Dagur - 13.12.1950, Blaðsíða 9

Dagur - 13.12.1950, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 13. desember 1950 DAGUR 9 lasidi liefur gengið befur en vonir stóðu fil Álmgi fyrir því að þiggja ekki frekari Marshall-hjálp, en láta styrk til end- urvíghúnaðar nægja :élagi Ofto Pieckewifz ” hæftu Eegur áróðursmsður í augum kommúnista Hláturinn er beittasta vopn hans í nóvemeberlok fóru fram við- ræður um efnahagsmál og sam- vinnu á þeim sviðum í milli Breta og Bandaríkjamanna í London. Af hálfu Breta var Hugh Gaitskell, hinn nýi fjár- málaráðhcrra landsins, aðalfull- trúi í þessum viðræðufundi, en af hálfu Bandaríkjamanna Willi- am L. Batt, forstjóri efnahags- samvinnuskrifstofunnar í Bret- landi. Þessar viðræður hófust um að bil er það var að verða augljóst, að efnahagsaðstaða Breta mundi verða mun betri í árslok en hún hafði verið á miðju árinu. Ut- flutningsverðmæti Breta varð meira í október sl. en nokkru sinni fyrr, eða röslega 200.000.000 sterlingspund, og þar af voru dollaratekjur miklu meiri en í nokkrum einum mánuði áður. Verzlunarjöfnuðurinn varð óhag stæður um rösklega 11 Vz millj. sterlingspund, og er það miklu lægri upphæð en í nokkrum ein- um mánuði síðastliðin fjögur ár. Þessi batnandi aðstaða — og hún betri en nokkur efnahagssér- fræðingUr þorði að spá eða vona — hefur nú orðið til þess að veruleg andspyrna er komin fram meðal Repúblikana í Bandaríkj- unum, áð halda áfram Marshall- framlögum í stórum stíl til Breta, og heima 'í Bretlandi er vaxandi áhugi fyrir því ;að þiggja ekki frekari Marshall-aðstoð, en láta framlög Bandaríkjamanna til endui'vígbúnáðar, samkvæmt sér stöku samkomulagi þar um, nægja. Gaitskell vill aðstoð enn um sinn. Talið er að Gaitskell hafi æskt eftir Marshall-aðstoð enn um sinn, enda þótt ekki sé vitað, livaða upphæðir hafa þar verið nefndar. En víst er talið að hann hafi rökstutt, að Bretar þurfi á meira fé að halda en þeim 175 millj. dollara er þegar hafa þegar fengið, en alls munu þeim ætlað- ar 400 millj. doll. á tímabilinu 1. júlí 1950 til 1. júlí 1950. Tölurnar um utanríkisviðskiptiBreta í okt., segja ekki alla söguna, með því að talið er fullvíst, að duldar tekjur þeirra hafi líka aukizt stórkostlega, t. d. frá' vátrygg- ingastarfsemi, skipaútgerð o. s. frv. Bandaríkjamenn þykjast því hafa ærna ástæðu til að ætla, að Bretai' séu nú ekki eins þurfandi og fyrr og séu komnir langleið- ina til þeirrar efnahagslegu end- urreisnar, sem Marshall-aðstoð- in og hinn mikli dugnaður þjóð- arinnar við útflutningsfram- leiðsluna, hafa alltaf stefnt að. Er þó óvíst að Mr. Gaitskell fái alla þá dollara, sem hann girnist. Aðstaða hans er. og erfiðari af þeim -sökum að heima í Bretlandi er vaxandi áhugi fyrir því að Bretar taki á ný að standa á eig- in fótum. Þessi flokkur manna er þess engan veginn fýsandi að spilla samvinnu Breta og Banda- ríkjamanna, heldur telur að sambúðin muni batna er önnur þjóðin sé ekki upp á hina komin að neinu verulegu leyti. Stór- blaðið Times hefur nú hallast á þessa sveif, og birti það rit- stjórnargrein seint í nóvember, og hvatti til þess að athugað