Dagur - 13.12.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 13.12.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 13. desember 1950 DAGUR T marKa Þrjár æfisögtir o Valdimar Erlendsson: Endnminningar frá ís- landi og Danmörku. — Bókaútgáfan Norðri. — Akureyri 1950. Valdimar Erlendsson, læknir í Friðrikshöfn á Norður-Jótlandi, hefur ritað endurminningar sín- ar, allmikið rit, 332 bls. í stóru broti, og Norðri gefur bókina út myrídarlega og myndum skreytta, svo að notalegt er að fara um hana höndum. Svo virðist sem æ fleiri lesandi menn komi nú auga á þá staðreynd, að góðar æfisögur séu eftirsóknarverðar bók- menntir, sem stórum líklegri séu tii langlífis en miðlungs skáldrit, enda geta þær auðveldlega sam- einað þá tvo meginkosti góðrar bókar að vera skemmtilegar og fróðlegar. Greindir menn, sem komnir eru á efri ár, hafa allir frá einhverju fróðlegu og minn- isverðu að segja, en sér í lagi kunna þe'ir, sem víða hafa farið og margt reynt, og þá ekki hvað sízt læknar, sem í stórræðum hafa staðið í baráttunni við fór og dauða, — frá ýmsu því að skýra, sem almenningur vill gjarnan leggja éyru við sér til dægradvalar og menntunar, þótt vissulega- Valdi hér mestu, hver á heldur. Og Valdimar læknir kann .yel.gið. halda .á penna, enda skáldmæltur og hneigður til rit- starfa frá upphafi. í bók þessari segir læknirinn fyrst frá æskuárunum heima í Kelduhverfi, undirbúningi undir Latínuskólarin og námsárunum þar. Eru þar margar léttar og skemmtilegar frásagnir og smá- myndir, er bregða Ijósi á skólann og bæinn, sumárleyfin og skóla- ferðirnar. M. á, segir þar frá dvöl Valdimars á Hjalteyri og kynnum hans af mönnum og málefnum hér við Eyjafjörð. — Næst segir hann frá tildrögum þess, að hann valdi læknisfræði sem ríámsgrein, námi hans við Hafnarháskóla, ýmsum srnávið- burðum frá stúdentsárunum ogf löndum á Hafnarslóðum. Þá koma kaflar um kanáídatsárin, bólfestunni í Fríðrikshöfn og starfsárunum þar. Og loks segir frá ferðalögum höfundar, heim til íslands og til útlanda. Valdimar hefur lifað tvær heimsstyrjaldir, síðan hann varð fullþroska mað- ur og kann ýmislegt frá þeim að segja frá nokkuð öðrum sjónar- hóli en við erum vanastir. Frá- sagnir hans af hernámi Þjóðverja í Danmörku og dvöl þeirra þar mun t. d. vekja talsverða athygli, ekki sízt vegna þess, að höfundur la:tur stórum betur af sambúð- inni við þá en við höfðum búizt við og fáum tíðast að heyra. Er raunar ekkert nema gott eitt um það að segja, að við fáum að 'heyra þeim atburðum lýst frá fleiri hliðum en þeirri einu, sem að okkur hefur snúið til þessa. Hins vegar kemur það þarna í Ijós, eins og víðar í bók þessari, að höfundinum er það hugstæð- l miiiniiigabækiir ast, sem næst honum er og að honum sjálfum snýr, svo sem manna eru dæmi, og lýsir því bezt yfirborði hlutanna á tak- mörkuðu svæði, en er naumast gefin skörp heildarsýn út fyrir sinn daglega verkahring og næsta umhverfi í tíma og rúmi. Frá- sögnin er því sums staðar dálítið lcsaraleg og virðist tilviljun ráða því helzt til um of stundum frá hverju er sagt og hvað-látið er liggja milli hluta. En drengilega og einarðlega er hér gengið að verki, og víst er sjónarmið