Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 23. maí 1951 Það er heimskulegt að hrúga inn í landið erlendum varningi, sem hægt er að framleiða hér úr íslenzkum hráefnum Nokkur mistök hafa orðið í ákvörðun „bátalistans" Fyrir nokkrum vikum réðisl Dagskrármál landbúnaðarins: Dreifing tilbúins áburðar Korninform blaðið liér á staðn- urn harkalega A forustumenn samvinnufélaganna og sakaði pá um að hafa í hy'ggju að segja upp fjölcla starfsfólks i skóiðnaði S.Í.S. Raunar kvað blaðið þó aðal- sökudólgana þó vera forustumenn Framsóknarfloklcsins, því að þeir réðu verzlunarmálunum (!) og bæru ábyrgð á því, að erlendur iðnaðarvarningur væri fluttur til landsins í stórum stíl. I vikunn'. sem leið, át blaðið fullyrðingar sínar um uppsagnir í skóverksmiðj- unni ofan í sig, og er slíkt ekki ný bóla þar í sveit. Engar uppsagnir hafa átt sér stað og eru ekki fyrir- hugaðar. Löngun blaðs þessa til að ófrægja forustumer.n samvinnufé- laganna og pólitíska andstæðinga, hafði þarna lagt undir sig réttar- vitundina, augljóst var, að þarna átti að nota einhverja óánægju al- mennings með ákvörðun bátalist- ans svonefnda og fyrirkomulag innflutningsmálanna til þess að klekkja á samvinnumönnum og snúa óánægjunni í þeirra garð. Þessum leik verður sjálfsagt hald- ið áfram. MISTÖK í INNFLUTN- INGSMÁLUNUM Það er alveg vafalaust, að nokk- ur mistök hafa orðið hjá yfirvöld- um þeim, er réðu ákvörðun báta- lisíans og fyrirkomulagi innflutn- ingsmálanna. Þetta verður e. t. v. augljósara hér á Akureyri en ann- ars staðar. Hér er starfandi lang- stærsta og fullkomnasta skóverk- smiðja landsins og í sambandi við hana skinna- og sútunariðnaður, er smátt og smátt hefur verið full- komnaður svo á» undanförnum ár- um, að nú eru framleiddir skór hér, sem eru að öllu leyti íslenzk fram- leiðsla, því að nýlega hófst fram- leiðsla sólaleðurs hér, er áður var keypt erlendis. Þessi íslenzka skó- gerð er fyllilega samkeppnisfær við erlenda framleiðslu um útlit og gaeði. Fjöldi manna hefur atvinnu við þennan iðnað, gjaldeyrisþörf hans er lítii, en hann eykur verð- Það virðist lítill hagur í því fyrir ^ þjóðfélagið, að eyða erl. gjaldeyri til þess að kaupa inn erlendan skó- fatnað í stórum stíl eftir að búið er að koma þessari aðstöðu upp í landinu sjálfu. Þetta er samt gert. Þessi skófatnaður er ekki fluttur inn fyrir bátagjaldeyri — og hinn innlendi iðnaður nýtur því ekki verndar hins háa verðs, sem á þess- um bátavörum er. Þessi varningur er keyptur í skiptum fyrir fiskaf- urðir og fluttur inn í allstórum stíl af heildsölum höfuðstaðarins. Þessi stefna hlýtur af stefna þeirri hættu yfir iðnaðinn, að þar verði samdráttur og skapist at- vinnuleysi. Skógerðin hér hefur að því leyti sérstöðu, að hún notar að langmestu leyti innlent hráefni. Það er því rangt að gera slíkum iðnaði erfitt fyrir. Ef hér x landi eru einhverjir, sem þykjast of fin- ir til að ganga á innlendum skó- fatnaði eins og hann er nú orðinn, var rétt að gefa þeim tækifæri til þess að kaupa slíkan skófatnað á hinu hærra verði bátagjaldeyris- ins. En skófatnaður er ekki á þeim lista, óg það voru mistök. ÞAR FR FLEIRA EN ÆTTl AÐ VERA A hinu ber þó meira, er listi þessi er skcðaður, að þar sé fleira en þar ætti að vera. Þegar sjávaf- útvegsrnálafáðherrann; lýsti fyrir- huguðum lista- í vetur, lét harm svo um mælt, að á honum væru vörur, sem væru í sjálfu sér æski- legar, en teldust ekki til brýnna nauðsynja. Manni hnykkir við, að hugsa til þessarar skilgreiningar, þegar það er ljóst orðið, að sal- ernispappír er t. d. á lista þessum. Það er vara, sem er „í sjálfu sér æskileg en ekki nauðsynleg“, sam- kvæmt þessu! Raunar má segja, að innflutningsyfirvöldin hafi nú um langt skeið lrtið þannig á þessa vöru, á sama tíma sem ríkisstofnun auglýsir þetta land sem ferða- mannaland með miklum krafti á mörgum tungumálum. Er að öllu þessu lítil