Dagur - 29.03.1950, Side 2

Dagur - 29.03.1950, Side 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 29. marz 1950. — Aðstaða íslenzkra fiskveiða Núverandi sfjórnarsamsiarf Samstarf allra lýðræðisflokkanna' er æskilegt Erfið aðkoma. Engin ríkisstjórn, hvorki fyrr né síðar, hefur tekið við völdum við örðugri kringumstæður en stjórn sú, sem nú er nýmynduð. Afkomumöguleikar þjóðarinnar eru að vísu á ýmsan hátt betri en áður, en erfiðleikarnir á sviði efnahagsmálanna eru svo geig- vænlegir, vegna alrangrar fjár- málastefnu seinasta áratugs, að þeir virðast lítt leysanlegir. Hins vegar dylst engum, að áfram- haldandi aðgerðarleysi þýðir efnahagslega uppgjöf og gjald- eyrisgjaldþrot, nema þá þjóðin kjósi í framtíðinni steinaldar- menningu í landinu. Samstarf Iýðræðisafla. „Þegar býður þjóðarsómi, þá á Brelandi eina sál“, kvað skáldið. Þessa hendingu þyrfti að veia hægt að heimfæra upp á ísland og íslendinga. Þegar Bretar áttu í vök að verjast í stríðinu um 1940, sameinuðust sundur- leit pólitísk sjónarmið. Þeir mynduðu samsteypustjórn undir forystu Churchills, sem vann dyggilega og samhent að því að bægja voðanum frá dyrum. Brezka þjóðin barðist fyrir til- veru sinni- og • raunar tilveru frjálsra þjóða. Á sama hátt má nú segja, að íslendingar þurfi nú að berjast fyrir tilveru sinni sem þjóð. Aðgerðarleysi, flokkadrátt- ur og sundurlyndi geysa um land ið á svipaðan hátt og á Sturl- ungaöld. Ognaröld þeirrar aldar leiddi til þess, að íslendingar urðu háðir öðrum þjóðum,' máttu hlíta forsjá erlendra valdhafa. Nú myndi þetta gerast á annan hátt. Ef ekkert yrði að gert leiddi fjár- málastefnan til skuldasöfnunar erlendis. Þá virðist gatan nokkuð greið til glötunar stjórnarfarslegs sjálfstæðis. Á sú þjóð, sem ekki getur séð sér farborða, rétt til að vera sjálfstæð þjóð? Eigi vanda- málin að leysast farsællega, þarf sarnhug og samstarf, sem flestra flokka og einstaklinga. Það þarf að samfylkja öllum góðum og þjóðhollum kröftum, ef sigur á að nást á sama hátt og hjá þjóð- um, sem berjast fyrir frelsi sínu á stríðstímum. Þeir íslendingar, sem eru lýðræðismenn þyrftu að sameinast allir. Ástandið í efna- hagsmálunum er því miður svo hjá okkur eftir góðærin, að sum- , ar hinna stríðandi þjóða standa okkur framar. Óskild öfl sameinast. Það mjög svo alvarlega viðhorf, sem skapast hefur, hefur leitt til þess, að þeir stjórnmálaflokkar, sem iengstum hafa barizt um for- ystu íslenzkra stjórnmála og eru óskyldastir um margt, Framsókn arflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn, hafa nú gert með sér vopnahlé og tekið höndum sam- an um að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Þeir hafa gengið til samstarfs á grundvelli neyðar- réttar, að þegar þjóðin er í hættu, þá verða flokkshagsmunir að víkja fyrir meiri hagsmunum, hagsmunum þjóðarinnar allrar. Þegar býður þjóðar sómi þá á ís- land að eiga eina sál. Samstarf þriggja lýðisflokkanna æskilegast. Hagsmunum þjóðarinnar hefði verið betur borgið, ef Alþýðu- flokkurinn hefði einnig tekið þátt í stjórnarsamvinnunni. En hann hefur því miður skorist úr leik Ber hann í því efni fyrir sig tylli- ástæður. Flokkurinn óttast enn- þá og hefur alltaf óttast komm- únista. Heldur hann því uppi kauphækkunarkapphlaupi við kommúnista. En hann ætti að at- huga, að Alþýðuflokkarnir ann- ars staðar hafa einmitt unnið séi álit með því að elta ekki yfir- borðsstefnu kommúnista í kaup- gjaldsmálum. Meðan að Alþýðu- flokkurinn þorir ekki að taka ákveðnar stefnur, vegna hræðslu við kommúnista mun honum ekki vel farnast. Um Sameining- arflokk alþýðu, Sósíalistaflokk- inn, er það áð segja, að hann hef- ur.skorist. úr leik, vegna undir- lægjuháttar og algerrar þjónkun- ar við Moskvuvaldið. Hefur hann í því efni samrekkt með vinum sínum, se.m almennt eru taldir pólitískt óalandi