Dagur - 06.12.1950, Page 7
Miðvikudaginn 6. desember 1950
DAGUR
7
istæðum hugmyndum um
Sovéf-paradísina stefnf fyrsr
réít í Frakklandr
Franskur rithöfundur liyggst sanna, að þrælk-
unarbúðir séu útbreiddar í Rússlandi
Atburðirnir í Asíu:
Ummæli Norðurlandablaða um
ásfandið í hetmsmálunum í dag
Lögðu Sovétríkin gildru fyrir Bandaríkin?
Andstæðum hugmyndum um
ástandið í Rússlandi var stefnt
fyrir rétt í París hinn 25. nóvcm-
ber sl. Annars vegar er hug-
ínyndin um lögregluríkið, sem
flestir lýðræðissinnar telja nú
sannað að kommúnistar hafi
komið á fót, en hins vegar sú
Útópía hins vinnandi hanns, sem
kommúnistar segja að stofnsett
hafi verið handan járntjaldsins.
Réttarhöldin og vitnaleiðslurnar
munu standa í marga mánuði.
Tvenn réttarhöld á tveimur
árum.
Þetta er annað sinn á tæpum
tveimur árum, sem deilt er um
kommúnismann og ástandið í
Rússlandi fyrir frönskum dóm-
stólum. I apríl 1949 vann rithöf-
undurinn Victor Kravchenko
meiðyrðamál, er hann höfðaði
gegn hálfkommúnistablaðinu
„Les Lettres Francais“. Hafði bl.
sakað höfund bókarinnar ,,Eg
kaus frelsið“ um að vera amer-
ískan njónsnara og fullyrðingar
hans um reynslu sína í Rússlandi
uppspuna einn. Kravchenkovann
málið.
Síðari málafei'lin, sem hófust
25. nóvember sl., eru rekin að
kröfu rithöfundarins David
Rousset, en hann er einn eftirlif-
endanna úr hinum illræmdu
Mauthausen farigabúðum nazista
á stríðsárunum og hefur síðan
helgað líf sitt baráttu gegn því að
pólitískt frelsi sé heft, hvar sem
er á hnettinum.
Horfur eru á því að Rousset-
málaferlin verði lærdómsríkari
um félagsmál Sovétríkjanna en
vitnaleiðslur Kravchenkos, því
að þau snerust að mestu leyti um
hann persónulega. Hér verður
því ekki til að dreifa.
Forsaga málsins.
Forsaga málsins er í stuttu
máli sú, að í nóvember 1949 hófu
M. Rousset og félagar hans her-
ferð mikla í skrifum og ræðu-
höldum gegn þvingunar-fanga-
búðum, hvar sem þær væri að
finna. Alþjóðleg nefnd fyrrver-
andi pólitískra fanga skyldi, að
tillögu hans, ranpsaka ástandið í
Sovétríkj unum fyrst af öllu
vegna þess að tilvera hinna svo-
nefndu „uppeldis-fangabúða“ í
Rússlandi stefndi í hættu tilveru
raunverulegs sósíalisma.
Blaðið „Les Lettres Francais11
var fljótt til svars, og sagði að
ásakanir M. Rousset vseru upp-
spuni einn. Hann svaraði með því
að stefna blaðinu fyrir rógmæli
og krefjast hárra.skaðabóta. En
hann tilkynnti jafnframt, að þessi
ytri hlið málsins væri algert
aukatriði. í hans augum er það
mál, sem rekið verður fyrir rétt-
inum, aðeins þetta eitt: „Eru í
Rússlandi þvingunar vinnubúðir
líkar þeim, sem nazistar komu
upp í Þýzkalandi á sinni tíð?“ Ef
slíkar fangabúðir eru til, er
Sovétstjórnin sek um glæp gagn-
vart mannkyninu. Og það er ein-
mitt þetta, sem M. Rousset ætlar
að sanna með málarekstrinum.
