Dagur


Dagur - 11.07.1951, Qupperneq 2

Dagur - 11.07.1951, Qupperneq 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 11. júlí 1951 Dagskrármál landbúnaðarins: Nýtt lyf, sem auðveldar hirðingu mjólkuríláta, mjaltavéla o. fl. Eitt af þeim vandamálum, sem mjólkurframleiðendur hafa jafn- an við að glíma, árið um kring og þá sérstaklega um sumartímann, er að halda mjólkinni í 1. flokki. En, eins og kunnugt er, keppa framleiðendur að því að vanda þessa búvöru sem mest. Mjólk- ursamlögin rantrsaka gerlagróður mjólkurinnar frá hverjum ein- stökum framleiðenda a. m.. k einu sinni í viku. Flokkun mjólk- urinnar er tilfaerð á viktarseðlana og fær því framleiðandinn strax að vita, í hvaða flokki mjólk hans er. Það er ekki óalgengt fyrir- brigði að mjólk fari í 2. og jafn- vel 3. og 4. flokk, en 3. og 4. fl. mjólk er verðfelld mjög mikið og hafa því framleiðendur fjárhags- legt aðhald með þessu fyrirkomu lagi. Er því til mikils að vinna að halda mjólkinni í 1. flokki. Orsakir þess að mjólk flokkast ver en venja er til hjá hverjum einstökum framleiðenda, geta verið margvíslegar og skal hér aðeins bent á fátt eitt þar að lútandi. Algengasta orsök lakari flokk- unar á mjólk er ónóg kæling. Víða er kæliútbúnaður ekki sem beztur, kælivatn stundum of lít- ið eða ekki nógu kalt eða morgun mjólk alls ekki kæld. Þegar hlýnar snögglega í veðri, gæta menn þess oft ekki að ekki dugar að senda ókælda mjólk t. d. á opnum bíl í sólskini, eða láta hana standa úti við veglengri tíma í hlýju veðri og sólskini, sé ónóg kæling orsök slæmrar flokkunar er mjög oft hægt að bæta strax nokkuð úr því, en að þessu sinni verður ekki farið nánar út í þessa hlið málsins. Annað atriði, sem oft er orsök slæmrar flokkunar er ófullnægj- andi hreinlæti í sambandi við mjaltir, bæði hvað snertir mjalt- irnar sjálfar og einnig hirðingu á ílátum og vélum svo og þvottur og hirðing kúnna sjálfra, en þrátt fyrir vandvirkni í hvívetna verð- ur varla komist hjá því að í mjólk ina komist einkanlega gerlar, sem fá hin ákjósanlegustu skil- yrði í mjólkinni og fjölgar þeim mjög fljótt, ef t. d. mjólkin er illa kæld og spilla henni fljótlega. Sá gerlagt'óður sem oftast er orsök slæmrar flokkunar á mjólk eru sýrugerlar. S. I. 15—20 ár hafa mjólkur- framleiðendur notað m. a. efni sem klórkalk heitir til að auð- velda hirðingu á mjólkurílátum, vélum og við þvott á júgri, og höndum mjaltara. Þykir efni þetta ómissandi þar sem um mjólkursölu er að ræða. Hrein- lætisgildi klórkalks er þó tak- markað og þrátt fyrir notkun þess megnar það ekki að halda mjólk frá því að súrna eða skemmast, ef kæling eða annarri meðferð er ábótavant. Fyrir nokkru síðan sá ég í dönsku búnaðarblaði getið um amerískt efni, sem á að vera áhrifaríkt og auðvelda mjög þá viðleitm 'mjólkurframleiðenda að hafa alfa mjólk alltaf í I. flokki. Efni þetta er kallað Germidin „V“ og er nú framleitt m. a. í Danmörku. Skal hér í stuttu máli sagt frá helztu eiginleikum þessa