Dagur - 06.12.1950, Page 2
2
DAGUR
Miðvikudaginn G. deseniber 1950
Frelsi 02 fuilvelcli
Hinn 1. des. ár hvert verður
sjálfsagt flestum íslendingum
hugsað til dagsins, þegar vér urð-
um fullvalda ríki. Sá áfangi sjálf-
stæðisbaráttunnar, einn af mörg-
um, var árangur áratuga og alda
baráttu margra beztu manna
þjóðarinnar fyrir'sjálfstæðri til-
veru íslendinga sem þjóðar.
Árin, sem í hönd fóru eftir 1918
og til þessa dags, eru glæstasta
framfaratímabil þjóðarinnar.
Fullyrða má, að þjóðin, meðvit-
andi um frelsi sitt og fullveldi,
hafi leyst úr læðingi áður fjötr-
aða orku, sem nú streymdi til
framfara frá yztu nesjum til
innstu dala.
Efnahagssjálfstæði.
Efnahagurinn, baráttan fyrir
brauðinu, er mjög snar þáttur í
lífi hvers manns, svo er og um
þjóðirnar. Engin sjálfstæð þjóð
má verða efnalega ósjálfstæð, því
að slíkt er ósamrýmanlegt stjórn-
málalegu sjálfstæði.
Fyrsta þingstjórnin, sem sat að
völdum í lýðveldisríkinu fsland,
var ólánsstjórn. Hún lofaði þjóð-
inni gulli og grænum sl^ógurn og
ól með öllu athæfi sínu þá háska-
legu hugsun meðal manna, að
ýmsar fornar dyggðir, sem
grannþjóðirnar temja sér, væru
óþarfar á landi hér, svo sem ráð-
deild, sparsemi o. s. frv.
Stjórnin gekk á undan með
eyðslu og óleyfilega bjartsýni á
framtíðinni. Svo fór, að það stóðst
á endum, að stjórnin sú hrökkl-
aðist frá völdum, og hinir
digru sjóðir lpndsmanna ' voru
tæmdir. Að vísu voru ýmsir þarf-
ir hlutir keyptir til landsins. En
í flóðinu gleymdist að tryggja
fjárhagsafkomu þjóðarinnar.
Horfurnar eru því slæmar fyr-
ir oss eins og stendur og grann-
þjóðir ekki hlaupið undir bagga
með oss fjárhagslega, værum við
nú þurfalingar á alþjóðavett-
vangi.
En hvernig verður fjárhagur-
inn tryggður framvegis? Hann
verður aðeins tryggður með því,
að fylgja reglunni um að eyða
ekki meiru en aflað er. Ef þjóðin
aetlar að byggja upp meira en
venju fremur, vex-ður hún að
minnka neyzlu sína á öðrum
sviðum. Uppbvgging ásamt
eyðslu blessast aldrei.
Andlegt sjálfstæði
Þá er það og nauðsynlegt sjálf-
stæðri þjóð að hafa frjálsar og
óháðar hugsanii’. Þeir, sem fylgja
erlendum línum í blindii trú og
gerast málsvarar erlends mál-
staðar, þótt hann kunni að vera
andstæður hugsunum þeirrar
eigin þjóðar, eru andlega ófrjáls-
ir. Ef nægilega margir þjóðfé-
lagsþegnar vei’ða línumenn í
þessum skilningi, er sjálfstæði
þjóðarinnar hætt. Vei't er að í-
huga þetta vandlega, einmitt á
sh'kum örlagatímum, sem nú
ríkja um heim allan.
Samstaða þjóðarinnar
Hérlendis hefur þjóðin skipað
sér mjög í ýmis stéttarfélög. Er
félögunum ætlað að standa vörð
um hagsmuni viðkomandi stétt-
ar. í í’eynslunni hefur þetta þó
ekki oi’ðið svo, heldur hafa allir
reynt að draga sér sem mest með
aðstoð þessai-a félaga. Með sömu
þi'óun þessara mála er ekki ann-
að sýnilegt en að atvinnulífið
komist í meiri og minni sjálf-
heldu. Er skemmst að minnast
hinnar þjóðhættulegu togara-
deilu, þar sem stéttarhópar tog-
uðust á.
Stjói’nmálabaráttan er nátengd
stéttunum og grípur oft inn í.
Stjórnmálin ei’u í’ekin hér með
meii’i illsku og persónuofsókn-
um en þekkjast anhars staðai’.