Að baki honum stendur ein hin
fjölmennasta sveit flóttamanna,
serri um getur í slíkum mála-
rekstri. Þessir menn hafa þolað
fangavist í Sovét-Rússlandi og
eru þess albúnir að vitna í mál-
inu. Þar eru spænskir lýðveldis-
sinnar, Pólverjar og Þjóðverjar,
allt einstaklingar, sem leituðu til
fyrirheitna landsins í austri sem
sósíalistar, en urðu þar fyrir
hrottalegum vonbrigðum.
Vitnisburður flóttamannanna.
Vitnisburður flóttamannanna
er yfirleitt á þá leið, að þeir hafi
komið til Rússlands í von um að
fyrirhitta þar dýrðarríki það, sem
kommúnistar segja stofnsett, en
þeir fundu í þess stað, að spurn-
ingar og efasemdir eru ekki
leyfðar. Refsingin fyrir hik og
efasemdir í trúnni og að gleypa
ekki allt, sem skýi't er frá af op-
inberri hálfu, var fyrst handtaka
og síðan sú sannfæring, að það
kostar annað' tveggja líflát eða
fangavist að ræða stjórnmál í
Rússlandi á svipaðan hátt og gert
er á Vesturlöndum, og fanga-
vistin er venjulega tekin út í
þrælkunarbúðum í norðurhéruð-
um Síberíu.
í hópi vitna M. Roussét eru
ýmsir kunnir menn, svo sem „E1
Campesino“, sem var kunnur per
sónuleiki í spænska borgara-
stríðinu, en hann , heitir réttu
nafni Gonzales hershöfðingi. —
Hann flýði til Rússlands eftir
ósigur lýðveldisherjanna
spænsku, en slapp þaðan eftir
hriklar þrautir, þá með dauðadóm
á herðunum, og hefur hann lýst
lífinu í paradís kommúnista í
bók, sem heitir „Líf og dauði í
U. S. S. R.“.
Annað vitni, sem ætlar að vitna
gegn „alþýðu-lýðræðinu“, sem
kommúnistablöðin útbásúnera
mest, er Georges Gilksman,
pólskur sósíalisti, sem slapp frá
Rússum eftir að hafa setið ár í
þrælkunarbúðum þeirra. Bróðir
hans, kunnur og mikilsmetinn
sósíalisti í Póllandi fyrirstríðsár-
anna, lézt í þrælkunarbúðunum
eftir þýzk-rússnesku skiptinguna
á Póllandi. Gilksman hefur lýst
lífinu í Sovét-paradísinni í bók,
sem heitir: „Segið það Vestur-
löndum“, Annað pólskt vitni er
Josef Czapski, kunnur listamað-
ur í heimalandi sínu fyrir 1939,
hafði m. a. gefið út verk um
Cezanne og list hans. Hann segir
frá því, hver urðu örlög flestra
pólsku liðsforingjanna, sem
Rússar tóku höndum og fluttu til
Rúslands, er samningur Hitlers
og Stalíns var í gildi. Hann var
einn af fáum úr mörg hundruð
manna hóp, sem slapp lifandi úr
Rússlandi.
Blöðin fylgjast vel með.
Málaferli þessi vekja mikla at-
hygli í Frakklandi og sjá blöðin
til þess. Hafa þau flest birti lang-
ar greinar um grundvallaratriði,
’sem um er deilt, og hallast flest á
sveif með M. Rousset, nema
kommúnistablöðin. Blaðið „Fi-
garo“ hefur auk þess birt sér-
staklega dagbókarkafla þýzk-
svissneskrar konu, Elinor Lipper,
undir nafninu: „Ellefu ár í
þrælkunarbúðum Rússa.“
„Combat“, blað mótspyrnu-
hreyfingarinnar gegn Þjóðverj-
um, héfur birt greinaflokk eftir
Pólverjann Gilksman, sem fyrr
getur. — Kommúnistaflokkur
Frakklands verður auðvitað
fyrir þyngstum áföllum vegna
málaferla þessara. Enn er ekkivit
að, hvernig flokkurinn hyggst
hrekja umsagnir vitna Roussets.
