Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 10

Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 10
10 D AGUR Miðvikudaginn 10. október 1951 Í$$$$3$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$3$$$$$3$$$$$$$$$$$$3$SS$$$3$$$$$$$$$$$$$$$$^ Þorp í álögum Saga eftir Julta Truitt Yenni 7. DAGUR. Vlf-V-V'V'V' (Framhald). hélt ótruflaður áfram hugleið- ingum sínum. „Þið skuluð reyna að festa hana hjá ykkur, Stafford,“ hélt hann áfram, „festa hana með einhverjum ráðum. Þið finnið ekki hennar líka í bráðina. Mað- ur fær þá hugmjfhd af því að tala við hana, að hún þekki gjörla líf- ið og mannfólkið — það er blátt áfram furðulegt, hve mikla lífs- reynslu hún virðist hafa öðlast — já og hógværð — aðalsmerki vit- urs manns. Það er eitthvað hreint og óspjallað við hana — andlega á eg við.“ Enda þótt Stafford kæmi ekki upp um sig, drakk hann hvert orð áfergjulega. „Hvernig lítur hún út? Er hún lagleg?“ „Það er ekki hægt að segja að hún sé fögur kona, og í guðs bænum láttu þér ekki detta í hug neina Hollywood-auglýsingaher- ferð. En góður og smekkvís Ijós- myndari mundi kalla hana sér- lega aðlaðandi viðfangsefni. Ovenjulega aðlaðandi mundi eg segja. Stílhreint andlit, hávaxin — dálítið háfætt — mjög eðlileg í framkomu, hreyfingar fallegar og óþvingaðar — minnir á engil- málverk eftir E1 Greco — aðeins meira jarðbundin auðvitað." —o— Stafford greip sum orðin á lofti og velti þeim í huga sér. — Hrein og óspjölluð — andlega. — Gaman mundi að sjá hana með eigin augum. „Hvað um sögu hennar — eg á við liðna ævi — bakgrunninn? Eg gat aldrei veitt neitt upp úr henni um það í bréfunum.“ Hampton leit óþolinmóðlega á Stafford. „Veiztu nú hvað,“ sagði hann, „við fórum skiljan- lega ekki út í þá sálma í þetta sinn. Hún býr ein í húsinu og af því má líklega ráða, að hún eigi enga ættingja." Ha, ha, hló Stafford með sjálf- um sér, hún hefur þá snúið hann af sér''iíka. Hann skemmti sér konunglega. Hann vissi vel að Hampton þóttist öllum færari að þekkja fólk eftir skamma við- kynningu og hældist um að geta komið með ævisögu viðkomandi persóna eftir 10 mínútna samtal. „Þekkir fólkið hér í þorpinu nokkuð að ráði til hennar?“ „Nei, alls ekkert, og þolir það vitaskuld ekki. Það talar um hana sem „skrítnu stúlkuna", eða „konuna í útjaðrinum.“ Og allir virðast heldur hafa horn í síðu hennar." „Eg komst að raun um það snemma í samtali mínu við frúna hér í húsinu,‘ ‘sagði Stafford. „Já,“ flýtti Hampton sér að segja, „hún heitir Silvei'nail. — Maðurinn hennar er póstmeistari hér, enda vissi hún það gjörla, að Faith Goodbind væri eina mann- eskjan hér um slóðir, sem fengi bréf frá New York, sem virtust vera verzlunarbréf. Það skyldu þó aldrei vera bréfin ]ún, drengur minn?“ „Jú, 'einn. En 'enginn virðist sem engan árangur báru. Eru engir ungir menn á hælum henn- ar?“ „Jú, einn. En enginn virðizt vita, hver alvara er í því, ef nokkur, en þó virðast allir hafa gizkað á eitthvert samband þeirra, hver eftir sínu höfði. Þessi náungi er hálfgert svartur sauður hér líka, en hann ér heimamaður og þeim fyrirgefst meira. Hann hefur erft talsverðan auð á þessa þorps mælikvarða — og þó er það víst talsverður peningur — frá þeim tíma, er Ánnót var þýð- ingarmikil samgöngumiðstöð — fljótabátarnir og allt það — þú veizt, En þessi, náungi hefur. hvorugt gert — ávaxtað fé sitt né .eytt því í kvenfólk og skemmtanir. — Hann bara lifii' rólegu lífi á eignum sínum.