Dagur


Dagur - 04.10.1950, Qupperneq 8

Dagur - 04.10.1950, Qupperneq 8
8 TTXl Daguk Miðvikudaginn 4. október 1950 Gagnfræðaskóli Akureyrar var settur s. I. mánudag að viðstöddu fjölmenni Handavinnukennsla verður stóraukin í skólanum Hátíðlegt var og eftirvæntingar- svip mátti sjá á mörgu andliti, er unga fólkið, ásamt kennurum sín- um og aðstandendum, streymdi laust fyrir kl. 2 síðdegis á mánu- daginn inn í hin björtu og vistlegu liúsakynni gagnfræðaskólans hér til þess að hefja þar vetrarstarfið með því að hlýða á hina skörulegu setn- ingarræðu skólastjórans, Þorsteins M. Jónssonar, og taka þátt í sam- eiginlegum söng undir stjórn söng- kennara skólans, Áskels Jónssonar. Skólastjórinn hóf ræðu sina með því að gera grein fyrir aðsókn að skólanum, sem fer sívaxandi, svo að væntanlega stunda 280—290 nemendur þar nám í vetur í fjór- um sérdeildum (bekkjum), áætlun- um um tilhögun kennslunnar, skiptingu nemenda i bóknáms- og verknámsdeildir og öðrum þeim atriðum, er til greina korna, þegar stór og fjölþættur skóli hefur vetr- arstarfið. Sökum þess, að fræðslu- ráð hér ákvað í sumar að auka mjiig verknámið í skólanum, hafa tveir nýir handavinnukennarar vet ■ ið ráðnir að skólanum, frk. Krist- hjiirg Kristjánsdóttir og Guðmund- ur Gitnnarsson, byggingameistari. há ræddi skólastjórinn nokkttð um framkvæmd nýjtt fræðslulag- anna, anda þeirra og tilgang, en ávarpaði að lokum hinn unga, fjöl- nicnna nemendahóp mcð velviild- unt hvatningarorðum. Tuttugu ár eru nú liðin, síðan Gagnfræðaskóli Akureyrar tók hér fyrst til starfa, og hefir skólinn jafnan, síðan fyrstu byrjunarörðug- leikunum var úr vegi rutt, starfað hér við vaxandi vinsældir og hróð- ur, enda nýtur bæði skólastjórinn sem og kennaralið skólans fyllsta trausts allra þeirra, sem nokkuð þékkja til' starfs og stefnu þessa ágæta skóla, sem þeir hafa að sjálf- siigðu átt drýgstan þátt í að skapa og móta, eftir það, að löggjafinn hafði veitt honum starfsskilyrði og markað stefnu hans af sinni hálfu. Dæluskip og los- unarprammar hér í höf ninni í vetur Óskar Halldórsson, útgerðar- maður, hefúr sótt um rúm í skipakvínni fyrir tvo losunar- pramma og dæluskipið „Ár- mann“ í vetur. Jafnframt hefur Óskar gert höfninni tilboð um að leigja henni uppmoksturstæki sín, þ. e. skófluskip, tvo losunar- pratnma og dæluskipið Ármann, með fúllri áhöfn, olíu og trygg- ingagjöldum fyrir kr. 2750.00 á dag. Leigutilboðið er bundið því skilyrði, að Óskar Halldórsson fái vetrargeymslu fyrir skipin hér. Tækin þarf höfnin ekki að leigja nema aðeins þá daga, sem þau eru notuð. Hafnarnefnd hef- ur samþykkt að gera tilraun með tækin við að dýpka út frá drátt- ai'brautinni og í kvínni við Höpf nersbrygg j u. Fornbókadeild vor verður opnuð á ný laugardaginn 7. okt. n. k. — Verða þar til sölu ýmsar eldri bækur, sem nú eru uppseldar í bókaverzlunum, llestar á lágu verði.,Ennfremur bæk- ur úr einkasafni, nýkeyptu. Sérstakt tækifæri til að fá sér skemmtilestur, mjög ódýran. Bókaverzlunin EDDA h.f. SÍMI 1334. Kartöflur og gulrófur hafa lækkað í verði. — Kostar nú: KARTÖFLUR: Úrvalsfl. kr. 100.00 pokinn 1. flokkur