Dagur - 13.12.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 13.12.1950, Blaðsíða 8
8 DAGUR Miðvikudaginn 13. deseniber 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheirata: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK OI)DS BJÖRNSSONAR H.F. Hvernig fóru nágrannar okkar að? f ÞESSU BLAÐI er m. a. greint frá viðbúnaði tveggja grannþjóða okkar til þess að tryggja efna- liagsafkomu sína er Marshall-aðstoð lýkur 1952. Bæði Bretar og Norðmenn sjá nú hilla undir þann möguleika, að frekari efnahagsaðstoð Bandaríkja- manna verði óþörf. Bretar eru komnir langleiðina að því marki, að koma á greiðslujöfnuði hjá sér. Þeir hafa á undanförnum árum lagt hið mesta kapp á útflutningsframleiðsluna. Hafa stjórnaryf- irvöldin, flokkarnir — að undanteknum komm- únistum — og nær öll þjóðin staðið saman um það verk, svo að til fyrirmyndar má telja. Brezka stjórnin hefur lagt meginkapp á að benda verka- lýðnum á þau sannindi, að undirstaða allra kjarabóta er aukin framleiðsla og án slíkrar aukningar væri vonlaust verk að rétta við efna- hag lands og þjóðar og skipa Bretlandi á ný þann sess í hópi þjóðanna, er það áður hafði. Þjóðin hefur skilið þessi viðhorf og af þeim sökum hefur Bretum tekizt að forða því, að brezkur verkalýður legði í þá glæfraför, að klifra upp himnastiga dýrtíðar með sífelldum, einhliða kauphækkunum, sem síðan væru jafnharðan af honum teknar með liækkuðu vöruverði. Bretum hefui', þegar á heild- ina er litið, tekizt að forða því að veruleg dýrtíð myndaðist í landi þeirra, og nú er sú tíð að renna upp, að þjóðin sér ávöxt verka sinna. Efnahagur landsins er allt annar en áður var og aðstaða Breta út á við við miklum mun frjálsari. Þjóðin hefur meira fyrir sig að leggja en áður og hún sér fram á batnandi lífskjör á öruggum grundvelli, ef hún fær í friði að njóta verka sinna. Það er einkum tvennt, sem hefur staðið og stendur gegn þessari þróun. Hið fyrra eru sífelldar tilraunir kommúnista til þess að koma af stað óábyrgu kauphækkunar-kapphlaupi. Hefur þeim nokkr- um sinnum tekizt að stofna til verkfalla og draga þannig úr framleiðsluaukningunni, en stjórn hef- ur tekið föstum tökum á þeim málum og þessar tilraunir kommúnista hafa flestar runnið út í sandinn. Hinir síðari erfiðleikarnir fyrir efna- hagsendurreisn Breta stafa frá heimsvaldastefnu kommúnista og þeirri staðreynd, að engin þjóð getur lengur verið óhult fyrir ofbeldis- og árás- alstefnu þeirra. Verða Bretar því að leggja meg- inkapp á það um þessar mundir að endurvígbúast. Verulegum hluta framleiðslugetu þjóðarinnar verður á næstunni varið til þess að styrkja varnir landsins í ófriðvænlegum heimi og vitaskuld hef- ur þetta orðið til þess að stöðva efnahagsendur- reisnina almennt í bráðina og draga á langinn að þjóðin fái að njóta verka sinna og viðhorfa. Þann- ig hefur alþjóðakommúnismi-nn og hernaðarstefna hans komið í veg fyrir að brezkir alþýðumenn — og raunar alþýða allra lýðræðislanda — fengi í friði að treysta afkomu sína og bæta lífskjör sín. En þrátt fyrir þetta allt gera Bretar sér samt von- ir um að geta staðið á eigin fótum efnahagslega áður en langt um líður og geta séð af Marshall- dollurum