Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 10. október 1951 Svar fi! Skattgreiðanda Dagskrárraál landbúnaðarins: 99Á að þorrka kartöflur?” „Óþekkti hermaðurinn“ gerir enn útrás í Alþýðum. Veit hann nú ekki lengur við hvern hann á að berjast og fer honum líkt og spænsku hetjunni, er barðist við vindmylluna. Hinn „óþekkti“ herst nú hvað knálegast við sína eigin heimsku, því að nú ér hann ber að því að afsanna sjálfur með allgildum rökum, það sem hann áður hafði haldið fram. Má þá segja, að hann snúi vopnum sín- um að sjálfum sér, enda fer svo oft fyrir heimskum mönnum og illa innrættum. Hinn „óþekkti" prentar nú upp nöfn ýmissa borgara á Akureyri ásamt skatti þeirra og útsvari. — Finnur hann út „meint“ ósam- ræmi, sem samkv. fyrri greinum „hins óþekkta“ stafar af „part- ihku“ og mannvonzku skattstjór- ans, en nú heitir það „hroðvirk og ósanngjörn vinnubrögð“. „Vind- mylluhetjunni“ hefur áður verið sagt, að mismunr á útsvörum hjá mönnum með sömu tekjur gæti stafað af ýmsu, svo sem mismun- andi efnahag, mismunandi fram- færsluþunga og svo af því, að sumir telja ekki fram og bera því hærri tekjuskatt en tekjur þeirra gefa tilefni til, en útsvarið lagt á raunverulegar tekjur. Er það réttlætanleg aðferð, þar eð útsvörin eru lögð á eftir efnum og ástæðum, en tekjuskattur hækkaður eftir reglum skattalag- anna í refsingarskyni, ef ekki er talið fram. Aðalrúsínan í samanburðinum er bæjarstjórinn og Sigurðui' Sölvason. Eg hef sagt áður, að upplýsingar um þessa menn séu rangar, enda þótt Bragi hafi „vitnað“ með hinum „óþekkta“. Bæjarstjórinn hafði 2 syni sína í háskóla, annan í Reykjavík og hinn í Kaupmannahöfn. Annar sonur hans á konu og barn. Efna- hagur þeirra er heldur ekki sam- bærilegur. Hér hefur einmitt verið lagt á eftir efnum og ástæð- um. Að minnsta kosti er ekki hægt að saka skattstofuna um neitt. Næst er Jakob Árnason og Frede Jensen bornir saman. Á Frede er lagt nákvæmlega sam- kv. útsvarsstiga, Jakob taldi aft- -ur á móti ekki fram, og er því tekjuskattur hans miklu hærri en hann hefði verið, ef hann hefði talið fram. Skattstofan hefur ekki ívilnað Jakobi, enda tel eg mér það ekki tryggt til „pólitísks framdráttar" að ívilna ritstjóra V erkamannsins! Þar næst kemur samanburð- ur á þeim félögum Tryggva Helgasyni og Birni Jónssyni. — Allt er skakkt, sem upplýst er um framfærsluþunga þessai-a manna. Ekki stóð þó á vottorði Braga um, að hinn „óþekkti11 færi rétt með staðreyndir, (for Br. is an honorable man.) — Það skal viðurkennt að ósamræmi er í tekjuskatti og útsvari Björns. — Lítur út fyrir að skattstjórinn hafi ívilnað formanni verka- mannafélagsins í skatti, sennilega til þess að tryggja sér atkvæði hans við næstu kosningar!! Ann- ars hélt eg að Björn væri ekki feiminn við að kæra útsvar sitt, ef honum sýndist svo. Tel eg ósennilegt, að leiguþræll Braga hafi farið að draga Björn inn í þessar umræður af kærleika til hans, heldur hafi hvatir þær, sem ríkastar eru í eðli hans, ráðið þar mestu. Síðast eru svo Arngrímur Bjarnason, Grímur Sigurðsson og Frímann Friðriksson dregnir fram á sjónarsviðið. Skattur og útsvar er lagt á þá Grím og Frí- mann eins og vera ber. Aftur á móti er tekjuskattur Arngríms áætlaður og því of hár, af því að hann taldi of- seint fram.