kr. 85.00 pokinn 2. flokkur kr. 75.00 pokinn GULRÓFUR: Kr. 70.00 pokinn. H e i m s e n t.. Kjötbúð KEA Sími 1714 Fyrsta Framsókn- arwhistin n. k. laugardagskvöld Á laugardaginn kemur verð- ur fyrsta Framsóknarwhistin á vegum Framsóknarfélaganna á þessum vetri. Fer hún fram á Hótel KEA og hefst kl. 9 e. h. Er í ráði, að félögin efni oft til slílcra skemmtana í vetur. Fyrirkomulag verður svipað og áður. Fyrst verður ávarp, siðan spiluð Framsóknarwhist. Þá sýnir Edvard Sigurgeirsson kvikmynd, sem tekin var í fyrra vetur af seinustu whist- mni. Er myndin að efni til lýs- ing á einni slíkri whist. Hefst hún á setningu skemmtunar- innar, svo sést spilafólkið, síð- an verðlaunaafhending og þá dansinn. Koma fjölmargir Ak- ureyringar fram á tjaldinu. Þegar búið er að spila verða verðlaun afhent. Síðan dans við undirleik góðrar hljóm- sveitar. Þar sem vænta má mikilla þrengsla, verða aðgöngumiðar seldir á skrifstofu Framsókn- arflokksins, Hafnarstræti 93, 4. hæð á laugardag kl. 4—7 e. h. Er félagsmönnum Framsókn- arfélaganna bent á að tryggja sér aðgöngumiða í tíma. KARFAMJOL TIL HOLLANDS. Eimskipafélagsskipið Lagarfoss hefir að undanförnu lilaðið fiski- og karlamjöl frá Krossanesi til Hol- lands, og fór skipið héðan í gær. Alls tók skipið 450 lestir af karfa- mjöli og 67 Iestir af fiskimjöli. Nokkuð af mjöli liggur hér enn, en mun allt vera selt, og fer vænt- anlega á markað bráðlega. ■ • ■ 11111111 ■ i ■ ■ 11 ■ t ■ ■ i ■ 111 ■ 1111 • Glerlím Pappírslím Gummilím Vöruhúsið h.f. iiiimiiiiiini iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiii Z Niðursuðu- vörur, margs konar. Vöruhúsið h.f. Landvamamálin (Framhald af 1. síðu). hann ekki stjórna öllum herafla Atlantshafsbandalagsins, heldur aðeins þeim hluta hans, sem hon- um verður sérlega fajið. að stjórna. Fullkomnar hervarnir 1952. Upphaflega var stefnt að því að koma upp fullkomnu varnarkerfi í Evrópu, sem tilbúið yrði árið 1954. Nú hefur þessi áætlun verið endurskoðuð og er miðuð við áð koma þessu kerfi upp árið 1952. Þannig segist fréttaritara Sun- day Times í New York frá þeim ákvörðunum, sem teknar voru á ráðherrafundinum í New York. Mjög auknar umræður um landvamarmál á Norðurlöndum. c Norðurlandablöðin frá sl. helgi bera það með sér, að umræður um landvarnamál fara mjög í vöxt á Norðurlöndum. Ofbeldis- árás kommúnista í Kóreu hefur haft þær afleiðingar, að Norður- landaþjóðirnar hafa lokið upp augum fyrir þeim sannleika, að kommúnisminn lætur nú ekki við það eitt sitja að grafa undan lýðræðisþjóðunum innan frá, heldur er þess albúinn að grípa til morðtóla og ofbeldis. Danska ríkisþingið kemur saman nú í vikunni og eru landvarnamálin aðalmál þingsins. Eru ráðgerðir stórfelldir skattar til þess að mæta auknum útgjöldum til landvarna. í Noregi fara fram miklar umræður um landvarna- frumvörp stjórnarinnar. Eru þar ráðgerðar róttækar aðgerðir til þess að stemma stigu við skemmd arverkum fimmtu herdeildarinn- ar innan frá, og til þess að verja landið, ef á það verður ráðist. Kommúnistar í báðum þessum löndum reyna að spilla viðbúnaði þjóða sinna á allan hátt og gera