Dagur - 06.12.1950, Blaðsíða 10

Dagur - 06.12.1950, Blaðsíða 10
10 D AGUR Miðvikudaginn 6. desember 1950 Viðburðarrikur dagur Saga eftir Helen Howe. 18. DAGUR. (Framhald). Faith sagði ekki það, sem kom- ið var fram á varir hennar, en það var: Hvers vegna myndirðu þurfa að horfa til baka, því gseti það ekki haldið áfram? En hún sagði aðeins ofurlítið kuldalega: „Hvað sem öllu þessu líður, held eg að við ættum að hætta þessu tali. Það leiðir hvort eð er ekki til neins góðs fyrir mig né þig.“ Hún færði stólinn sinn til, eins og hún væri að húa sig undir að standa upp og fara. Næst er hún talaði, reyndi hún að varna því að geðs- hræringin lýsti í rödd hennar. „Freddy, við höfum raunveru- lega ekkert að segja hvort við annað! Tillaga þín er sjálfsagt góð, en hún er bara ekki fyrir mig. Það er allt og sumt.“ „Þá hefurðu líka breytzt. Þú trúir ekki lengur á lífshamingj- una!“ En Faith var nú undan áhrifa- valdi hans, og hún gat horft á hann hlutlaust og rpleg, svo að hún undraðist það sjálf. Hann talaði léttilega um ást og ástar- ævintýri, sem sex vikur í París, en án þess að renna huganum nokkru sinni til þess, að hann var enn að hlaða sorg og angist í hjarta, sem hann hafði þó áður meðhöndlað harkalega. Freddy Goodridge sá aldrei neitt nema sjálfan sig. Það var allur leynd- ardómurinn við hann. Hún þráði nú aðeins að fara eins fljótt og auðið væri og losna úr þessum félagsskap. Hún stóð á fætur, albúin að fara. En hann sat kyrr. Hann sagði, eins og hann vissi örugglega, að hann hefði á réttu að standa: „Þú tek- ur alveg ranga ákvörðun, en eg ætla þó ekki að reyna að tala um fyrir þér. Seztu, við eigum margt óútrætt samt. Eg held til dæmis að þú hafir alls ekki skilið nóg- samlega hvað bjó undir tilviljun- inni að við skyldum hittast í dag. Heldurðu til dæmis ekki áð for- lögin hafi ætlast til þess að ein- hver árangur yrði af þeim fundi?“ „Þetta hefur verið furðulegur dagur fyrir mig á allan hátt. Að eg skyldi hitta þig einmitt í dag var í fullu samræmi við allt, sem áður hafði gerzt.“ Hún talaði af þolinmæði, en áköf að komast burtu. „Þú átt góðan og tryggan vin, þar sem Klara er,“ sagði hann. Nú flaug það aftur í gegnum huga hennar, hvað þær Klara höfðu talað. Drottinn minn dýri, aldrei hefði hún þó farið að segja honum frá Eric og syni hans? „Hvað sagði Klara þér, Freddy?" spurði hún. „Eg vei-ð að segja þér eins og er, að það var næsta erfiít að heyra eða skilja orð af því, sem hún sagði. Hún hringdi til mín úr símaklefa á járnbrautarstöðinni, sagðist ekki hafa nema mínútu til umráða. Hún sagði eitthvað á þessa leið: „Faith verður í Car- tiers skrautgripaverzluninni klukkan hálf þrjú í dag. Þú vær- ir heimskingi, ef þú letir hana ganga þér úr greipum í annað sinn.“ Og svo hringdi hún af. Það var allt og sumt.“ Faith létti stórlega. Svipur hennar varð aftur léttur og hýr. „Eg skil ekkert í Klöru að gera annað eins og þetta,“ sagði hún svo. „Mér datt aldrei sá mögu- leiki í hug.“ „En fyrst að Klara gerði nú þetta, og við erum hér komin, finnst mér að þú ættir að setjast aftur og við ættum að spjalla svo- lítið lengur um hlutina. Klara er mikill vinur þinn. Hún hlýtur að hafa einhverja ástæðu til þess að segja þetta við mig. Hún hefur auðsjáanlega haldið að eg gæti hjálpað þér á einhvern hátt.“ „Klara veit ekkert um mína hagi, sem réttlætir þetta símtal hennar. Ög nú verð eg að fara, Freddy. Þú þarft ekki að fylgja mér út. Það verður auðveldast að skilja þannig. Eg fæ mér leigubíl hér úti fyrir.“ Þegar Faith var sezt í bílinn, fól hún andlitið í höndum sér. Þrótturinn, sem hafði einkennt allt samtal hennar við Freddy, var nú horfinn. Óánægjan og ein- stæðingsskapurinn lagðist aftur yfir hana með fullum þunga. Það var hættulegt, hugsaði hún, alveg stórhættulegt, að leita ráða vina sinna í persónuleigum vandamálum. Jafnvel allra beztu vina sinna. Góðvild og umhyggja Klöru höfðu leitt hana út á herfi- lega rangar brautir. Klara hafði ásakað hana fyrir að hafa ekki beðið eftir Freddy og nú hafði hann endurbætt myndina af sjálf um sér. Það, sem hann meinti, var þetta: „Þú áttir að bíða þang- að til það hentaði mér að koma til þín aftur. Og þegar það hefði hentað mér, hefðum við átt skemmtilegar stundir saman þangað til eg hefði yfirgefið þig á ný.