Dagur - 13.12.1950, Síða 1

Dagur - 13.12.1950, Síða 1
16 síður Næsta blaði, sem kemur út 20. þ. m., fylgir jóla-lesbók. Aug- lýsingar þurfa að berast afgr. á mánudag næstk. Athugið að fleiri bæjarmenn sjá auglýsingar í Degi en nokkru öðru blaði. XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 13. desember 1950 53. tbl. Forseti Allsherjarþingsins Forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, er nú situr, er Naz- roitah Entezam sendiherra íran í Washington, og sést hann hér á myndinni t. v., en Tryggve Lie framkvæmdastjóri S. Þ. t. h. Mörg örlagarík mál bíða nú afgreiðslu Allsherjarþingsins, m. a. Kóreu- málið og afskiuti Kínverja af styrjöldinni bar. Sfærsta vélbát Húsavíkinga rak upp í fjöru í ofviðrinu esta hnm sem komið heíur í Húsa- vík í manna rnimram Fárviðri af norðri með fannkomu á sunnudaginn Talsverðar skemmdir á mannvirkjum hér í firðinum af völdum storms og óveniulega mikils siógangs Norðan stórviðrið, sem gekk hér yfir á sunnudaginn, er eitt versta veður, sem komið hefur í Skipshöfn ,JIarðhaks“ fór utan með ,,Svalbak“ Skipshöfnin, sem á að sigla bv. „Harðbak“ hingað heim, fór utan með bv. Svalbak á föstudags- morguninn, og mun skipið lík- lega hafa komið til Bretlands í gær, en mun selja afla sinn þar í dag. Svalbakur hafði um 3000 kit. Enn rýkur úr Heklu Teitur Eyjólfsson bóndi í Eyvindartungu hefur skýrt Tímaiuun frá því, að þótt hvítt sé allt niður á láglcndi í kring- um Heklu, festi engan snjó á öxl fjallsins, þar sem eldgosið var 1947. Segir Iiarm og að enn megi sjá allmikim reyk Icggja upp af fjallinu. Viroist bví enu volgt í iðrum gömhi 'TT~’ !u. Húsavík um langan aldur, og brimið var meira en elztu menn muna. Gekk sjórinn langt á land upp, enda var stórstraumsflóð um það bil er veður var verst. Ekki urðu verulegar skemmdir á landi, en þó braut sjórinn beitingaskúr á planinu inni í höfninni. En veru- legt tjón varð á bátum í höfninni og það mest, að vébátinn Smára, stærsta vélbátinn í Húsavík, rak upp í fjöru syðst í víkinni og mun báturinn eitthvað brotinn, enda þótt talið væri fullvíst, að takast mundi að ná honum út. Þetta er tveggja ára gamall vél- bátur, um 60 lestir, eign Útgerð- arfélagsins Vísir. Þrír trillubátar fórust í ofviðr- inu, tveir sukku, en einn rak upp í fjöru inni í höíninni. — Um skemmdir í héraðinu hafði ekki frétzt, er blaðið átti tal við Húsa- vík í gær. Snjókoma var ekki rnikil þar cystra og mun vera hægt að komast á bílum um hér- aðið. Mjólkurflutningar í gær þrátt fyrir ófærð í gær komu mjólkurbílar úr öllum hreppum héraðsins, þaðan sem von var á mjólk, nema Höfðahverfi, og má því telja að akfært sé um mest allt héraðið. Mjólkurbílarnir úr Svarfaðardal, sem koma áttu í fyrradag, komu ekki fyrr en um nóttina og mun þungt færi víða á leiðinni. Það var ekki okkar „Snæfell44 Sunnanblöðin hafa birt fregnir af því að vélskipið „Snæfell“ hafi strandað á Reykjanesi og sent út neyðarskeyti. Skipið komst fljótt á flot aftur, og mun ekki hafa sakað. Þetta var ekki „Snæfell" Útgerðarfélags KEA, heldur mun þarna vera um að ræða vél- bát af Snæfellsnesi, sem ber sama nafn. Okkar Snæfell er nú að lesta saltfisk sunnanlands, er það flytur til Bretlands. „Stjarnan‘; seldi fyrir kr. 2.32 pr. kg. Vélskipið Stjarnan héðan frá Akureyri seldi 953 kit af báta- fiski í Fleetwood 9. þ. m. fyrir 3059 sterlingspund,. og er það ágæt sala og gerir kr. 2.32 fyrir kílóið. Fiskinn tók skipið í Horna firði. Danir segja grænlenzk- ar rækjur fyrsta flokks dollaravörur Dönsk blöð eru mjög stolt af því nú eftir mánaðamótin, að „danskt frumkvæði" hafi fundið verðmæta dollaraútflutnings- vöru. Segir „Social-Demokrat- en“ svo frá 6. des. sl.: „Þessi vara er sótt á Grænlandsmið, þar sem fundizt hefur, eftir geysilegt erf- iði, sú bi’agðbezta rækja, sem til er. Rækjurnar eru hraðfrystar og fluttar út, en fást líka í verzlun- um hér heima, í hinum sömu, smekklegu cellófan-umbúðum, sem útflutningsvaran