Dagur - 06.12.1950, Blaðsíða 12

Dagur - 06.12.1950, Blaðsíða 12
12 Bagur Miðvikudaginn 6. desember 1950 Ný framlög til Islands frá Marshallsfofnuninni að upphæð 1 millj. og 600 þús. dollarar Innkaupaheimildir vegna Laxárvirkjunar nema 447.000 dollurum Alvinnumálanefnd bæjarins bendir í að nauðsyniegt sé að koma upp hraðfrysfihúsi Telur rétt að halda áfram vinnu við dráttar- brautirnar Efnahagssamvinnustofnunin hefur nýlega tilkynnt að fslandi hafi verið veitt frekari framlög til efnahagsaðstoðar, er nema $ 1.600.000. Þar með nema fram- lög þau, er ísland hefur fengið til vörukaupa í dollurum frá 1. júlí sl. og til októberloka samtals $ 2.500.000. Efnahagssamvinnu- stofnunin liefur jafnframt til- kynnt íslenzku ríkisstjórninni, að upphæð þessi verði öll veitt sem framlag án endurgjalds. Heildarupphæð sú, er ísland hefur fengið í framlögum til efnahagsaðstoðar síðan Marshall- áætlunin tók til starfa 1948 nem- ur þá samtals $ 17.800.000, sem samanstendur af $ 4.300.000 í lán- um, $ 3.500.000 í skilorðsbundn- um framlögum (gegn útflutningi á ísuðum fiski til Þýzkalands) og $ 10.000.000 í óendurkræfum framlogum. Auk þess hefur ís- land fengið $ 4.000.000 í óbeinni aðstoð í gegnum greiðslubanda- lag Evrópu, svo sem áður hefur verið tilkynnt. Þessi aðstoð er veitt til þess að aðstoða ísland við að jafna væntanlegan greiðslu- halla landsins við önnur þátt- tökuríki í Marshallaðstoðinni á fjárhagsári því er hófst 1. júlí 1950. Innkaupaheimildir. Af fjárveitingum þeim, er ís- landi hafa verið veittar fram að þessu, og nema $ 17.800.000, og sem íslenzka ríkisstjórnin notar sem grundvöll fyrir beiðnum um ákveðnar innkaupaheimildir frá efnahagssamvinnustofnuninni til kaupa á einstökum vörutegund- um og ýmiss konar þjónustu, var í lok októbermánaðar sl. búið að gefa út innkaupaheimildir fyrir samtals $ 16.216.000. Innkaupaheimildir fyrir sept- ember og október sl. voru sem hér segir: 1. Fóðurbætir $ 200.000. — 2. Jurtaolíur til smjörlíkisgerðar $ 110.000. — 3. Varahlutir fyrir tiaktora og landbúnaðarvélar $ 22.000. — 4. Tæki og vélar til Sogsvirkjúnarinnar $ 253.000. — 5. Tæki og vélar til Laxárvirkj- unarinnar $ 115.000, eða samtals $ 700.000 fyrir september og októbermánuð sl. Eins og áður hefur verið til- kynnt nemur áætlaður kostnað- ur í dollurum við þessar tvær virkjanir sámtals $ 5.065.000, þ. e. $ 3.955.000 fyrir Sogsvirkjunina og $ 1.110.000 fyrir Laxárvirkj- unina. Af heildarupphæð þessari hefur efnahagssamvinnustofnun- in þegar gefið út innkaupaheim- ildir er nema $ 1.921.000 fyrir Sogsvirkjunina og $ 447.000 fyrir Laxárvirkjunina. Innkaupaheim- ildir þessar eins og þær eru í dag sundurliðast þannig: Sogsvirkjunin. — Rafalar og hreyflar $ 310.000. Rafmagnstæki $ 1.133.000. Stálturnar fyrir raf- magnsleiðsluna til Reykjavíkur $ 253.000. Vinnuvélar $ 214.000. Tæknileg þjónusta $ 11.000. Laxárvirkjunin. — Túrbínur $ 65.000. Rafalar $ 93.000. Raf- magnstæki $ 148.000. Stálbitar, einangrar og koparvír í raf- magnsleiðslur frá Laxárverinu $ 115.000. Vinnuvélar $ 25.000. Tæknileg þjónusta $ 10.000. Heildarfjárveitingar til efnahags- aðstoðar við Evrópuríkin. Það var jafnframt tilkynnt af efnahagssamvinnustofnuninni í Washington að heildarfjárveiting til 17 Vestur-Evrópulanda, sem þátt taka í endurreisnar starfi Marshalláætlunarinnar Refðu í lok október numið meir en tíu milljörðum dollara. Innkafljjaheimildir, sem veitt- ar vor util þessara landa í októ- ber námu $ 490.500.000 og komst þá heildar fjárveitingin upp í $ 10.287.300.000 frá og með 31. okt. sl. 52% af þessari upphæð hefur verið veitt til kaupa á iðn- aðarvörum ýmiss konar og 49% til kaupa á matvörum og land- búnaðarvörum. Eftirtöldum löndum voru veitt- ar innkaupaheimildir í október: Austurríki, Belgíu og Lúxem- burg, Danmörku, Frakklandi og frönskum nýlendum, Þýzkalandi, Grikklandi, íslandi, írlandi, ítal- íu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Trieste, Tyrklandi og Englandi. Lágo íil i á Vaðla- heiði Áður t'ii ofviðrið brast á á fimmuulaginn, hiifðu tveir ungir menn úr Fnjóskadal lagt á Vaðla- heiði, ;j leið heim til sítt í Fnjóska- dal. Voru það Sigtryggur Gunnars- son frá Reykjum og Bajdur Jóns- son í Fjósatungu. Ætluðu þeir að' fara Bíldsárskárð. Er upp á heiðina kom, brast veðrið á. og koniust þeir ekki áfram. Grófu þeif sig í fönn, en héldu til baka að Fífilgerði nteð morgninum. Ekki varð Jreim mcint af þessu völki. Það bætit mjög úr skák að frost var lítið. Rekuetasíldin 125 þús. tunnur. Heildarsöltun reknetasíldar sunnanlands var sl. laugardags- kvöld 125 þús. tunnur. Er það um það bil það magn, sem búið var að selja úr landi. Er nú leitað meiri markaða fyrir síldina, því að veiði helzt enn aligóð. Floginn vestur um haf Attlee forsætisráðherra Breta flaug vestur um haf á sunnu- dagskvöld til viðræðna við Tru- man BandSríkjaforseta um hin alvarlegu heimsvandamál sem skapazt hafa með ofbeldisárás kínverskra kommúnista í Kóreu. Viðræðufundur þeirra átti að hefjast í Washington í dag. Aðfaranótt föstudagsins síðastl. gerði hér um slóðir eitt hið mesta norðan stórviðri, sem lengi hefur komið liér um slóðir. Veðrið gekk yfir mikinn hluta lands, skall fyrst á Vesturland og Vestfirði, en færðist síðan austur eftir landinu. Var komið fárviðri á Vestfjörð- urn síðdegis á fimmtudag, og liér skali veðrið yfir undir kvöldið. Mikið tjón varð af völdum veð- ursins víðs vegar um landið. Þök fukii af húsum, hey og annað laús- legt, bátar sukku á legum eða slitn- uðu upp, m. a. tveir bátar úr Vopna firði. Hér í bænum varð ekki tjón svo teljandi sé af ofviðrinu, enda varð aldrei cins hvasst liér og víða ann- ars staðar. Tilfinnanlegast fyrir bæjarbúa hér eru hinar stórfelldu símabilanir, sent urðu í veðrinu með þeim afleiðingum, að síðan hefur vcrið símasambandslaust nteð öllu til Reykjavíkur. Var svo enn í gær, og óvíst, hvenær lagast mundi. Brotnuðu símastaurar í tugatali í Langadal og í Gönguskörðum. Enn fremur urðu bilanir á Austur- landslínunni, og er ekki samband nema til Grímsstaða. Jarðsími mundi hafa fyrirbyggt þessar skemmdir. A leiðinni lrá Borðeyri til Rvík- ur er síntinn i jarðstreng og rask- aðist hann ekkert. Svo er og um símann hér yfir Vaðlaheiði. Hefði hann vafalaust slitnað, el' hann hefði verið í loftlínu. Sýnir þetta glöggt nauðsyn jiess að ljúka hið fyrsta lagningu jarðstrengs alla leið liingað og tryggja þann g síniasam- Atvinnumálanefud bæjarins, sem kosin var af bæjarstjárn fyrir nokkru til þess að gera til- lögur um atvinmiframkvæmdir í bænum í vetur, skilaði áliti sínu til bæjarstjórnar 30. f. m. og var það til umræðu á bæjarstjórnar- fundi í gær. Tillögur nefndarinnar eru í 10 liðum og fara þær hér á eftir: Haldið verði áfram lagningu grjótgarðsins norðan dráttar- brautarinnar. Rammaður verði niður kantur fyrir skip til að liggja við sunnan á grjótgarðinum, úr timbri því, er höfnin á liggjandi á staðnum. Haldið verði