og óferjandi á Vesturlöndum. Ábyrgðartilfinning Framsókiiarflokksins. Framsóknarflokkprinn hefur ekki valið það hlutyerk að sker- ast úrr leik, þótt hann einn allra flokka bcri, hreinan skjöld, hvað við kemur fjármálastefnii sein- ustu ára. Hann hikar ekki við að eiga samstarf við aðalandstöðu- flokk sinn, vegna þess að hann álítur stefnt í rétta átt með sam- þykkt löggjafarinnar um gengis- skráningu o. fl. Hann vill þjóð- hollar umbætur í landinu, en ekki skuldasöfnun ríkissjóðs bæði innanlands og utan. Vera má, að fjármálastefnan hafi þegar leitt til óstöðvandi upplausnar á sviði efnahagsmálanna. Að ekki sé unnt að ná fótfestu eins og nú er komið. Þrátt fyrir það hlýtur það að vera skylda ábyrgra st j órnmálaflokka að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Þess vegna hefur nú Fram- sóknarflokkurinn freistað þessa stjórnarsamstarfs. — Hann vill framhaldandi framfarir í land- inu, byggðar á traustum og var- anlegum efnahagsgrundvelli. Því væntir flokkurinn liðveizlu allra góðra manna til þess að knýja fram þá lausn málanna, sem er heilbrigðust og réttlátust fyrir al- þjóð. Karlmaður, vanur landbúnaðarstörfum, getur fengið atvinnu Irá 1. maí n. k. í nágrenni Akur- eyrar. Skrifstofa blaðsins vísar á. (Framhald af 1. síðu). stormum. Ekki hefur því verið um að ræða miklar landanir, en samt sem áður hafa sölumenn stundum átt fullt í fangi að losna við fisk á markaðnum.“ Verðlagseftirlit afnumið. í framhaldi af þessu ræðir Stephen um áhrif þess, að verð- lagseftirlit með fiski í Bretlandi verði brátt afnumið og fiskverðið verði að leita jafnvægis á frjáls- um markaði á ný. Hann spáir verðhruni á lélegri tegundunum og lélegri vörunni, en segir að gott verð muni haldast á fyrsta lokks vörunni. Nú með sumri muni eftirspurn eftir fiski að mestuhvei'fa. í lok greinar sinnar segir Stephen: „Aðstaðan er í stuttu máli þessi: Nýju togararn- ir kosta þrisvar sinnum meira en togarar fyrir stríð. Allir kostnað- arliðir, eldsneyti, veiðarfæri og útbúnaður kostar þrisvar til fjórum sinnum meira. Neytand- inn hefur líka fengið kauphækk- anir, lifistandard hans er hærri en fyrir stríð, en er það nægilegt til þess að gera honum mögulegt að greiða fjórum sinnum hærra verð fyrir fisk en hann gerði fyr- ir stríð? Þetta er spurningin, og henni verður svarað á einn eða annan hátt á þessu ári. Okka'r fiskimenn verða að horfast í augu við hana. Fyrir íslendinga er hún erfiðari, því að þeirra útgerðar- kostnaður er hærri en okkar og þeir eiga engán heimamarkað. Aðstaða þeirra erekkiólíkaðstöðu síldveiðimanna okkar, sem munu komast að raun um það í sumar, að á sama tíma og útgerðarkostn- aður þeirra fer síður en svo lækkandi, er Evrópumarkaðurinn að ganga saman bæði í verðlagi og móttökumöguleikum. Gengisfelling og aukin samkeppni. í ritstjórnargrein í Fishing News, sem birtist skömmu eftir útkomu þessarar greinar Step- hens, er vikið að gengisfelling- unni hér og talið, að hún muni mjög létta undir með íslenzkum sjávarútvegi og muni gera hann mun samkeppnishæfari á erlend- um markaði og telur blaðið það út af fyrir sig lítið fagnaðarefni fyrir brezkan sjávarútveg. Afvinna Stúlka, með gagnfræða- menntun, óskar eftir at- vinnu, helzt við verzlun eða skrifstofustörf, frá 14. júní n. k. Afgr. vísar á. Stulka óskast í vist nú þegar, vegna forfalla annarrar. higa Sólnes. Gróandi jörð: Jarðyrkjiimaðurirai má treysta sigrinem Eftir Jón H. Þorbergsson á Laxamýri í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS frá 6. febrúar 1949, birt- ist smágrein eftir unga — 16 ára — stúlku í Winnipeg. Stúlk- an heitir Betty White og er fædd af íslenzkri móður, en brezk- um föður. (Sú er sendi Elísabet konungsdóttur í Lundúnum nylonsokka til að vera í, þá hún gifti sig. En slíkir sokkar fengust ekki í Brctlandi. Var Betty boðin í brúðkaup