Mun því verða veitt náin athygli
á næstu mánuðum, en eins og
fyrr segir, er búizt við að mála-
ferlin standi langt fram á vetur.
Hvatt til stórauk-
ininar framleiðslu
í Evrópu
I ræðu, sem hinn nýji fram-
kvæmdastjóri efnahagssamvinnu
stofnunarinnar, William C. Fost-
er, hélt nýlega í ráðherranefnd
efnahagssamvinnustofnunar Ev-
rópu (OEEC) í París, hvatti hann
öll Vestur-Evrópulöndin, sem
þátt taka í Marshalláætluninni,
til þess að auka núverandi heild-
arframleiðslu sína um 100 mill-
jarða dollara fram yfir núverandi
framleiðslu þessara landa, er
nemur 160 milljörðum dollara ár-
lega.
• Slík framleiðsluaukning mundi
þýða lægra vöruverð og hærri
laun fyrir íbúa Evrópu, sagði
Foster. Jafnframt mundi hún
stórlega bæta lífsskilyrði al-
mennings og um leið tryggja
Vestur-Evrópu þann hernaðar-
lega styrk, sem nauðsynlegur er
til þess að bægja frá möguleri
árás.
Foster bætti því við, að starf
efnahagssamvinnustofnunarinnar
í Evrópu, er miðar að því, að
koma á fót einum heildarmarkaði
fyrir alla Evrópu með frjálsri
verzlun landa á milli, þyrfti að
eflast enn frekar, til þess að gera
þessa íramleiðsluaukningu að
veruleika. Á sama tíma þyrfti að
vinna að auknum afkastamögu-
leikum iðnaðarins í Evrópu —
það er að segja vinna að því að
bæta framleiðsluhæfni iðnaðarins
sem miði að lægra vöruverði og
sem jafnfj'Eúnt mundi auka sölu
og neyzlu framleiðslunnar.
Ekkert er nú meira rætt í
heimsblöðunum en atburðirnir í
Kóreu, eftir að ljóst er orðið að
kínverskir kommúnistar hafa
lengi undirbúið að ráðast gegn
herjum Sameinuðu þjóðanna og
sendu hundruð þúsunda vel
vopnaðra og þjálfaðra hermanna
inn í landið er endalok styrjald-
arinnar við Norður-Kóreumenn
voru á næsta leiti.
Blöð á Vesturlöndum eru yfir-
leitt sammála um að ástandið sé
hið ískyggilegasta og ekki fyrir-
sjáanlegt, hvernig komizt verður
hjá stórfelldum átökum í Asíu,
enda þótt hvatt sé til þess að all-
ar leiðir til friðsamlegðrar lausn-
ar verði reyndar. Allgott sýnis-
horn af því, hvernig þessi mál
eru nú rædd í blöðum Vestur-
Evrópu er að finna í dönskum
blöðum frá 29. nóvember og
verða þau ummæli lítillega rakin
hér á eftir: '
Álit „Politiken“.
Hið frjálslynda danska blað
Politiken segir m. a. svo í rit-
stjórnargrein 29. nóv.: „Á hæla
fréttanna um ósigrana í Norður-
Kóreu kemur svo tilkynningin
um að Bandaríkin hafi ákveðið
að ákæra Kína fyrir vopnaða
árás í Kóreu, enda þótt þetta
verði ekki gert í tillöguformi.
Það verður sífellt erfiðara að leita
samninga við Kína um friðsam-
lega lausn deilumálanna varð-
andi Norður-Kóreu. Þegar Sam-
einuðu þjóðirnar — og þá fyrst
og fremst vegna mótspyrnu
Bandaríkjanna — hafa látið und-
ir höfuð leggjast að koma til móts
við kröfu Mao Tsetungs um upp-
töku í bandalagið, hefur stofn-
unin jafnframt minnkað mögu-
leikana til þess að hafa áhrif á
stefnu hins nýja kínverska lýð-
ríkis. Og ef her og vopn í æ stærri
stíl eiga nú að sendast til Kóreu,
hefur kommúnistum heppnast að
bregða fæti fyrir Atlantshafssátt-
málann og vinna á áhrifaríkan
hátt gegn endurvopnun Evrópu.
