Dagur


Dagur - 13.12.1950, Qupperneq 16

Dagur - 13.12.1950, Qupperneq 16
16 Dagur Miðvikudagimi 13. desember 1950 Tvö merk rif frá hendi Pálma Hannessonar og Jóns Eyþórssonar Norðri hefur gefið út tvö bindi „Hrakninga og heiðarvega* og eitt bindi Sýslu- og sóknarlýsinga fyrri aldar úr handritasafni Bókmennta- félagsins Norðri minnisf aldarfjórðungs- sfarfs með útgáfu ritverks um íslenzka bóndann Hin athyglisverða bók Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi komin í bóka verzlanir Fyrir nokkrum dögum komu út á forlagi Norðra tvö mcrk rit frá hendi þeirra Pálma Hannes- sonar rektors og Jóns Eyþórsson- ar veðurfræðings. Eru það „Hrakningar og heiðavegir“, 2. bindi, og „Sýslu- og sóknalýs- ingar Hins íslenzka bókmennta- félags 1839—1873.“ Hrakningar og heiðavegir. Norðri hóf útgáfu þessa rit- safns þeirra Pólma og Jóns í fyrra. Varð sú bók svo vinsæl, að hún seldist upp á fáeinum dög- um. í þessu bindi er haldið fram þeim þræði, sem stofnað var til í fyrra bindinu og er haldið áfram að segja frá svaðilförum á heið- um og öræfum uppi og frá fá- förnum fjallvegum og yfirreiðum höfðingja fyrri alda. í þessu bindi er m. a. ferðasaga Pálma Iiannessonar af Brúaröræfum, hrakningsför Schythe og síra Sigurðar Gunnarssonar á Vatna- jökulsvegi. Áttu þeir kalda nótt í krikanum við Kistufell, þar sem Vatnajökulsleiðangur Akureyr- inga náttaði 40 árum síðar. Þá er frásaga um hrakning Stefáns í Möðrudal og~ ritgerð eftir Einar E. Sæmundsen um ferðir yfir Odáðahraun o. fl. Sýslu- og sókualýsingarnar. Fyrsta bindi Sýslu- og sókna- lýsinganna, sem nú er komið út, og þeir hafa séð um útgáfu á Pálmi Hannesson og Jón Eyþórs- son, fjallar um sóknir í Húna- vatnssýslu og er boðað að næsta bindi fjalli um Skagafjarðar- sýslu. Það var Jónas Hallgríms- son skáld, sem átti frumkvæðið að því, að bókmenntafélagið' hóf að safna sóknalýsingum þessum, árið 1838 og skyldu þær verða heimild- til þess að semja ná- kvæmá lýsingu íslands. Var kjö^in. nefnd til að vinna að frarrigangi málsins, og áttu sæti í henni auk Jónasar, Finnur MagriúSSon, Konráð Grslason, Brynjólfur Pétursson og Jón Sigurðsson. Nefndin sendi öllum sýslumönnum og þjónandi prest- um á íslandi 70 spurningar og bað um svör, er veita mundu lýs- ingar á sýslurri og prestaköllum. Varð árangurinn af þessu svo góður, að nefndinni bárust svör og lýsingar á öllum prestaköllum landsins að 7 undanskildum, á árunum 1839—1843. Jónas átti að semja íslandslýsinguna, en við fráfall hans 1845, varð enginn til þess að taka við verkinu, en gögn þessu lágu síðan hálfgleymd í skjalasafni bókmenntafélagsins. Þorvaldur Thoroddsen sótti all- mikinn fróðleik í þær, en aldrei voru þær gefnar út, fyrr en nú er hafizt handa um það. Hér er um merkilegt heimildarrit að ræða og mjög mikinn þjóðlegan fróðleik. Verður þetta rit allt hin merkasta heimild um hagi lands- manna og búskap þeirra á öld- inni sem leið og vafalaust kær- komið les- og athugunarefni allra, sem unna þjóðlegum fróðleik. Rakstrarvélin fauk tvcggja kílómetra leið Hvassviðri hefur að undan- förnu geysað víðar en hér norð- anlands. Hafa aftaka veður t. d. gengið yfir sunnanlands. — Á Berjanesi