Dagur - 23.05.1951, Side 8
12
Bagur
Miðvikudaginn 23. maí 1951
Líklegt að margir votheystumar
verði byggðir í héraðinu í sumar
Aðalfundur Samvinnubyggingafélags
Eyjafjarðar var haldinn síðastliðinn
miðvikudag
Liklegt er, að allmargir vot-
heysturnarverði byggðir i hér-
aðinu i sumar og lil pess not-
uð Prometo-mót Samvinnu-
byggi ngarf élags Eyjafjarðar,
er svo vel hafa reynzt að und-
anförnu.
Sótt hefur verið um fjárfesting-
arleyfi til að byggja 18 turna,
flesta hálfháa, en ekki er búið að
afgreiða nein leyfi frá Fjérhags-
ráði enn sem komið er. Alls mundi
hasgt að byggja 30 turna á sumri,
ef vel gengi.
Blaðið fékk þessar upplýsingar
hjá Valdemar Pálssyni, er verið
hefur formaður Samvinnubygg-
ingafélags Eyjafjarðar síðan 1937
og haft á hendi forustu um fram-
kvæmdir félagsins á þessu tíma-
bili, en þær hafa verið miklar og
merkilegar. Aðalfundur félagsins
var haldinn sl. miðvikudag, og þá
baðst Valdemar Pálsson undan
endurkosningu, og var kjörinn í
hans stað. Árni Jónsson, tilrauna-
stjóri. Blaðið fékk eftirfarandi
upplýsingar um störf félagsins og
aðalfundarins hjá fráfarandi for-
manni, Vald. Pálssyni:
STARFSEMI SL. ÁRA
Hinn 16. þ. m. var aðalfundur
Samvinnubyggingafél. Eyjafjarðar
haldinn í Rotarysal Hótel KEA á
Akureyri. Á fundinum voru mætt-
ir, auk stjórnar og endurskoðenda,
fulltrúar úr nær öllum hreppum
sýslunnar.
Fundarstjóri var kosinn Jón
Siggeirsson, bóndi, Hólum. Ritari
fundarins var Helgi Simonarson,
bóndi, Þverá.
Formaður félagsins skýrði frá
starfsemi þess á liðnu ári og lagði
fram reikninga fyrir árið 1950, er
voru samþykktir í einu hljóði.
Samkv. eignareikningi átti félag-
ið í árslok kr. 96456.00 skuldlausa
eign. Þar af eru vélar, sem árlega
eru afskrifaðar, kr. 75.600.00.
I skýrslu formanns gat hann
þeirra breytinga, sem orðið 'nafa á
árinu með byggingareftirliíið á fé-
lagssvæðinu, Kvað hann sýslu-
nefnd Eyjafjarðarsýslu hafa feng-
ið staðfestingu á byggingarsam-
þykkt fyrir sýsluna, samkv. lögum
nr. 108, frá 31. des. 1945, og hefur
hún þegar ráðið Snorra Guð-
mundsson byggingameistara sem
byggingafulltrúa sýslunnar fyrir
yfirstandandi ár. En sem kunnugt
er, hefur Snorri haft á hendi eftir-
lit og umsjón með byggingum
bænda mörg undanfarin ár og leyst
þau störf af hendi með ágætum.
Mun starfssvið hans að mestu eða
öllu verða óbreytt framvegis.
B YGGINGA R í S VEIT UM
Formaður taldi, að byggt hafi
verið mikið i sveitunum á síðast-
liðnu ári eða iíkt og undanfarin ár,
en bjóst við að draga mundi úr
þeirri starfsemi á þessu sumri
vegna hækkandi verðs á efni og
vinnu.
Á árinu voru byggðir 4 votheys-
turnar, 12.5 m háir og 5 af lægri
gerð, sem hægt er að fylla án sax-
blásara. Hafa því verið byggðir
alls í votheysturnamótum félagsins
10 háir turnar og 5 hálfturnar á sl.
tveimur árum.
Hrærivélar og R-steinsvélar fé-
lagsins voru notaðar allmik'ð á ár-
inu, og var meiri eítiispurn eftir
þeim en hægt var að fullnægja.
■ Ut af skýrslu formanns urðu all-
miklar umræður á víð og dreif.