hins venjulega góðborgara ekki síður fróðlegt og frásagnarvert en bollaleggingar spekingsins og heimsborgarans að því leyti a. m. k., að það er stórum almenn- ara. Og víst er þessi minningabók læknisins góðra gjalda verð og víða skemmtilegt og fróðlegt lestrarefni. Friðrik Eggerz: Út fylgsn- um fyrri aldar I. Jón Guð- mundsson sá um útgáfuna. Forlagið Iðunn. Rvík 1950. Þetta er 4. bókin í bókaflokki þeim, sem nefnist í heild Sögn og saga, en i honum birtast úrvalsrit um hvers konar innlendan, sögu- legan fróðlelk, þjóðhætti og ald- arfar. Áður hafa þrjú merkisrit komið út í flokki þessum, Sagna- þættir Þjóðólfs, Strandamanna- saga Gísla Konráðssonar og Þjóðlífsmyndir. E;- þegar sýnt, að Sögn og saga verður harla eigu- legt og ómissandi 'ritsafn hverjum bókamanni, enda vel til þess vandað í hvívetna. Þessi nýjasta bók í flokknum er fyrri hluti mikils æfisagnarits, er séra Frið- rik Eggerz, prestur í Sltarðsþing- um í Dalasýslu, stórbrotinn og skapheitur gáfumaður og kyn- sæll vel, samdi á efri árum sínum, en hann lézt 1894, þá háaldraður crðinn, kominn yfir nírætt, — Hefst bókin á frásögn um Bjarna ríka Péíursson, sýslumann á Skarðsströnd og er síðan getið niðja háns í næstu ættliði. En meginefni þessa bindis er þó æfi- saga séra Eggerts Jónssonar á Ballará, föður höfundar, en 'hann var þriðji maður í karllegg frá Bjarna ríka. Síðara bindi þessa ritvei'iis, sem vænianlega kemur út á næsta ári, er æíisaga séra Friðriks sjálfs. Er hún sögð nokkru minni að vöxtum en fyrra bindið, en þó- all-ítarleg og fjöl- skrúðug að efni. Það eitt.út af fyrir sig eru ær- in meðmæli í mínum augum, að hinn ágæti fræðimaður séra Jón Guðnason þjóðskjalavörður hef- ur fjallað um útgáfu þessa, en hann segir m. a. svo í formála ritsins: „Þeir feogar, séra ■ Eggert og séra Friðrik, áttu ævidvöl í fá- mennri byggð, sem teljast má fremur afskekkt og fjarri megin- héruðum, og þeirra er lítt eða ekki getið um afskipti af al- mennum málum utan síns byggð- arlags. Mætti því ætla, að minn- ing þeirra væri fyrir löngu fallin í gleymsku, eins og flestra stétt- arbræðra þeirra frá þeim tíma. En það hefur eigi orðið. Eins og Skarðsströnd varð sögufræg fyrr á öldum, svo má og telja, að um daga þeirra Ballarárfeðga hafi runnið upp í því byggðarlegi ný söguöld, eigi alls kostar friðsam- leg, þótt bardaga-aðferðir væru með öðru móti en gerðist til forna. Þeir menn, sem hér óttust við, voru miklir fyrir sér og hér- aðsríkir, valdsmenn annars veg- ar, en klerkar hins vegar, hvorir tveggja fráhverfir því að láta hlut sinn, þóít við náskylda og tengda væri að eiga.“ _ Eigi er því að leyna, að séra Fi'iðrik virðist hafa verið dóm- gjarn nokkuð og kappsfullur í garð andstæðinga föður síns, og væri því mikil hætta á, að ómak- lega og hvatvíslega væri á þá hallað í sumum greinum, ef hann væri þar einn til frásagnar. En svo vill til, að þeirra málsstaður og sjónarmið hafa áður verið mjög ofarlega í hugum almenn- ings af ástæðum, sem of langt mál væri að rekja hér nánar, svo að það mun mála sannast, sem séra Jón segir í formála sínum, að það megi teljast „fyllilega réttmætt, að sjónarmið þeirra Ballarárfeðga komi fyrir augu