væri vandlega, hvort ekki væri rétt að afþakka frekari Marshall-doll- afa. Ekki til þess að láta Banda- ríkin endilega þreifa á því, að Bretar þyrftu ekki aðstoðar þeirra með, heldur til þess að auka og efla samvinnu land- anna og skilning þeirra í milli. - Fokdreifar (Framhald af 8. síðu). framt þeirri sjálfsögðu skyldu, að svala að einhverju leyti þeirri fróðleiksþrá, sem þannig er vak- in. Að vísu er enn ekki vika liðin frá atburðum þessum, og má vel vera að öll bókaforlög séu sak- laus af þessu samsæri, en mál- gagnið sjálft ætli sér að hirða gróðann með því að halda les- endum í spenninoi heila viku, varpa spurningunni fram í einu blaði, og svara henni svo í því næsta. Verður tíminn og reynslan að skera úr um.þetta atriði og er vonandi að sökudólgur sá, er blaðið segir hafa platað Hauk, fái að koma fram í dagsljósið, en hverfi ekki inn í myrkrið eins og herforingjarnir sálugu, því að maður verður að ætla að þeir séu ekki lengur hérna meoin heims, enda þótt allt sé á huldu um það, hvernig þeir og lið þeirra hafi mætt dauða sínum. Hver plataði hvern? EN FYRST farið er að ræða um það á annað borð, hver hafi platað hvern, er ekki úr vegi að minna á, að herfilega illa hefur verið farið með Kominform- blaðið. Það var í sumar platað til þess að trúa því að þrælmennin í Suður-Kóreu hefðu ráðizt með grimmd og ofbeldi á friðelskandi nágranna sína í Norður-Kóreu, sem þá áttu sér þá einskis ills von og voru í óða önn að undir- rita friðarávarpið og kjósa full- trúa á næsta heimsfriðarþing. Og nú hefur blaðið verið platað til þess að trúa því, að kínverskur her, sem hefur hundruð þúsunda vel vopnaðra og æfðra liðsmanna, og hefur á að skipa skriðdrekum og flugvélum í hundraða eða þúsundatali, sé aðeins sjálfboða- liðar, sem farið hafa inn í lönd nágrannanna fyrir forvitni sakir. Loks hefur blaðið verið svo herfilega platað, að það heldur að kenningar um dýrðarríki J framtíðarinnar, sem skráðar voru á bækur fyrir hundrað órum, séu nú komnar í framkvæmd austan járntjalds, enda þótt þar ríki hin versta kúgun og eymd, sem Dekkzt hefur í Evrópu í aldir. Er petta „plat“ lang verst, oo- ó- mannúðlegast að vega þannig aftan að saklausum einfeldning- um og láta þá vinna óþurftaverk í þeirri sælu trú, að þeir séu að leggja hönd að verki að bjarga mannkyninu. En þannig er það svo oft, að smiðurinn spyr ekki um málminn í smíðatólinu, held- ur aðeins að því, að hverju gagni iað verði við handverkið. Og meistarar Kominform-piltanna spyrja bara um það, hvort þeir séu nægileoa einfaldir og auð- ti'úa og undirgefnir til þess að gera ævinlega eins og þeim er sagt. Verður ekki séð annað en Dessir eiginleikar séu allir við góða heilsu enn sem komið er. — Gerizt þess og heldur engin þörf að varpa fram þeirri spurningu, hver hafi platað Kominform- piltana svona þrælslega. Svara Deir sjálfir spurningunni í hverju tölublaði, sem o;uð gefur yfir. Jólagjafir — tillaga um nýjan sið. „Sköfnungur“ skrifar blaðinu. „HIÐ MIKLA peningaflóð, sem gekk yfir land og þjóð á styrjald- artímunum er nú að mestu fjar- að út. Menn stíga nú ekki lengur dans í kringum