Dagur - 04.10.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 04.10.1950, Blaðsíða 1
Gjalddagi blaðsins er 1. júlí Dagur kostar aðeins kr. 10.00 til áramóta. XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 4. október 1950 43. tbl. Erfitt að hlusta á Ríkisútvarpið vegna truflana frá sænskri stöð 740 börn í Barnaskól- komnar til Þýzkalands Hlustunarskilyrði munu enn fara versnandi - hvað iíður byggingu endurvarpsstöðvarinnar? Með styttri sólargangi og þverr- andi dagsbirtu fara hlustunar- skilyrði útvarpshlustenda hér um slóðir, sem vilja hlýða ó Ríkis- útvarpið, sífellt versnandi. Er þegar svo komið, að sænska út- varpsstöðin Lulea, sem útvarpar á sömu bylgjulengd og Reykja- vík, truflar útvarpssendingar frá Reykjavík svo stórkostlega, að illgerlegt er t. d. að njóta hljóm- listar frá Reykjavík. Heyrist dagskrá sænsku stöðv- arinnar í gegnum dagskrá ríkis- útvarpsins svo að vel má greina orðaskil og fylgjast með því, sem Svíar útvarpa. Þannig mátti t. d. vel fylgjast með leikriti frá Luleá í fréttatíma íslenzka ríkisútvarps- ins nú fyrir nokkrum dögum. Er daginn styttir enn meir, mun þetta ástand fara stór versn- andi, segja kunnáttumenn hér, og sænska stöðin heyrast mun betur. Er þegar sýnt, að dagskrá Reykjavíkurútvarpsins verður ekki að hálfu gagni fyrir hlust- endur hér í skammdeginu, þegar mest er hlustað á útvarp að öðru jöfnu. Endurvarpsstöðin er lækningin. Á Alþjóðaútvarpsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í fyrra, var sænsku stöðinni úthlutað sömu bylgjulengd og Reykjavík og neitaði ísland að skrifa undir al- þj óðasamninginn af þeim sökum. Af viðtölum, sem Dagur hefur átt við útvarpsstjóra, og fyrr er greint frá hér í blaðinu, er ljóst, að forráðamenn útvarpsins hér gerðu sér ljóst, að sænska stöð- in mundi valda miklum erfið- leikum hér. Mundi því máli ekki bjargað nema girða landið með endurvarpsstöðvum og var á- kveðið að reisa endurvarpsstöð hér á Akureyri, strax og mögu- leikar væru fyrir hendi. Útvarps- stjóri komst síðan að mjög hag- Karfaveiðin heldur áfram Karfaveiðar togaranna hér halda áfram og eru ágæjtar sem íyrr. Síð- ustu landanir í Krossanesi eru: Sl. sunnudagsjcvöld kom Kaldbakur með 360 lestir, og sama dag Jör- undur með 251 lest. Svalbakur var hér um kyrrt í nokkra daga vegna ketilhreinsunar, en fór á veiðar um helgina. Sighifjarðartogarinn Elliði hefir nú byrjað karíaveiðar og leggur upp hjá ríkisverksmiðjunum á Siglufirði. Hefir skipið landað einu mfarmi. kvæmum kjörum hjá Marconi- félaginu í London um smíði og greiðsluskilmála fyrir slíka stöð, en leyfi íslenzkra stjórnarvalda munu enn ekki fengin til þess að ganga frá þessum samningum og er gjaldeyrisástandinu kennt um. Reynslan af hinni nýju bylgju- úthlutun alþjóðaráðstefnunnar er nú fengin og er augljóst, að hlust- unarskilyrði um Norðurland, sér- staklega í Eyjafirði, eru svo siæm, að ekki er viðunandi, og er því nauðsyn að koma endurvarps- stöðinni upp hið bráðasta ef út- varpshlustendur hér eiga á ann- að borð að geta notfært sér dag- skrá ríkisútvarpsins á vetrum. Ofan á erlendar truflanir bæt- ist það svo, að tóngæði Reykja- víkurstöðvarinnar eru harla mis- jöfn og oftast bágborin. Virðist þörf bráðra endurbóta á því á- standi. I gær átti að hefjast hér á Ak- ureyri fundur fulltrúa fjórðungs- samtakanna