áfram uppgreftri bandið, hvernig sem viðrar. Jarð- strengur er að vísu dýr, en sam- bandsleysi dögum saman og við- gerðir tuga eða hundraða sxma- staura kostar líka mikið fé. Ættu atburðir þessir að verða ábending til stjórnarvaldanna um nauðsyn þess að ljúka hið fyrsta jarðsíma- lögn Jxeirri, er liafin var fyrir nokkr- um árum, en aldrei lokið við. Nýtt smásagnasafn eftir Hagalín komið út Bókaforiag Pálrna H. Jónsson- ar sendir frá sér nú Jxessa dagana nýtt smásagnasafn eftir Guð- mund G. Hagalín. Heitir bókin „Við Maríumenn“, og eru það 12 sögur, er allar gerast um> borð í fiskiskútunni Maríu undan Vestfjörðum. Las Hagalín eina af Jxes.sum sögum í útvarp íyrir nokkru. Þetta er 352 bls. bók, prentuð í Prentverki Odds Björns- sonar h.f. Þá hefur sarna útgáfa sent á markaðinn skáldsöguna Lars Hárd eltir sænska skáldið Jan Fri- degárd, í þýðingu Skúla II. Magnús- sonar. Höfundurinn er einn af yngri skáldsagnahöfundum Svía. Loks hefur Pálmi II. Jónsson gefið út söguna „Gvendur Jóns stendur í stórræðuin“, prakkarasiigur úr Vesturbænum í Reykjavík, eftir Hendrik Ottósson fréttamanli. Það er unglingasaga, framhald sögu um sömu söguhetju, er út kom í fyrra og varð mjög vinsæl. sunnan litlu dráttarbrautarinnar, svo að nægilegt rúm fáist til aS snúa þar við skipum. Lokið verði við nauðsynlegar aðgerðir, svo að dráttarbrautin geti talizt í notliæfu ásigkomu- lagi, svo sem gengið verði frá festingum fyrir skip o. fl. Athugun fari fram ó því, hvort ekki sé mögulegt að lagfæra innri hafnarbryggjuna, án þess að lagt sé í stór fjárútlát. Bæjarstjórnin gangist fyrir, að tunnuverksmiðjan verði starf- rækt eins mikið og frekast er unnt og ekki minna en þáð, að unnið verði í henni helmingur þess tunnuefnis, er flutt verður til landsins. Unnið verði að gatnagerð eftir því sem unnt er og fjárhagur bæjarins leyfir. Unnið vei'ði það mikið að grjót- námi yfir veturinn að nægilegt verði til notkunar í bænum til næsta hausts. Nauðsynlegt er að komið verði upp hraðfrystihúsi í bænum og leggur nefndin til, að bæjar- stjórnin skori á bæjarbúa að koma því í framkvæmd og taki til nákvæmrar athugunar, hvaða aðilar séu líklegastir til að hrinda því í framkvæmd. Bæjarstjórnin láti framkvæma að vetrarlagi yfirleitt allt, sem unnt er að framkvæma af þeim verkum, sem bærinn hefur með höndum, en forðist ónauðsynlega samkeppni við einstaklinga og fyi'irtæki um vinnuaflið að sum- arlagi. Þessu áliti nefndarinnar fylgja tvö sérálit, frá Birni Jónssyni og Jóhannesi Jósefssyni, og frá Tómasi Björnssyni. Björn og Jó- hannes leggja m. a. til að íeknar vei’ði allt að 500 þús. kr. á fjár- hagsáætlun næsta árs til at- vinnubóta, en Tómas Björnsson leggur áherzlu á að þau verk, sem unnt er að framkvæma að vetr- arlagi, séu þá unnin og sé þess gætt að bærinn keppi ekki við einstaklinga um vinnuaflið að sumarlagi, þá leggur hann til að rekstur bæjarins verði gerður einfaldari og ódýrari, vill að bæj- arstjórn beiti sér fyrir afnámi hafta og skömmtunar o. s. frv., og loks leggur hann það til að bæj- arstjórn samjxykki áskorun til Alþingis að endui'sokða sam- vinulöggjöfina tafarlaust „með það fyrir augum, að fella úr gildi þau sérréttindi, sem samvinnufé- lög hafa nú í útsvars- og skatt- greiðslum. . ..“ eins og nefnd- armaðurinn orðar það! Sfórkosílegar simabilanir í of- viðriny s. I. fimmfudagskvöld Eitt mesta óveðiir, se mlengi liefnr komið hér

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.