undir Eyjafjöllum gerðist það nú nýlega, að rakstr- arvél fauk á sjó fram, tveggja kílómetra leið. Rakstrarvélin fauk sláttuvél, sem úti stóð, í leiðinni, og skemmdi hana. Skátamir á Akureyri hafa að undanförnu safnað peningum og fctum, cr Mæðrastyrksnefnd mun úthluta til bágstaddra heiin- ila fyrir jól. Peningasöfnunin nemur nú 10 þúsund krónum, og aldrei hefur safnast eins mikið af fátnaði og í þétta sinn. Nú er þrengra í búi hjá alþýðu manna en verið hefur síð- astliðin ár, og jafnframt fjölgai; þeim heimilum.. sem eru í þörf fyrir aðstoð, áéretaklega um jólin, þegar allir reyna að geia sér dagamun. Franilag í söfnun Mæðrastyrksneftidar er jólagjöf til þeirra, sem búa við kröppustu kjör. Þörf á meiri framlögum. Ef einhverjir hafa enn undir höndum föt eða peninga er þeir v'Oa láta Mæðrastyrksnefnd í té, beir vinsamlega beðnir að Gegndi forsætis- ráðherrastörfum Ilerbert Morrison, annar aðal- leiðtogi brezka Verkamanna- flokksins, gegndi forsætisráð- herrastörfum fyrir Attlee, meðan hinn síðarnefndi sat fundinn með Truman í VVashington. Attlee kom heim í gær og þykir för hans hafa skýrt málin og treyst sam- vinnu Breta og Bandaríkjamanna í aðsteðjandi vanda í Asíumálum. Þak fauk af fjósi á Syðri-Varðgjá í suðvestan rokinu, sem gekk hér yfir síðdegis sl. fimmtudag, fauk mestur hluti þaksins af fjósi á Syðri-Varðgjá hér handan við bæinn. Nágrannar bóndans á Syðri-Varðgjá, Páls Vigfússonar, brugðu skjótt við, er veðrið lægði, og hjálpaðu til að gera við skemmdirnar. Ve.r því verki lok- ið á laugardagskvöldið. gera hjúkrunarkonu Barnaskól- ans aðvart í srina 1682, eða koma gjöfunum til nefndarinnar. Bæjarbúar mættu vera skát- unum sérstaklega þakklátir fyrir það mikla starf er þeir hafa lagt á sig við að skipuleggja og fram- kvæma söfnunina. Hún er þegar orðin þeim og gefendunum til sóma og verður mörgum sam- borgurum til gagns og gleði um þessi jól. Að lokum þakkar blaðið Mæðrastyrksnefnd góðaforgöngu í þessu máli nú og að undan- förnu. Næsta blaði, sem kemur út 20. þ. m., fylgir jóla-lesbók. Auglýs- ingar þurfa að berast afgr. blaðs- ins á mánudag næstk. og í allra síðasta lagi fyrir hádegi á þriðju- dag. Þetta verður síðasta tæki- færið til þess að koma jólaaug- lýsingum í nær því hvert hús í ænum. Bókaútgáfan Norðri átti 25 ára starfrafmæli á þessu hausti og kaus að minnast þeirra tímamóta með útgáfu veglegs ritverks um íslenzka bóndann. Segir útgefandi í formáli fyrir bók Benedikts Gíslasonar, sem nú er komin út: „Norðri hefur ávallt látið sér annt um atvinnu- og menningarsögu íslenzkra bænda. Þótti því vel hæfa, að ljúka aldarfjórðungsstarfi með því að gefa út sögu íslenzka bóndans.“ Þessi nýstárlega bók er nær 300 bls., í allstóru broti, og er mjög til útgáfunnar vandað. Margar fagrar teikningar eftir Halldór Pétursson prýða bókina. Örlagasaga í 20 köflum. Bókin skiptis í 20 kafla, og gefa heiti þeirra nokkra hugmynd um efnið. Kaflarnir heita: ísland, ís- lenzki bóndinn, Landið, Menning íslendinga og Áfram alda veginn. Er þetta fyrsti þáttur bókarinnar. Annar þátturinn er í 6 köflum og heita þeir: Merkjasteinar, Björn á Skarðsá, Jón lærði, Oðalsbónd- inn, Bustarfell, Skarð