákarlamann- anna gömlu, þeirra, sem upp í sig tóku, að spýta rösklega á eft- ir tálbeitunni, um leið og sókn- inni er varpað fyrir borð og sökkt í djúpið! Karlm.-armbandsíir (með hlekkjakeðju) tapað- ist á Odcleyri. Finnandi vin- samlega skili því, gegn fundarlaunum, á Bifreiða- verkstæði Jóhannesar Krist- jánssonar. Næsta mynd: LÆSTAR DYR I (Secret Beyond The Door) \ \ Sakamálamynd frá Univer- \ \ sal-International film- i félaginu. i i Leikstjóri: | Fritz Lang. i Aðalhlutverk: Joan Bennet Michael Redgrave I ásarnt \ Anne Revere i Barbara O’NeiI i Bönnuð yngri en 16 ára. | ?u 111111111111111111111111111 Hiimiinii ii n nimi ■■11111111111 ii« •Illllillllll 1111111111111111111 llllllllllllllll IIIIIIII lÉIIIHMlall* | SKJALDBORGAR f BÍ Ó 1 Hamingjusamt fólk f i (Tliis Happy Breed) i i Ensk stórmynd í eðlilegum i í litum, samin og gerð af i Noel Coward i Aðalhlutverk". Robert Newton Celia Jolinson Jolin Mills Kay Walsh 7iiiiiiiiininii 11111111111111111111111111111111111111111111111 iiiii* Herbergi til leigu í Þingvallastræti 22 (efri hæð). Tvöföld perlufesti tapaðist í miðbænum, í sl. viku. — Vinsamlegast skil- ist, gegn fundarlaunum, á afgreiðslu Dags. Klúbburinn „ALLIR EITT“ heldur dansleik að Hótel -Norðurland n. k. laugardag, 28. jan., kl. 9 e. h. Skírteini afhent fimmtudag og föstudag, kl. 8—10 e.h., á sama stað. Eldri félagar beðnir að sækja skírteini sín á fimmtudag vegna mik- illar eftirspurnar. Borð ekki tekin frá. Dokk föt — Síðir kjólar. STJÓRNIN. TIL SÖLU: liálf eða öll húseignin Eyr- arlandsvegur 3 (Sigurhæð- ir). Húsið er til sýnis frá kl. 5 til 6 e. h. næstu viku. Semja ber við undirritaðan. Leonard Albertsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.