Dagur - 18.04.1951, Qupperneq 2
2
D A G U R
Miðvikudaignn 18. apríl 1951
Áukin samheldni urn samvinnu-
skipulagið freystir viðunandi
lífskjör almennings
Þegar harðnar í ári, læra menn að meta
gildi samtakanna
Dagskrármál landbúnaðarins:
Af kvæmastöðvar
Samvinnusaga. Islands geymir
mörg dæmi þess, að kaupfélags-
menn hafa sýnt félögum sínum
mikinn trúnað á erfiðum tímum
og ekki látið blekkjast af stundar
sjónhverfingum, lieidur jafnan
fest auga á því, hvað var þeim og
börnum þeirra fyrir beztu.
Á bernskuárum kaupfélaganna
sýndu margir bændur mikið þrek
og karlmennsku og ótrúlega mik-
inn félagslegan þroska þegar
andstæðingar hinnar ungu sam-
vinnustefnu vildu fá þá til að yf-
irgefa félögin í von um skamm-
vinnan ágóða. Þetta viðhorf, að
standa vörð um kaupfélögin, láta
þau jafnan njóta sannmælis og
hlaupa ekki á brott úr röðum
samvinnumanna þótt í móti blési,
fylgdi íslenzkum samvinnumönn-
um í ríkum mæli allt fram á
heimsstyrjaldarárin síðari, og
vissulega á þetta viðhorf mikil
ítök í þúsundum samvinnumanna
enn í dag. En uppiausnarástand
stríðsáranna hefúr líka 'náS’ taríg*-.
arhaldi á samvinnumönnum og
losað um þau tengsl, sem áður
voru styrkur þeirra sjálfra og
þeiira eigin samtaka. Meðan flóð
stríðsgróðans féll hæst, létu
menn sig litlu skipta um endur-
greiðslu kaupfélaganna og hirtu
lítt um að halda til haga innstæðu
í stofnsjóðum. Meðan krónurnar
ultu fyrirhafnarlítið um hendur
manna, skipti það heldur ekki
miklu máli í augum margra,
hvort varan var keypt á sann-
virði eða ekki, svo fremi sem
hún fékkst afgreidd fljótt og vel
er á henni þurfti að halda. Þjóð-
félagið var yfirleitt í þeim ham á
þeim árum, að ná stórum áföng-
um á efnahagssviðinu í stórum
stökkum. Menn létu sér yfir-
sjást hinn öruggari árangur, sem
næst með smærri skrefum, með
samvinnu og samtökum. Fjöldi
kaupfélagsmanna fór að líta á það
sem aukaatriði, hvort hann verzl-
aði aðallega við félag sitt eða við
keppinauta þess.
Áhrif vöruskortsins.
Þegar fór að falla út undan
hinum auðfengna gróða eftir
stríðið, hélt gjaldeyris- og vöru-
skorturinn innreið sína og ríkis-
valdið herti mjög á „skipulagi"
sínu á vei'zluninni. Kvótai'nir
urðu þá aftur lög í landinu, en
óréttlát lög, sem afskiptu sam-
vinnuverzlunina og stöðvuðu
eðlilega þroskamöguleika hennar.
Félagsmenn kaupfélaganna gátu
ekki fengið allar nauðsynjar sín-
ar hjá félögum sínum, heldur
urðu að leita til keppinautanna.
Þar kom líka, að ekki var lengur
spurt um það, hvað varan kost-
aði, heldur um það eitt, hvort
unnt væri að fá hana, jafnvel út
um bakdyr og undan búðarborði
svo að lítið bæri á. Sú verzlun öll
varð þjóðinni óhóflega dýr eins
og allt haftakerfi hefur verið
óhóflega dýrt. Þess mega menn
minnast nú, er frjálsari verzlun
er innleidd, enda þótt sú skipan
hafi kostað nokkrar fórnir í byrj-
un. En sú skipan verzlunarmál-
anna, sem hér ríkti frá stríðslok-
um og fram á síðustu tíma, varð
kaupfélögunum mjög erfið og hún
var ekki fallin til þess að treysta
samheldni manna um samvinnú-
skipulagið eða auka félagsþroska
þeirra eða kenna þeim að meta
réttilega gildi samtakanna. Að
vísu bættust kaupfélögunum fé-
lagsmenn ' á þ'essum árum, en
j stundum réðu annarleg sjónarmið
því að þeir gerðust meðlimir og
felögin eiga -ehn eftifþáð starf að
verulegu leytt,. að gei;a . margt
fólk, sem skráð er á félagsskrá,
að góðum og skilningsríkum sam-
vipmHuönRum.k > ■:
Nýtt viðhorf með frjálsri
verzlun.