alþjóðar, því að mjög hafi verið á þá hallað,“ enda væri við ríka að eiga og áhrifamenn á hinu leit- inu. Nafnaskrá fylgir og vel virðist til útgáfunnar vandað í hvívetna, enda um stórfróðleða aldaz-fars- og þjóðlífslýsingu að ræða, sem bregður oigi aðeins ljósi á per- sónusögu ýmsra þeirrar tíðar manna, heldur einnig á hugsun- arhátt og lífsviðhorf genginnar kynslóðar. Elinborg Lárusdóttir: f Faðmi sveitanna. Endur- niinningar Sigurjóns Gíslasonar. Norðri. Ak- ureyri 1950. Fjöldi bóka streymir á mark- aðinn á degi hverjum að kalla, svo sem vant er að vera um þetta leyti árs, og margur góður reki berst á mínar fjörur í því skyni, að eg geti hans að nokkru í tæka tíð fyrir jólin. En þar gefur auga leið, að einum manni gefist naumur tími til þess að lesa allar þessar bækur vandlega og það í stopulum tómstundum og á fáum dögum. Það skal og greiðlega játað, að mér hefur enn ekki gefizt tóm til að gera stórum meira en fletta lauslega hinni nýju bók frú Elinborgar, enda er hún alveg nýkomin á markaðinn. En eg vil þó ekki láta undir höfuð leggjast að geta hennar að nokkru nú þegar, ef það mætti verða til þess, að einhver kynni að muna betur eftir henni en ella í öllum jólabókaflaumnum. — Það er alkunna, að frú Elinborg Lárusdóttir er einn mikilvirkasti rithöfundur þjóðarinnar og að góðu kunn. Að mínum dómi hef- ur hún þó livergi náð sér betur niðri en einmitt í slíkum bókum sem þessari — minningabókum, er hún hefur skrásett og stílfaért eftir frásögnum annarra manna. Bók hennar, „Frá liðnum árum“, er t. d. í fremstu röð sinnar teg- undar og eitthvað svipað mætti segja um „miðla“-bækur hennar og fleiri slíkar. En alls hefur frú- in nú sent frá sér 16 bækur, smærri og stærri, á fáum árum. „í faðmi sveitanna“ er skrásett eftir niunnlegri frásögn gamáls manns, Sigurjóns Gíslasonar, sem nú er nýlátinn. Hann var af fá- tækum foreldrum, og mun sú staðreynd hafa valdið því, að hann var eigi til mennta settur, þótt hugur lians hneigðist alla æfi.mjög til bóka og lærdóms. — Mun hann hafa verið prýðilega gáfaður,; minnugur, skemmtinn og orðfær í bezta lagi. Á upp- vaxtarárum sínum var hann dag- legur heimagangur í Hraungevði, og voru prestsynirnir þar, ólafur og Geir Sæmundssynir,. æsku- leikbræður hans. Síðar stundaði hann búskap, sjómennsku og yf- irleitt alla almenna vinnu í sveit og við sjó, kynntist mörgum og hafði opin augu og eyru fyrir öllu því, sem gerðist í kringum hann, og þá ekki hvað sízt fyrir því, sem kímilegt var og smáskritið. Lét honum vel að segja frá slík- um sögum, og eins segir hann í bók sinni vel frá flökkurum og umrenningum og öðru því fólki, sem ekki bindur sína bagga ávallt sömu hnútum og aðrir samferða- menn. — Frú Elinborg lýkur eftirmálsorðum sínum í bókinni á þessa leið: „Eg vona, að þessi bók verði minnisvarði um manninn, sem var þeim hæfileikum búinn, að hann hefði getað orðið svo að segja hvað, sem var, erí varð bóndi, vegna fátæktar, ogundisvo vel hag sínum í faðmi sveitanna, að starf hans er eftirbreytnis- vert.