Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 22. ágúst 1951 Grænlandsmiðin geta gefið miklu meira fískmagn en nú er veitt þar \ Norski fiskimálastjórinn ræðir um kynnisferð til Grænlands í sumar Rússar hafa gert Póiland að ný- lendu - segja pólskir fióttamenn 200 þúsund rússneskir hermenn við varð- gæzlu við landamærin Grænlandsstjórn bauð norska fiskimálastjóranum, Klaus Sunn- anaa til Grænlands í sumar, til þess að kynna sér fiskveiðarnar þar og aðstöðu til útgerðar. í förinni kom fiskimálastjórinn við í Færeyingahöfn, þar sem Isfox-ðmenn hafa aðsetur með út- gerð sína og vígði m. a. noi'skt sjómannaheimili þar. Sunnanaa dvelur enn á Græn- landi, en í viðtali, sem danskir blaðamenn áttu við hann í Godthaab nú fyi'ir nokkrum dögum, og birt er í dönskum blöðum í sl. viku, segir hann. að hann telji auðsætt að Græn- landsmið þoli miklu meiri þoi'sk- veiði en nú sé stunduð það. — í viðtalinu segir m. a. svo: Gífurleg fiskigengd. Samkvæmt opinberum skýrsl- um er heildarþorskveiðin við Grænland 100 þús. til 125 þús. tonn á úri og það er ekki meira en við í Noregi fiskum við Ló- fóten1 eingöngu. Eg tel að fiska megi miklu meira við Grænland en nú er gert, án þess að nokkur hætta sé því samfara fyrir fiski- stofninn. Má auk heldur segja, að ef veiðin verður ekki meira stunduð í framtíðinni, muni lífs- skilyrði fyrir allan þennan fisk vei'ða örðug, því að fiskigengdin er gífui'leg. Aukin veiði þarfnast vitaskuld aukinna útflutnings- möguleika, en ætla má að nægur markaður verði fyrir bæði salt- fisk og frosinn fisk. r íslandskvikmynd Linkers sýnd hér í vikulokin Bandaríski kvikmyndatöku- maðurinn Hal Linker er væntanl. hingað í vikulokin með kvik- mynd sína „Sunny Iceland", sem svo góða dóma hefur hlotið í höf- uðstaðnum, og munu fyi'stu sýn- ingar hér verða næstk. föstudag kl. 7 og 9. Aðgöngumiðasölu mun Ferðaskrifstofan annast. Skutu 9 seli I; í Skjálfandafljóti !| Um sl. helgi fóru nokkrir;! !; ungir menn héðan af Akureyri!; !;til selveiða í ós Skjálfanda- ; J; fljóts og varð vcl ágengt. —!; Skutu þeir 9 landseli í ósnum !; ;!og upp í fljótinu sjálfu. Segja !; !! þeir mikið um sel þarna og;| !; áætla að 30—40 stk. hafi verið ;! !; í ósnum er þeir komu þangað.;! !; Skytturnar höfðu leyfi land- !; !; eiganda til veiðanna og fékk!; ;! hann hlut veiðinnar, en af- !; ganginn fluttu þeir á vörubif- ;; !! reið til Akureyrar. Stærstu;; !; selirnir voru um 150 kg. að !; þyngd. Selur sækir nú mjög í;! 1; árósa víða hér norðan lands,!; !;enda hefur selveiði að mestu! || lagst niður hin síðari ár. !| Nýstárleg nautgripa- sýning í Eyjafirði Fyi-ra sunnudag var hald- in nautgripasýning að Þverá á Staðaibyggð á vegum Sambands nautgriparæktarfélaga Eyja- fjarðar. Sýning þessi var með nokkuð öðru sniði en þær naut- gripasýningar, sem haldnar hafa verið áður í héraðinu. — Þarna voru ekki einstöku kúm veitt vei'ðlaun, heldur var verið að sýna tvo systrahópa undan naut- um, sem nú eru í notkun á sæð- ingarstöð S. N. E. og aðaltilgang- ur sýningarinnar var að fá skorið úr um kynbótagildi þessara nauta. Nautin, sem áttu þarna dætur, voi-u Kolur nr. 105 fi'á Litla- Hamri í Hrafnagilshreppi, og Víðaskúta nr. 130 frá Grænavatni í Mývatnssveit. í hvorum hópnum voru röskar 20 kýr úr Kaupangssveit og Stað- arbyggð, og mátti glöggt sjá sam- eiginleg ættareinkenni systranna í hvorum hópnum um sig. Páll Zóphoníasson, búnaðar- málastjóri, rnætti á sýningunni og dæmdi gripina. Dæmdi hann Kal nr. 105 fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi, en af dætrum hans hefur