Dagur - 13.12.1950, Blaðsíða 10

Dagur - 13.12.1950, Blaðsíða 10
10 D A G U R Miðvikudaginn 13. desember 1950 FRA BOKAMÁRKÁÐiNUM (Framh. af 7. síðu). og prentsvertu. Höfundur ofan- nefndrar bókar er einn af þeim. Hann er myndarbóndi úr Skaga- fjarðardölum, sem hefur hingað til ort sín ljóð og sínar sögur í mold feðra sinna, en nú kemur það einnig í ljós, að hann kann vel að halda á penna og hefur ágætt vald á íslenzku ritmáli. Þetta er barnabók, létt og fjör- lega skrifuð. Atburðarásin er eðlileg, hvergi bláþræðir, og ekki heldur nein íburðarmikil og æs- andi atburðakeðja. Hér er sagt frá lífi íslenzkra sveitabarna, eins og það var á fyrstu tugum þess- arar aldar. Jónsi í Vallakoti, Þura á Völlum og Stella kaupmanns- dóttir eru aðal söguhetjurnar, og þó að sagan gerist að mestu frammi í afdal, er hún þó við- burðarík. Daladrengurinn segir þar óbeinlínis frá sinni eigin reynslu í faðmi náttúrunnar, við störf og leiki. Það er lífið sjálft, sem rennur þarna áfram, einfalt og mai'gbrötið í senn. Og sa_gan er svo eðlileg mynd af íslenzku sveitalífi, að það er beinlínis ástæða til að mæla sérstaklega með bókinni til lestrar fyrir kaupstaðabörnin. Jónsi í Koti og telpurnar tvær lenda að vísu í ýmsum ævintýr- um, sem öll börn munu hafa gaman af að lesa, og því býst eg við, að hún verði vinsæl, en eg tel hitt engu síður mikils um vert, að hún er falleg og sönn mynd úr íslenzku þjóðlífi, eins og það var meðan þjóðin átti sínar sterkustu rætur í sveitum landsins. Bókin er prýdd nokkrum myndum. Hannes J. Magnússon. Tvær nýjar Draupnis-sögur „Gul skáldsaga64 Alloft áður hef eg getið „Draupnissagnanna“ í bókafrétt- um mínum hér í blaðinu og mun þess því naumast þörf, að eg segi það nú, að svo nefnist flokkur valinna, erlendra skáldsagna, sem Draupnisútgáfan í Reykja- vík he'fur gefið út í íslenzkum þýðingum nokkur undanfarin ár, og hafa þær allar notið mikilla vinsælda og sumar jafnvel reynzt metsölubækur að kalla, enda er því ekki að leyna, að í bókaflokki þessum hafa birzt nokkrar sögur, sem hafa verulegt bókmennta- gildi á sínu sviði, og allar hafa þær verið læsilegar í bezta lagi, þótt nokkurt léttmeti hafi flotið þar með, enda naumast um það að sakast, því að skáldsagnales- endur hér á landi munu varla, fremur en annars staðar, sækjast eftir kjarnfóðrinu einu saman. — Tvær skáldsögur hafa bætzt við bókaflokk þennan nú fyrir þessi jól, báðar eftir víðkunna höfunda, lækna, sem lagt hafa læknisstörf- in á hilluna til þess aðskrifaskáld sögur, er einkum fjalla um æfi og afrek stéttarbræðra þeirra, og hafa bækur þeirra um það efni, „iæknasögurnar" svonefndu, hvarvetna reynzt sérlega vinsælt og eftirsótt lestrarefni, enda hafa aðrir höfundar reynt að feta í fótspor þeirra á þessu sviði, en naumast komizt í jafnkvisti vi'ð þá, né heldur lilotið vinsældir og aðdáun á borð við þessa fyrir- rennara sína. 19. Draupnissagan nefnist „Þeg- ar hamingjan vill“ og er eftir Slaughter þann, sem ísl. skáld- sagnavinir kannast mæta vel við sem höfund bókanna „Líf í lækn- ishendi", „Ðagur við ský“ og „Ást, en ekki hel“, sem allar hafa áður komið út sem „Draupnis- sögur“. Efnið í sögum Slaughters er víða með ærið miklum reyf- arabrag, og á það ekki hvað sízt við um þessa síðustu bók hans, þar sem atburðarásin er sums staðar með fullum ólíkindum, en alls staðar hröð og æsileg. Ekki mu.nu þessi einkenni spilla vin- sældum söéunnar, enda er hún ágætur skemmtilestur, þótt bók- menntagildi hennar sé ekki mikið og Slaughter verði naumast til merkishöfunda talinn. Hins vegar hefur hann ágætan penna, segir vel og fjörlega frá og með bók- menntasniði. Andrés Kristjáns- son þýddi sögu þessa lipurlega og hressilega. 