Dagur - 06.12.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 06.12.1950, Blaðsíða 8
8 D AGUR Miðvikudaginn 6. desember 1950 Frá bókamarkaHImiixi Merk minningabók aíreksmanns Björgvin Guðmundsson: Minningar. Bókaútúgáf- an B. S. Prentverk Odds Bjömssonar. Akureyri 1950. Björgvin Guðmundsson tón- skáld hefur ritað stóra minninga- bók, rösklega hálft fimmta hundrað blaðsíður í stóru broti, bókaútgáfan B. S. hefur gefið bókina myndarlega út, og prent- verk Odds Björnssonar prentað hana með venjulegum ágætum. Mynd höfundar fylgir og nokkr- ar aðrar myndir. Ytra borð þess- arar útgáfu, ef svo mætti að orði komast, er þannig í prýðilegasta lagi. Og um efni bókarinnar var það fyrirfi'am vitað, að vel gátu örlög og æfi sveitadrengsins, sem fæddist í austfirzkum afdalabæ fyrsta ár hins tíunda tugar síð- ustu aldar, reynzt frásagnarverð í bezta lagi, því að drengurinn reyndist borinn til mikilla örlaga og afreka í tveimur heimsálfum. Og þó sannaði allt þetta lítið sem ekkert um gildi þessarar bókar, óður en á hólminn kom, því að vel má rita svo stóra bók um mikið efni, að hún hafi ekkert varanlegt gildi í sjálfu sér, því að vissulega þarf miklu meira til en sæmilegt efni, mikinn pappír og rausnarlega prentsvertu, að skapa ritverk um hvaða efni sem er, sem líklegt sé til langlífis og hafi mikið og varanlegt gildi í heimi fagurra bókmennta. En það er bezt að segja það strax, sem satt er og vafalaust, að Björgvin Guðmundssyni hefur tekizt að segja svo frá fyrri hluta æfi sinnar, — frá fæðingu og allt til þess að hann, ásamt konu sinni og dóttur, snýr aftur heim til gamla landsins, að endaðri langri útivist í Vesturheimi og námsdvöl í Englandi — að lík- legast er, að sú frásögn verði lengi uppi, og sjálfsæfisaga hans jafnan talin í fremstu röð sinnar tegundar í íslenzkum bókmennt- um frá þessu tímabili. Engum, sem þekkir nokkuð til Björgvins, mun koma það á óvart, að hann er prýðilega rit- fær, því að hann hefur ritað fjölda greina um ýmis efni í blöð og tímarit, sem allar hafa borið þess gott vitni að vera skráðar með hvössum, einörðum og óstöðum penna. Hann hefur jafn- vel þreifað fyrir sér á sviði þeirra fagurbókmennta, sem einna erfiðast munu taldar viðfangs, en það er leikritagerðin, og er sjónleikur hans prýðilega svið- rænn, þótt tvímælis orki gildi hans að öðru leyti. En þótt mér væri allt þetta vel kunnugt, og ég gerði mér því góðar vonir um sjálfsæfisögu Björgvins, þegar eg heyrði, að hún væri á uppsigl- ingu, skal það játað, sem satt er, að hún hefur engu að síður kom- ið mér þægilega og skemmtilega á óvart. — Eg hafði t. d. naumast bmzt við jafn öruggri hógværð, hlutleysi og yfirsýn í dómum um menn og málefni, er koma við sögu þessa geðríka og stórbrotna manns, eins og raun ber vitni, því að eg þóttist þekkja hann að því að vera helzt tildóm- hvatan og kappsfullan, þegar svo ber undir, vanda þá andstæðing- um sínum lítt kveðjurnar og velja þá orðbragðið og dómana ekki aðeins með fullri rausn, heldur jafnvel með of- rausn nokkurri á stundum. Vissu lega er þetta oft skemmtilegt einkenni þessa óvenjulega manns, og sá Björgvin Guð- mundsson, sem við kunningjar hans og vinir, þekkjum, metum og virðum, væri ekki þar allur eða heill, ef hvikusár metnaður hans og frumstæður kraftur í orðum og athöfnum væn frá honum tekinn. En hitt er og jafn víst, að þetta einkenni hans í sinni óhefluðustu mynd, væri ekki aðeins til skemmtunar, ef það birtist þannig í minningabók hans — ritverki, sem lengi skal standa. Og víst ber það gáfum hans og eðlisávísun verðugt vitni, að í æfisögunni situr hann mjög á þessum strák sínum og hefur enda beygt hann til fulls aga og prúðmennsku í hvívetna. Minningabók sinni skiptir Björgvin í tvo meginkafla, er hann nefnir Þrár og draumar, hinn fyrri, en Vinna og vinir, þann hinn síðari. Segir í fyrri meginþættinum frá bernsku og uppvexti Bjöi-gvins í Vopnafirði, ættmennum hans og nágrönnum, heimahéraði og sveitarháttum. Er þar brugðið upp látlausri, en raunsærri mynd af sveitalífi