Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 23. maí 1951
D A G U R
7
Suðusúkkulaði
nýkomið.
Kaupíélag Eyfirðinga
Njlenduvórudeild
og útibú.
Vatnsglös
Kaupfél. Eyfirðinga
Járn- og glervörudeild.
TESTELL
12 manna.
Kaupfélag Eyfirðinga
Járn- og glervörudeildin
Garðhrífur
Stungugafflar
með gamla verðinu.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeild.
Reiðhjóladekk
og slöngur
Kaupfélag Eyfirðinga
Járn- og glervörudcild.
MÓÐIR, KONA, MEYJA.
(Framh. af 4. síðu)
Það, sem niður vissi, þegar tertu-
botninn var bakaður, er nú látið
snúa upp og ofan á botninn er
stráð lagi af púðursykri. Sykurinn
á að liggja í jöfnu lagi yfir allan
botninn. Þá er appelsínusafa hellt
varlega (svo að sykurinn ójafnist
ekki) yfir, en við það að blotna af
appelsinusafanum, verður kakan
sérstaklega ljúffeng. Að lokum ev
fínt söxuðum appelsínuberki stráð
yfir kökuna.
Góður tertubotn.
150 g hveiti, 150 g sykur, 150 g
smjörlíki, 3 egg, hálf tesk. gerduít.
Smjör og sykur hrært vel. Þá
eggjarauðurnár, hveiti og ger. Stíf-
þeyttum hvítunum blandað saman
við að lokum. Úr þessu fást 2 — 3
botnar.
— Frá bókamarkað-
inum
(Framh. af 5. siðu)
andi sigurmáttur hans. Fagur og
áhrifamikill í látleysi sínu er sálm-
urinn: „Vér trúum, þó að logi lágt
vort litla trúarskar". Hreimmikill
og hn'fandi er einnig þakkarsálm-
urinn í tilefni af stofnun íslenzka
lýðveldisins.“ (Sjá „Syng guði
dýrð“ nr. 32).-------„Margt er
annarra prýðisgóðra og trúar-
heitra sálma í safninu, frumortra
og þýddra. En mér sýnist fara vel
á því, að ljúka þessari stuttorðu
umsögn, sem rituð er með jólin í
huga, á eftirfarandi jólasálmi, sem
lýsir fagurlega lífsskoðun höfund-
arins, heitri trú hans og hugsjóna-
ást, og er einnig sérstaklega tíma-
bær, eins og nú er umhorfs í
heiminum: „Kom blessuð, þú nótt,
sem boðar trið“.“ (Syng guði dýrð
nr. 5).
Karlmanns-
armbandsúr
lundið- skammt frá húsi
rnínu á Litla-Árskógssandi.
Valves Kárason.
Chevrolet-vörubíll
tveggja tonna, model 1934, ný-
uppgerður, með mótor ’42, á-
samt varahlutum til sölu. Upp-
lýsingar í Ránargötu 9, eftir kl.
7 síðdegis.
Fjármark
mitt er: Sneiðrifað fr. hægra og
miðhlutað vinstra.
Jakob Marteinsson,
Skriðulandi, Aðaldal.
Takið eftir!
Tökum að okkur Iirein-
gerningar. — Upplýsingar
í Hríseyjargötu 21, norður-
enda, frá kl. 6—8 e. h.
SUNDLAUGIN
á Laugalandi
í Hörgárdai
verður opin fyrir almenn-
ing næstk. föstudag kl.
4—10, laugardag og sunnu-
dag kl. 2—10 e. h. Opin á
sama tíma næstu viku. —
Aðgangseyrir kr. 3.00 fyrir
fullorðna og kr. 1.00 fyrir
börn. — Sundlaugin er lok-
uð á öðrum tímum.
Vil kaupa mótorhjól
Afgr. vísar á.
Atvinna
Reglusamur, ábyggilegur,
duglegur maður, vanur bú-
störfum, óskast um óákveð-
inn tíma.
Upplýsingar í Skjaldarvík.
Stefán Jónsson.
Sænsk
gummistígvél
Asbyrgi h.f.
Þvottapottur,
kolakyntur, í sæmilegu lagi,
óskast keyptur.
Stefán Jónsson,
Skjaldarvík.
Stúlku,
helzt vana heimilisstörfum,
vantar mig nú þegar.
Gunnhildur Ryel.
Húsið Rauðamýri 11
er til sölu. Húsið er komið undir
þak og einangrað. Tilboðum sé
skilað fyrir 2. júní til undirrit-
aðs, sem veitir allar nánari upp-
lýsingar.
Jón Ingimundarson,
Kaupvangsstræti 1.
Upphlutsbelti
tapaðist á hvítasunnudag. Finn-
andi er beðinn að skila þvi í
Geislagötu 1. — Fundarlaun.