engin í-eynzt illa, en marg- ar mjög vel. Víðaskúta nr. 130 taldi hann hins vegar ekki nægi- lega reyndan til þess að gefa honu múrskurð, þó að margar dætur hans lofuðu góðu sem mjólkurkýr. Að sýningunni lokinni flutti Páll Zóphoníasson erindi. í lok máls síns þakkaði hann eyfirzk- um bændum gott samstarf í nautgriparæktinni, en hann hef- ur, svo sem kunnugt er, verið x'áðunautur B. í. í nautgriparækt á þriðja tug ára, en mun nú láta af því starfi. JÖRUNDUR AFLAIIÆSTUR. Samkvæmt síldveiðiskýrslu Fiskifélags íslands varð síldveið- in í vikunni sem leið sáralítil, eða alls 21500 mál í bræðslu og 4300 tn. í sal, en þar af veiddist tals- vei't í Faxaflóa. Jörundur er enn aflahæsta skipið, með 10085 mál. Danska fréttastofan flutti sl. sunnudag viðtal við pólsku flótta mennina, sem fyrir skemmstu komu til Svíþjóðar á póiskum tundurduflaslæðara. Gerðu sjóliðarnir uppreist, lokuðu yfirmenn sína inni í klef- um á skipinu og sigldu því síðan I til sænski'ar hafnar og báðust landvistar sem pólitískir flótta- menn. Þessir flóttamenn segja, að Rússar séu sem óðast að bi-eyta Póllandi í rússneska nýlendu. — Rússar hafa sterkan hervörð við öll landamæri Póllands — lík- lega 200 þús. manna lið, segja flóttamennirnir, þar að auki er strandgæzlan af sjó stóraukin í seinni tíð og með þessum aðgerð- um öllum er reynt að fyrii'byggja að Pólverjar geti flúið land, en aðalhlutverkið er þó að flytja „fólk, sem ekki má treysta“, með valdi burt frá 30 km. breiðu svæði meðfram öll- um landamærum. Þarna er verið að byggja radarstöðvar, koma upp strandvirkjum og gera flugvelli, og er vinnuafl pólitískra fanga að verulegu leyti notað til þess að fram- kvæma þessi verk. Gífurlegur herbúnaður. Flóttamenn þessir skýra enn- fremur svo frá, að loftfloti Pól- ■lands sé nú mjög efldur með nýj- um, rússneskum orrustuflugvél- um og vélunum fylgja rússnesk- ir séi'fræðingar, sem eiga að sjá Þegar brezku fuglafræðing- arnir, undir leiðsögu Peter Scott, gistu bæinn á dögunum á leið til Mývatns, notuðu þeir tækifærið til að skoða andatjörnina hér í bænuin og fuglasafn það, sem Jakob Karlsson gaf bænum í vetur. Kristján Geirmundsson var leiðsögumaður þeirra. Leizt tjörnin skemmtileg. Peter Scott leizt andatjörnin okkar skemmtileg og haganlega fyi'irkomið og auðséð að fuglun- um liði þar vel. Hann undraðist að tjörnin skyldi í vetur hafa rúitiað rösklega 400 endur og hvatti til þess að hún yrði stækk- uð eins og fyrirhugað er, þ. e. í átt til sundlaugarinnai'. Fugla- safnið þótti Scott hai’la mei'kilegt og hafði hann orð á því, að fugl- arnir væru vel og sérlega smekk- lega uppsettir af Kristjáni Geir- mundssyni. ur hæfni þessa hluta loftflotans. í hópi flóttamannanna eru 3 landmælingamenn og upplýsa þeir, að skip þeix-ra — tundur- duflaslæðari í pólska flotanum — hafi undanfarnar vikur unnið að því að kortleggja svæði í Eystra- salti, sem ætlunin er að leggja tundurduflum í næsta stríði. — Þessu vei'ki stjói'nar rússneskur sérfræðingur. „Friðurinn“ er skálkaskjól. Þessir flóttamenn lýsa því enn- fremur yfir í viðtalinu, að á bak við skálkaskjól „fi’iðar“-hjalsins, fari fram gífui'legur endurvíg- búnaður í Póllandi. Flóttann kváðust þeir hafa ákveðið til þess að þui'fa ekki að bei'jast með Rússum gegn lýðræðisþjóðunum. Þingeyingar sigruðu Austfirðinga í frjálsum íþróttum Síðastl. sunundag fór fi'am hin árlega íþi'óttakeppni í milli Ung- menna- og íþróttasambands Austurlands og Héraðssambands Þingeyinga. Var keppt að Laug- um. Veður var fremur óhagstætt, áhorfendur fáir, en keppnin fór vel