20. Draupnissagan — og síðasta enn sem komið er — nefnist „Grýtt er gæfuleiðin“ og er hún eftir A. J. Cronin, en sá höfund- ur er frægur af fyrri sögum sín- um, svo sem „Borgarvirki“, sem M. F. A. gaf út í íslenzkri þýð- ingu fyrir allmörgum árum og hlaut mikla hylli almennings, „Dóttir jarðar" og „Þegar ungur eg var“, sem áður hafa komið út í Draupnissagna-flokknum. Nýja sagan er með nokkrum hætti framhald þeirrar síðastnefndu. Hittum vér þar aðalpersónu hennar, Robert Shannon, aftur, en nú hefur hann lokið læknis- námi, og hugur hans stendur all- ur til vísindalegra rannsókna og afreka á því sviði. Gengur þar á sigfum og ósigrum á víxl, eins og títt er í vályndri veröld, og sömuleiðis er gæfuleið hans til ástarsælunnar ekki ávallt jafn slétt, heldur grýtt nokkuð og við- sjál á stundum. Rekur þar hver viðburðurinn annan, svo að sag- an er harla spennandi, og allt er gott, þegar endirinn allra beztur verður! — Cronin ristir talsvert dýpra en Slaughter, en er hönum annars skyldur og líkur að ýmsu leyti, þótt ekki sé jafn mikill reyfarabragur á efni skáldsagna hans sem á bókum þess síðar- nefnda. Jón Helgason hefur þýtt þessa sögu ágætlega, svo sem hans er vandi. Þá er það nýjasta „gula skáld- sagan“ „Eg er ástfangin“ eftir Maisie Grieg. í þessum bóka- flokki hefur Draupnisútgáfan gefið út 11 sögur áður, léttar skemmtisögur eftir lipra og vin- sæla höfunda, sem ekki gera kröfur til stórskáldanafns né bókmenntaverðlauna, en skipa þó með prýði sæti sín í bóka- heiminum og hafa gert mörgum manninum og unglingnum glatt í geði og stytt þeim stundimar með saklausri og góðri skemmt- un, án þess að spilla bókmennat- smekk þeirra eða tefla siðferði þeirra og hugarfriði í hættu. Er nýja sagan mjög á sömu lund sem hinar fyrri að þessu leyti. J. Fr. „Hörður og Helga“. Eft- ir Ragnheiði Jónsdóttur. Komin er á jólamarkaðinn lít- il barnasaga, Hörður og Helga, eftir Ragnheiði Jónsdóttur, skáldkonu. Frú Ragnheiður hóf skáldskaparferil sinn með því að skrifa sögur fyrir fullorðna, en hefur nú um skeið skrifað barna- sögur, (Dórubækurnar), og nú síðast áðurnefnda sögu. Eg tel hiklaust mikinn gróða að barna- bókum Ragnheiðar, bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrir börn eru þær hollur lestur og jafnframt skemmtilegur, en fullorðnum, sem börn umgangast, ættu þær að verða lærdómsríkar og at- hyglisverðar. Frú Ragnheiður var um allmörg ár kennari við barnaskóla í Reykjavík og síðar um nokkurra ára skeið starfandi í barnaverndarnefnd Hafnar- fjarðar. Við hvort tveggja þessi störf mun Hún hafa kynnzt svo mörgum tegundum heimila og alls konar aðbúnaði barna, að liún hefur komizt að þeirri nið- urstöðu, að ábyrgðin á tilveru vandræðabarnanna svonefndu hvíldi fyrst og fremst á hinum fullorðnu. Hún trúir því fullt og fast, að í brjósti hvers barns og unglings, hversu spillt sem þau sýnast vera, séu til viðkvæmir og góðir strengir, sem kærleikurinn einn geti leikið á; hvernig fer um framtíð þessara vesalinga, fer allt eftir því, hvort þau lenda undir umsjón einhvers þess hljómlist- arstjóra, sem kann að ná réttum tónum úr þessum strengjum. Þessi nýja bók Ragnheiðar seg- ir frá einum slíkum dreng, sem er þó svo heppinn að lenda á vegi gamals skólastjóra, sem kann sitt hlutverk til hlítar, þ. e. að ná réttúm tökum á hjörtum unglinganna og skilja vandamál þeirra. Jafnframt gerast ýms æv- intýri, sem sagt er frá á svo skemmtilegan hátt, að því fer fjarri að sagan verði væmin sið- ferðisprédikun. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Ryksuga, mjög vönduð, er til sölu. Afgr. vísar á. 3ooo til 4ooo króna lán óskast í 5 mánuði, <>e<>n 7 o o góðri tryggingu og góðum vöxtum. Þeir, sem vildu lána þetta, sendi nafn sitt í lokuðu um- slagi á afgr. Dags (merkt: Góð trygging) fyrir 20. des. næstkomandi. sem fyrsf í Jóla- baksfurinn! Eins og að undanförnu höfum vér á boðstól- um allar fáanlegar vörur til heimabökunar, svo sem: Hveiti í lausri vigt, bezta tegund Hveiti í 10 Ibs. pokum Ger í baukum Eggjaduft Natron Flórsykur Skrautsykuf Kanel, steyttur Hjartarsalt Möndlur, sætar Púðursykur Vanilletöflur Kanel, heill Kartöflumjöl Kardemommur, steyttar Jarðarberjasultu Hindberjasultu. R Ú S í N U R Bílliim fer um bæinn tvisvar ádag HringiS eða sendið í næsta átibú eða beint í Nýlendnvörudeildina. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild og útibú. \ Silf urmuni lil jólagjafa Kertastjakar (1 og 3 arma) Rjómaskeiðar Bjöllur Armbönd Skartgripaskrín Konfektskálar Borðfánastengur Barnaskeiðar Kaffiskeiðar Kökugafflar PönnukÖkugafflar T ertuspaðar Glasabakkar Pappírshnífar Kaupfélag Eyfirðinga . Jdrn og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.