Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 12

Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 12
12 Bagxjk Miðvikudaginn 10. október 1951 Deilt um kjötverðið 17. og 1S. september síðastl. - Kjötbúðir bæjarins kærðar Auglýsingaaðferð framleiðsluráðs landbúnaðar- ins talin algerlega ófullnægjandi Endurbætur gerðar á fiskimjöls- verksmiðju „Harðbaks" Þriggja vikna töf í Bretlandi - gömlu verk smiðjurnar dýr mistök Þessa dagana standa yfir rétt- arhöld yfir kjötbúðum bæjarins í sambandi við kjötverð hér um miðjan sl. mánuð og auglýst verð framleiðsluráðs landbúnaðarins. Málarekstur þessi sýnir glöggt, að það fyrirkomulag, sem fram- leiðsluráð hefur á tilkynningum sínum um verðlag til almennings, sláturleyfishafa og kjötsala, er gjörsamlega ófullnægjandi og allsendis óhafandi. Málavextir eru í stuttu máli þessir: Fé keypt á sumarverði. Um helgina 15.—16. sept. voru hér gerðar ráðstafanir til að fá fé frá bændum til slátrunar fyrir bæinn og var bændum að sjálf- sögðu lofað því verði, sem þá var í gildi miðað við heildsöluverð kr. 17.20 pr. kg. Ekkert var um það vitað, hvenær framleiðsluráð landbúnaðarins mundi breyta þessu verði til lækkunar. 90 fjár var síðan slátrað hér mánud. 17. sept. óg var ekki vitað annað en þetta verð gilti. Var bændum að sjálfsögðu lofað því, enda vafa- samt að þeir hefðu talið svara kostnaði að reka fé til bæjarins á þessum tíma, nema þeir nytu sumarverðs á kjötinu. Þessu kjöti var þegar ráðstafað til kjötbúða bæjarins á nefndu verði, fyrir fyrrnefnt heildsöluverð. Útvarpsauglýsing framleiðslu- ráðs. Að kvöldi þessa dags, 17. sept., er fyrirvaralaust lesin tilkynning frá framleiðsluráði landbúnaðar- ins í útvarpi og þar tilkynnt verð lækkun á dilkakjöti, úr 17.20 pr. kg. í 12.76 í heildsölu og átti þetla verð að gilda frá og með mánud. 17. sept., sem þegar var nær lið- inn ,er tilkynningin var lesin. Þessi útvarpstilkynning var eina vitneskjan, sem kjötsölum barst um verðbreytinguna og mátti tilviljun kallast, hvort þeir heyrðu hana eða ekki. — Frá Karlakór Akureyrar. Söng æfing í Verkalýðshúsinu næstk. fimmtudagskvöld kl. 8.30 e. h. — Áríðandi að félagar mæti. Umsjónarmaður almennings- salernanna hefur látið þess getið við blaðið, að umgengni fólks um salernin hafi verið hin bezta, síð- an þau voru opnuð almenningi. Er gott til þess að vita, og er þess að vænta, að svo verði framveg- is, þótt fjölgað hafi í bænum með haustinu, og aðsókn að þeim kunni þess vegna að aukast. Hlutaveltu heldur Slysavarna- deild kvenna á Akureyri að Hótel Norðurland næstk. sunnudag kl. 4 e. h. Ekkert símskeyti né önnur formleg tilkynning barst og hefur ekki borizt enn. Slátur- leyfisliafar höfðu enga aðvörun fengið um verðbreytinguna og því einnig tilviljun háð, hvort þeir höfðu tekið fleira eða færra fé til slátrunar mánudag- inn 17. september. Kjöt selt á hærra verðinu. Kjöt það, sem ráðstafað hafði verið til sláturhússins fyrir þessa helgi og keypt af bændum mánu- daginn 17. sept., meðan ekki var vitað annað en heildsöluverðið 17.20 gilti, var síðan selt þann dag af sláturhúsinu til kjötbúðanna og þær seldU það þriðjud. 