er pökkuð í. Það er Grænlandsstjórn og „Det Grönlandske Fiskerikomp- agni“, sem áttu frumkvæðið að þessu, og í gær (5. des.) var skýrt frá árangrinum í móttökuathöfn, þar sem mættur var fiskimála- ráðherrann, Grænlandsnefndin og ýmsir útgerðar- og kaup- sýslumenn". Blaðið segir síðan að skýrslur og myndir hafi gefið góða hugmynd um hin gífurlegu auðæfi, sem fólgin séu í hafinu við Grænland. Undir morgun sl. sunnudag brast hér á fárviðri af norðri með mikilli snjókomu og geysaði stórhríðin allan sunnudaginn, svo að ekki var fært bæja í milli hér- áðinu og naumast hægt að kom- ast leiðar sinnar hér um bæinn. Er þetta ein mesta norðan stór- hríð, scm komið hefur hér í mörg ár. Var veðurhæðin hér á Akur- eyri 8—10 vmdstig nær allan daginn, en mun hafa verið meiri hér út með firðinum. Talsverðar skemmdir urðu í veðrinu hér í bæ og í þorpunum hér út með firðinum. Eru skemmdirnar aðallega af völdum sjógangs, því að stórstraumsflóð var, er veðrið skal) á. Gerði brátt meira brim en komið hefur hér um slóðir í mörg ár og gekk sjór víða allhátt upp á land. Skenundir á Oddeyrarbryggjum. Hér á Akureyri varð aðaltjón- ið á frystihúsbryggju KEA og svokallaðri Wathne-bryggju á Oddeyrartanga. Sópaði sjórinn „dekkinu" af bryggjunum, og gekk upp í nærliggjandi hús, svo sem skipasmíðastöð KEA og frystihús. Ekki urðu samt veru- legar skemmdir þar. Þá braut brimið nokkuð af kambinum fyr- ir framan hinn nýja olíugeymi Olíufélagsins, en náði ekki að skemma geyminn eða grafa und- an honum. Flæddi sjór lengra upp á Oddeyrina en ðftast áður og segja kunnugir, að brimiö við Oddeyrartangann sé eitt hið mesta, sem hér hefur gert á seinni árum. Inn við Höpfnersbryggju losnaði línuveiðarinn Andey, sem þar hefur lengi legið,-frá bryggj- unni og rak um dokkina. A. m. k. einn trillubátur sökk þar og mun hafa laskast eitthvað. Brimið skemmdi hafnargarðinn í Dalvík. Veðurofsinn í Dalvík mun hafa verið enn meiri en hér og gekk brimið hátt á land upp við kaup- túnið. Braut það skarð í hafnar- garðinn um það bil miðjan. Þess- ar skemmdir munu þó ekki stór- vægilegar, en ekki höfðu þær verið rannsakaðar til hlítar er blaðið átti síðast tal við Dalvík. Þá braut sjórinn geymsluhús við sjóinn er kaupíélagið átti og eyðilagði það að mestu. í húsinu var geymd olía frá Olíuíélaginu, en henni tókst að bjarga. Trillubátur týndur frá Hrísey. í Hrísey var veðurofsinn gífur- legur og mikið brim, svo að þar hefur ekki sést annar eins sjó- gangur um langan tíma. Trillu- báturinn Kópur, eign Gísla Tryggvasonar í Hrísey, týndist af legunni, og mun annað tveggja hafa sokkið þar eða slitnað upp og rekið á land einhvers staðar inn með firðinum. Sjór gekk upp á eyjuna neðan við kauptúnið, en ekki munu samt hafa orðið skemmdir að neinu ráði á húsum og mannvirkjum þar. Trilla frá Grenivík týndist. Trillubátur týndist og frá báta- legunni í Grenivík og er ætlað að hann hafi annað tveggja sokkið þar eða slitnað upp og rekið á land einhvers staðar inn með firðinum. Eigandi hans er Stefán Stefánsson í Sólgörðum. Hauganes. — Trillubáturinn Freyja annað tveggja sökk á bátalegunni eða slitnaði upp. Var hann horfinn, er upp birti. Litli -Árskógssandur. Einhverj - ar skemmdir urðu á bryggjunni þar. Símasambandslaust var við Olafsfjörð og ekki unnt að fá fregnir þaðan að sinni af veðrinu þar og því, hvort þar hefur orðið tjón. Vel má og vera að tjón hafi víðar orðið, þótt fregnir um það liggi ekki fyrir enn, en símasamb. er víða slitið og samgöngúr eru mjög erfiðar vegna snjóþunga á vegum. Þrír menn fórust við Steingrímsfjörð í ofviðrinu um miðja s. 1» viku, týndist trillubátur frá Heydalsá við Steingrímsfjörð. Þrír menn voru á bátnum og eru þeir nú taldir af. Eru það bræðurnir frá Heydalsá, Björn og Guðmundur Guðbrandssynir, og voru þeir eigendur bátsins, og Aðalbjörn Þórðarson frá Klúku. Bátsins liefur verið leitað víða, en án árangurs.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.