-*Ekki er mér ljóst í hverju mín sök er fólgin í þessu tilfelli. Hefur þá verið gefin skýring á nafngreindum dæmum „hins óþekkta“. Mér er. ekki ljóst, yfir hverju hann er hneykslaður.eða í hverju afglöp mín eru fólgin. Eg hef skorað á hann að nefna dæmi um „partisku“ mína, ctn rag- mennið nafnlausa og „dæma- lausa" er klumsa. í stað þess að svara klínir hann á mig og fleiri biblíunöfnum. Mér er sagt, að eg umgangist „hinn óþekkta“ dag- lega sem kunningja minn. Sé svo, þá er eitt biblíunafn eftir „óbrúkað", sem færi fugli þess- um vel, og það er nafnið Júdas. Það fór sem mig gruna.ði, að „hinn óþekkti“ yrði upp með sér af nafngiftinni. „óþekkti hermað- uriim“, 'JTinnst.honumihann vera hetja mikil að geta lagt rýting sínum í bak mönnum úr skúma- skotum. í .skjóli royrkursins-.Eg. sé aA-Jeiðandi kratar hér á Akur- eyri telja þessa bardagaaðferð „fína£. Telæg því,;að leiði slíkrar hetju væri tákn, sem allir sannir „kjarabótaki'atar“ geta samein- ast um. Við Braga vil eg segja þetta: Álit mitt á honum kemur deilu minni við „óþekkta hermanninn“ við. Hann veit, að greinarnar eru ekki skrifaðar sem ádeila á niðurjöfnunarnefnd, að minnsta kosti verður „Halldór bróðir“ að vera undanþeginn, heldur eru þær skrifaðar til þess að sverta mig. Er gengið svo langt, að kraf- izt er, að eg segi af mér og sakir bornar á mig, er embættismissi vai'ða. Þessar ritsmíðar telur hann sér sæma að birta nafn- lausar. Tel eg ódrengskap rit- stjórans jafnmikinn og ritarans. Auk þessa hefur Bragi skrifað dylgjur og níð um mig í síðustu 5 eða 6 blöðum. Furðar hann sig á því, að eg aðeins skuli anda ó hann og hefur það verið sízt meir en vonir standa tii. Bragi getur mín vegna talið fólki trú um, að hann hafi mikið starf að rækja fyrir tryggingarnar. Aðrir munu þó vita betur. Starfið er bitlingur handa Braga, svo að hann geti skrifað blað flokksins hér á Akureyri og aflað sér álit- legs lifibrauðs utan lijó. Skrif- stofutíminn er 4 tímar á dag eða 22 tímar á viku. Það eru ekki litlar kjarabætur sem fokið hafa í skaut Bi'aga.. K. G. I STUTTD MÁLI NÝLEGA héldu tóbaks- framleiðendur alþjóðlegt þing í Amsterdam. Þetta var m. a. upplýst á þingi þessu: Neyt- endur, í flestum svokölíuðum menningarlöndum, verja 3— 5% tekna sinna til tóbaks- kaupa. Meðalneyzla, pr. íbúa, hefur farið vaxandi sl. 20 ár. Helmingur alls tóbaks’ sem notað er, er sígarettur og hef- ur hlutur þeirra af heildar- notltuninni sífellt farið vax- andi. Þrátt fyrir hækkandi tolla á þeim í nær öllum lönd- um. í einum þriðja landanna, hefur ríkið einkasölu á tóbaki og í flestum löndum tekur rík ið 50—75% af því verði, sem notandinn greiðir, til sín. — Tekjur ríkissjóða af tóbaks- sö!u nema frá 3—20% af heildartekjum ríkjanna. ★ KOMMÚNISTABLÖÐ um allar jarðir træða lesendur sína á því, að hið kapítalíska efnahagskerfi Bandaríkjanna stefni að hruni, atvinnuleysi þar sé gífurlegt o.-s. frv. í sl. viku lögðu rússncsku fulltrú- arnir lijá SÞ samt til að hlut- taka Bandaríkjanna í heild- arkostnaði Sameinuðu þjóð- anna hækkaði úr 37% í 50% á þeim forsendum, að efna- hagskerfiBandaríkjanna þyldi útgjcldin betur en nokkurt annað. Hlutdeild Rússa sjálfra í kostnaði SÞ er tæp 10%! ★ ATVINNULEYSI fer stöðugt minnkandi um allan hínn frjálsa heim. Alþjóðavinnu- málaskrifstofan uppiýsir, að atvinulcysi hafi minnkað nú í ár um 42% í USA, í Frakk- Jandi 28%, Vestur-Þýzkal'andi 14%, Belgíu 14%, Sviss 73%, S.