Dagur - 06.12.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 06.12.1950, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 6. desember 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Ðavíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á liverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Refskák kommúnista og friðarmálin kommúnista að ráðast á Evi'ópu- löndin. ÞAÐ ER X sjálfu sér ekki undr- unarefni, að þeir menn, sem hafa nú á þessu ári framið þrjár blóð- ugar ofbeldisárásir, skuli telja sig helztu málsvara friðarins. Hitler taldi sig útvörð friðar og menn- ingar á sinni tíð og þannig fara allir ofbeldismenn að af því að þeir halda að þeir geti unnið málstað sínum gagn með því og blekkt einhverjar lítilsigldar sál- ir. En hitt er stórfurðulegt, að nokkur maður í lýðræðislandi skuli svo blindaður af ofstæki og kredduvísindum, að sjá ekki, hverjir eru í reyndinni friðspillar og ofbeldismenn og hverjir vilja viðhalda friðinum. í dag drýpur menn, uppaldir á friðsömum al- þýðuheimilum, verða gripnir of- stæki því, er einkenndi ofsatrú- armenn fyrri alda, er geystúst fram gegn „trúvillingum“ og töldu jörðina þá fyrst sæmilegan samastað, er búið væri að gera þá alla höfðinu styttri. Komm- únistar virðast heldur vilja blóð- uga heimsstyrjöld heldur en að sætta sig við þá hugmynd, að lýðræðisþjóðir fái að lifa í friði við það skipulag, sem þær hafa kosið sér, án íhlutunar frá kúg- unarhreyfingu kommúnismans. Oðruvísi verður það naumast skilið, er þeir hælast um yfir erf ■ iðri aðstöðu lýðræðisþjóðanna annars vegar, en segja stórsókn Kínverja í Kóreu vera fram- kvæmda af fáeinum „sjálfboða- Skyr er til margra hluta gott Eg minnist þess, þegar eg var barn og átti heima vestuí' á Fjörðum, að hlegið var að gömlum manni þar á staðnum, sem gerði sér súpu úr arfa og þótti njólagrautur allra grauta beztur. Nú hafa vísindin sannað okkur, að bæði arfi og njóli séu ágætir til manneldis og til eru stór félagasamtök, sem vinna að útbreiðslu þessarar kenningar. Gamli maðurinn fyrir vestan er fyrir löngu dáinn, og það hlær enginn lengur að kenjum hans. HORFUR VIRÐAST NÚ Á ÞVÍ, að Sovét- stjórninni ætli að takast að koma fram stórpóli- tísku stefnumáli og vinna einn af sínum stærstu stjórnmálasigrum. Svo er að sjá, sem Rússum ætli að takast að berjast gegn höfuðandstæðingi sínum án þess þó að leggja þar fram liðsstyrk sjálfir, heldur láta Kínverja um að gera það. — Margt bendir til þess, og er á það bent í mörgum blöðum Vesturlanda um þessar mundir, að það ástand, sem nú er fram komið, sé árangurinn af nánu samstarfi Kínverja og Rússa og hafi það jafnan verið tilætlunin að framkalla þetta ástand Árásin á Kóreu hafi verið fyrsti liður áætlunar- innar, en öll sé áætlunin miðuð við það höfuð- markmið, að binda eins mikinn herstyrk og mögu- legt er fyrir Bandaríkjamönnum í Asíu til þess að þeir eigi óhægra um vik að styrkja varnarbar- áttu Vestur-Evrópuþjóðanna. Hér er ekki ólík- lega til getið og ekki er ósennilegt að gjörvöll „friðarhreyfingin" hafi og verið sett af stað til þess að spyrna gegn því að Bandaríkjamenn notuðu atómsprengjur í stríði því, er þeim var þannig fyrirhugað að taka þátt í af þessum upphafs- mönnum „heimsfriðarhreyfingarinnar“. ATBURÐIR ÞEIR, sem nú hafa gerst í Asíu, sýna glöggt, hversu friðurinn sjálfur er hafður að leiksoppi í höndum kommúnistískra heimsvalda- sinna, sem tefla á tæpasta vað til þess að koma fram valdadraumum sínurn og yíirráðafyrirætl- unum. Þessir atburðir gefa góða yfirsýn um brjóstheilindi og vitsmuni kommúnistaleppanna í lýðræðisríkjunum, sem þykjast sjá í þessum að- gerðum ást einræðisherranna á friðinum og halda uppi þeirri fræðslu, að hinn vel þjálfaði og skipu- legi kínverski her, sem ráðist hefur gegn herjum Sameinuðu þjóðanna í Kóreu, sé „sjálfboðaliðar“. Slíka fræðslu ástundaði Kominformblaðið hér í sl. viku og er hún enn ein skrautfjöðrin í hatti þeirra vitsmunavera, sem telja það mesta fremd að lúta sem lægst í duftið fyrir erlendum yfirgangsseggj- um og afskrýðast gersamlega allri skynsemi. ís- lenzkur almenningur má þó gerla sjá, sem og aðr- ar lýðræðisþjóðir, hver háski er hér á ferðum. Atburðirnir í Asíu snerta ekki eingöngu við- skipti Bandaríkjamanna og Rússa.