og aldarháttum hér á landi á því tímabili, þegar gamalt og rót- gróið menningarskeið, með öllum kostum sínum og göllum, er senn til enda runnið, en tímar mikilla breytinga og byltinga í þjóðlíf- lífinu doka á næstu grösum, en eftirmæli þeirra og lokadómur verður enn ekki uppkveðinn með neinni vissu, heldur áfríast til hæstaréttar sögunnar og framtíð- arinnar. Og á þessum tíma- mótum hins nýja og gamla elzt hann upp, drengurinn, sem heyr- ir stórbrotin og nýstárleg tón- verk óma í sálu sinni og hugskoti löngu áður en hann kynnist nokkru hijóðfæri, lærir nokkra nótu eða eygir nokkra möguleika til þess að njóta þeirrar ríku eðl- isgáfu, sem guð hefur honum „í brjóst of lagit“. — í síðari kaflan- um segir svo frá för hans til Am- eríku, dvöl hans þar, námsárun- um í London, starfsárunum frjó- sömu, er þá fara í hönd, og loks frá aðdraga og upphafi heimfar- arinnar til íslands aftur. Líkleg- ast er og vonandi, að Björgvin láti hér ekki staðar numið, held- ur hyggist síðar gefa út annað bindi þessarar minningabókar sinnar, þar sem hann geri starfsárunum hér heima sams konar skil og hann hefur nú gert bernsku sinni, uppvexti og fyrstu fullorðinsárum. Á einum stað í æfisögunni a. m. k. talar hann um sjálfan sig sem gamlan mann, en vissulega er það orða- lag með fullum ólíkindum, og víst munu vinir hans og sam- ferðamenn vænta þess, að hann eigi enn mikið og vænlegt starfs- skeið fyrir höndum, sem reynast muni ekki síður frásagnarvert en það tímabil æfi hans, sem þegar er til enda rmmið. Stíll og málfar Björgvins Guð- mundssonar stendur í beinum og órofa tengslum við eðlisfar hans, gáfur og persónuleika allan. Það er yfirbragðsmikið og gagnauð- ugt, einsteypt og heilsteypt, en síður hægsorfið og seinfægt, svo sem Grímur Thomsen komst eitt sinn að orði um sálma Hallgríms Péturssonuar. Bezt þykir mér honum takast upp í látlausri og samfelldri frásögn með hæfileg- um og orðfáum innskotum varð- andi persónulegt álit sitt og;dóma, en sízt í rómantískri upphafn- ingu og heimspekilegum bolla- leggingum, svo sem í „prologus“ æfisögunnar, enda gætir slíkra kafla ekki mikið í minningabók- inni. Björgvin Guðmundsson er enn í alltof mikilli nánd tíma og rúms við okkur, samtíðarmenn sína og samborgara, til þess að líklegt sé, að við höfum skipað honum í hæfilegt sæti við langborð listar- innar og sögunnar. Vafalaust tel eg og sjálfsagt, að hans verði lengst og bezt minnzt sem tón- skálds og listamanns á því sviði, enda muni vegur hans þar fara æ vaxandi, er tímar líða fram, þótt eg ætli mér hins vegar sízt þá dul að gerast óskeikull dómari eða spámaður í þeim efnum, sem eg hef ekki annan rétt til á að minnast en hvatvísi mína og eðl- isgrun einan. En hitt þykist eg sjá fyrir, og með nokkru meiri rétti og líkindum af minni hálfu, að hans verði einnig lengi og að góðu minnzt sem rithöfundar, og á eg þar alls ekki við Skrúðs- bóndann, þótt hann hafi hlotið skjótastan frama og lof leikhúss- gesta, heldur er það minninga- bókin nýja og ágæta, sem er mér þar helzt í huga. John Knittel. E1 Hakim (læknirinn). Skáldsaga. Vilhjálmur Guðmunds- son þýddi. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri 1950. „Læknabækurnar“ svonefndu — skáldsögurnar, sem lýsa lífi og starfi læknastéttarinnar með meiri eða minni líkindum, — hafa reynzt ákaflega vinsælar hér á landi sem annars staðar síðustu árin. Hér er enn ein ný skáldsaga af því tagi, og þó allólík hinum fyrri að ýmsu leyti. í þetta sinn er það egypzkur læknir, sem er aðal söguhetjan. Við fáum að fylgjast með uppvexti hans lengst upp með Nílarfljótinu helga, námsárum hans í borgum þessa undarlega lands og síðan starfs- ferli hans þar og í Lundúnaborg. Heilbrigðisástandið er harla frum stætt sem og ýmis önnur menn- ing í landi hinnar æfafornu menningar. Einhver sjúklegur blær er á þjóðinni, þrátt fyrir gáfur og glæsileika í aðra rönd- ina, enda er fátæktin ömurleg víða, hjátrúin rík og dulmögnuð austurlenzk forlagatrú setur svip sinn á líf fólksins. Og auðvitað er