efnis og notkun þess. Efnafræði- lega séð er það samband ammon- íumlúta (heterocyliske kvater- nære ammóniumbaser). Það er talið mjög gerilsneyðandi (anti- septisk) og sótthreinsandi (des- inficerende) efni. Það er ósak- næmt með öllu, bæði mönnum og skepnum. Það er lyktarlaust, skemmir'ekki málma né málm- ílát, gúmmíslöngur eða plastic- efni. Það er óskaðlegt fyrir hend- ur og júgur. Germidin „V“ er notað í upp- lausn 0,15%. Það má nota það til að sótthreinsa og gerilsneyða m. a. mjólkurdunka, mjólkurfötur, mjaltavélar, sikti, þvott á hönd- um og júgri. Þá er því talið það til gildis, að með notkun þess við hreinsun á kæliskápum, sé mjög auðvelt að eyða allri lykt, Þá má einnig sótthreinsa með því pen- ingshús, með því að sprauta því á veggi, gólf og loft. í auglýsingu frá verksmiðjunni í Danmörku, sem framleiðir þetta efni, segir að Germidin „V“ fari sigurför alls staðai' þar, sem það hefur verið notað og að óheppi- legur gerlagróður, skaðlegar bakteríur, mygla o. fl. sé ekki lengur neitt vandamál fyrir land- búnaðinn, ef menn nota bara Germidin „V“. Mér virðist, að þetta efni þurfi að fá til reynslu hér. E. t. v. hef- ur það verið reynt, en mér er ekki kunnugt um það og eg minn ist ekki að hafa séð það auglýst né um það skrifað. Ættu kaup- félögin eða mjólkursamlögin að hafa forgöngu um að útvega það og reyna. \ í Danmörku fæst Germidin „V“ í kauþfélögum, hjá kaupmönnum og í apótekum. Danir hafa m. a. rannsakað verkanir þess á til- raunamjólkui'búinu í Hilleröd og telja framleiðendur (Kemisk Værk Köge A/S) að reynslan sýni, að það slái allt annað út og sé nú fyrst skapaður öruggur giundvöllur fyrir I. flokks mjólkurframleiðslu. í ST4JTTU MÁLI BLAÐIÐ BT í Kliöfn birti þessa sögu nú um mánaða- mótin: ísland hefur eignazt nýtt túrista-slagorð og á það að þakka íþróttaritstjóra vor- um, Börge Munk Jensen. — Hann ferðaðist til Islands í vikunni sem Ieið og fór í „miðnætursólarflug“ með einni af vélum Flugfélagsins. En þá fór Jensen að líða illa. Hann varð stífur í hálsinum og rétt í þann mund er vélin flaug yfir heimskautabauginn var ásjóna hans á að líta eins og Heklufjall í gosi, svo rauð- ur og þrútinn var hann í framan! Við heimkomuna til Reykjavíkur var læknir sótt- ur og þá uppgötvaðist að hann hefði tekið barnasjúkdóm — hlaupabóluna. Forstjóri Ferða skrifstofunnar (Þorl. Þórðar- son) var fljótur að grípa tæki- færið og fékk þar með hug- myndina að stórfenglegri aug- lýsingaherferð: „Komið til fs- lands og verðið böm á ný!“ ★ DÖNSK OG SÆNSK hlöð skrifa mikið um landskeppn- ina í Oslo og knattspyrnu- kcppnina í Reykjavík. 26. júní sagði BT í Khöfn: „Island frygter dansk Atletik denne Gang.“ Eftir landskeppnina: „Af islandsk Atletik kan Dan- mark lære meget.