Þeirsnertaallar Sameinuðu þjóðirnar og einkum mega Vestur- Evrópuþjóðirnar ugga að sér, ef fyrirætlanirnar um varnir Evrópu með tilstyrk Bandaríkjanna ná ekki fram að ganga vegna þessara atburða í Asíu. Fari svo, að árás kínverskra kommúnista leiði til langvarandi ófriðar í Asíu, er hætt við að kröft- um Bandaríkjanna verði einbeitt að því marki að ráða þar úrslitum, en af því mundi hins vegar leiða að Vestur-Evrópa yrði fremur ofurseld ör- lögum sínum en áður og væri þá í bráðari hættu frá kommúnistískri árás en nokkru sinni fyrr. Það má því vera ljóst, að ofbeldisái'ásin í Kóreu stefn- ir heimsfriðinum í mikla hættu og færir óttann að bæjardyrum hverrar þjóðar, íslenzku þjóðar- innar e. t. v. fremur en annarra, því að hún á allt öryggi sitt undir því, að lýðræðisþjóðirnar, banda- menn hennar, séu sterkar og samhentar og þess megnugur að hindra árás ofbeldismanna. En vitn- eskjan um slíkan styrkleika er að áliti margra hið eina, er hefur haldiðafturafheimsvaldasinnum hvarvetna blóð af flokkstákni hinnar kommúnistísku ofbeldis- stefnu. Það er hún, sem heldur gjörvöllu mannkyni í sífelldum ótta við þriðju og ægilegustu heimsstyrjöldina. * En samt eru þau undur til, jafnvel hér í okkar landi, að liðum“. Þeir láta sér því vel lynda refskák einræðisseggjanna með friðarmálin, ef aðeins það eru jábræður þeirra í trúnni, sem eiga leikinn. Þetta er sú lexía, sem viðbrögð kommúnista hér og annars staðar, kennir um þessar mundir. FOKDREIFAR Gæzla „friðarins“ í ríkisstofnuninni. Utvarpshlustandi skrifar blað- inu: ÞAÐ VAKTI MIKLA athygli landsmanna á sinni tíð, að ríkis- útvarpið átti virðulegan hóp full- trúa á „friðarþingi“ Þjóðviljans í haust. Voru útvarpsstarfsmenn framarlega í hópi þeirra, sem undirrituðu „friðarávarpið". Eru þeir 130 friðarpostular, sem' Þjóð viljinn nefndi, þeir einu, sem þjóðin hefur vitneskju um að hafi skrifað undii' ávarp þetta. Hefur verið hljótt um undir- skriftasmölunina síðan og má ætla að uppskeran hafi orðið heldur rýr, og er það vissulega til sóma fyrir þjóðina. En á meðan hljótt er um árangur friðarsókn- arinnar 1 málgögnum kommún- ista, verður naumast sagt, að fulltrúar „friðarins“ í útvarpinu hafi hljótt um sig og sín sjónar- mið. Virðast þeir gera sér það að skyldu að minna bjóðina í sífellu á, hver séu viðhorf þeirra til heimsmálanna, og er stundum svo langt gengið í þessu efni, að fullkomið hneyksli má kalla. Er hér um að ræða fréttastofu út- varpsins. Sú stofnun starfar þannig um þessar mundir, að fullkomin ástæða er til að gjalda varúð við, einkum þar sem hún ber á andlitinu yfirlætislausa grímu, sem hún kallar „fréttir frá London“. Þeir, sem daglega fylgjast með fréttum Lundúnaút- 'varpsins, vita þó mæta vel, að meðferð þeirra í höndum frétta- mannanna er harla misjöfn og þó oft með þeim hætti, að ekki get- ur tilviljun talizt. Hér skal rakið eitt dæmi um það, að þjóðinni ber að gjalda fulla varúð við fréttaflutningi þessum, meðan ekki er farið samvizkusamlegar með heimildir en raun ber vitni á þessum stað. Hagræðing sannleikans í þjónustu „friðarins“. FIMMTUDAGIN& 30. nóvem- ember gerust ýmis markverð tíð- indi á vettvangi heimsstjórnmál- anna og munu menn almennt hafa hlýtt á fréttir með athygli þennan dag. Auðséð var þá orð- ið, hver háski stafaði frá ofbeld- isárás kínverskra kommúnista í Kóreu. Af þeim atburðum, sem mesta athygli vöktu, og mest rúm tóku í fréttum þennan dag, ,má nefna umr. um utanríkismál í brezka þinginu og blaðamanna- fund Trumans forseta, þar sem hann var m. a. spurður að því, hvort kjarnorkusprengja mundi notuð í Kóreustríðinu. Frásögn fréttastofunnar af þessum atburð um báðum, var ekki í samræmi við frásögn Lundúnaútvarpsins, enda þótt svo væri sagt í bak og fyrir, að frásögnin væri „fréttir frá London“. Er það þá fyrst að telja, að frásögn íslenzka út- varpsins af ummælum Trumans forseta um kjarnorkusprengjuna var miklum mun ákveðnar og