“ — Ham'pton yppti öxlum og hélt svo áfram: „Ekki sérlega rómantiskt. Rekur annars einhvers konar húsgagnasmiðju í gömlu verk- smiðjunni föður síns. Annars hef eg ekki séð þennán unga mann. Heitir Tucker." Ilampton hafði létt af hjarta sínu — hafþi italað, út í bráðina að því er vh'tist. Stafford lá enn endilangur upþi í íúmi og velti í huga'sér lýsing'unum, sétfi hánri hafði heyrt, í von um að detta of- an á handhæga og skynsamlega aðferð til þess að auglýsa hina væntanlegu skáldsögu . Faith Goodbind. Hann þafði alltaf talr ið, síðan hann las handritið, að lesendur mundu vilja fá ein- hverjar upplýsingar um höfund- inn. Hann varð að játa með sjálf- um sér, að hann sjálfur væri for- vitinn að vita eitthvað meira og þessi forvitni var ekki öll tengd starfi hans, heldur var líka per- sónuleg, „Eg dáist að þér, Hampton,“ sagði hann í aðdáunartón, „hvað þér tekst að komast langt á skömmum tíma. Myndir þú vilja gera mér mikinn greiða?“ Hampton leit spurnaraugum á hann. „Eg komst blátt áfram ekkert áfram með bréfaskriftunum,“ hélt Stafford áfram, — „þú veizt það þegar. En nú hefur þú hlotið traust hennar, ;\ð einhverju leyti a. m. k. Gætir þú ekki fekið mig með þér á morgun, þegar þú ferð að hitta hana?“ . . „Sjálfsagt, drengur-minn, sjálf- sagt. Eg býst við að dveljá hér í eina fjóra til fimm daga. Þetta fornlega veitingahús á skilið a. m. k. vikudvöl. Eg held nú að þú værir sjálfbjarga þótt þú færir áði einn til hennar, en mín er ánægj- an að eiga að kynna hana fyrir sjálfum útgefandanum. Það verð ur stund, sem gaman verður að upplifa." — Stafford vissi vel, að sú stund yrði meira en upplifuð — hún yrði skráð á blað og lýs- ingin birt í blöðum og lesin í út- varp og það hentaði honum ágætlega eins og á stóð. „Já, Stafford, þetta er upp- götvun, skal eg segja þér, — þið getið verið mér þakkláir.“ Stafford gramdist þetta — en aðeins augnablik. Faith Good- bind var hans eigin uppgötvun — fjandinn hafi það — en það tjóaði ekki að erfa þetta: Hampton hag- aði sér „samkvæmt áætlun“. Hann stillti sig því og sagði að- eins: „Já, þú hefur víst áreiðanlega rétt fyrir þér. Og við munum ekki gleyma þinni hlutdeild.“ Joe Stafford játaði loks með sjálfum sér, að þetta væri til- gagnslaust. Þó mundi hann ekki til þess að hafa verið þátttakandi í ánægjulegra samtali. En hann hafði samt fundið það greinilega, að í hvert sinn sem hann reyndi að leiða samtalið inn á ákveðnar brautir, hafði hún sett honum stólinn fyrir dyrnar — hún hafði að vísu gert það ákaflega hæ- versklega, en samt voru dyrnar lokaðar og harðlæstar. Hann sjálfur, Hampton og Faith Good- bind höfðu rætt um ýmis efni: Þau höfðu hlegið og verið í léttu skapi. Og hann hafði fengið að vita að ungfrú Goodbind hafði fæðzt fyrir 27 árum í þorpi í Ge- orgíu-fylki, hún hafði gengið í skóla í Ohio, en hafði nú búið þarna í Ármóti í heilt