Hei’ðii; það. og á sundurlyndi.
Menn gx-einir eðlilega á um stefn-
ur, en það er óskylt pei’sónuleg-
um lögum og hegðun.
Þetta þyrfti að taka breyting-
um, því að svo langt getur sund-
urlyndið gengið, að ekki verði
annai's úrkostaiy en að leita á
náðir erlendra aðila til úrlausn-
ar.
Menn murii það, að eitt sinn
leiddu innanlandsei’jur til alda
ósjálfstæðis fyrir íslendinga. Lát-
um það eklci ske öðru sinni.
Skylda þjóðarinnar.
Núlifandi kynslóð stendur í
mikilli þakkai’skuld við horfn-
ar kýnslóðii’, sénft'hafti barizt
djarflega fyrir væntanlegu frelsi
og fullveldi, sem nu ér veruléiki.
Sú skuld verðui- bezt þökkuð
með því að varðveita fengið
fullveldi. .. .
Þáð gerá íslendingar bezt með
því að ti'eysta efnahagsástand
sitt, viðhalda ándlegu sjálfstæði
og auka samstöðu borgaranna.
• •
OnmiF nmræða
»n • a * m a,* s .9 g;» as*u*» smaÉn§
íjárlaganna í þess-
ari viku
Fjárveitinganefnd Alþingis hef-
ur nú lokið athugun fjárlaga-
frumvarpsins og mun önnur um-
ræða fara fram í þessari viku. —
Álit meirihluta nefndarinnar, þ.
e. fulltrúar stjómarflokkanna,
var lagt fi-am á þingi sl. mánu-
dag. Samkvæmt tillögum meiri-
hluta nefndarinnar hækka út-
gjöldin um 5,5 millj, króna og
vei'ða þá heildarútgjöld á í-ekstr-
arx-eikningi 251,7 millj., en tekj-
urnar 287,4 millj. Rekstraraf-
gangur því 35,5 millj. Á sjóðsyf-
irliti eru útgjöldin 293,3 millj. og
er þá gei’t ráð fyrir 700 þús. kr.
hagstæðum gi'eiðslujöfnuði. M. a.
tillaga nefndarinnar um hækk-
anir eru 150 þús. kr. viðbót til
sjúkrahússins hér og 500 þús. kr.
til Rifshafnar á Snæfellsnesi og
er það fyrsta frnmlag ríkisins til
hafnar þar.
Lítið heifbergi
óskast stráx
Afgr. vísar á.
íÞRÓTTIR
í STUTTU MÁLI
KOMMÚNISTAR í Austur-
Þýzkálandi hafa nú tekið upp
þann rússneska sig að liætta
að tala um hvort þessi eða
liinn atburður mannkynssög-
unnar hafi gerzt fyrir eða eft-
ir Ki-ists fæðingu. í stað orð-
anna f. Kr. og e. Kr. á nú að
setja, skv. okkar tímatali.
-K
NÓVEMBER var sérstakur
„bókamánuður“ í Búlgaríu,
enda þótt aðeins lítill hluti
þjóðafinnar sé læs og skrif-
andi. Búlgarskir bændur
fengu hcimsóknir í mánuðin-
um. Þar voru á ferð sendi-
menn ríkisstjórnarinnar og
buðu bændum þau kostakjör
að fá heildarútgáfu af ritum
Lenins og Stalíns með 20%
afslætti! Þótt bóndi væri ólæs,
var það engin afsökun að
neita að kaupa. Heldur ekki
þótt peningar væru ekki
handbæi'ir, því að smjör og
svínsflesk var tekið sém
gjaklmiðill. Sá, er neitaði að
kaupa, var skráður á lista hjá
Nefnd vísinda, lista og menn-
ingar, sem stóð fyrir þessum
viðskiptum. Búlgarska blaðið
„Izgrev“, sem skýrði frá þeim
kostakjöruin, sem bændum
voru boðin, lét svo ummælt,
að „vinátta Búlgaríu og Sov-
éíríkjanrta vcrður styrkari
fyrir þcssa raðgerðir og þjóð
vcr riiun hljóta nýja hvatn-
ingu til þess að berjast gegn
líinum ensk-amerísku stríðs-
æsingamönnum“!