á Skarðs- strönd. Þriðji þátturinn er í 9 köfl um, er heita: Búbættir, Bóndinn á nítjándu öld, Búfjárræktar- bóndinn, Á menntabraut, Ur ein- okunarviðjum, Stjórnmálabónd- inn, Niður með kúgrjnina, Bók- menntabóndinn, og' loks er eftir- máli höfundar. Eftirmáli höfundar. í eftirmála sínum segir höf- undur m. a. á þessa leið: „Það er hvort tveggja, að hér er allný- stárlegt bókarefni, og að þessi bók ber’ þess allmjög merki. í raun og veru er þetta of víðtækt efni til þess að vera sérstakt bók- arefni. íslenzki bóndinn er ís- lenzka þjóðlífið, saga íslands, og minna má nú gagn gera í bókar- efni. Allar íslenzkar bókmenntir snerta þetta þjóðlíf og bókin um það, sem slíkt, ætti því að vera bók allra bóka um íslenzkt þjóð- líf. Slík bók verður auðvitað aldrei samin, frekar en bókin um lífið, og snerta þó allar bækur lífið. Það varð því viðfangsefnið að afmarka efni þessarar bókar úr þessu mikla efni, sem allar ís- lenzkar bækur eru vaxnar af, hver á sinn hátt. Hér munu allir sjá, að nokkurn vanda var að leysa, og verður því sízt haldið fram, að það hafi tekizt til nokk- urrar hlítar. En það virtist auð- sætt, að íslenzki bóndinn ætti nokkurs konar örlagasögu í gegnum aldirnar, sem hann hefur átt heima í þessu landi, og það var þessi örlagasaga, sem virtist eins og sjálfkjörin til að vera byggingarefnið í þessa bók. En örlagasaga er hin innri saga, jafnt í lífi einstaklingsins sem þjóða, en af heilli þjóð er það nýlundu- legt efni, og gerir þessa bók ein- stakari og sjálfstæðari í gerð en önnur sagnverk..,.“ Vafalaust má telja, að þessi sérstæða bók fræðimannsins, bóndans og skáldsins frá Hofteigi muni vekja mikla athygli lands- manna, ekki aðeins bænda, held- ur og allra þeirra, sem unna þjóð sinni, sögu hennar og menningu. Sjór flæddi inn í hús á Sigíufirði í ofviðrinu á sunnudaginn gekk flóðbylgja á land í Siglufirði og flæddi inn í mörg hús í bænum og urðu þar miklar skemmdir á húsum og munum Þetta er eitt hið versta veður, sem komið hef- ur í Siglufirði í mörg ár. Sjór komst m. a. í hina stóru mjöl- skemmu ríkisverksmiðjanna (Ákavíti), en þar var geymt mik- ið af fiski- og karfamjöli, og munu hafa orðið verulegar skemmdir á því. Ætlar skemma þessi að reynast heldur lítið happasæl geymsla. Krap í laxá - lík- legt að rafmagns- skömmtmi verði haldið áfram í dag 1 gær og í fyrradag hefur verið skortur á rafmagni frá Laxárorkuverinu og erástæðan sú, að krapastíflur víða í upp- ánni torveldi rennsli. Vantar því mikið á að fullur straumur fáist. Rafveitan hefur því grip- ið til þess ráðs að miðla raf- magninu til skiptis til bæjar- hverfanna og í gær mun um það bil hálfur bærinn oftast hafa fengið rafniagn í einu. — Ekki er unnt að segja, hve lengi þetta ástand varir, en hætt við að þessi skömmtun haldi áfranr í "tlag. Unnið er að því að ryðja síiflum þessum úr vegi og cr von til þess að úr rætist bráðlega. Ólíklegt er nú talið að fjárlög verði afgreidd fyrir jól, Fjársöfimn Mæðrastyrksnefndar til hjálpar bágstöddum heimilum, kefui’ gengið vel Peningagjafir nema nú 10 þúsuntl krónum — enn er mikil þörf á fatnaði

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.