án þess að þjóðin þurfi að líða skort. SAGA NORÐMANNA eftir stríðið er mjög áþekk því, sem gerzt hefur í Bretlandi. Allt kapp hefur verið lagt á að endurreisa efnahagskerfi landsins. Flokkarnir hafa staðið saman um það megin verkefni. Samvinna hefur verið með stjórnarvöldum og verkamönnum að hefja ekki kaupskrúfubaráttuna, sem leiða rnundi til ógæfu fyrir þjóðina alla. Það hefur verið þröngt í búi hjá Norðmönnum á undanförn- um árum, en þeir hafa lítið kvartað og nú sjá þeir einnig hilla undir árangur baráttu sinnar. — Þjóðin er komin langleiðina að því marki að ná sér eftir hrell- ingar og hörmungar styrjaldar- frínáf og köma efnahagsmálum sínum á traustan grundvöll. Sá tími fer í hönd, að norska þjóðin getur með öruggum hætti og til framþúðar, bætt lífskjör barna sinna án utanaðkomandi afskipta. — Það er vert að vekja athygli á því, að í báðum þessum löndum, sem svo glæsilegan endurreisnar- feril eiga að baki, hefur áhrifa kommúnista gætt sáralítið. — Bæði Bretar og Norðmenn þurrkuðu kommúnista algerlega út úr löggjafarþingum sínum í frjálsum kosningum fyrir nokkru, en árin þar á undan hafði áhrifa þeirra sáralítið gætt. Þessi þfoskamerki þessara ágætu lýð- ræðisþjóða sjást nú í endurreisn- arstarfinu. Það hefur fengið að þróast á skynsamlegan hátt, án skemmdarstarfsemi fimmtuher- deildarinnar, sem hefur tafið stórlega efnahagssókn fjölmargra annarra þjóða. íslenzka þjóðin mætti gjarnan gefa gætur að þessari staðreynd. Senn hillir undir endalok Marshall-hjálpar- innar, en samt virðist óralangt að því marki að íslenzka þjóðin geti með ^góðri samvizku sagt, að sá tími fari í hönd að hún þurfi ekki á erlenflri efnahagsaðstoð að halda. Þrátt fyrir alla „nýsköp- unina“ lifum við í dag að veru- legu leyti á erlendu gjafakorni, án þess þó að þjóðin í heild virð- ist gera sér þess fulla grein. — Framleiðslugreinar okkar hafa verið lamaðar af verkföllum og innbyrðis óeiningu, hver stéttin af annarri hefur lagt fram sinn skerf til þess að hraða snúningi dýi'tíðarhjólsins. Ýmsir pólitísk- ir forustumenn hafa orðið feitir á því að prédika sífellt einhliða kauphækkanir, án tillits til þess, hvernig hag framleiðslunnar er háttað, og heildarútkoman er svo orðin sú, að efnahagsendurreisn- in er í molum þrátt fyrir öll nýju tækin, erlenda aðstoð og góða aðstöðu á ýmsan hátt. Það er engin tilviljun, að jafn- framt því sem efnahagsendur- reisnin hér hefur gengið erfið- legar en í nágrannalöndunum, hefur kommúnisminn átt meira fylgi hér á landi en þar. Ef ís- lendingar líta til nágrannaþjóða sinna og gæta að því, hvernig þær hafa farið að því að rétta við eftir stríðið, sjá þeir, að þeim hefur tekizt það með því að ein- beita kröftum sínum að aukn- ingu framleiðslunnar, með því að starfa við þröng kjör í bili, með því að sýna samheldni og hollustu við þjóðfélög sín. Slík viðhorf þarf íslenzka þjóðin að rækta með sér, en innan þjóðfélags, sem metur slík viðhorf réttilega, er ekkert rúm fyrir kommúnismann. Sönn efnahagsendurreisn, allar þær kjarabætur, sem nokkurs virði eru, haldast í hendur við minnkandi fylgi og veg hinnar erlendu ofbeldisstefnu. Hún' er það illgresi í akri þjóðarinnar, sem varnar því að þjóðin geti á- vaxtað pund sitt eins og efni annars standa til. FOKDREIF AR Spursmál dagsins. KOMINFORM-BLAÐIÐ hér á staðnum birti stórmerka frétt á forsíðunni síðastliðinn föstudag. Er þar spurt með fyrirsagnar- letri yfir tvo dálka: .