18. sept. fyrir hærra verðið ,enda hafði þeim engin tilkynning bor- izt frá framleiðsluráðinu um kjötverðið. Þetta verð var kært til verðlagsyfirvaldanna hér á grundvelli tilkynningarinnar í útvarpi að kvöldi 17. sept. Mála- reksturinn út af kærunum stend- ur enn yfir. Oforsvaranleg aðferð. Af þessu atviki er auðséð, að sú aðferð framleiðsluráðsins, að breyta verðlagi kjötsins fyrir- varalaust og auglýsa ákvörðun sína einungis í útvarpi, er alls- endis óhafandi. Kjötbúðunum hér verður ekki legið á hálsi fyrir kjötsöluna eins og allt er í pott- inn búið. Utvarpsauglýsingar um verðlagsákvæði eru að ýmsu leyti lakasta auglýpingaaðferðin, því að tölur, lesnar hratt í útvarp, fara inn um' annað eyrað og út um hitt. Yfirleitt má segja að sá hátt.yr opinberra., stofnana, að nota útvarpgauglýsuigatímann til þess að birta fólki boðskap sinn og enga aðra aðferð, sé óhafandi. Ef almenningur 4 að. fylgjast með verðákvörðunum, þarf hann að geta lesið tilkynningarnar. Og söluaðila.r eiga að: sjálfsögðu að fá verðlagsbreytingar í tíma skriflega, með bréfi og símskeyti. Skrifstofa frgmleiðsluráðs land- búnaðaiins h'efur ekki skilið þetta, sem þetta dæmi sýnir. Þessi skrifstofa tók líka upp þann hátt í sumar að nota Reykjavík- urblöðin einvörðungu til auglýs- ing'abirtingár — auk útvarpsins — enda þótt tillcynningar hennar vörðuðu alla landstnenn jafnt. — Slíkar starfsaðférðir eru ekki líklegar til aukins skilnings eða gagnkvæmrar velvildar. Vonandi er, að þao atvik, sem hér hefur verið lýst, verði til þess að tekin verði upp breytt vinnubrögð þar syðra að þessu leyti. Séra Friðrik J. Rafnar kominn heim frá Sviss Séra Friðrik J. Rafnar vígslu- biskup kom heim með Gullfaxa frá London í sl. viku, frá þingi EvrópunefndarRotary-hreyfing- arinnar, er haldiö var í Zurich í Sviss í sl. mánuði. Séra Friðrik er forseti íslenzku Rotary-deildarinnar. — Þingið í Ziirich sóttu 25 fulltrúar frá Ev- rópulöndum, Norður-Afríku og Vestur-Asíu. Séra Friðrik ferð- aðist á einum degi frá Reykjavík til Zúrich. um London, og var að- eins 12 klst. á leiðinni, þar af fór á þriðja tíma í bið í London. Á heimleiðinni dvaldi hann nokkra daga í London. Hann kom hingað til bæjarins sl. miðvikudag. — Skógræktarfélag Akureyrar (Framhald af 1. síðu). ari aðferð en plöntun, þótt hún sé ekki eins örugg um árangur. Góður árangur í Vaðlaheiði. Fyrir helgina bauð Skógrækt- arfélag Eyfirðinga fréttamönnum o. fl. að skoða þann árangur, sem orðinn er í Vaðlareit félagsins hér handan við Pollinn, en þar er félagið að rækta upp skóg til prýðis og nytja. Eru hæstu birki- plönturnar orðnar rösklega 4 metra háar, en barrplönturnar á annan metra á hæð og fer þeim nú ört fram. Þarna er búið að gróðursetja á annað hundrað þúsund plöntur, og má þegar sjá til hins uppvaxandi skógar héðan úr bænum og þjóðveginum í Vaðlaheiði. Þessu starfi í Vaðla- reit verður haldið áfram, en ár- angur nokkurra ára sjálfboða- starfs sýnir þegar hvað hægt er að gera ef áhuginn er með. : , ■■ 1 J - ÁL ! 1 Þörf almenns stuðnings. Áætlun Skógræktarfélags Ak- ureyrar um ræktun nytjaskógar í Kjarnalandi er hin merkasta og engin draumsýn, — heldur raun- hæf stefnuskrá, sem þó verður ekki að veruleika nema félagið njóti almenns stuðnings. Af- skipta- og áhugaleysi borgaranna er félaginu nú mestur fjötur um fót. Allir vilja raunverulega skógræktarmálinu vel, en aðeins fáir láta velviljann verða raun- hæft starf og stuðning. Á þessu þyrfti að verða breyting. Aðeins það ,að ganga í félagið er því styrkur. Ættu sem flestir bæj- arbúar að láta verða af því. Skógræktaráætlun félagsins, sem hér hefur verið lýsf, er markverð, og verðugt viðfangs- efni fyrir alla