Egg til útungunar
brúnir ítalskir, til sölu. Pylsu-
gerð KEA tekur á móti pönt-
unum.
Gustav Behrind, Sjávarbakka.
Barnavagn
Nýlegur enskur Silvercross-
barnavagn á háum hjólum til
sölu. — A. v. á.
Ráðskona
óskast á lítið heimili. A. v. á.
Peningaveski
með símakvittunum o. fl., tapað-
ist í sl. viku, sennilega í mið-
bænum. Finnandi geri góðfús-
lega aðvart á afgreiðslu Dags.
íbúð
1—2 herbergi og eldhús óskast
til leigu nú þegar. — A. v. á.
Ú r
fannst við samkomuhúsið á
Breiðumýri fyrripartinn í
vetur. — Afgr. vísar á.
Trillubátur
31/2 tonn, með Droth-Dieselvél,
til sölu. — Upplýsingar á neta-
verkstæði Kaldbaks.
Tilboð óskast
í kú að öðrum eða þriðja kálfi,
tvær kvígur, 11 og 12 mánaða,
tvo kvígukálfa, eins og tveggja
vikna. Gripirnir allir af góðu
kyni. Frestur til 1. júní næstk.
— Réttur áskilinn að velja og
hafna.
Tryggvi Sigmundsson,
Ytra-Hóli.
Húseigendur!
Tökum að okkur að bika og
mála húsþök. — Sími 1372.
SAVOYKÁL
\
er bezta og hollasta kálið.
Hefur verið ræktað á Ak-
ureyri með góðum árangri.
Guðmundur í Brúnalaug
selur 6 plöntur í moldar-
pottum á 10 krónur. Ekki
tekið á móti pöntununl f
síma.
m BÆ OG BYGGÐ
I.O.O.F. Rbsl. 2 — C9523£i4 —
Messað í Glerárþorpi næstk.
sunnudag kl. 2 e. h. — F. J. R.
K. A. hvetur félaga
sína eindregið til þátt
töku í Samnorrænu
sundkeppninni. Tak-
markið er: að hver
einasti félagi taki þátt í henni.
Stiórnin.
Fíladelfía. Samkomur verða í
Lundargötu 12 sunnudaga og
fimmtudaga kl. 8.30 e. h. Söngúr
og hljóðfærasláttur. Allir vel-
komnir.
Bæjaryfirvöldin eru farin að
láta aka sjó á göturnar, segir
bíleigandi blaðinu, og vill hann
koma harðorðum mótmælum
á framfæri. Blaðið vill taka
undir það, að óhæfa er að aka
sjó á götumar. Með því móti
er verið í leynd að skemma
ökutækin og valda bifreiða-
eigendum tjóni. Vonandi kem-
ur slíkt ekki fyrir oftar.
Frá bazarnefnd „Berklavarn-
ar“ og „Sjálfsvarnar“. Alls söfn-
uðust 400 munir. Agóðinn, kr.
5.582.00 rennur í „Hlífarsjóð“
(styrktarsjóð fátækra berkla-
sjúklinga). Nefndin þakkar öll-
um sem stuðluðu að þessum
góða árangri.
Stjórn ÍBA heitir á alla með-
limi íþróttafélaganna í bænum,
að taka þátt í Samnorrænu
sundkeppninni, byrja sem fyrst
að æfa og þreyta sundraunina
þegar þeir finna sig færa til
þess.
Sextugur varð sl. mánudag Jón
Antonsson kaupmáður hér í bæ.
Unglingsstúlku,
12—13 ára, vantar mig sem
fyrst.
Hekla Asgrimsdóttir,
Þórunnarstræti 104.
Peningaveski
tapaðist síðastl. sunnudag á leið-
inni frá Hafnarstræti 100 að
Nýja Bíó. Finnandi vinsamlega
skili því gegn góðum fundar-
launum á afgreiðslu Dags.
Til sölu:
Rafmagns-hrærivél, rafmagns-
þvottapottur, saumavél, fótstig-
in, hlekkjaherfi, utanborðsmót-
or, rafmagnskaffikanna, stór, og
margt fleira.
SÖLUSKÁLINN,
Sími 1427.
seljum við næstu daga.
SÖLUSKÁLINN,
Simi 1427.
Herbergi
Frekar lítið kjallaraherbergi
óskast. Afgr. vísar á.
Ford-vörubíll
(1938), í góðu lagi, til sölu.
Upplýsingar á
Bifreiðast. Stefnir.
Sími 1218.
I.O.O.F. 13352581/2.
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju nk. sunnudag, kl. 2 e. h. —
Sr. P. S. prédikar.