Komu meðal annars fram fyrir-
spurnir um, hvort rétt væri, að
leiga fyrir votheysturnamótin væri
um og yfir kr. 5000.00 á sex metra
háa turna, og hvort eigi væri hægt
að lækka leiguna, svo hægt væri
fyrir sem flesta bændur að fá
þessar vel gerðu heygeymslur.
KOSTNAÐUR VIÐ
BYGGINGAR
Formaður taldi hæpið. að hægt
væri að taka minna en nú væri
gert fyrir mótin, og með tilliti til
verðgildis krónunnar nú, mætti
leigan teljast lág, en hún væri og
hefði verið kr. 260.00 pr. hæðar-
meter í byggingum þessum. Las
hann upp svohljóðandi sundurlio-
aðan reikning yfir byggingu 6 m
turns, er steyptur var sl. haust:
Vinna 3 manna, 141 klt.
á kr. 16.00 .......... 2256.00
Leiga á mótorum og Die-
selvél, 6x260.00 .... 1560.00
Fyrir bíl undir Dieselvél 400.00
Klifurjárn, 18 m. 15.00 . 270.00
Benzín, smurning og hrá-
olía ................. 445.80
Frágangur á mótum (sam
eiginiegur kostn.) .... 209.70
Leiga á tæmimótum og
ferð Sverris Árnasonar
v. undirbúnings ...... 128.00
Umsjón og slysatrygging 266.50
Alls kr. 5536.00
KOSNINGAR
Úr stjórn átti að ganga formað-
ur félagsins, Valdemar Pálsson, og
baðst hann undan endurkosningu.
Kosningu hlaut Árni Jónsson til-
raunastjóri, Gróðrarstöðinni, til
þriggja ára.
Endurskoðandi var kosinn Helgi
Daníelsson, Björk, til tveggja ára.
Á fundinum kom fram fullkom-
inn skilningur á þeirri nauðsyn,
að allt sé gert til þess, að
sveitabýlin og peningshúsin verði
smekklega, haganlega og skipulega
gerð, svo að þau verði í samræmi
við fegurð héraðsins og geti veitt
fólkinu meiri þægindi og ánægju
við sveitabúskapinn en feður okk-
ar og mæður áttu vð að búa.
í BRÉFUM, sem blaðið
Fisliing News í London birtir
frá lesendum kemur fram
andúð á því, að tekið er á
móti fiski úr þýzkum togur-
um í brezkum fiskveiðahöfn-
um. í bréfi frá aðalritara
sambands togarayfirmanna í
Grimsby, er minnt á fanga-
búðir nazista og á méðferð þá,
er brezkir sjómenn fengu á
stríðsárunum og afþakkað, að
þýzkur fiskur sé borinn á
borð fyrir brezka sjómenn
eða fjölskyldur þeirra.
„ . . . i fru Borgs iscene-
sættelse“
Politiken segir frá heimsókn
Reumertshjónanna til Islands sl.
sunnudag og frá gestaleik frú Onnu
á Þjóðleikhúsinu. Segir þar m. a.:
„Den indhildt syge, der opföres i
fru Borgs iscenesættelse. . . . “
Þarna segja, víst JDanir hrein-
skilnislega það, sem leiklistargagn-
rýnendur Reykjavíkurblaðanna
hafa verið að tæpa á!
Er Bretum þungur
í skauti
Myndin er af Mohammed Mus-
sadegh, forsætisráSherra Iran, en
hann beitti sér fyrir þjóðnýtingu
olíuíindanna o£ upptöku á eign-
um brezk-íranska olíuféla^sins og
vill ekki semja við Breta um gerö-
ardóm. En Bretar telja einhliða
uppsöijn samningsins við Írans-
stjórn óéilda. Mussadegh er 71 árs.
Hann óttast nú mjög æsingar þjóð
ernissinna og heíur búið um sig í
þinghúsinu við sterkan hervörð,
þvi að þjóðernissinnar eru sagöir
sitja um líf hans.
Brezkur kommúnista-
leiötogi fær sjónina
á nýjan leik
Brezkur kommúnistaforingi, C.
H. Darke hefur sagt sig úr flokkn-
um, segir Sunday Express í Lond-
on sl. sunnudag. I greinaflokki í
blaðinu skýrir hann frá því, hvern-
ig flokkurinn framkvæmir fyrir-
skipanirnar frá Moskvá, og hvern-
ig flokksforustan snýst eins og
vindhani á burst eftir fyrirmælum
þaðan. Los er nú á kommúnista-
flokkum Vesturlanda, og blöskrar
hinum skárri mönnum Moskva-
þjónustan.