Með þeim frjálsari verzlunar-
háttum, sem nú er verið að taka
upp, hefur skapast nýtt viðhorf í
málefnum kaupfélagsmanna. Þeir
eigg,-það nú víst, að féfög þeirra
muni hafa áðiboðstólum allar
na'uðsýnjar þéififá og þurfa þess
vegna ekki að leita í aðrar áttir.
Krónurnar velta nú ekki eins
auðveldlega um hendur manna
og var á stríðsgróðaárunum. Það
er ærið áhyggjuefni hverjum
alþýðumanni og millistéttar-
manni að láta laun sín hrökkva
til þess að halda uppi viðunandi
lífskjörum heimilanna. Það er því
ekki lengur lítið atriði, hvort
verzlun er hagkvæm eða ekki,
heldur stórvægilegt atriði fyrir
hvern heimilisföður Það er hin
mesta nauðsyn hans að kaupmátt
ur hven-ar krónu sé ekki rýrður
að óþörfú, heldur komi þar allt til
skila. Og þá mega menn minnast
þess, að uppbygging samvinnu-
félaganna er þannig. að þar á allt
að koma til skila, og hver að
hljóta það, sem honum ber.
Samheldnin eflir félögin.
Góð verzlun með fjölbreytt
vöruúrval þarfnast mikils rekst-
ursfjár nú á tímum, því að vörur
eru dýrar. Aukin samheldni
kaupfélagsmanna um félag sitt,
treystir það því í sessi og veitir
því auðveldara að standa vel í
ístaðinu fyrir meðlimi sína. Þetta
er mikils vert atriði. Hagkvæm
verzlun er eitt hið þýðingarmesta
atriði fyrir hinn óbreytta boi’g-
ara hvers frjáls þjóðfélags, annað
(Framhald á 11. síðu).
í STUTTU MÁLI
Á ÞESSU ÁRI mun ljúka
þriggja ára umfangsmiklu
rannsóknarstarfi á vegum
Lömunarveikisstofnunar
Bandaríkjanna. Stefnt er að
því að finna bóluefni gegn
lömunarveiki, og að finna og
skilgreina þær þrjár vírusteg-
undir, sem taldar eru valda
þessum óhugnanlega sjúk-
dómi. Stofnunin hefur þegar
lagt fram 1,3 ínillj. dollara í
þessu augnamiði. Forstöðu-
maður þessara rannsókna, dr.
Gebhardt við IJtah-háskóla í
Bandaríkjunun), er vongóður
að lakast megi að gera öruggt
bóluefni áður en Jangt um líð-
ur, segir í vísindadálki New
York Times nú nýlega.
*
NÝLEGA EFNDI Amerísk-
Skandinavíska stofnunin í
Nevv York til hljómleika í
Carnegie Hall í New York, og
lék New York Philharmoniska
hljómsveitin skandinavíska
músík undir stjórn Eugene
Ormandy. Einleikari með
hljómsveitinni var píanólcik-
arinn frægi Simon Barere. Lék
hann píanókonsert Griegs. í
miðju verkinu hneig Barere
fram á nótnaborðið á píanóinu
og var örendur fáum mínútum
síðar. Hann var 55 ára að
aldri.
*
HINN FYRSTI af nokkr-
um togurum, sem Norðmenn
eru að láta byggja í Þýzka-
landi, kom til Noregs í sl.
mánuði og heitir „MÖretrál I“.
Skipið er 630 lestir að stærð>
og kostaði 10,0 þús. sterlings-
pund, eða 4,6 millj. kr. Skipið
er gert út frá Kristianssund.
Skipið hleður 360 smálestir af
íiski og er útbúið fiskimjöls-
verksmiðju, lifrarbræðslu og
kæliútbúnaði í lest. Útgerð
skipsins er samvinnufélag, sem
að standa útgerðarmenn í
Kristianssund að 1/3, skip-
verjar á togaranum að 1/3 og
bæjarfélagið að 1/3. Fleiri
skip eru væntanleg til bæjar-
ins og verða gerð út með sama
sniði.
*
Á SÍÐASTA ársþingi fisk-
útflytjenda í Quebec- og
Brunswick-fylkjum í Kanada,
skýrði framkvæmdastjórinn
frá því, að markaður fyrir
frosinn fisk í Bandaríkjunum
færi v'axandi, en hins vegar
gengi erfiðíegar en áður fyrir
Kanadamenn að selja sinn fisk
og væri ástæðan vaxandi sam-
keppni fró íslendingum og
Norðniönnum og fiski frá
Grænlandsmiðum. Til þess að
vega á móti þessu væri Kan-
adastjórn að reyna að koma
fiski sínum á markaðinn í
Brazilíu.