“ Sannleikurinn var, að hann var svo óskaplega eigingjarn, að hann sá aldrei neitt nema sjálfan sig. En í dag hafði sagan um ævin- týraprinsinn Freddy Goodridge misst alla töfra sína í hennar augum. Og hennar eigin óham- ingja blasti við henni, grím*- laust. Freddy var alveg óbreytt- ur. Hann var svona, hafði alltaf verið svona og mundi alltaf vera J svona. Nú fannst henni það hræðilega ónærgætið, að hún skyldi hafa lótið gömlu fi-ú Millet, tengda- móður sína, bíða eftir sér í meira en klukkutíma. Aldrei síðan hún giftist Eric hafði hún látið gömlu konuna bíða eina mínútu eftir sér, hvað þá heldur meira. Hún mundi glöggt nú, er Eric hafði kynnt hana fyrir móður sinni, og hún undraðist það, að á 10 ára skeiði hefði henni ekki tekizt að nálgast þessa æruverðugu og stundum sorgbitnu konu meira. En það höfðu verið fyrstu merki þess, að honum væri ekki sama um hana, er hann hafði boðið henni til tedrykkju í íbúð móður sinnar. Vissulega benti ekkert til þess að þau Eric mundu nokkru sinni verða ástvinir í fyrsta sinn, sem hún sá hann. Það var þegar henni var fylgt inn á skrifstofu hans haustið 1939, er hún hafði sótt um starf hjá fyrirtæki hans. Hún hafði þá ákveðið endanlega að segja skilið við fyrra starf, slíta alla þræði, sem lágu til fortiðar- innar, og til Freddy, sem þá var horfinn og hafði skilið hana eina eftir allt það sumar. Eftir mánaðarstarf hjá Eric hafði hún viðurkennt með sjálfri sér, að sorgin hafði ekki reynst eins þungbær og hún hafði ótt- ast. Hún var einkaritari Erics og starfið féll henni vel. Þau unnu vel saman. (Framhald). Stúlka óskast til lieimilisstarfa sem fyrst. Afgr. vísar á. Peningabréf (merkt Kristján Jónsson) tapaðist fyrra þriðjudag. Finnandi beðinn að skila bréfinu til Kristjáns Jónssonar, Þingvallstræti 33 gegn fundarlaunum. lólavörur! Kventöskur, alls konar. Verð frá kr. 85—270. Skinnlúffur og lianzkar Höfuðklútar Kvenpeysur Drengjapeysur Útiföt, drengja og telpna Smábarnafatnaður og vögguföt* Barnaleikföng Áteiknaðir púðar og dúkar. Fleiri jólavörur væntan- legar. Aona og Freyja f 11111111111111111111 in in in iii ...... l Munið | | B S Á | | Sími 1909 | 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111* Silfurbrúðkaupskvæði tii fiú Kristjönu Vilhjálmsdóttur og Halldórs Albertssonar, Neðri-Dálksstöðum. Ástin er skrýtin, hún skapar oft mann. Það skeði á fjölmargan veg. Því kom það sér betur, og kemur sér enn, að konan sé heppileg. Hún straumhvörfum veldur á vegi hvers manns. Það veit bæði Halldór og eg. Hann djarfur til kvenna í valinu var og vildi eigi hugsa neitt smátt. Og í því sem fleiru af öðrum harm bar, hann óheppinn reyndist við fátt. Fyrst honum blessaðist bónorðið þar brönugrös hefur hann átt. Og enn virðast grösin eins góð eins og ný, svo glöð eru hjónin í kvöld. Og það má nú segja, að þau séu hlý, og það eftir fjórðung úr öld. Hver blindingi sæi nú bara á því, að byrjunin var ekki köld. O^g samhent þau byrjuðu búskapinn vel, en bærinn var samt ekki hár. Því kotið var lítið og hvergi nein vél og kraginn á túninu smár. * Og þá voru ótalin handtökin hans og hennar þau fyrstu ár. Þá var svo erfitt að eignast sitt brauð að ýtrustu krafta var neytt. Þá enginn gat sopið með sældinni auð já svona er viðhorfið breytt. Þá aðalsmerki hins óbreytta manns var æðaber höndin og þreytt. Nú heyrist í ræðu og riti, að hér séu röskustu bændur vors lands. í fegurð af öðru hvert býlið ber hún er björguleg ströndin manns. Og Halldór þar fremstur í flokknum er og framsóknarverkin hans. Halldóri enginn um bindindi brá. Hann bjargast nú samt fyrir því. Oftastnær fallega stækka þau strá, er standa mest rekjunni í. Við glitrandi veigar glösunum á er gleðin svo frjálsleg og hlý. Um koriuna er minna en karlmanninn sagt hún kyrrlát á verðinum stóð. En hver hefur meira af mörkunum lagt svo manni sé heimkoman góð? Og hver hefur staðið hjá vöggunni vakt svo vaxi upp hraustari þjóð? Þess má svo geta gert er af tveim til gamans og framtíðarhags. Með dætrunum þremur í þennan heim var þjóðinni unnið til gagns. Þær blómlegar eru og bjart yfir þeim og biðlana fengu þær strax. Forsjónin verði þeim hjónum í . hag og heiðríkjuglöð þeirra sál. Nú saman er bezt að við syngjum eitt lag því söngur er hjartnanna mál. Og svo til að enda með daginn í dag þá drekkum við brúðhjónaskál. Bjami Jónsson. Vörubílar Simar 1218 og 1547. Bifreiðast. Stefnir s.f. GEFJUNAR Ullardúkar Ullarteppi Kambgarnsband Lopi, margar tegundir Fást í öllum kaupfélögum landsins og víðar — Gefjunar-vörur hafa löng- um hlotið viðurkenningu allra landsmanna fyrir smekklegt útlit, gæði og lágt verð. — Ullarverksmiðjan GEFJUN AKUREYRI Kaf f ibætis verksmið j an F R E Y J A Akureyri lomir rúsínukassar til scilu. — Seljast ódýrt ef teknir eru strax. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.