„Eg er kominn til að
sækja úr .. ."
í enska blaðinu Sunday Express
er sl. sunnudag sagt frá skrýtnum
orðaskiptum, sem áttu sér stað í
London á laugardaginn. Skozki
stúdentinn, sem stóð fyrir því að
ræna krýningarsteini Bretakon-
vnga úr Westminster Abbey á jóla-
dagsmorgun í vetur, birtist allt í
einu á Cannon Row löj>reglustöð-
inni í London. „Eg er kominn til
að sækja armbandsúr, er ég týndi,“
sagði hann við lögreglumennina.
„Eg týndi því í Westminster Ab-
bey á jólanótt." (Lögreglan hafði
fundið armbandsúr í kirkjunni eft-
ir ránið.) Stúdentinum — Ian Ha-
milton — var vísað inn til lög-
reglustjórans. Þeir þekktust. Lög-
reélustjórinn hafði yfirheyrt Ham-
ilton í Giasgow i janúar, en ekkert
hafði sannazt á hann þá. „Eg er
kominn til að sækja úrið mitt,“
sagði Hamilton. — „Hvaða úr?“
spurði lögreélumaðurinn. „Þegar
é£ spurði þig um úrið í janúar,
neitaðir þú því, að það væri þitt
úr.“ „Jæja, hvað sem því líður, þá
er það mitt úr, sem fannst í kirkj-
unni; é£ þarf endileéa að fá það
aftur, ég á ekkert annað úr,“ sagði
Hamilton. — En hann fékk ekki
úrið. Lögreglan neitaði að afhenda
það. „Þetta voru heldur óskemmti-
legir endurfundir,“ sagði Hamilton.
„E£ hélt, að maðurinn mundi sjá
hið spaugileéa við sitúasjónina, en
það gerði hann ekki. Það var nú
mein'.ð." — Brezka innanríkisráðu-
neytið hafði áður ákveðið að höfða
tekki mál út af steinshvarfinu. —
Kvaðst ekki vilja gera stúdentana
að „þjóðernislegum píslarvottum“.
Tillaga um að veita Glerá í Jötun-
heima og þurrka Gleráreyrar
fyrir athafnasvæði
Brúin stóra, sem fyrirhuguð er, yrði óþörf
Halldór Halldórsson, starfs-
tnaður shijmlagsttcfndar rikis-
ins, fyrrv. byggingarfulltrúi d
Akureyri, hefur gert íillögu
um að veit.a Glerd úr núvcr-
andi farvegi. sinum og norður
i Jötunheima, og fd þannig
stórt samfellt athafnasvœði þar
sem nú eru Glerdreyrar, sdm-
eina Glerdrþorpið og bæinn
landfræðilega, og gera brúna
sem fyrirhuguð er d Glerdreyr-
um, óþarfa!
Halldór mun á næstunni senda
þessa tillögu sína og greinargerð
með henni til bæjarstjórnarinnar
hér. Er hér um mál að ræða, er
vafalaust mun vekja mikla athygli
og umtal hér í bænum, hvort sem
horfið verður að þessu ráði eða
ekki.
TEL UR FL U TNINGINN
VERKERÆÐILEGA
AUÐVELDANN
Blaðið átti í gær sxmtal við Hall-
dór Halldórsson um mál þetta, og
kvað hann það rétt vera, að hann
væri að ganga frá tillögu um þetta
og greinargerð, sem send yrði bæj-
arstjórninni hér. — Halldór taldi
verkfræðilega auðvelt að fram-
kvæma þennan flutning árinnar,
og hann kvaðst þess fullviss, að
þetta væri mikið hagsmunamál
fyrir bæinn. En að öðru leyti visar
— Kaupgjaldsmálin
(Framhald af 1. síðu).
ins“ hafi fært verkalýðnum veru-
legar kjarabætur. — Hér er of
snemma hrósað happi. Menn eiga
eftir að sannreyna það, hver raun-
veruleg kjarabót þessi krónufjölg-
un er. Verðlag ýmissa nauðsynja
og þjónustu mun nú hækka til
samræmis við þessar kauphækk-
anir. Hin aukna dýrtíð, sem af
þessu leiðir, stuðlar ekki að at-
vinnuöryggi heldur þvert á móti.