-Afríku 41%. ★ ALÞJÓÐABANKINN Ián- aði 11 löndum samtals 300 millj. dollara á tímabilinu júlí 1950 til júlí 1951. ísland er meðal þessara 11 ríkja. ★ NOKKRAR TÖLUR um árangurinn af hinni glæpsam- lega árásarstríði kommúnista í Kóreu, voru nýlega kunn- gerðar. Fyrir utan hundruð þúsunda borgara, sem hafa týnt lífinu, hafa 5 millj. Suð- ur-Kóreumanna orðið heimil- islausar, tala munaðarlausra barna nemur hundruðum þúsunda, eignatjón er metið á 30 milljarða króna. Þannig lítur „blessun“ kommúnism- ans út í Kóreu. ★ HIÐ nýstofnaða brezka fiskimálaráð (White Fish Autliority) tók til starfa um miðjan sept. Á meðal atriða, sem formaður ráðsins drap á í sctningarræðu sinni eru þessi: Ráðið ráðgerir nýjan skatt á fisk, sem landað er í Bretlandi er nemur V-> d. á hvert „stone“ fisks og á þessi skatíur að standa undir kostnaði við starf semi ráðsins. Þá er ráðgert að fiskimáiaráðið notfæri sér vald, sem það hcfur í lögum, til þess að stjórna fisklöndun- um í Bretlandi og ákveða hvar og hvenær fiskfarmi skuli landað. Undirnefnd starfar nú að samningu reglugerðar um þeíta efni. Ráoið á að stjórna og ákveða um lánveitingar ríkisins til smíða á fiskiskip- um, hraðfrystihúsum o. s. frv. Spurningu þessari er varpað fram í síðasta tölubl Dags ásamt nokkrum athugasemdum varð- andi þurrkun á kartöflum. Höf- undurinn hefur það eftir lærðum manni í garðyrkjuvísindum um kartöflurækt, að hin venjulega : aðferð við kartöfluþurrkun, að breiða þær í flekki eins og hey og láta þær skrælþorna, oft í sól- skini, sé úrelt, óhentug og skað- leg. Kartöfluframleiðandi, sem höf. hefur einnig átt tal við, upp- lýsir hins vegar, að kartöflur frá hcnum hafi ekki komist í Ivfl. vegna þess, að þær hafi ekki þótt nægilega þurrar. „Hvað er nú hið rétta í þessu máli-“ bætir höf. við , og-vænth þess, að þetta verði tekið til at- hugunar í landbúnaðarþættinum Þessi dæmi, sem nefnd eru, þurfa ekki að vera neinar and- stæður. Hvort tveggja getur ver- ið rétt. Kartöflur eiga að vera þurrar, þegar þær eru afgreiddar sem verzlunarvara. Það er eitt af skilyrðum þeim, sem sett eru í lögum og reglugerð um mat og verðlag á kartöflum. Og í bók- inni „Kartaflan“, sem Búnaðar- félag íslands hefur gefið út og öðrum fræðirilum um kartöflu- ræktun, er talið að ósýktar og þurrar kartöflur séu öruggastar að fara vel með sig í vetrar- geymslu. Hitt er einnig rétt, að kartöflur eru stundum of mikið þurrkaðar og séu þær þurrkaðar að nokkru ráði í sólskini, getui' það valdið skaða, þó naumast þurfi að óttast eitrun, sem hætta geti stafað af, þá geta þær orðið grænleitar og bragðrammar og lenda slíkar kartöflur í lægri verðflokki sem söluvara. Kart- öflur, sem staði'ð hafa upp úr moldinni einhvern hluta vaxtar- tímans og þar af leiðandi orðið gi-ænar af völdum sólarljóssins, erú ekki taldar söluhæfar. Kart- öflur á því alls ekki að þurrka mikið. Nægilegt er að ekki sjáist, að þær séu rakar að utan. En ýmsar aðferðir eru notaðar við þurrkunina og má segja, að ein geti verið þessum framleiðanda hagkvæm og önnur hinum, eftir því hve framleiðslan er mikil, húsakostur mikill eða góður og önnur skilyrði. Fyrir þá, sem lítið rækta getur verið hagkvæmt að breiða uppskeruna í þurru veðri og sólskinslausu og nægir þá venjulega einn dagur eða dagsstund til þess að fá kartöfl- urnar nægilega þurrar. Fyrir þá, sem mikla uppskeru hafa mun vera hagkvæmast að setja hana í þar til gerðar stíur í geymslu- húsi jafnótt eg upp er tekið, í öðru lagi að setja hana í bingi annað hvort inni í geymslu eða úti og þekja bingina þá með þurru heyi, hálmi eða torfi og moka mold að til þess að verja kartöflurnar gegn frosti, í þriðja lagi að láta kartöflurnar standa í pokum inni í húsi, þar sem ekki er frosthætta, en loftsúgur getur leikið um þær. Séu kartöflurnar heilbrigðar, teknar upp í sæmi- legu veðri, geta