og er stjórnarskrár- málið til umræðu. Munu fulltrú- arnir reyna að samræma tillögur sínar í því máli og vinna síðan að framgangi þeirra sameiginlega. Áður hafa Austfirðingar og Norð- lendingar komizt að samkomulagi um sínar tillögur. Gáfu þeir þær út í bæklingsformi í fyrra, og fór sá bæklingur víða um land, en auk þess birtu blöðin meginefni tillagn- anna, m. a. var ýtarlega frá þeim greint hér í blaðinu í fyrra. Fjögur fjórðungssambönd stofnuð. Fjórðungssamböndin eru nú fjögur talsins. Austfirðingar og Norðlendingar eru upphafsmenn þessarar hreyfingar, en nú hafa Vestfirðingar og Sunnlendingar bætzt í hópinn. Hefur orðið æ greinilegra að ljórðungarnir utan Reykjavíkur og Hafnarljarðar eiga mörg santeiginleg hagsmunamál, og er nauðsynlegt að þeir hafi sam- stöðu um hin þýðingarmestu mál, eins og stjórnarskrármálið. Norðlendingar áttu frumkvæðið að fimdinum. Á fjórðungsþingi Norðlendinga, sem haldið var hér í sumar, var ákveðið að boða til fulltrúafundar þess, sem hér er nú haldinn. Þenn- an fund sækja tveir fuíltrúar frá anum í vetur Barnaskóli Akureyrar var settur í gær. Hannes J. Magnússon skóla- stjóri ávarpaði nemendur, kennara og gesti og skýrði frá tilhögun skóla- starfsins í vetur. í skólanum verða 740 börn á þessu skólaári, og er það um 30 börnum fleira en í fyrra. Nýr kennari bætist við vegna þess- arar fjölgunar. Er það frk. Elín Bjarnadóttir. Þá kemur Theodór Daníelsson í stað Sigurðar Jóhanns- sonar, sem er hættur starfi hjá skól- anum. Öll viðbótarbygging skólans er nú kornin í notkun. Er jtar með fengin mun betri aðstaða til ljós- baða en fyrr. Komast fleiri börn að en áður. og stofan starfar allt skólaárið. Tannlækningar fara fram í skólanum í vetur, 4 klst. á dag, og annast tannlæknar bæjarins jrað starf til skiptis. í vetur er enginn 7. bekkur í skólanum, með ])ví að nýju Træðslulögin eru komin hér til framkvæmda, og nemendur, sem annars mundu vera í 7. bekk, fara nú í gagnfræðaskóla. Börnin munu fá lýsisgjafir í skól- anum í vetur, eins og undanfarin ár. Verðfir lögð sérstök áherzla á jrað, svo og ljósböð barna vegna sólarjeysisins í surnar. — Allmargt gesta var við skólasetningarathöfn- ina í gær. hverjti fjórðungssambandi. — Frá Norðlendingunr aljringismennirnir Karl Kristjánsson og Jónas G. Rafnar, frá Sunnlendingum sýslu- mennirnir Páll Hallgrímsson og Björn Björnsson, frá Vestfirðingum Jónas Magnússon, sparisjóðsstjóri á Patreksfirði, og Sturla Jónsson, hreppstjóri á Suðureyri, og frá Austfirðingum Erlendur Björnsson, bæjarstjóri, og Lúðvík Ingvarsson, sýslumaður. Austfirðingamir kornust ekki landleiðina. Upphaflega átti fundurinn að hefjast um sl. hélgi, en Austl'irðing- arnir, sem ætluðu að koma land- leiðina, urðu að snúa við á Möðru- dalsfjöllúm vegna snjóa á j>jóðveg- intim. Voru jreir væntanlegir til bæjarins flugleiðis í gær. Dagur mun væntanlega geta .skýrt nánar frá fundinum í næstu viku. Menntaskólinn verður settur á morgun Menntaskólinn á Akurcyri verð- ur settur á morgun nteð hátíðlegri athöfn í hátíðasal skólans. Helst hún kl. 1.30 e. h. í vetur munu verða um 320 nemendur í skólan- um að jrví er skólameistari tjáði blaðinu í gær. Eru það lítið ejtt færri nemendur en í fyrra. Fulltrúar fjórðungssambandanna ræða stjórnarskrármálið á fundi Fundurinn haldinn að frumkvæði Norðlendinga næsla sumar Mesta hættutímabilið fyrir lýðræðisþjóðirnar verður sumarið 1951 - Utanríkisráðherrarnir á Atlantshafsbandalagsfundinum í New York sammála um þetta Auknar umræður um landvarnamál á Norður- löndum - værð á íslandi Fyrra mánudag lauk fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins í New York, þar sem rætt var um sameiginleg hagsmunamái bandalagsþjóðanna. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sat þennan fund fyrir hönd íslands og flutti hann þjóðinni stuttorða skýrslu um hann í útvarpi begar eftir heimkomuna. í skýrslu sinni lagði ráðherr- ann áherzlu á þau breyttu við- horf, sem skapast hefðu með inn- rás kommúnista í Kóreu og þann aukna hraða, sem síðan er orðinn í öllum viðbúnaði lýðræðisþjóð- anna til þess að mæta árás of- beldishreyfingar kommúnista. — Erlend blöð, sem hingað hafa borizt, ræða fund ráðherranna ýtarlega og er þar að finna ýmsar upplýsingar, sem ekki hafa kom- ið fram hér. Verður hér á eftir stuðst við frásögn fréttaritara brezka blaðsins Sunday Times í New York, en blaðið flutti grein hans sl. sunnudag, 1. október. Fréttaritarinn segir svo: 20 herfylki í Þýzkalandi. Fyrir mitt næsta sumar verða 20 herfylki frá Atlantshafsþjóð- unum staðsett í Þýzkalandi, og er hér reiknað með lágmarki. Þessi ákvörðun var athyglisverðasti árangurinn af fundi utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalags- ins, sem lauk í New York síðastl. mánudag. Utanríkisráðherrarnir end- urskoðuðu fyrri afstöðu sína til ástandsins í alþjóðamálun- um. Þeir komust að þeirri nið- urstöðu, að næsta sumar verði sérstakt hættutímabil og af þeim sökum verði að hafa all- fullkomið varnarkerfi tilbúið í Vestur-Evrópu. Bretar auka herstyrk smn. Skýrt er frá, samkvæmt áreið- anlegum heimildum, að Bretar hafi lofað að senda eitt herfylki í vor, til viðbótar við það, sem þegar var ákveðið að senda. — Frakkar munu bæta fimm her- fylkjum við þann her, sem þegar er fyrir hendi, og Bandaríkin munu, eftir því sem ástandið í Kóreu leyfir, reyna að flytja sex herfylki til Þýzkalands fyrir næsta sumar. Þá munu Belgir, Hollendingar og sennilega Kan- ada, einnig leggja nokkuð af mörkum. Bonnstjórnin samþykk ráðagerðinni. Þessi ákvörðun, að auka her- styrk lýðræðisþjóðanna í Þýzka- landi, er tekin með fullu sam- þykki Bonn-stjórnarinnar, sem hefur hvatt Atlantshafsveldin til þess að taka þetta skref, enda þótt móttaka þessa herliðs og hýsing í Þýzkalandi muni hafa mikla erfiðleika í för með sér, í þessari áætlun er ekki gert ráð fyrir að nota þýzkt herlið. M. Schuman hvarf svo aftur til Par- ísar að hann hafði ekki gefið neitt vilyrði fyrir samþykkt frönsku stjórnarinnar til þess að nota þýzkan her. En reiknað er með því að samkomulag hafi náðst áður en landvarnarráð- herrar Atlantshafsbandalagsins koma saman til fundar í október. Einn yfirhershöfðingi Evrópuhersins. Ráðgert er að einn maður stjórni hinum sameiginlega her, en ekki hefur hann verið til- nefndur. Á friðartímum mun (Framhald á 8. síðu). Rússneska flakið selt á uppboði Sýslumaður Þingeyinga aug- lýsir í blaðinu í dag uppboð á flaki rússneska skipsins Júpíter, sem strandaði í Þorgeirsfirði 18. ágúst sl. Flakið liggur á fjörun- um í Þorgeirsfirði. Uppboðið fer fram í skrifstofu embættisins í Húsavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.