gullkálfinn, því að hann er uppétinn. Gullkálfui'- inn var afkvæmi þeirra óeðli- legu tíma, sem styrjöld hafði í för með sér hér á landi. — Þessi snöggu umskipti auðsældar og fátæktar hafa orsakað mörg vandamól meðal okkar íslend- inga, bæði hvað snertir þjóðar- ’heildina og einstaklinginn. Hin aukna kaupgeta einstaklingsins lýsti sér meðal annars í hinni sí- fellt vaxandi veltu verzlananna, einkum þó í jólasölu þeirra. — Jólaglaðningurinn hefur annars óvallt verið ríkur þáttur í cðli okkar fslendinga, en komst út í fullkomnar öfgar á stríðsárunum. Þá var það algengt að smábörn fengju gjafir, sem námu hundr- uðum króna að verðmæti, en var oft og einatt óvönduð stríðsfram- leiðsla, sem var brotin og eyði- lögð að nokkrum dögum liðnum. Þetta taumleysi í jólagjöfum hef- ur síður en svo minnltað í hlut- falli við minnkandi fjárráð lands- manna, enda ekki eðlilegt þegár hver fjölskyldumeðlimur gefur öllum hinum sína jólagjöfina hverjum, fyrir utan önnur skyld- menni og vini. — Við þessu hafa „útlenzkir“ fundið ágætt ráð, sem bæði sparar fé og eykur ánægju þiggjanda. — Ef t. d. um er að ræða tíu manna fjölskyldu, þá eru útbúnir tíu miðar með núm- erunum 1 til 5,, miðarnir eru vandlega brotnir saman, og síðan dregur hver í fjölskyldunni sinn miða. Þeir, sem fá samstæð núm- er, t. d. að Kristinn og Sigríður fengju bæði miða númer 4, þá eiga þau að gefa hvort öðru. Með þessu móti losnar Sigríður við miklar óhyggjui' og umhugsun,. því að nú þarf hún aðeins að hugsa um að kaupa eina jólagjöf, í staðinn fyrir níu áður. Hún spEp'ar fé sitt, en getur um leið gert Kristinn ánægðari með þessa gjöf, heldur en hann hefði annars orðið með hinar níu. Því að með þessari tilhögun getur gefandinn kynnt sér betur óskir þiggjanda, og um leið, sökum meiri fjárráð, gefið vandaðri gjöf.“ Mig vantar KOLAOFN í stóra stofu. Björn Júliusson, Sími 1383. Ein af útvarpsstöðvum Vestur- veldanna í Berlin hefur á að skipa dagskrárlið. sem veldur konunúnistunt í Austur-Þýzka- landi auknurn áhyggjunt. í þess- unt dágskrárlið kentur fram mað- ur, sem gerir óspart grín að kreddukenningum og rétttrúnaði kommúnista og gerir það á þann hátt, að hlustendur hlæja dátt og sjá tilburði konmiúnistaleppanna í spaugilegu ljósi. Fólk hlær að kredduvísindunum Dagskrárliður þessi heitir: Fé- lagi Otto Pieckewitz, og hans fag er að rökræða „vísinda“-kreddur kommúnismans og leika hinn 100% sanntrúaða kommúnista, sem sér eilífðarsannindi birtast í hverju orði hinna „miklu“ leið- toga í austri. Hlustendur í Aust- ur-Þýzkalandi segja um félaga Otto, að hann hafi hjálpað þeim til þess að muna að hlæja, en hlátur, ef nokkur líkindi eru til að hann sé á kostnað hinna al- völdu kommúnistaforingja, er bannaður austur þar, eins og flest annað, sem frjólsir menn hugsa og gera. Félagi Otto tekur ýmsar full- yrðingar og áróðurskenningar kommúnista fyrir og rökræðlr þ’æi' á þeirra eigin visu. Hann tók til dæmis til meðferðar áróður kommúnista, er þeir þóttust hafa íryggt með lögum „réttindi kon- unnar til vinnunnar“, og sögðu stórmjkla framför. Félagi Ottö benti á, hversu dýrmæt réttindi