fremd, svo að ekki sé meira sagt. Ymsar matvörutegundir eru og á bátalistanum, og kryddvörur, er til skamms tima þóttu ekki neinn „lúxus“, og raunar margt fleira, er mjög orkar tvimælis að þar eigi að vera. Endurskoðun þarf að fara fram á bátalistanum, og búa þarf svo um hnútana, að erlendur inn- flutningur og erlent vinnuafl ríði ekki að fullu þeim innlenda iðnaði, sem hagfelldastur er fyrir þjóðfé- lagið. Það er engin ástæða til þess ao ríghalda i lista þessa og tilskipanir. Réttara er að breyta þeim í sam- og fleiri slíkar tilskipanir bera það glöggt með sér, að það eru emb- ættismenn ríkisins, sem um hafa fjallað en eigi trúnaðarmenn verzl- unarstéttárinnar eða kunnáttu- menn og eigi heldur fulltrúar neyt- endanna í landinu. Hið sama má raunar segja um tollskrána og ým- is ákvæði hennar, sem eru fráleit. Vonandi sjá stjórnarvöld landsins til þess, að þau ákvæði bátalistans, sem lökust eru, verði ekki jafn- langlíf og heimskulegustu ákvæði tollskrárinnar. Hér þarf aðeins Garðhrífur Greinaskæri Stungukvíslar Arfasköfur Malarskóflur Steypiskóflur Ræsaspaðar Flórsköfur Mölbrjótar Höggkvíslar Eiturdreifarar Kaupíélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Þvottabalar Þvottapottar Þvottakústar Vatnsfötur Vírkörfur Ruslafötur Mjólkurbrúsar Kolasleifar Rykskúffur Kaupíélag Eyfirðinga Járn- og glei~uörudeild. Sauðaklippur Beislismél Kúakambar ístöð (kopar) Hringjur Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin Fjárhús og hlaða, til niðurrifs. er til sölu nú þegar. Upplýsingar gefur Jón Þórðarson, Timburhúsi KEA. Hús til sölu Húseign mín HÁTEIGUR úsamt túni og gripahúsi, til sölu. Ágúst. Steinsson. Armbandsúr ('Dömu), gulllitað, tapaðist sl. fimtudagskvöld. Góðfús- legast gerið aðvart á afgr. Dags, Fundarlaun. Góður barnavagn óskast. — Upplýsingar í síma 1776. Góður bíll Til sölu er nýupptekinn fjögra tonna Chevroletbíll með tví- skiptu drifi. Model 1942. Upp- lýsingar í síma 1280, Akureyri. smávægilega leiðréttingu. En slík leiðrétting, þótt smávægileg sé á pappírnum, getur haft mikil áhrif í lífinu sjálfu. Og allt bendir til þess, að þau áhrif ættu að verða til gagns. GERA MÁ ráð fyrir, að al- meirnt hefjist bændur handa um dreifingu tilbúna áburðarins nú þessa dagana. Verð áburðarins hefur þegar verið auglýst og vita menn nú, hvað míkið áburðurinn kostai-. Hækkun hans varð all- mikil og mun sú hrekkun skipta þúsundum króna á meðalbú. En eitt er víst, að þótt tilbúni áburð- urinn sé dýr, þá fæst með notkun hans, á ræktað land, það mikill uppskeruauki, að hann mun áreiðanlega í níu tilfellum af tíu vera mun ódýrari en' hliðstætt fóðurgildi í aðkeyptum fóður- bæti. * EINS OG ÁÐUR hefur verið að vikið í þessum þætti, er venj- an að bera ákveðinn skammt á hvern ha. eða dagsláttu og hag- nýta margir sína eigin reynslu í því efni, en auk þess er að finna leiðbeinirigar um áburðarmagn á mörgum stöðum, m. a. í leiðbein- ingum frá Áburðarsölu ríkisins, „Hvað á að bera á?“, Vasahand- bók bænda, 5. tbl. Dags 1951 (Áburðarpantanir 1951) og víðar. Hér skal því ekkert endurtekið, en í stað þess snúið sér að dreif- ingu áburðarins og nokkrum atr- iðum, sem þar skipta máli. Helztu áburðarefnin — kalí, fosfórsýra og köfnunarefnis- áburður, sem flutl: eru inn sem jurtanæringarefni, eru uppleys- anleg í vatni eða rotnum jarð- vegi. Þau koma jurtunum heldur ekki að notum, nema þau leysist upp og sígi ofan í jarðveginn. — Engin ástæða er að óttast upp- gufun áburðarins, þótt hann leys- ist ekki upp strax eftir dreif- ingu, ef tún eru orðin þurr og þurrviðri ganga á eftir. Eins og þegar er tekið fram, kemur áburðurinn ekki að notum fyrr en hann leysist upp og er það engan veginn útilokað, að í þurrkavorum á harðbalatúnum, geti liðið fleiri vikur án þess að nokkuð teljandi leysist upp. — í þannig tilfellum getur áburður- inn komið of seint til að gras- spretta