harðar orðuð en frásögn Lund- únaútvarpsins, og verður að telja að hin síðarnefnda frásögnin hafi verið meira í ætt við sannleik- ann, enda þótt sumir starfsmenn fréttastofunnar telji kjarnorku- mál vafalaust sína sérgrein, eftir að hafa ljáð nafn sitt á „friðar- ávarpið“. Enda varð þess vart að frásögn þessi var af almenningi túlkuð á þann veg, að nú stæði fyrir dyrum að varpa kjarnorku- sprengjum á kommúnista í Kína, enda þótt ekkert slíkt yrði ráðið af frásögn Lundúnaútvarpsins, né ummælum forsetans. Eftir blaðamannafundinn gaf Trumán út sérstaka tilkynningu um þetta mál til þess að fyrir- byggja, að ummælin yrðu rang- túlkuð. Þessarar tilkynningar var rækilega getið í brezka útvarpinu síðdegis á fimmtudaginn, en hennar var ekki með einu orði getið í aðalkvöldfréttum íslenzka útvarpsins. í þessari tilkynningu lagði forsetinn áherzlu á, að engin stefnubrcyting hefði orðið gagnvart notkun kjarnorku- vopna. Þessarar sérstöku til- kynningar var fyrst getið í síðari fréttum og þá á mjög ófullkom- inn hátt og án þess að sú frétt drægi á nokkurn hátt úr þeirri stemningu, sem vakin hafði verið með lestri fyrri frétta af blaða- mannafundi Trumans. Meira en helmingi þessarar sérstöku til- kynningar var algerlega sleppt, og'hún afgreidd með 2—3 setn- ingum. Hér var ekki um að ræða þýðingu á fréttum brezka út- varpsins, heldur mjög lauslegan útdrátt úr nokkru af efni til- kynningarinnar. Heildarmyndin (Framhald á 9. síðu). Og hvernig var sagan um skyrið? Þegar brezkur her settist hér að í síðustu styrjöld, er sagt að her- mennirnir hafi keypt skyr og gert. úr því bollur, sem steiktar voru á pönnu. Það fylgir ekki sögunni, hvernig þessi réttur smakkaðist Engilsöxunum, en við heimamenn hlógum dátt og þótti okkur Bret- arnir barnalegir og furðulega illa að sér. Við höfð- um vanizt því, að skyr væri bara skyr, á sama hátt og fólkinu fyrir vestan fannst arfi og njóli aldrei geta orðið annað en illgresi. En hvað kemur á dag- inn? Að vísu hefur mér ekki tekizt að afla bollu- uppskriftar Bretanna, en mér hefur lærzt, að skyr er hægt að nota til margs. ★ ★ M Allar þekkjum við skyr með sykri og mjólk, skyrhræru og berjaskyr, og flestar konur munu nú orðið kannast við skyrsúpu, sem er afbragðs góður réttur, sérstaklega á heitum dögum. Skyrið er þá þynnt út, þar til það er hæfilega þykkt sem súpa. Eggjarauða er hrærð með sykri í skál og súpunni hrært þar saman við. Stífþeytt eggjahvíta þeytt saman við og til bragðbætis er sítrónusafi settur saman við súpuna. Þegar sítrónur fást ekki má nota bökunardropa. Tvíbökur eru bornar með súpunni. Þá er hér annað hlutverk, sem skyrið getur tekið að sér, fjarskilt matargerðinni, en það er að fægja kopar og eir. Að vísu skortir nokkuð á, að skyrið sé jafnoki hins gamalkunna og góða „brasso", sem hægt var að kaupa í verzlunum hér á árum áður, en í allsleysinu má segja, að maður verði öllu feg- inn. Skyrið er borið á munina eins og um venju- legan lög væri að ræða og er núið vel. Síðan eru munirnir þvegnir og fægðir með hreinum klút á eftir. Þeir hreinsast vel og gljá ágætlega. Þá er ég komin að þriðja atriðinu, sem eg ætlaði að minnast á að þessu sinni, en það er skyr í kökur. Þið haldið nú kannske að þetta sé prentvilla, en svo er ekki. Hér er uppskrift af ágætum og ódýrum kökum, með skyri í. SKYRKÖKUR. 500 gr. hveiti. — 1 matskeið sykur. — 250 gr. skyr s .... (vel hrært). — 150 gr. smjörlíki. — 2 teskeiðar bök- unarduft. — Vanilludropar eða sítróndropar. Þessu er öllu blandað saman og hnoðað lítið eitt. Látið standa á köldum stað Vz klst. Flatt út álíka þykkt og kleinui' og búnar til kökui' með ýmsu lagi með kleinuhjólinu. Bæði má gera kamba, snúða og umslög, einnig eins konar hálfmána. Eggjaduft og mjólk hrært saman og penslað yfir kökurnar áður en þær eru bakaðar. Sulta er einnig sett á þær eða á milli laga, áður en platan er sett inn í. Þegar kök- urnar eru bakaðar er settur „glassúr11 ofan á þær, og er þá hægt að bera á borðið bæði fallegar og góðar kökur. Kökur þessar eru beztar nýjar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.