fram og varð árangur allgóð- ur. HSÞ bar sigur úr býtum, með 194 stigum gegn 151. Keppt var í flestum frjálsíþróttagreinum, og voru 3 keppendur í hveri'i grein fi’á hvorum aðila. Á að liefjast handa í sumar? Ráðgert er að stækka anda- tjörnina verulega, sem fyrr segir, og leggja þennan hluta gilsins, allt að sundlauginni, undir fugl- ana. Æn enn bólar lítið á fx-am- kvæmdum af bæjarins hálfu. Ef stækkunin á að komast til fram- kvæmda næsta sumar,' er nauð- syn að hefja undii'búningsvinnu þegar í sumar eða haust. Vekur athygli. Fuglatjöi’nin í gilinu vekur sí- fellt athygli fei'ðamanna, bæði vetur og sumar. Er því nokkui's um vert að rækt sé lögð við að gera hana vel úr garði. — Dæmi um athygli þá, sem tjörnin vekur, er ferðasaga í Mbl. 11. þ. m., þar sem fei'ðamaður lýsir því, er hann fýsti að sjá á Akureyri, En það var: Gefjun, kirkjan, Lystigarðurinn og „svanatjörn- in“. YMISLEGT FRA BÆJARSTJORN SVAVAR GUÐMUNDSSON hefur ki'afizt gi’eiðslu frá bænum fyrir land, sem tekið hefur verið af lóð Útvegsbankans undir Bjarmastíg, en bæjari'áð hafnað kröfunni á þeim forsendum, að eng- ar kröfur hafi verið gerðar um greiðslu af eigendum lóðarinnar, er gatan var lögð, enda greinilegt að götulagningin hafi aukið vei'ð- mæti lóðarinnar. Það kemur fram í bréfaskiptum þessum, að Svav- ar er orðinn eigandi þessarar lóðar — og hyggst byggja á henni íbúðarhús og hefur þegar hlotið leyfi til þess. — Trúnaðai'mannaráð bílstjórafélagsins hefur skoi'að á bæjarstjói'n að sjá um að bifreiðar, sem afgreiddar eru á bifreiðastöðvum eða Ferðaskrifstofunni hér, séu til heimilis á Akui'eyri, sérleyfisbifreiðar undanskildar. Bæjar- í'áð leggur til að bæjai'stjói'n skori á Ferðaskrifstofu ríkisins og for- ráðamenn bifreiðastöðva, að nota ekki utanbæjarbíla eða hafa bíl- stjóra, sem eru utanbæjar, í þjónustu sinni. -----o----- ASGRÍMUR STEFÁNSSON OG ÞORVALDUR JÓNSSON hafa fengið leyfi bygginganefndar til þess að byggja súrheysturn í Lundi. — Ráðsmaður Kristnesshælis hefur boðið sjúkrahússnefnd bæjar- ins til kaups nokkurn hluta eða allt þvottahús hælisins á Oddeyfi. Nefndin taldl ekki gjöi'legt að sinna umræddu tilboði með því að fé er ekki fyrir hendi til slíkra kaupa og sjúkrahúsið hefur auk þess hagstæða samninga um þvott. -----o----- HAFNARNEFND hefur tekið tilboði frá Siippfélagi Reykjavíkur í slipprúllur fyi'ir væntanlegan slippvagn í nýju dráttarbi'autinni. Nefndin hefur einnig samþykkt að kaupa spil til slippsins af Skai'p- héðni Jósefssyni fyrir 35 þús. kr. — Hafnarnefnd hefur ákveðið að þeir fiskiskipaeigendur, sem skulda hafnarsjóði áfallin hafnargjöld, fái eigi skipakvíarpláss fyrir skip sín fyrr en gjöldin hafa verið greidd. — í tilefni af áskorun Sambands noi'ðlenzki'a kvenna til bæjarstjórnarinnar hér um að hi-aða byggingu sjúkrahússins, hefur bygginganefnd sjúkrahússins skorað á Sambandið að hefja öfluga fjársöfnun' á félagssvæði sínu til styrktar sjúkrahússbyggingunni. -----o----- .... ' ■ BÆJARRÁÐ hefur bókað að það telji vinnureikninga fyrir raf- lögnum í sýningarklefa Samkomuhússins „fui’ðuháa" og hefur óskað umsagnar Sigurðar Helgasonar, eftirlitsmanns Rafveitunnar, um þá. Reikningsupphæðin var röskar 17 þús. kr., þar af rúmar 11 þús. kr. vinna. — Bæjarverkfræðingur hefur farið fram á og fengið (í bæjar- ráði) bæjarábyrgð fyrir 40 þús. kr. víxilláni tií húsbyggingar fyrir sig, en hann er nú húsnæðislaus. Brezku fuglafræðingarnir livöttu til þess, að andatjörain á Akureyri yrði stækkuð, eins og fyrilmgað er

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.