-K
BÚLGARAR hafa krafizt
þess af Tyrkjastjórn, að hún
taki við öllum Tyrkjum, sem
búsettir eru í Búlgaríu, innan
þriggja mánaða. Þetta tyrkn-
eska fólk er um 250.000 tals-
ins. Er það nú rekið frá heim-
ilum sínum. Þessar aðgerðir
búlgörsku kommúnistastjórn-
arinnar eru algei't brot á
miU.iríkjasamningum og á öll-
um mannúðarreglum. Hér er
um að ræða einn þáttinn í
hinu kaldn stríði Rússa gegn
Tyrkjum.
-K
SÍÐAN 1942 hefur Banda-
ríkjastjóx-n keypt alla eggja-
framleiðslu þar í landi, enda
var bændum ábyrgst 27 cenla
verð fyrir dúsínið. Nú ætlar
stjórnin að hætta þessum
eggjakaupum, enda á hún 100
milljón dollara veroniæti í
þurrkuðum eggjum og ráð-
gerir að íapa a. m. k. 85 milíj.
dollara á þcssum viðskiptum.
Búizt er við miklu verðíalli
á eggjum í Bandaríkjunum á
næstunni.
-K
TÓBAKSVÖRUR hafa ný-
lega hækkað verulega í Dan-
inörk, vegna ankins skatts til
• ríkisins. Kostar vindlinga-
pakkinn nú 3 krónur danskar
og þykir dýrt þar í landi,
-K
INFLÚENZ U-F AR ALDUR
lxefur geysað í Kaupmanna-
höfn að undanfömu. Hinn 30.
f.m. höfðu verið tilkynnt 18000
tilfelli. Veikin er væg og nú
sögö í rénun.
*
MÁLAREKSTUR stendur
nú yfir í Danmörk yfir mönn-
uni, sem liafa fengið innflutn-
ingsleýfi hjá gjaldeyrísyfir-
völdunum en síðan selt bau til
stórkaupmnnna og annarra
fyrir ærið gja'd.
Skautasvæðið á Krókeyrinni
Eins og áður hefur verið getfð,
fékk Skautafélag Akureyrar
Krókeyrina austan við Gróðrar-
stöðina á Akureyri til jafnota sem
leikvang, aðallega til skautaiðk-
ana á vetrum. Hefur vei’ið unnið
að því í haust að gera svæðið lá-
rétt og undirbúa þar lögmæta
'oraut fyrir skautahlaup. Auk þess
sem unnið hefur verið þar að
jöfnún með jarðýtu, hafa félags-
menn unnið þár yfir 600 stundir,
eða um 75 dagsvex-k í sjálfboða-
vinnu. Þeir, sem þarna hafa ver-
ið að verki, eru um og innan við
tvítugsaldur og hafa þeir verið
samtaka um að hi-aða þessum
framkvæmdum og ekki legið á
liði sínu. Ætlun þeirra er að
reyna að koma upp raflýsingu
við svæðið, svo unnt verði að æfa
þar á kvöldin, þegar ís er góður.
Skautamót fslands 1951 á
Akureyri.
Samkvæmt eindregnum til—
mælum stjórnar 1. S. í. hefur
íþi'óttabandalag Akui'eyi'ar tek-
ið að sér að láta Skautamót ís-
lands 1951 fara fram á Akureyri,
ef til þess vei’ða viðunandi veð-
urskilyrði. Er gert i'áð fyrir að
það fari fram 3.—4. febr. í. B.
A. hefur falið Skautafélagi Ak-
ureyrar að sjá um mótið og mun
það hafa í huga að láta það fara
fi-am á hinu nýja skauíasvæði,
ef unnt verður að fá nægilega
góðan ís á það.
Stjórn í. S. í. hefur nýlega
staðfest sem íslandsmet beztu á-
rangra, sem náðust í skauta-
hlaupi 1950. Samkvæmt því eru
núgildandi íslandsmet í skauta-
hlaupi þessi:
í 500 m. hlaupi 58,2 sek„ sett á
Akui’eyri, 12. marz 1950 af Hjalta
Þoi-steinssyni (S. A.)
f 1500 m .hlaupi: 3 mín. 13 sek.,
sett á Akureyri 12. marz 1950 af
Jóni D. Ármannssyni (S. A.)
í 5000 m. hlaupi: 11 mín .54.8
sek., sett á Skautamóti íslands í
Reykjavík af Jóni R. Einai'ssyni
(S. R.)