“ ★ SÆNSKA BLAÐIÐ Ex- pressen kallar sigur fslands í knattspyrnunni „ett nytt Japan för Svensk fotboll". — Þetta þýðir það, að Svíar jafna ósigri sínum hér við það, er Japanar sigruðu þá óvænt á Olympíuleikjunum 1936 og útilokuðu Svía frá heims- meistaratign í íþróttum! ★ DAILY EXPRESS í London hefur heitið 1000 sterlings- punda verðlaunum hverjum þeim, sem getur upplýst, hvar brezku utanríkisstarfsmenn- irnir Burgess og MacLean eru niður komnir. Þeir hurfu seint í maí og er talið að þeir hafi e. t. v. farið til Rússlands. iUllargarn I; Fyrsta flokks ullargarn ;; í mörgum litum, ný- j; koniið. Verð kr. 29.00 !; 110 gr hespa Dömusokkar úr ísgarni, góð tegund. Verð aðéins kr. 1S. 5 5 Sumarkjólaefni Margar gerðir. AUGLÝSING frá Framleiðsluráði landbúnaðarins um lieildsöluverð á hrossakjöti og nautakjöti Hrossakjöt (heildsöluverð): ; Tr. I kr. 8.00 pr. kg I þessum llokki sé kjöt af hrossum á aldrinum 1 l —5 vetra, e£ skrokkarnir eru vel útlítandi o<r hæfi- l O ; lega feitir. | Hr. I kr. 7.30 pr. ltg ; I þessum flokki sé kjiit af hrossum á aldrinum 6—9 vetra, ef skrokkarnir eru vel útlítandi og j hæfilega feitir. | Hr. II kr. 6.00 pr kg í þessum flokki sé kjöt af hrossum 10—15 vetra, enda séu skrokkarnir vel útlítandi og ekki of feitir. ; Nautgripakjöt (heildsöluverð): ; AK I kr. 14.40 pr. kg I þessum flokki sé kjöt af aígeldum kvígum 6 ; mánaða til 2Vz árs, uxum á sama aldri og naut- ; kálfum, 6 mánaða til tveggja ára, séu skrokkarnir ; holdmiklir og vel útlítandi. i| AK II kr. 13.20 pr. kg «; I þessum flokki sé kjöt af sams konar gripurn og j| eru í AK I, séu skrokkarnir lakari. jj N I kr. 13.20 pr. kg !; í þessum flokki sé kjöt a£ nautum 2—4 ára, séu ;j skrokkarnir holdmiklir og vel útlítandi. i; N II kr. 12.00 pr. kg í þessum Ilokki sé kjöt af nautum 4—6 ára og I; lakara kjöt af 2—4 ára nautum. ji UK I kr. 13.20 pr. kg ;j í þessum llokki sé kjöt af kálfum 2—6 mánaða, jj séu skrokkarnir vel útlítandi og holdgóðir. !j UK II kr. 9.60 pr. kg 1 þessum flokki sé kjöt af kálfum V2—2 rnánaða j; og lakara kjöt af kálfum 2—6 mánaða. jj UK III kr. 7.20 pr. kg 1 þessum llokki sé kjöt af kálfum V2 mánaðar og jj yngri, séu skrokkarnir söluhæfir og lakara kjöt a£ j: kálfum Vz—2 mánaða. jj K I kr. 12.00 pr. kg I þessum flokki sé kjöt af kúm 5 vetra og yngri, :: séu skrokkarnir holdgóðir og vel útlítandi. ;j K II kr. 9.60 pr. kg jj í þessum flokki sé kjöt af kúm 5—10 vetra og j: nautum 6—10 vetra og lakara kjöt af yngri grip- l; um, enda séu skrokkarnir vel útlítandi. jj K III kr. 7.80 pr. kg ;j í þessum flokki sé kjöt af kúm 10 vetra og eldri og lakara kjöt af yngri kúm, enda séu skrokkarnir j! sæmilega útlítandi. jj K IV kr. 4.80 pr. kg ;j 1 þessum llokki sé kjöt af rýrum kúm, gömlum nautum og annað nautgf'ipakjöt, teljist það sölu- jj hæft. j Smásöluverð á súpukjöti: jj AK I kr. 19.20 hvert kg. AK II. N I og UK I kr. ; 17.60 hvert kg. lj Ofanskráð verð á nautgripakjöti og hrossakjöti er ;j sumarverð, sem gildir þar til annað verður ákveðið. jj Reykjavík, 31. maí 1951. Framleiðsluráð landbúnaðarins. i...................................................

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.