ástaguðinn með í leiknum, ekki síður þarna í bruna hins suðræna sólskins en alls staðar annars staðar í þessum heimi, og ýmiss konar æfintýri og æsandi við- burðir gerast í hraðri rás sög- unnar, enda er hún mjög skemmtileg aflestrar, þótt ekki fái eg séð, að um mikið bók- menntaafrek sé þar að ræða, svo sem sumir menn vilja vera láta. Höfundur sögunnar er annars svissneskur og nýtur að sögn mikilla vinsælda í heimalandi sinu ,enda hafa ýmsar skáldsögur hans verið þýddar á margar tungur, og önnur skáldsaga eftir hann, „Frúin á Gammsstöðum“ hefur að undanförnu birzt i ís- lenzkri þýðingu í „Tímanum“ og vakið mikla athygli lesenda. Þorbjörg Árnadóttir: Móðir og barn. Bókaút- gáfan Norðri. Ak. 1950. Þetta er snotur og eiguleg bók með mörgum myndum efninu til skýringar. Þorbjörg Árnadóttir hefur safnað, samið og þýtt og 'segir í formála, að þarna hafi verið safnað saman á einn stað margra ára reynslu lækna, hjúkr unarkvenna, næringarfræðinga, sálfræðinga, mæðra og feðra, enda sé þess að vænta, að hin margþætta og oft dýrkeypta reynsla allra þessara aðilja geti hjálpað foreldrunum við dagleg viðfangsefni í algengnum lifnað- arháttum, á meðan móðirin gangi með barnið, við barnsburðinn og við gæzlu ungbarnsins fyrsta ald- ursárið. Er því hér um að ræða þarfan og handhægan leiðarvísi í þeim fræðum, sem skipta mestu máli á viðkvæmasta og mótan- legasta skeiði hvers þjóðfélags- þegns, svo að varðað getur alla framtíð hans og fararheill i lif- inu, hversu til tekst um skyn- samlega meðferð hans og lifnað- arhætti á því stigi. Ekki er eg maður til þess að leggja nokkurn dóm á fræðilega hlið þessarar bókar, en hún er rituð á hreinu og látlausu máli, framsetningin er skýr og skiljanleg hverjum manni, og mér finnst bókin öll bera það með sér, að þarna sé um vandað og ágætt rit að ræða, sem feður og mæður geti róleg tekið fullt mark á, og veitt geti þeim góð ráð og nauðsynlegar leið- beiningar um þau mikilsverðu efni, sem þar eru á dagskrá. J. Fr. Nýjar barnabækur frá Norðra Norðri hefur enn sent frá sér tvær barnabækur. Eru það Jóla- sögur eftir Jóhannes Friðlaugs- son kennara, 14 smásögur, sem allar eru tengdar jólunum á einn eða annan hátt. Þetta er snotur og eiguleg unglingabók og líkleg til að verða vinsæl. Seinni bókin er Petra á hestbaki, norsk barna- póstkröfurnar! Fyrir nokkru hefur Dagur sent póstkröfur til ýmissa póststöðva fyrir árgjaldi blaðsins. — Mjög margir áskrifendur hafa gert skil og innleyst kröfurnar, en nokkrir eiga enn ógoldið árgjaldið. Áskrift Dags kostar aðeins 25 kr. í ár og er blaðið tvímælalaust ódýrasta blað landsins, miðað við stærð og fjölbreytni. Það eru vin- samleg tilmæli DAGS til áskrif- enda víðs vegar um landið, sem fengið hafa tilkynningar frá póststöðvum um póstkröfu fyrir árgjaldinu, að þeir geri skil hið allra fyrsta, og ef kröfurnar hafa verið endursendar, af því að þær hafa beðið sinn tíma eftir inn- lausn, að ménn sendi árgjaldið í póstávísun eða á annan hátt til afgreiðslu blaðsins, Hafnarstræti 87, Akureyri. Árgjaldið er aðeins 25 krónur á ári. Ágæt ísfisksala ras. Kristjáns Vélskipið Kristján héðan frá Akureyri seldi bátafisk í Fleet- wood í sl. viku, samtals 1136 kit fyrir 4096 sterlingspund og er það ágæt sala, líklega bezta ísfisksala haustsins héðan. M.s. Stjarnan er nú á útleið með rösk 70 tonn af bátafiski. Markaður er sagður góður í Bretlandi um þessar mundir. Sá, sem getur útvegað duglegum manni atvinnu strax, getur feng- ið 1000 kr. Öll vinna kemur til greina. Tilboðum sé skilað á af- . .greiðslu blaðsins, merkt: Framtíðarvinna — 19. D a gur f æst í Bókabúð Rikku, Bókaverzl. Eddu og Bókabúð Akureyrar Krakkar! Skíðasleði tapaðist við Barnaskólann, í síðustu viku. — Ef þið getið gef- iÍS einhverjar upplýsing-. ar, þá hringið í síma 1880. og unglingasaga eftir Roar Col- björnsen, í þýðingu Helga Val- týssonar. Þetta. er saga um unga stúlku og hest og samveru þeirra á ferðalögum um fagrar byggðir Noregs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.