Á næsta Skautamóti Islands
mun verða keppt í öllum þessum
vegalengdum og enn fremur 3000
m. hl. Sá, sem nær beztum heild-
arárangri í þessum fjórum hlaup-
um, vei'ður handhafi Skautabik-
ars íslands. Enn er ekki ráðið um
tilhögun mótsins, eða aðrar
keppnisgreinar.
Skautafélagið óskar eftir því,
að þeir sem kynnu að eiga hrað-
hlaupaskauta gefi því kost á þeim
til kaups eða láns sem allra fyrst.
Stjói'n félagsins skipa nú: Þor-
valdur Snæbjöi'nsson, Helgam,-
stræti 25 formaður, Svavar Jó-
hannesson, Hjalti Þorsteinsson,
Baldur Ágústsson og Skjöldur
Jónsson.
ÚR BÆNUM:
Tiittngti og þrír karlar og konur sóttu
samvinnunámskeið KEA í s. 1. viku
SÍÐASTL. MIÐVKUDAG lauk;
hér í bænum þriggja daga
fræðslunámskeiði um samvinnu- '
mál, sem eínt var til á vegum
KEA. Er þar með hafin á ný
starfsemi, sem legið hefur niðri
nú um nokkurra ára skeið, og er
það vel. Fræðslu- og kynningar-
stai'fsemi á vegum samvinnufé-
laganna er mikil nauðsyn. Hún
styrkir böndin, sem tengja félag
og félagsmenn, kynnir sam-
vinnuhugsjónina og samvinnu-
starfið og getur átt mikinn hlut
að því að uppræta misskilning og
tortryggni. Eru andstæðingar
samvinnustefnunnar og iðnir við
að sá í þann akur og þess full
þörf að unnið sé meira á þessum
vettvangi af þeim sökum. Alls
sóttu 23 karlar og konur, úr 15
deildum kaupfélagsins, námskeið
þetta. Til dæmis um þann áhuga,
sem ríkir fyrir þessari starfsemi
má geta þess, að tyær konui’ úr
Mývatnssveit lögðu á sig ex-fiða
veti'arferð til þess að geta verið
þarna með.
NÁMSKEIÐIÐ hófst mánudag-
daginn 27. nóvember. Frú Anna
Snoi-radóttir undii'bjó námskeið-
ið og stýi'ði því, en séra Sigurður
Stefánsson, formaður fræðsluráðs
KEA, ávarpa#i þátttakendur og
bauð þá velkomna. Þennan dag
flutti Hólmgeir Þoi'steinsson,
endurskoðandi ágætt erindi um
sögu kaupfélagsins og brautryðj-
endur samvinnustefnunnar héi
um slóðir. Síðan voru sýndar
kvikmyndir, og að lokum heim-
sóttar ýrnsar deildir kaupfélags-
ins og vei'ksmiðjur og starfsemi
þeirra kynnt. Námskeiðið var
með þessum hætti alla dagana
þrjá. Tímanum var skipt í milli
erinda, kvikmyndasýninga og
kynningarferða. Auk Hólmgeirs
Þorsteinssonar, sem flutti tvö er-
indi, og Onnu Snori'adóttux',
flutti þessir menn erindi á nám-
skeiðinu: Haukur Snorrason,
Björn Bessason, Jónas Kristjáns-
son og séra Sigui’ður Slefánsson,
sem flutti lokai-æðuna í kaffisam-
sæti síðasta daginn og sleit nám-
skeiðinu.
HÉR VAR EKKI um neinn
stórviðburð að ræða, en samt var
námskeið þetta mei'kisatburður á
sinn hátt og þess maklegt, að á
því sé vakin athygli. Líklega hafa
kaupfélögin verið of athafnalítil
um fræðslu- og kyiihingarmál nú
hin seinni ár og af þeim sökum
hefur starfsemi sú, sem rekin er
leynt og ljóst til þess að vekja
tortryggni í garð þeirra og skapa
úlfúð og sundrungu, fundið meiri
hljómgrunn en ella, einkum hjá
unga fólkinu. Kynningarnámsk.,
sem þetta, gegna því hlutverki að
skýra starf félaganna og gildi
þess. Slík upplýsingarþjónusta er
nauðsyn og er vel, að hafizt hefur
verið handa um hana hér og
verður vonandi áframhald á
þessu starfi.
í fræðslunefnd KEA, er kosin
var á síðasta aðalfundi, og nú
gekkst fyrir þessu námskeiði, eru
þessir menn: Séra Sigurður Stef-
ánsson, Eiríkur Sigurðsson og
Áskell Jónsson.