þetta væru í ríki, þar sem vinnu- aflið er ekki frjálst, og þar sem konur í tugþúsundatali eru látn- ar þræla í úraníumnámum og eru algerlega ófrjálsar og undir eftir- liti vopnaðra varðmanna. Rússar fundu upp púðrið! Þá hefur félagi Otto heldur ekki gleymt því, að Rússar hafa fundið upp vel flesta hluti, sem nú þjóna mannkyninu, allt frá púðrinu til flugvélarinnar. Þykir þetta hin bezta skemmtun, því að allir vita að fullyrðingar komm- únistablaðanna um hina dæma- lausu uppfinningasemi Rússa á fyrri tíð, eru uppspuni einn, en samt er mönnum fyrirskipað að trúa þessu og sá, sem dregur í efa að Rússar séu fremstir allra þjóða í tækni og vísindum — og hafi verið það um langan aldur — á í hættu að falla í ónáð, en slíkt er eitt hið skelfilegasta, sem get- ur komið fyrir venjulegan borg- ara í kommúnistaríki. Félagi Otto lýsti nýlega hvern- ig innflutnings- og útflutningsá- ætlun kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýzkalandi^ reynist í framkvæmd: „Við seljum múr- steina til ítalíu og fáum sítrónur í staðinn. Sítrónurnar fara til Danmerkur í skiptum fyrir smjör. Smjörið seljum við síðan Svíum og fáum í staðinn stál, sem við sendum Rússum, sem síðan láta okkur fó leir, svo að við geturn haldið áfram að búa til múrsteina til að selja ítölum!“ Dagur Fyrir 25 árum Fyrir 25 árum, hinn 10. des. 1925, var þetta helzt til umræðu í Degi: Hafinn var undirbúning- ur að stofnun mjólkursamlags í héraðinu. Skýrt var frá því að „ungur og efnilegur maður héðan úr firðinum er erlendis, að læra meðferð mjólkur og að vinna úr henni þær afurðir, sem Danir og Norðmenn leggja stund á.“ Hér var skýrt frá námsdvöl Jónasar Kristjánssonar í Danmörk. Þá var í Degi þennan sama • dag, í grein um mjólkurmálið, skýrt frá því að Vilhjálmur Þór, forstj. KEA, ynni að því að undirbúa stofnun mjólkursamlags og hefði sent fyrirspurnir til bænda varð- andi málið. Ennfremur var skýrt frá erindi, er Olafur Jónsson, þáv. framkv.stj. Ræktunarfélags- ins, hafði flutt á búnaðarnám- skeiði að Kaupangi. Þar færði hann rök fyrir því, að Eyjafjörð- ur væri fremur fallinn til naut- gripa- en sauðfjarræktar. Þegar litið er til baka, til jólaföstunn- ar 1925, sést bezt, hver gífurleg framför hefur orðið í héraðinu fyrir tilverknað samvinnu bænd- anna innan mjólkursamlagsins, og hverja möguleika til framfara og framsóknar þessi starfsemi samvinnumanna veitti héraði og bæ. Tíðarfarið: Norðaustan stórhiíð brast á í fyrri nótt með aftaka veðurhæð og mikilli fannkomu og frosti. Veðrið geys- aði um land allt, segir í blaðinu 10. des. 1925. Auglýsingar: KEA auglýsir sveskjur og rúsínur á 1.60 kg. og hveiti á 65 aura. Bræðurnir Espholin auglýsa Baltic-skilvindur. Bókaverzlun Þorsteins M. Jónssonar auglýsir margar góðar jólabækur, og að auki lindarpenna af mörgum gerðum, silfurblyanta, mynda- vélar, saumakassa o .m. fl. Kjöt- búð KEA auglýsir þá m. a. nið- ursoðna ávexti, humar, danska skinku og fjölmargar tegundir af niðursoðnu grænmeti. Dýrustu vindlategundirnar kostuðu þá 20 krónur kassinn. Það var nú í þá daga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.