Allir fagna því, að afstýrt er verk-
föllum og starf hefst á ný í mörg-
um atvinnugreinum. —- En menn
verða að gera sér ljóst, að þótt
þessir samningar hafi tekizt um
að fjölga krónunum í hendi laun-
þeganna, er langt frá því að þjóð-
félagið hafi þar með leyst efna-
hagsvandamál sín. Að sumu leyti
eru þau nú hættulegri og torleyst-
ari en áður. Þess skyldu menn
gæta, jafnframt því, sem þeir lesa
frásagnir Alþýðuflokksins um „á-
ltveðna forustu" og „verulegar
kjarabætur“.
Fyrsta handknatt-
leikskeppnin n. k.
sunnudag
Hraðkeppni í handknattleik fer
væntanlega fram nk. laugardag á
nýja íþróttasvæðinu. Er það fyrsta
útihandknattleikskeppnin í vor.
Keppt verður í meistaraflokki
karla og kvenna frá þrem félögum:
Þór, K.A. og ÍMA. Eru félögin lík-
lega mjög jöfn að getu, og má bú-
ast við harðri keppni í báðum
flokkum. Sl. ár sigraði K.A. þessa
keppni, en árið þar áður IMA.
Handknattleiksráð Akureyrar
mun sjá um mótio að þessu sinni.
hann til tillögu sinnar og greinar-
gerðar, sem hann er að senda bæj-
arstjórninni, og óskaði ekki að
gefa nánari skýringar á tillögu
sinni að svo komnu máli.
Blaðið mun síðar skýra nánar
frá tillögum Halldórs um þetta
efni.
Á annað hundrað
manns syntu 200
metrana fyrsta
daginn
Samnorræna sundkeppnin hófst
hér kl. 10 árdegis á sunnudaginn.
Var sundstæðið skreytt fánum
Norðurlandaþjóðanna. Formaður
framkvæmdanefndar, Ármann Dal
mannsson, ávarpaði þá, er mættir
voru til keppni og aðra gesti, en
að því búnu hófst sundraunin, og
syntu fyrstir nemendur Mennta-
skólans og Gagnfræðaskólans. Alls
syntu á annað hundrað manns
fyrsta daginn. Þátttaka hefur verið
allgóð síðan. Sundkeppnin fer fram
kl. 5—S.30 e. h. á virkum dögum
og kl. 9—11.30 f. h. og kl. 2—6
e. h. á sunnudögum.
Frá Heimilisiðnaðar-
félagi Norðurlands
Það er í ráði að hafa dálitla
sýningu í húsakynnum félagsins í
Brekkugötu 3, Akureyri, laugar-
daginn 26. maí frá kl. 8—11 síð-
degis, og sunnudaginn 27. maí, kl.
4—11. Ölíum er heimill aðgangur.
Þarna verður sýnt það, sem ofið
hefur verið á vefnaðarnámskeiði
félagsins undanfarna daga, og þar
að auki nokkuð af algengum heim-
ilisiðnaðarmunum, það sem til
næst á skömmum tíma. Húsrúm
er takmarkað og lítill tími til
stefnu. Félagið hyggst að efna til
lítillar sýningar árlega að vorinu
til i húsakynnum sínum.
Þá gerir Heimilisiðnaðarfélagið
ráð fyrir að efna til sýnikennslu í
nokkrum greinum heimilisiðnaðar
þrjá síðustu daga maí (29., 30. og
/
31. maí) á sama stað. Það verða
tveir flokkar á dag, kl. 3—6 og
kl. 8—11 e. h. (6 flokkar í allt):
Leiðsögn i tóvinnu, litun, prjóni og
hekli, hannyrðum, mottugerð og
leðurvinnu (þrjár stundir í hverri
grein). — Upplýsingar gefur for-
maður félagsins, Halldóra Bjarna-
dóttir, sími 1488.
V aðlaheiðarskaf linn
12 metrar
I gærmorgun snemma luku
vegagerðarmenn við að ryðja
braut gegnum stóra skaflinn vest-
an í Vaðlaheiði, og reyndist efri
brún hans þá 12 metra há! Mikið
vatnsrennsli er á háheiðinni, og er
búizt við að vegurinn verði fljótt
ófær, ef þungavöruflutningi verður
haldið áfram um hann.