„Hver plat- aði Ilauk?“ Fylgir síðan löng greinargerð, þar sem fjallað er um spurninguna á víð og dreif, en svo slysalega hefur tekizt til, að engin ájcveðin svör er' að finna þar við þessu brennandi spurs- máli dagsins, þótt leitað sé með logandi ljósi um gjörvallar síður blaðsins. Er ekki að efa, að rétt- trúaðir safnaðarmeðlimir hafa þótzt kaupa köttinn í sekknum, þar sem Verkamaðurinn var að þessu sinni, er blaðið ærir upp í þeim sult með stórfenglegum æsi fregnum á forsíðunni, en lyppast svo niður þegar til meginmálsins kemur, og hefur efigaf skýringar á reiðum höndum. Er og hætt við að þá reki minni til þess, að þannig hefur verið vegið aftan að þeim fyrr í þessu sama Komin- form-blaði. Gerðust þau tíðindi í fyrra, að blaðið gaf í skyn með feitletraðri fyrirsögn, að herfor- ingjar nokkrir, sem ekki voru nánar tilgreindir, hefðu glatað gjörvöllum hernum, eins og Var- us forðum. Með því að þá var kallað að friður ríkti í mann- heimi, vakti þessi æsifrétt mikla athygli og lesendur gripu blaðið tveim höndum fullir 'eftirvaént- ingar að lesa um þessi válegu tíðindi. En þegar til meginmáls- ins kom, voru herforingjarnir ekki framar nefndir á nafn, og ekki herinn heldur, og hefur til hvoruo's spurzt síðan. Eru þetta einhver dularfyllstu örlög stríðs- manna, sem um getur í hernað- ars<5j*unni og skortir þar þó sann- lega ekki ævintýralega atburði. Faðmlög við kapítalismann? ÝMSIR GERÐUST gerðust svo fáfengilegir á þeirri tíð, að gruna þá réttrúuðu safnaðarmeðlimi, sem þarna voru að verki og kunna skil á díalektískum marx- isma eins og finorunum 'á sér, — um óflokksleg atlot við gróða- bralls-spekulasjónir harðsvíraðra kapítalista, og töldu nokkra hættu á, að herforingjasagan mundi brátt sjá dagsins ljós á forlagi Máls og menningar eða Pálma H. og vera föl fyrir ærið gjald, enda kenndi Morgunblaðið þetta business-braoð hér um ár- ið, er það hætti við framhaldssög- una í miðjum klíðum, en for- leggjari nokkur bayð fólki hana síðan alla fyrir ríokkurt endur- gjald. En þessi grunur hefur, enn sem komið er, orðið sér til skammar, því að enn verður hvarf herforingjanna og þúsunda hermanna ekki skýrt á þennan hátt og verður málið því verra viðfangs, sem lengra líður. Hins végar er ekki nema eðlilegt, að orunurinn um hvar fiskur liggur undir steini vakni aftur, er blað- ið lætur sig enn hafa að varpa spurningu um brennandi al- heimsvandamál framan í lesend- ur sína, án þess að gegna jafn- (Framhald-á 9. síðu). Jólaþankar — Jólasælgæti Nú fara jólin að nálgast og húsfreyjur eru önn- um kafnar við undirbúning af einnverju tagi. I>að er fjöljnargt, sem þarf að gera fyrir jólin og tími virðist aldrei nógur. Þó eru einstaka konur svo hyggnar, að þær byrja það snemma á því, sem ha:gt er að gera snemma, að þær lenda aldrei í eindögum með neitt. Eg hitti t. d. unga konil ekki alls fyrir löngu, sem búin var að ganga frá öl'lum jólagjöfum, pökkuðum