-k
LAXVEIÐAR eru fyrir
nokkru hafnar í Skotlandi, en
ill veður hafa mjög harnlað
veiðunum. Samkvæmt frásögn
Fishing News hefur verð á
laxi verið frá 10 s. 10 d. til 12
s. 9 d. á pund, síðan veiðamar
hófust, en framboð hefur verið
mjög lítið.
Ráðskona
í vor.
óskast nú þegar, eða síðar
Haukur Pétursson,
Hafnarstr. 47,
Sími 1795.
Bjarni Arason, ráðunautur,
slcrifar í dag urn afkvæma-
stöðvar fyrir 1. kálfs kvígur.
Hann skýrir frá. hvernig þessi
þóttur kynbóta hefur þróast í
Danmörku. Hann bendir enn-
fremur á nauðsyn þess að koma
hér á landi upp hliðstæðum
stöðvum til afkvæmarannsókna
á mjólkurframleiðslusvæðun-
um. Bjarni lauk kandídatsprófi
frá Hvanneyri 1949. Hann veit-
ir forsíöðu Sæðingarstöð Ey-
firðinga og er jafnframt ráðu-
nautur í nautgriparæki. — Á. J.
Svo sem mörgum mur. kunn-
ugt, standa Danir þjóða fremst í
landbúnaði. Einkum er það þó
búfjárræktin og mjólkurfram-
leiðslan, sem hefur skapað þeim
frægð, sem framúrskarandi land-
búnaðarþjóð. Félagsstarfsemi,
sem vinnur að kynbótum og
ræktun nautgripanna, er þar
mjög þroskuð og starfrækt og
hefur um margt verið brautryðj-
andi á sínu sviði á heimsmæli-
kvarða.
Hér verður í fáum orðum sagt
frá nýjung í kynbótatækni þeirra,
sem hefur rutt sér mjög til rúms
þar í landi á síðustu árum. Þessi
nýjung er afkvæmastöðvarnar
(Afkomsprövestationer for tyre).
Þær hafa það hlutverk að ákveða
kynbótagildi nautanna á þann
hátt, að hópur af dætrum nauts-
ins, sem á að rannsaka, er fóðr-
aður eftir ákveðnum reglum og
afurðirnar mældar nákvæmlega.
Afurðatölurnar eru síðan bornar
saman við afurðatölur annarra
hópa,. sem h^fa verið reyndir á
sama hátt, og fæst þá glöggur
samanburður á erfðaverðmæti
nautanna.
Frá síðustu aldamótum hafa
Danir haft þá aðferð við ákvörð-
un erfðagildisins, að afurðir dætra
nautsins, sem rannsaka á, eru
bornar saman við afurðir mæðra
þeirra frá sama aldursári. Erfða-
gildi nautsins er síðan ákveðið
eftir því hvort um framför eða
afturför er að ræða frá móður til
dóttur og hversu sá mismunur er
mikill. Undirstaða þess að rétt
niðurstaða fáist úv þessum sam-
anburði, er, að fóðrunin sé sú
sama frá ári til árs, bæði að
magni og samsetningu. Á tíma-
bilinu, sem fóðrunin breytist til
batnaðar, gefur þessi samanburð-
ur þannig útkomu, sem er hag-
stæðari fyrir nautin en rétt er
en á árum, sem fóðruninni fer
aftur verður þetta öfugt. Sömu-
leiðis getur breyttur samsetning-
ur á kjarnfóðri haft áhrif á fitu-
magn mjólkurinnar og verkað
þannig á sama hátt. Þá er og
nauðsynlegt að skýrsluhald um
afurðir nautgripanna sé öruggt.
Þó að þessi skilyrði séu fyrir
hendi, fæst niðui'staða af þessum
samanburði ekki fyrr en allmarg-
ar dætur nautsins hafa verið heilt
ár á skýrslu.
EFTIR AÐ tæknifrjófgunin
breiddist út í nautgriparæktinni,
fyrir og í byrjun síðustu heims-
styrjaldar, hafði enn meiri þýð-
ingu en áðui' að fá fljótt örugg-
ar upplýsingar um erfðaeðli naut-
anna sem notuð voru á sæðinga-
stöðvunum. Sú aðferð að bera
saman nyt dætranna og mæðra
þeirra þótti því ekki lengur full-
nægjandi. Auk þess torveldaði
breytt fóðrun stríðsáranna þenn-
an samanburð. Nýrra úrræða
varð því að leita til þess að mæta
þessum nýju þörfum og aðstæð-
um. Niðurstaðan varð sú að
haustið 1945 eru þrjár fyrstu af-
kvæmareynslustöðvarnai' stofn-
aðar. Haustið 1946 eru þær orðn-
ar átta og síðan hefir þeim stöð-
ugt farið fjölgandi.