ráðstafanir stjórnarvaldanna tor- tryggilegur. Er þetta vafalaust eitt aðalhlutverk þein-a um þess- ar mundir, að undirbúa þannig eftii'mætti að ofbeldið eigi greiða leið um löndin, ef einvaldsherr- unum byði svo við að horfa að steypa heiminum út í allsherjar ófriðarbál. Umræður í Noregi hafa aðallega snúist um ráð- Þinggjöld - Kjötendurgreiðslur Skattgreiðendur eru áminntir um, að inna greiðslur þinggjalda af hendi sem fyrst. Dráttarvextir fala á þingg komandi. 1. nóvember næst- Skrifstofa mín verður opin, auk venjulegs afgreiðslu- tíma, alla föstudaga í október frá kl. 5—7 e, h. til mót- töku þinggjalda og greiðslu kjötuppbóta. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyr-arkaupstaðar, Akureyri, 2. október 1950. f 'f&j stafanir þær, sem stjórnin hyggst gera til þess að gera skemmdar- verkamenn óskaðlega og fyrir- byggja, að þeir geti gert byltingu og hrifsað til sín völdin, því að áliti stjómarinnar mundi slíkt vera glötun frelsisins og sjálf- stæðisins. Hafa kommúnistar fengið nokkra „saklausa ein- feldninga“ til liðs við sig í áróðr- inum gegn frumvörpum stjórn- arinnar. Eru það helzt þeir, sem gera gys að ótta þeim, sem gripið hefur lýðræðisþjóðirnar við at- burðina í Kóreu og hið grímu- lausa ofbeldi kommúnista. — Þessum mönnum svaraði skáldið Arnulf Overland þannig á dög- unum: „Sá, sem ekki er hræddur nú, er heimskingi!“ Værðin á íslandi. Á meðan þessu fer fram meðal nágrannaþjóða okkar, sem allar hafa þó þegar nokkrar hervarnir, ríkir mikil værð hér á landi um þessi mál. Menn ganga jafnan til náða í þeirri sælu trú, að næsti dagur muni verða líkur þeim næsta á undan, og þjóðin geti ótrufluð notið friðar og frelsis án þess að leggja nokkuð á sig til þess að halda þessum dýrmæt- ustu eignum sínum. Er hér ekki á ferð einmitt slíkt andvaraleysi og óttaleysi, sem Överland talaði um? Landið er óvarið með öllu og opið hverjum þeim yfirgangs- seggjum, sem. hafa nýtízkuleg hertæki undir sinni umsjá. Þar að auki eru allfjölmennar liðs- sveitir fimmtuherdeildarmanna í landinu, og liðsoddar þeirra tala þannig og skrifa um þessar mundir, að fullkomin ástæða er 9 til þess að óttast framtíðina við óbréyttar aðstæður hér heima. Það er orðin rík nauðsyn fyrir þjóðina, að hugsa og ræða al- þjóðamálin og landvarnamálin meira og betur en verið hefur. — Þjóðin verður að gera það upp við sig, hvort hún vill lifa áfram í skugga ofbeldisins, óviðbúin með öllu, eða hvort hún aðhyllist þá stefnu, sem nágrannaríki okkar hafa nu tekið upp og leggja mik- ið á sig til að framkvæma, og gera hér þær ráðstafanir til ör- yggis, sem tiltækilegar og skyn- samlegar eru, eins og nú er ástatt. Fimm manna nefnd athugar atvinnu- horfur í bænum Bæjarráð hefur samþykkt að skipa fimm manna nefnd til að rannsaka atvinnuhorfur í bænum á komandi vetri og gera tillögur til úrbóta með atvinnu og fjáröfl- un ef með þarf. Nefndin verður skipuð þannig, að verkamanna- félagið, vörubílstjórafélagið og vinnuveitendafélagið tilnefna einn mann hvert, en bæjarráð til- nefnir 2 og sé annar formaður nefndarinnar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.