Fermingarmessur í Möðruvalla-
prestakalli: Sunnud. 27. maí, kl. 2
á Möðruvöllum, sunnud. 3. júní kl.
1 að Bægisá, og sunnud. 10. júní
kl. 1 á Bakka.
Samkoma verður á Sjónarhæð
á sunnudaginn kl. 5 e. h. Allir vel-
komnir.
Fimmtugur verður á morgun Ás-
geir Árnason, 1. vélstjóri á Hvassa-
felli, Spítalavegi 9 hér í bæ.
Fimmtugur verður á morgun
Stefán Árnason, verkam., Norður-
götu 3.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin
saman í Reykjavík af biskupinum,
hr. Sigurgeir Sigurðssyni, frk. Guð-
rún Ólafsdóttir, símamær hér í bæ,
og Sigurður Skagfield óperusöngv-
ari, Reykjavík.
Hjúskapur. 19. þ. m. voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Margrét
Oddsdóttir og Jón Eymundur Asp-
ar, loftskeytamaður. Heimili þeirra
er að Þórunnarstr. 118, Akureyri.
Trúloíun sína hafa nýlega opin-
berað ungfrú Laufey Pálmadóttir,
verzlunarmær, og Valgarð Jónsson
vélstjóri, bæði til heimiils á Akur-
eyri.
Lúðrasveit Akureyrar leikur á
ráðhústorgi nk. föstudagskvöld, kl.
8.30, ef veður leyfir.
Fimm ára iröken fann útsprung-
inn fífil í garði hér í gævmofgun,
og er þá ekki um að deila, að sum-
arið er komið!
Biireiðaskcðun stendur yfir hér
í bænum. I dag eiga að mæta bif-
reiðarnar nr. A-451—A-525, og á
morgun nr. A-526—A-600. Nokk-
ur vanhöld eru á því, að menn
mæti með bifreiðar sínar. Bifreiða-
eftirlitið áminnir bifreiðaeigendur
að mæta á réttum tíma.
Fuglatjörnin. Enn halda börnin
áfram að gefa fuglunum í fugla-
tjörninni brauðmola. Þyrfti að
hætta því, vegna þess að endurnar
éta ekki brauðið héðan af, en rott-
unum fjölgar sífellt við pollinn
meðan brauðgjöfunum er haldið á-
fram.
Fyrir mistök hefur dregizt í
hélfan mánuð að birta kveðju
Björgvins Guðmundssonar til vina
sinna, sem birt er annars staðar i
blaðinu í dag. Er beðið velvirð-
ingar á þessum drætti.
Stangaveiðifél. Straumar. Fé-
lagsfundur í Rotarysal Hótel KEA
í kvöld kl. 8.30. Ýmis áríðandi mál
á dagskrá. Fjölmennið.
Tilhögun við sýnikennslu Heim-
ilisiðnaðarfélagsins i Brekkug. 3
þrjá síðustu daga maímánaðar :—
Þriðjud. 29. maí, kl. 3—6: Tóvinna
(Rannveig H. Líndal). S. d. kl 8—
11: Skinnavinna (Iðunn og Þóra
Sigfúsdætur). Miðvikud. 30. mai,
kl. 3—6: Mottur (H. B. o. fl.). S.
d. kl. 8—11: Litun (Sigr. Jóhanns-
dóttir o. fl.). Fimmtud. 31. mai, kl.
3—6: Prjón og hekl (Ásrún Jörg-
ensdóttir). S. d. kl. 8—11: Fornísl.
saumur og nútímahannyrðir (frk.
Ragnh. O. Björnsson). Þátttaka er
ókeypis fyrir Heimilisiðnaðarfé-
laga. Aðrir greiða lítilsháttar gjald.
Vinningar í happdrætti templara
15. þ. m.: nr. 7660 kr. 10.000.00,
nr. 29259 trillubátur, nr. 19769 ís-
skápur, nr. 4670 ritvél, nr. 25063
myndavél, nr. 624 ritsafn Jóns
Trausta, nr. 28826 þvottavél, nr.
20153 eldavél, nr. 3079 ritvél, nr.
3658 Islendingasögur, nr. 10675
skíði, nr. 19675 kvenreiðhjól, nr.
5711 ljósmyndavél, nr. 14655 karl-
mannsreiðhjól, nr. 7718 hraðsuðu-
pottur, nr. 13400 ljósakróna, nr.
11402 bókaskápur, nr. 517 hrað-
suðupottur, nr. 4659 saumavél, nr.
1948 saumavél, nr. 25221 vegg-
lampasett, nr. 26408 hrærivél, nr.
19554 hraðsuðupottur, nr. 6137
26230, 7915, 19872 og 18365 kr.
500.00 — Birt án ábyrgðar.