Stöðvar þessar eru reknar af
samböndum nautgriparæktarfé-
laganna í héruðunum undir eftir-
liti tilraunamiðstöðvarinnar
(Forsöglaboratoriet), og eru
styrktar af ríkinu. Á þeim eru
ekki tekin önnur naut til rann-
sóknar en þau, sem notuð eru á
sæðingastöðvunum.
Rekstri þessara stöðva er þann-
ig fyrirkomið, að í byrjun sept-
ember er 15—20 kvígum undan
hverju nauti, sem reyna á, á kom-
andi starfsári safnað saman á bú-
garðinn, sem notaður er til þess-
arar starfsemi. Hann er í flestum
tilfellum eign viðkomandi sam-
bands nautgriparæktarfélaga.
Þessar kvígur eiga allar að bera
fyrsta kálfi á tímabilinu 1. okt.
til 15. nóv. og vera þá 27—33
mánaða gamlar, en það er þar tal-
inn hæfilegur aldur við fyrsta
kálf. Fóðrið er eins á öllum stöðv-
unum bæði að magni og samsetn-
ingu, og er það vegið handa
hverjum einstakling. Nythæð
hverrar kvígu hefir þá áhrif á
stöðinni í tíu mánuði frá burði.
ÁREIÐANLEG niðurstaða af-
kvæmareynslunnar byggist á því
að*kvíguhópurinn, sem tekinn er
á stöðina, sé meðaltal af dætrum
viðkomandi nauts. Þess vegna eru
ekki valdar kvígur af betri kynj-
um í þessa hópa, enda verður í
flestum tilfellum að taka flestar
þær kvígur, sem fyrir hendi eru
og fullnægja settum. skilyrðum,
til þess að fá í töluna. Með því að
láta aðal mjólkurtimabilið koma
á innistöðutímann er auðveldara
að gera fóðrunina eins frá óri til
árs og frá einni stöð til annarrai'.
Yfir sumarmánuðina gæti mis-
munandi góð beit auðveldlega
valdið skekkjú í samanburðin-
um. Á stöðvunum eru kvígurnar
vegnar með ákveðnú millibili ög
þannig haft eftirlit með þrifum
þeirra. Þá er og auðvelt að átta
sig á vaxtareinkennum hvers
hóps um. sig. Sörriuleiðis er auð-
velt að uppgötva ættgenga júg-
urgalla og skaplesti, sem torvelda
mjaltir, séu þeir fyrir hendi.
Sama er að segja um flesta ætt-
genga eiginleika, sem áhrif hafa
á verðmæti gripanna.
Auk þess sem þessar stöðvar
segja til um erfðagildi nautanna,
eru þær taldar gera verulegt gagn
á þann hátt að útbreiða hag-
kvæmari fóðrun. Kvígurnar á
stöðvunum eru annað hvort
fengnar til láns hjá bændum
þeim, sem hafa alið þær upp eða
þær eru keyptar í þessu augna-
miði og síðan seldar aftur að
reynslutímanum loknum. Hvort
heldur sem um er að ræða, dreif-
ast þær út meðal bænda, eftir
veru sína á stöðvunum. Þeim
fylgja þá ábyggilegar upplýsing-
ar um afurðamagnið fyrsta
mj ólkurtímabilið. Þar sem fóðr-
unin á stöðvunum er það góð, að
afurðagetan nýtist vel, verða af-
urðatölurnar tiltölulega háar.
Það verður bændum þeim sem
eignast kvígurnar hvöt til þess
að nýta einnig vel afurðagetu
þeirra. En sú fóðrun sem miðar
að góðri nýtingu afurðagetu grip-
anna verður í nær öllum tilfell-
um hagkvæmasta fóðrunin.
Að sjálfsögðu hefir komið fram
verulegur munur á dætrahópum
hinna einstöku nauta, sem reynd
hafa verið á stöðvunum. T. d.
mjólkuðu dætur þess nautsins,
sem bezt reyndist 1948—’47 að
meðaltali 5.074 kg. með 4,24%
fitu eða 21.514 fituein. Dætur
lélegasta nautsins mjólkuðu sama
(Framhald á 11. síðu).