Var það þetta takmark, sem þeir
stefndu alltaf að? Hefur amerísk
utanríkispólitík fallið í vel út-
búna og þrauthugsaða gildru, unz
hún stendur nú frammi fyrir ó-
umflýjanlegum hætturn og erf-
iðleikum gagnvart Kína? Er það
rétt, sem ýmsir aðilar í Bretlandi
hafa látið í Ijósi, að tilgangur
Sovétsljórnarinnar hafi alla tíð
verið sá, að gera það eins erfitt
og unnt var fyrir Sameinuðu
þjóðirnar að veita Kína inngöngu
í bandalagið einmitt til þess að
Bandaríkin fengju að eyða
mannafla sínum og hergögnum í
Norður-Kóreu, en annars hefði
þessi herafli farið til þess að gera
að veruleika stefnumið Atlants-
hafssáttmólans? . . . .“
Ummæli Nationaltidende.
íhaldsblaðið Nationaltidende
lítur dálítið öðruvísi á málið. Þar
segir svö í ritstjórnargrein 29.
nóv.: „. .. . Ýmsir aðilar virðast
hafa tilhneigingu til þess að koma
ábyrgðinni af hinni stórhættu-
legu þróun (í Kóreu) á herðar
MacArthurs hershöfðingja, en
viðburðirnir sjálfir virðast ekki
gefa neitt tilefni til þess að slíkt
sér gert. Hið ófyrirséða undan-
hald kommúnistaherjanna fyrir
tveimur vikum hafði þann til-
gang einn að skapa hentug tæki-
færi til þess að hefja hina stóru
kínversku sókn. Ef SÞ-herirnir
hefðu ekki hafið sókn sína fyrir
fjórum dögum, benda líkurnar til
að árás Kínverja hefði orðið enn
hættulegri og jafnvel boðað al-
geran ósigur SÞ-herjanna. Eins
og nú er komið hafa herir SÞ
möguleika á að hörfa undan til
nýrra varnarstöðva fyrir norðan
Pyongyang (þeir hafa þegar
hörfað lengra suður, ath. þýð.).
Hið nýja Kóreustríð hefur
skapáð nýtt og alvarlegt ástand í
heimsmálunum MacArthur
hershöfðingi hefur sjálfsagt rétt
fyrir sér, er hann segir, að hin
nýju stórpólitísku viðhorf liggi
utan verkahrings yfirmanns
herja Sameinuðu þjóðanna og
lausnina verði að finna innan
bandalagsins sjálfs eða á fundi
utanríkisráðherranna. Að vísu
eru bardagarnir enn bundnir
innan landamerkja Kóreu, en
hinn rauði byssustingur, sem hef-
ur verið rekinn í gegnum víglínu
Sameinuðu þjóðanna, stefnir nú
á háls hins frjálsa heims, og'
höndin, sem stýrir honum, er
styrk og veit hvað hún vill, undir
hvolfþökunum í Kreml. Óvissan í
dag er um það, hvort Bandarík-
in og önnur frjáls lönd geta
fundið hina réttu leið til þess að
stöðva byssustinginn á rás sinni,
þótt dýrt verði, eða hvort þær
halda áfram að metast um ein-
stök atriði, sem enga þýðingu
hafa, meðan hinar frjálsu þjóð-
ir, ein og ein, hverfa undir járn-
hæl kúgaranna í austri... . “
Skemmtiklúbbiirlnn
„ALLIR EITT“
Dansleikur verður haldinn
að Hótel Norðurland laug-
ardaginn 9. þ. in., kl. 9 e. li.
Borð ekki tekin frá.
Stjórnin.
í óskilum
i Ö ngiiIsstaðahreppi:
Rauður hestur, fullorðinn,
freniur smár. Mark: Biti
framan hægra, sjtyft vinstra.
Oddviti ÖnguIssaöahrepps.