kartöflurnar verið oi'ðnar þurrar eftir mánað- ar tíma eða jafnvel fyrr, hver þessara þriggja aðferða, sem not- uð er, og má þá við hentugleika fara að taka þær til flokkunar og koma jieim fyrir í vetrargeymsl- unni eða á sölustað. Séu hins vegar veruleg brögð að sjúkdómum í kartöflunum, eða hætta á að þær séu frosnar, er varasamt að nota þessa aðferð. Er þá betra að geta þurrkað þær á skömmum tíma inni eða úti eftir ástæðum. Kartöflur eru viðkvæmar og þola því illa óvarlega meðhöndl- un, einkum sumar tegundirnar. Þess v^gna er útlit þeirra mjög misjafnt frá hinum ýmsu fram- leiðendum, jafnvel þó svipuðum aðferðum hafi verið beitt í meg- inatriðum. Jarðvegur, áburður og tíðarfar hefur hvert í sínu lagi mikil áhrif á gæði kartaflanna, en vandvirkni og samvizkusemi í starfi hefur ekki óverulega þýðingu um útlit þeirra og gæði. í bókinni „Kartaflan“, sem áð- ur er getið, eru leiðbeiningar fróðra manna um allt, er að kar- töfluræktinni lýtur. Ættu sem flestir framleiðendur að eignast hana. Þar eru einnig lög og regl- ur um mat og verðlag á kartöfl- um. í reglugerðinni segir svo um flokkunina: „7. gr. Útvalsflokkur: Mats- nefnd ákveður og auglýsir með nægum fyrirvara hverjar teg- undir skuli teljast til hans, en það mega aðeins vera hinar allra beztu. matarkartöflur, sem auð- velt er að þekkja af útliti, full- komlega aðgreindar og svo hreinar, að ekki sé yfir 4% af öðrum tegundum blandað saman við, enda séu þær ekki frá- brugðnar að hýðislit, og ekki yfir 2% af þeim með öðrum lit en að- altegundin, þegar þær eru flysj- aðar. Stærðin skal vera jöfn, lengd ekki minni en 3 sm. og þyngd ekki minni en 25 gr. Kar- töflurnar skulu vera þurrar, heil- brigðar, vel hirtar og fallegar út- lits. Grænar, spi'ungnar og hýð- isskemmdar kartöflur mega ekki vera saman við. Mold ekki meiri en 1% af þyngd. Fyrsti flokkur: Hreinar teg- undir af kartöflum, sem ekki komast í Úrvalsfl., með tilgreindu heiti, góðar til matar, þurrar og) líta vel út. Af öðrum tegundum má ekki vera meira en 10%: blandað saman við, og af þeim ekki yfir 1% með öðrum hýðislit, og ekki yfir 4% af þeim með öðrum lit en aÖaltegundin,"þegar þær eru flysjaðar. Stærðin skal- vera sem jöfnust, lógmarksstærð hin sama og í Úrvalsfl. Kartöfl- urnar mega ekki vera grænar né skemmdar af myglu, bleytu, rotnun eða frosti. Aðrir sjúkdóm- ar og minni háttar skemmdir ekki yfir 5%. Mold ekki yfir 1% af þyngd. Annar flokkur: Aðrar kartöfl- ur en þær, sem teljast í Úrvalsfl. og I. fl„ ef þær eru hæfar til manneldis og fullnægja eftirfar- andi skilyrðum: Kartöflurnar skulu vera þurrar, lengd ekki minni en 2,5 sm., þyngd ekki minni en 20 gr. Grænar kartöfl- ur hverfandi fáar og skemmdir af völdum mygiu, bleytu og rotn- unar eða frosts ekki yfir 4%. Aði'ir sjúkdómar eða skemmdir mega ekki vera yfir 6%. 8. gr. Allar kartöflur skal af- henda í þurrum, heilum og þrifa- legum pokum, þyngd 50 kg. Skal vera saumað fyrir pokana og gerð ó horn. Merkja skal pokana með þar til gerðum spjöldum. Á spjöldin skal leíra öðrum megin nafn flokks og auk þess tegunda heiti, ef um Úrv. eða I. fl. er að ræða ,en hinum megin nafn og heimili framleiðanda eða selj- anda.“ Þetta er til athugunar fyrir þá, sem ekki hafa kynnt sér flokkun- arreglurnar nægilega, en á sín- um tíma, þegar kartöflumatið hófst, var leiðarvísir um kar- töflumat (þ. á. m. lög og reglu- gerð um mat og verðlag á þeim) sendur í mörgum eintökum til hyers búnaðarfélags á landinu. Á. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.