og merktum um sl. mánáðamót. Og þetta er hægt að gera bæði með jólagjafirnar og jólapóstinn, og þá er að sjálfsögðu mikið frá. En það er margt fleira, sem þarf um að hugsa. Það er göm- ul kenning, að enginn megi „klæða köttinn“ á jól- unum, og heimilið þarf að þvo og hreinsa. Og þegar kemur að maganum og þörfum hans, þá er ekki griður gefinn, því að hann heimtar sitt, og hann vill hafa það gott á jólunum. Það þarf því að baka og brasa og hugsa fyrir því, að allt sé til heima, þegar hátíðin gengui' í garð. „Allir fá bá eitthvað fallegt, í það nrínnsta kerti og spil.“ Þetta var sungið hér á árum áður, en nú eru tímarnir breyttir, því að hvorki er liægt að fá kerti né spil, og munu margir sakna þess. Einhverjar lausafregnir hafa verið á kreiki um það, að kertin muni koma, og er vonandi að svo verði. Og þeim, sem komnir eru til fullorðinsáranna, mun eflaust finnast mikið vanta á jólastemningu hússins, þegar hvorki er að finna þar ilmandi greni- tré né epli. Það er sorglegt til þess að vita, að ekki skuli vera hægt að haga verzlunar- og viðskipta- háttum þannig, að við getum keypt epli af Dönum, en þar í landi var eplauppskeran svo mikil á sl. ári, að víða var ekki hægt að hirða allt af trjánum, og eplapundið mun um þessar mundir vera eitthvað um 8 aura danska. . En við höfum að vísu fengið ýmislegt, sem vantað hefur lengi, og nú er von á appelsínum, sem von- andi verða ekki svo dýrar, að fólk geti ekki keypt þær af þeim sökum. Spila-, kerta- og grenitrjáa- leysið verðum við að reyna að bæta okkur upp á einhvern hátt. Jólasælgæti. Sælgæti er svo dýrt um þessar mundir, að við munum áreiðanlega finna til þess að kaupa það í jólapokana. A. m. k. er hægt að spara margar krón- ur með því að gera eitthvað af því heima, og við getum hæglega gert okkur ágætt sælgæti, sem nota má til þess arna og a. m. k. drýgja það dýrkeypta, en við viljum kannske hafa eitthvað af því með. Hér eru nokkrar uppskriftir: Bi'enndar möndlur: % kg. möndlur. — V> kg. flórsykur. — 1(4 dl. vatn. Möndlurnar eru þurrkaðar vel í klút og settar í pott ásamt flórsykrinum og vatninu. — Látið sjóða við jafnan hita, þar til það er orðið alveg þurrt. Hrært í allan tímann. Strít yfir enn minni hita og hrært vel í, þar til þetta verður fljótandi aftur og möndlurnar gljáandi. Teknar af og settav á smurða plötu og aðskildar meðan þær eru heitar. Látnar kólna vel. Marcipan: 25 gr. smjör. ■— Vz dl. rjómi. — 2 matsk. (stórar) hveiti. — 300 gr. flórsykur. Smjörið og rjóminn sett í pott, og suðan látin orðið kalt, er flórsykurinn hnoðaður saman við. oi'ðið kalt, er flórsykurinu hnoðaðui' saman við. Búnir til smábitar, alla vega í laginu. Bragðdropar notaðir eftir smekk. Karamellur: 250 gr. sykur. — 65 gr. möndlur. Sykurinn er settur á pönnu. Þegar hann er orð- inn ljósbrúnn, eru möndlurnar settar saman við hann, en þær hafa fyrst verið þurrkaðar vel og saxaðar smátt. Hrært saman á pönnunni. Þegar karamellu-lykt er. komin af þessu, er því hellt á plötu, sem hefur verið smurð með smjöri. Látið kólna nokkúð, en þá er það. skorið í fei'hyrninga eða stengur, eftir því, sem hver vill.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.