kon- ungsdótturinnar fyrir bragðið). Hún segir meðal annars í áminnstri grein: „Afi minn var einn af þeim tugum þúsunda bænda, sem fluttust til Vestur-Kanada og breyttu eyðimörk- inni í fögur gróðurlönd. Síðan hafa niðjar þeirra framleitt kornvörur í svo stórum stíl, að Kanada má telja kornforða- búr heimsins. Frumbyggjanna beið hér æfilangt strit og stríð við að höggva skóg, rækta landið, leggja járnbrautir og reisa bæi og borgir. Það var þrekvirki, en uni leið æfintýr, sem vcitti þeim margar gleðistundir og sigur unnu þeir, eins og nú sést á hinni stórkostlegu framleiðslu ,landsins.“ OG SIGUR UNNU ÞEIR, er hér sagt. Jarðyrkjumaðurinn má ávallt treysta sigrinum, þegar hann brestur hvorki áliuga eða kunnáttu við framkvæmdimar. Gróðurmoldin neitar ekki um sinn mátt til þess að sigur vinnist. Um það eru óteijandi dæmin. Sé jörðin ekki stunduð þá syrtir að. Sú þjóð, sem van- rækir að yrkja sína jörð, kemst ekki hjá því, fyrr eða síðar, að verða fyrir erfiðleikum þeim, sem ósigur hefur í för með sér. Af því að öflug jarðyrkja er sigurviss, af því að án jarðyrkju og landbúnaðar er ekki hægt að lifa. Þrátt fyrir björg og nauðsyn sjávaraflans er hann þó ekki talinn að vera nema 2% af fæðuföngum alls mannkyns á jörðunni. Og við GRÓANDI JÖRÐ er menning þjóðanna fyrst og frémst- teng'd'. JAFNVEL ÞÓTT við getum, hér í okkar landi, bent á unna sigra, einkum á síðari árum, vegna framtaks í jarðyrkju, þá er bara framtakið allt of lítið ogþar af leiðandi allt of fýrirferð- arlítill sigur, sem að lokum og jafnvel nú þegar virðist vera að hverfa fyrir óþægindum ósigurs, sem að sjálfsögðu hlýtur að leiða af of Iitlu ræktunarstarfi. En íslenzka þjóðin hefur að undanförnu skipað sér allt of lítið um ræktunarstarfið og ger- ir hað enn í dag. Verkin sína merkin: Þjóðina vantar, í stórum stíl, íslenzkan sveitamat til daglegra þarfa, þann, sem hæglega má framléiða hér í okkar landi, þar sem um milljón hektarar lands, með moldarríkan jarðveg, eru enn óhreyfðir til nýyrkju. Og að því stefnir, að fólkið, sem þarf og á að stunda jörðina, verði að úrkynjuðum fátækrahverfa-lýð, í stórborginni Reykjavík, fyrst og fremst, eða hrúgist saman við fánýt störf í of stórum kaupstöðum landsins. — Jafnvel þótt benda megi á ýmsar ástæður fyrir því, að fólkið hefur horfið svo mjög burt úr sveitunum síðustu 50 árin — fyrir 50 árum áttu 70% af þjóð- inni heimilisfang í sveitum landsins, en nú ca. 28% — og jafn- vel þótt mörgum kunni að finnast þær ástæður eðlilegar má þó fullyrða, að breytingin hefði aldrei orðið svona skaðlega mikil, ef hugsjónin um ræktun og menningu þjóðarinnar, fyrst og fremst í sambandi við Gróandi Jörð, hefði lifað nógsam- lega í hugum fólksins, líkt og hjá bændafóikinu á Jaðrinuin í Noregi og sléttunuin í Kanada. Aðalorsökin fyrir fráhvarfinu er vanræksla þcirrar hugsjónar, sem skýlaust á að sitja í fyrirúmi allra annarra hugsjóna, sem lúta að því að tryggja þjóðinni framtíð í iandinu sem sjálfstæðri menningarþjóð. — Hugsjónin um aukna fegurð og batnandi hag við ræktun og meiri ræktun. Ef sú hugsjón hefði lifað góðu lífi hjá fólkinu, þá væri hér öðruvísi umhorfs og framtak margra verið með öðrum hætti og framtaksleysi margra orðið að framtaki. — Fólkið er í sannleika til þess skapað, fyrst og fremst, að þjóna göfugum hugsjónum — hagnýta gjöfina að ofan. — Vanræki fólkið þessa þjónustu, fyllist Iíf þess af margs konar örðugleik- um og illri líðan. HMMMMIIIMMMHillMMMIMMMMMMMtMMMMMMMMMMIMMMIMMMMIMMMMtMlltMMMMMIMMMMMMiMMMMIMMMIMiÍ I Húsnæði óskast | 1—2 herbergi og eldhús óskast frá 1. maí i \ til 31. október. i Upplýsingar á Ferðaskrifstofunni. i *MtMIIIMIIIIIIIIIMtlMMMMMMIMIIIIMMMMiillMtMllllllllllllillMMMIIItilll|IIMIIMIIIIIIMiiMIMIIIMIIIIIII|iriililM'lllllll* $xj>^><í.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.