“ — Eg hlakka til að lesa þessa látlausu og fjörlega rituðu bók betur en ennþá er orðlð, þeg- ar tóm gefst til. J. Fr. Uf æiíiitýraliemii öræfaima Hrakningar og heiðaveg- ir. II. bindi. Páhni Hann- esson og Jón Eyþórsson völdu efnið. Bókaúfgáf- an Norðri. Ak. 1950. Og þá er það komið, framhald bókarinnar, sem einna eftirsótt- ust reyndist á jólamarkaðinum í fyrra, og er sízt að efa það, að nýja bindinu verður ekki síður fagnað en hinu fyrra, því að bókin olli þá engum vonbrigðum, þótt menn hefðu gert sér góðar vonir um skemmtun þá og fróð- leik, sem af henni mætti hafa. Og við lauslega yfirsýn virðist mér óhætt að fullyrða, að síðari bókin standi fyrra bindinu hvergi að baki. í formálsorðum sínum komast útgefendur svo að orði, að í bók þessari segi frá fjallvegum og ferðalögum um hrjóstur og há- lendi íslands. „Er leitazt við ann- ars vegar að draga fram dæmi um hugmyndir manna um heiða- lönd og öræfi á liðnum tímum og hins vegar að halda til haga minningum þeirra, sem lent liafa í svaðilförum á villugjörnum héiðavegum og barizt þar fyrir lífi sínu, oft einmana og áttavillt- ir. Hafa sumir borið þar beinin, aðrir bjargazt fyrir harðfylgi sitt og seiglu, Meðal annars er i þessu bindi frásögn um einhverja verstu hrakningsför, sem nokkur ferða- maður hefur lent í hér á landi að sumarlagi, en það er ferðasaga þeirra J. Schythe og séra Sigurð- ar Gunnarssonar á Vatnajökuls- vegi sumarið 1840. Þá er hér prentuð ferðabók Magnúsar Grímssonar, þar sem segir frá ferðum hinna merku vísinda- manna, Brunsens og v. Walter- hausens, hér á landi sumarið 1846. ... Þá er í bókarlok fram- liald hinnar merku ritgerðar Ein- ars S. Sæmundsen.s. urn sögu fjallvega hér á íándi.“ — Ymsir aðrir þættir, læsilegir og merki- legir, eru þarna einnig, en ekki gefst hér tóm til að sinni að rekja efni þeirra nánar eða geta höf- unda. En meðmæli hljóta þáð að teljast, að útgefendurríir Sjálfir, þeir félagar Pálmi í-ektor og Jón veðurfræðingur, sem báðir eru löngu þjóðkunnir orðnir, m. a. fyrir ritsnilld sína og frásagnar- gáfur, hafa skrásett sinn þáttinn hvor, og fleiri þjóðkunnir rithöf- undar hafa lagt hér hönd á plóg- inn. Von mun á fleiri bindum af þessu þjóðlega og nýstárlega rit- safni, sem fjallar um þau efni, sem fremur lítill gaumur hefur verið gefinn fram að þessu í bók- menritunum, en hefur þó frá upp- hafi verið snar þáttur í lífi lands- manna, og því sízt nokkur furða, að það virðist almenningi sérlega hugstætt. Og hógværlega er að orði komizt, þegar útgefendurnir segja það ósk sína og von, ,,að þessi bók verði hvorki talin ómerk að fróðleik né óhentug til dægradvalar.“ Sú ósk og von mun vissulega rætast og ekki láta sér til skamm- ar verða, því að víst er ritsafn þetta bæði fróðlegt og skemmti- legt. , J. Fr. Jónsi karlinn í Koti og teipurnar tvær, eftir Guðmund L. Friðfinns- son. Bókaútgáfan B. S., Akureyri, gaf út. Það er löngu kunn staðfeynd, að íslenzk alþýða býr yfir mjög ríkri bókmenntahneigð, sem virð ist ódrepandi. Þessi hneígð er svo sterkur þáttur í menningar- lífi þjóðarinnar, að það kemur í raun og veru engum á óvart, þótt út komi bækur eftir roskna og ráðna menn, sem ■ allan aldur sinn hafa unnið hörðum höndum við að rækta jörðina, og aldrei hafa verið bendlaðir við þappír (Framhald á 10. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.