ár. En þetta var líka allt og sumt, sem hann hafði fengið að vita. Og hann var sannfærður um að meira mundi hann ekki fá að vita, í bráðina a. m. k En Hampton gafst ekki éins auðveldlega upp. Enda var málið meira áríðandi fyrir hann. Aug- lýsingar var hægt að semja án þess að í þeim fælist ævisaga höf- undarins ,en það mundi erfiðara að flytja útvarpsfyrirlestur um Faith Goodbind nema að fá eitt- hvað meira að vita. Stafford lét Hampton alveg eftir samtalið, teygði makindalega úr sér og horfði á þau. Engin ástæða var til að vera óánægður. Enda þótt frökenin væri leyndardómsfull og vildi ekki tala um hagi sína, var Hampton þegar orðinn aðdá- andi hennar, svo mikill, að hann mundi ekki snúa við. (Framhald). Vetrarmaður Vetrarmaður, vanur skepnu- hirðingu, óskast sem fyrst. Afgr. vísar á. 3-4 nemendur get ég tekið til viðbótar í taltækni, framsögu og byrj- un til leiklistar í vetur. JÓN NORÐFJÖRÐ. Símar 1575 og 1139. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför frú RANNVEIGAR ÓLAFSDÓTTUR, Myrká. Börn og tengdabörn. *ri<«HWHWHKB«BKH!BWB«BKBWWHWBWBWHWBWHWH«H«BWBWH«{<B* Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem á margvís- legan liátt heiðruðu mig og glöddu á sjötugsafmœli minu, 1. október. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Gœsum. BKBKBKB3KH*<BKBKKBKHKHKBKBKBKKBKBKBKBKBKBKBKKBKHKH3 Okkar hjartanlegustu þakkir, færum við öllurn þeim mörgii, sem rétt hafa okkur hjálþarliönd nú i haust, vegna okkar erfiðu liringumstceðna. A Iveg sérstaklega viljum við þakka Skátafélögunum á Akureyri og Ung- mennafélagi sveitarinnar fyrir sina miklu og óeigin- gjörnu lijálþ. — Guð blessi yltkur öll. § HJÓNIN ÍHALLANDSNESI. § íHKKKKKKKKKKKBKKKKKKBKKKKKKKKKBKKKKKKKKKKKKKKHKKK Húseigendur! Vegna takmarkaðra birgða af olíugevm- um með gamla verðinu ættu þeir, sem hafa í hyggju að koma sér upp olíu- kyndingu í haust, að tala við okkur sem fyrst. — Höfum nú fyrirliggjandi sænska, sjálfvirka olíubrennara. Getum útvegað innlend tæki af öllum gerðum. Verzl/ð v/Ö yðar e/gið félag! Olíusökideild KEA. Námskeið í Bridge Bridgefélag Akureyrar hefur ákveðið að halda nám- skeið í Bridge, fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. — Þeir, sem. vildu taka þátt í slíku nám- skeiði, eða fá nánari upplýsingar, snúi sér til Sig- urbjörns Bjarnasonar, síma 1996 eða 1267 fyrir 20. þessa mánaðar. STJÓRNIN. Þinggjöld Á manntalsþingi Akureyrarkaupstaðar í dag féllu í gjalddaga eftirtalin þinggjöld: Fasteignaskattur. Tekjuskattur og tekjuskattsauki. Eignaskattur. Stríðsgróðaskattur. Almannatryggingasjóðsgjald og skírteinagjald. Slysatryggingagjöld. N ámsbókargjöld. Sóknargjöld. Þinggjaldsseðlar verða bornir til skattgreiðenda næstu daga. Geta þeir gjaldendur, er þess óska, greitt innheimtu- manni þeim, er ber út seðlana, þinggjöld sín og lætur hann af heridi tvíritunarkvittun fyrir greiðslunni. Auk venjulegs afgreiðslutíma verður skrifstofa mín opin til móttöku þinggjaldagreiðslum alla föstudaga í októlier osr nóvember frá kl. 5—7 e. h. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 8. okt. 1951.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.