Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 6
6 DAGUR Ungur eg var Saga eítir Ralph Moody (Framhald). Úti á tamningasvæðinu renndi Hi sér hljóðlátlega af hestinum sínum. Hann stóð grafkyrr jafn- skjótt og Hi sleppti taumhaldinu. Otemjan þrýsti sér fast upp að hestinum og stóð þar kyrr en nötrandi á beinunum. Hi gekk hljóðlega að henni og hélt hnakkn um í brjósthæð. Hann talaði enn blíðlega til hennar og allt þangað til hann hafði smeygt hnakknum á hana. Hann læddi einföldu beizli á hana. Það sást bara í hvítt í augum tryppisins, og sérhver vöðvi var strengduur undir titrandi húð- inni. Auðséð var, að þessi kyrrð mundi ekki ríkja lengi. Mig verkj- aði í brjóstið og eg uppgötvaði að eg hafði haldið niðri í mér and- anum. Hi spennti beltið fastar um sig, gaf vinnumanninum, sem hélt við merki, vatt sér í hnakkinn um leið og vinnumaðurinn sleppti og forðaði sér. Otemjan stóð kyrr í svo sem tíu sekúndur. Það var eins og hún væri höggvin í stein, og Hi var eins hreyfingarlaus. En svo var eins og hleypt væri af byssu. í fyrsta kastinu hófust framfæturn- ir hátt í loft upp og skullu síðan á jörðina. Hún hentist fyrst út á vinstri hlið og svo til hægri, prjón- aði og hamaðist. Eg var víst orð- inn náfölur, og eg var þurr í munn inum. Folinn hentist yfir tamn- ingasvæðið og kastaðist á girðing- unna hinum megin, og tók svo á rés aftur þvert yfir völlinn. Það var óhugsandi að nokkur hestur þyldi þennan sprett til langframa, enda fór svo að hann hægði á sér og stanzaði svo á miðju svæðinu. Þar stóð hann um 0 stund alveg kyrr, nema hvað hann skal enn á beinunum. Enginn, sem á horfði, sagði orð meðan folinn virtist vera að ákveða, hvort end- urtaka skyldi sama leikinn á ný eða fara sér hægar. Eg sá að titr- ingurinn í vöðvunum smáminnk- aði, og svo hreyfðust fæturnir, en ekki með ofsa eins og fyrr, heldur varlega, eins og þeir væru óstyrk- ir, svo brokkaði hann hring um tamningasvæðið. Eftir að þeir voru búnir að fara nokkrar ferðir með þessum hætti, benti Hi Mr. Cooper að opna ytra hliðið. Folinn þaut í gegnum hlið- ið og út á engið. Kannske hafa lið- ið tíu mínútur áður en þeir komu aftur, en þá var líka augljóst, að Hi og folinn höfðu komizt að sam- komulagi og skildu hvor annan. Þegar búið var að loka hliðinu, sté Hi af baki og losaði um meg- ingjarðirnar. Hann hlýtur að hafa verið búinn að undirbúa þetta allt löngu áður, því að einn vinnu- mannanna tók hnakkinn hans og bar hann þegar inn í hlöðu og kom aftur með litla hnakkinn minn. Eg skalf enn á beinunum, eg vissi, að stundin var komin. Nú átti eg að setjast á bak. Cooper spurði mig, hvort eg væri hræddur, en eg svar- aði, að eg væri ekki vitund hræddur, en það voru auðvitað hin herfilegustu ósannindi. (Framhald). tr—.... ....- 1 '?v KarJm. rylífralíkar teknir upp i clag. Brauns verzlun Kvensokkar svartir. Verð kr. 15.50, kr. 17.50 parið. Brauns verzlun Sportbolir Verð kr. 26.75. Brauns verzlun — -U r Fyrirliggjandi: Leikföng Garðstólar Bréfakörfur Þvottabretti Þvottagrindur Herðatré. LEIFSLEIKFÖNG Unglingsstúlka, 11—14 ára, óskast til að gæta barns. — Afgr. vísar á. Dansskemmtun verður að þinghúsi Glæsibæjar- hrepps laugardaginn 26. þ. m., og hefst kl. 10 e. h. Haukur og Kalli spila. Veitingar á staðnum. Kvenfélagið. Herbergi til leigu í Norðurgötu 60, uppi. SJÓSTÍGVÉL (fullhá). Verð aðeins kr. 185.00. GÚMMÍSTÍGVÉL hnéhá, írá kr. 60.00. Skóv.erzlun M. H. Lyngdal & Co. Skipagöíu 1. Sími 1580. Miðvikudaginn 23. maí 1951 Gluggatjaldaefni Höfum fengið 10 nýjar teg- undir af Cretonne-efnum, þunnum og þykkum. Hent- ug í gluggatjöld,rúmábreið- ur og sumaráklæði yfir bólstruð húsgögn. Brynjólfur Sveinsson h.f Skipagö'tu 1. Sími 1580. Kven- og karl- mannsreiðhjól Takmarkaðar byrgðir. Brynjólfur Sveinsson h.f Skipdgötu 1. Sími 1580. Sundskýlur fyrir börn og fullorðna. jBryjólfur Sveinsson h.f. Skipagötu 1. Simi 1580. Rakvélablöð nýkomin. Vöruhúsið h./f Vinnufatnaður Vinnuvettlingar Vöruhúsið h/f Jarðarberjasulta i dósum og glösum. Vöruhúsið h/f - , V f, 1 Sumarkjólaefni tekin upp í dag. Brauns Verzlun Handldæði, livit og mislit. Glasaþurrkur Afþurrkunarklú tar Brauns verzlun Sundbuxur Sundbolir Sundhúfur á börn og fullorðna. Brauns Verzlun Kven-undirföt allar stœrðir. Brauns Verzlun Nr. 18/1951 TILKYNNING Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffi- brennslum: Heildsöluverð án söluskatts ... kr. 34.67 pr. kg. Heildsöluverð með söluskattsi . . kr. 35.74 pr. kg. Smásöluverð án söluskatts .... kr. 38,42 pr. kg. Smásöluverð með söluskatti ... kr. 39.20 pr. kg. Sé kaffið selt ópakkað, skal það vera kr. 0.40 ódýrara livert kíló. Reykjavík, 16. maí 1951. V erðlagsskrif stof an. Dráttarvél (International), flutningavagn, diskaherfi og rótlierfi, til sölu. Ennfremur bárujárnsskúr. — Tilboðum sé skil- að fyrir 10. júní n. k. til undirritaðs, sem gefirr nánari upplýsingar. Fh. Búnaðarfélags Arnernesshrepps EGGERT DA VÍÐSSON, Möðruvöllum. 1 BÆNDUR! Ráðum kaupamenn, kaupakonur og unglinga til sveitastarfa í sumar. Hafið samband við oss sem fyrst. Sími 1110. Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar. BANN Öllum óviðkömandi bannaður aðgangur að sundlaugnini að Hrafnagili í sumar. U. M. F. Framtið. Orðsending frá Hótel KEA Eftirleiðis verður leikin létt hljómlist af þeim J. M. Riba og Árna Ingirnundarsyni, svo sem hér segir: Frá kl. 15.30—16.30 alla eftirmiðdaga nema sunnudaga og mánudaga. Frá kl. 21—23.30 öll kvöld nema mánudagskvöld. Hótel KEA Nýkomin: Mislit GUMMISTÍGVÉL á börn og unglinga. Kaupfélag Eyfirðinga ■— Skódeild. — W######f####################################################i ^#############################################################4' SANDALAR á börn og fullorðna. Skóbúð KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.