þá, sem vilja láta þessi sjást einhver merki í fram- tíðinni, að þeir hafi lifað hér og starfað. ÞRÁTT FYRIR mikinn hó- telkost er á hverju sumri mikill skortur á hótelher- bergjum í Danmörk, sérstak- lega í Kaupmamiahöfn. — Danska ferðamannasamband- ið hefur hjálpað til að greiða úr þessu með því að semja um afnot 500 herbergja í borginni lijá prívatfólki, til afnota fyrir ferðamenn. Togarinn „Harðbakur“ kom heim frá Bretíandi í fyrradag og hafði þá verið þrjár vikur að heiman. Var framkvæmd meiri- háttar breyting og viðgerð á fiskimjölsverksmiðju skipsins. — Hefur verksmiðjan nær ekkerf vérið notuð síðan skipið kom til landsins um sl. jól. Komu strax í ljós miklir gallar á fyrirkomulagi verksmiðjunnar, sem átti að framleiða fiskimjöl úr fiskúrgangi og létta mjög undir með rekstri þessa dýra skips. — Reynslan hefur orðið önnur. Til þessa hefur verksmiðjan aðeins verið til trafala og hefur auk þess fyllt dýrmætt farmrými, sem annars hefði mátt nota fyrir ís- fisk- eða saltfiskgeymslu. Dýr mistök. Það mun samróma álit sjó- manna á nýju togurunum, að mistök hafi orðið að þessu leyti í gerð og fyrirkomulagi nýju tog- aranna síðustu, enda viðurkennt af umboðsmönnum ríkisvaldsins, er létu gera fyrirkomulagsbreyt- ingar á verksmiðjum þeirra tog- ara, sem síðar voru afhentir en „Harðbakur". Mun sú breyting hafa kostað drjúgan skilding. Út- gerðarfélag Akureyringa ber ekki beinan kostnað af breytingu þeirl'i á verksmiðjunni, sem nú hefur verið gerð, heldur mun seljandinn — þ. e. ríkið — greiða hann. Hins vegar ber félagið kostnað af því að halda skipi og áhöfn í erlendri höfn í 3 vikur og auk þess hefur skipið orðið fyrir miklu veiðitapi á þessu tímabili. Þá er ótalið tjón það, sem félagið hefur orðið fyrir vegna óstarf- hæfni verksmiðjunnar síðan skipið kom til landsins fyrir þremur ársfjórðungum. Vonir, sem brugðust. Miklar vonir voru í upphafi bundnar við fiskimjölsverksmiðj- ur nýju tógaranna, en þær hafa brugðizt að verulegu leyti. Fyr- irkomulag það, sem umboðsmenn íslenzku ríkisstjórnarinnar völdu — og er allt annað en er t. d. á nýjustu brezkum togurum — hefur gefizt illa og munu menn hafa takmarkaða trú á hagnýti verksmiðjanna enn, þrátt fyrir þær lagfæringar, sem gerðar hafa verið. Er hér um dýr mistök að ræða, sem enn hafa enga fuH- nægjandi skýringu hlotið á opin- berum vettvangi. F ræðslukvikmy ndir á vegum Örkii h.f. Síðastl. sunnudag bauð h.f. Orka fréttamönnum og nokkrum gestum að sjá þrjár fræðslukvik- myndir frá Remingtón Rand fyr- irtækinu, sem heimsfrægt er fyr- ir framleiðslu sína á skrifstofu- vélum. Kvikmyndir þessar sýndu m. a. hvernig reynt er eldþol skjala- skápa, nýtízkufyrirkomulag á niðurröðun skjala hjá stórfyrir- tækjum, nýjar gerðir ritvéla og ýmislegt fleira þar að lútandi. Að lokum var sýnd kvikmynd af notkun snjóbíla í Kanada. Róðrarsveit ÆFAK Hér birtist mynd af þeirri sveit ÆFAK, sem reri á stytztum tíma í kappróðrinum. — Þeir reru vegalengdina á 1 mín. 57,4 sek. Talið frá vinstri (fremri röð): Magnús Stefánsson, Valgarður Sigurðsson (stýrimaður) og Páll S. B. Stefánsson. — (Aftari röð): Jóhann Sig- urðsson (forræðari) og Karl B. Jónsson. — Verðlaunabikarinn gerðu Jón Sigurjónsson trésmíðameistari og Trausti Sveinsson útibússtj. og gáfu félaginu. — Ömiur í röðinni varð sveita Ragnars Elinórs- sonar á 2 inínútum 00.5 sek. (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.