verði eðlileg, því að til- raunir hafa yfirleitt sýnt, að mest uppskera fæst t. d. eftir saltpétur með því að bera hann á byrjun gróanda. Eins og kunnugt er nota ís- lenzkir bændur meginhluta til- búna áburðarins á túnin. Hús- dýraáburðurinn fer mest í ný- rækt og gai’ða. í ár verður áburðarnotkun á öllu landinu varla undir 20 milljónum króna virði. Skiptir það því ekki litlu máli, hvernig þessum verðmætum er dreift yfir túnin. * SEGJA MÁ að aðeins tvær að- ferðir séu notaðar við dreifing- una. Annars vegar dreift með höndum úr fötu og hins vegar með áburðardreifara. Hér skal ekki gerð tilraun til að lýsa hand- dreifingu, því'að eg held að það sé útilokað að læra hana með því að lesa lýsingu á aðferðinni, en á það skal bent, að það er engan veginn sama, hvernig hand dreifing fer fram, ekki af því að hún sé sérlega vandasöm, því að það er hún ekki, og allir meðal- verklagnir menn geta lært hin réttu handtök á 10 mínútum, ef þeir gera sér jafnframt ljóst hvaða þýðingu það hefur að dreifa áburðinum jafnt yfir. Að ná full- um vinnuafköstum tekur að sjálfsögðu nokkurn tíma. Allir, sem hafa citthvað komið nálægt áburðarnotkun og tún- rækt, þekkja hversu grasvöxtur- inn segir óþægilega eftir, ef illa er dreift. Enginn getur því svik- ist um að dreifa áborði á tún án þess að þau svik komizt upp á sínum tíma. Margur hugsar sem svo, að áburðurinn sigi um jarðveginn með regnvatni, en þetta er mesti misskilningur, því að fái ein- hverjir blettir engann áburð á yfirborðið, síast hann ekki í gegnum jarðveginn. Nægir í þessu sambandi að benda á randir sem koma fram, þegar dreift er ójafnt með áburðardreifara. Það er því ekki hægt að skáka í því skjól- inu. Þegar eg var ráðunaútur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands fann eg eitt sinn að því við bónda nokkurn, að mér þætti háðung að sjá hvernig hann bæri tilbúinn áburð á túnið sitt. Þá segir bóndi: „Þetta gerir ekkert til því eg ber svo áburð í skellurnar þegar þær eru komnar greinilega í ljós.“ Þannig notkun áburðar er áreið- anlega ekki sú rétta. Það skyldi enginn halda að hann hafi himin böndum tekið þótt hann hefði áburðardreifara, því að það er líka hægt að dreifa illa með áburðardreifara. Hins vegar er góður áburðardreifari, réttstilltur og samviskusamlega keyrður um túnið, eitt allra þarf- asta tæki, sem bændur hafa við bústörfin. Það er engan veginn vandalaust að stilln áburðardreif- ara bæði af því að áburðarteg. eru misjafnar að kornastærð og sífellt er verið að skipta um teg- undir s. s. köfnunarefnisáburð. Má því segja að hvern áburðar- dreifara þurfi að stilla á hverju vori. Þetta má gera á mjög ein- faldan hótt, eins og kunnugt er með því að mæla ummál hjóla dreifarans og dreifingarbi-eidd. Með því að hafa það hjól dreif- arans á lofti, sem snýr botnhlut- um áburðarkassans og snúa því t. d. 10 hringi og vigta áburðinn, sem þannig fer í gegn. Má þá fá vitneskju um hversu mikið magn dreifist á t. d. 100 m„ eða 1 ha. og þá hægt að breyta stillingu eftir því sem við á óg gera nýja athug- un á dreifingarmagni. Þegar áburðardreifarinn hefur verið stilltur fyrir ákveðið magn á hverja flatareiningu fyrir hinar ýmsu áburðartegundir er ekki annar vandinn við notlcun hans en að sjá um að ekki verði eftir reinar á milli og að fylgjast með því að nógur áburður sé í dreif- aranum. Þá skal að lokum tekið fram að áburðardreifing er veiga mikið atriði og helur mikla fjár- hagslega þýðingu fyrir afkomu búanna því skal vel til þessa verks vanda, með því verður uppskeran meiri og jafnari fyriir hver 100 kg áburðar. Telpa 12—13 ára, óskast á gott sveita- heimili til að gæta barns. Afgr. vísar á. Nýkomið: Drykkjarkönnur Hiíabrásar Hafnarbúðin h.f. Nýkomið: Kartöflumjöl Hrísmjöl Hafnarbúðin h.f. mæti landbúoaðarframleiðslunnar. ræmi við reynsluna. Bátalistinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.