Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 10. október 1951 r 55333333333353333333333333^^ DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa f Hafnarstræti 87 — Sími I16€ Blaðið kemur út á liverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Eiga fj árlögin að vera klessumálverk, eða raunhæf játning staðreyndanna? SÍÐAN EYSTEINN JÓNSSON varð fjármála- ráðherra, hefur sú breyting orðið á vinnubrögð- um í því embætti, að fjárlagafrumvarpið hefur verið vandlega undirbúið, áður en þirig hefur komið saman, og lagt fram í þingbyrjun. Áður mátti það regla heita, en ekki undantekning, að frumvörp til fjárlaga voru ekki undirbúin 'né lögð fram á Alþingi, fyrr en mjög Vái*! liðið á þingtímann hverju sinni, og var af þeim sökúria títt, að afgreiðslu fjárlaganna var flaústráð áf' á þingum meira en góðu hófi gegndi. Bágal'égt: var þetta oft á tíðum, en hitt var þó stórúrh háska- legra, að fjárlögin voru oftast undirbúin og af- greidd með slíkri ónákvæmni og skorti á raun- hæfni og yfirsýn, að þau gáfu harla villandi og stundum alranga mynd af raunverulegrr fjái’- hagsafkomu ríkissjóðs. — Er þess skemrnst að minnast, að af þessum ástæðum m. a. varð saman- lagður greiðsluhalli fjárlaga í stjórnar-tíð Stefáns Jóhanns nokkuð á þriðja hundrað miUjónir króna, og var þó valdaskeið þeirrar stjói'nar.. harla skammt, svo sem alkunnugt er. ■ ■'■'Ui. F J ÁRL AG AFRUMV ARPIÐ var að þessu sinni lagt fram þegar í þingbyrjun. Blöð stjórparand- stæðinga hafa fordæmt það harðlega og þykjast sérlega hneyksluð á því, að þar er gert ráð fyrir framlengingu allra þeirra tekjustofna, sem rikið hefur haft að undanförnu, og ennfremur er þar reiknað með hækkuðum útgjöldum. „Verkamað- urinn“ hér talaði t. d. í síðustu viku með mikilli heift um ,^eppstjórnina“, „landráðastjórnina“ o. s. frv. í þessu sambandi, og öll hafa þessi blöð haft meira og minna dólgslegt og ferlegt orðbragð um frumvarpið og talið því flest til foráttu. En einkum og sér í lagi hafa þau þó beint geiri sínum að fjár- málaráðherranum, Eysteini Jónssyni, og flokki hans, Framsóknarflokknum. Er engu líkara en ritfinnar þessara blaða standi í þeirri einföldu trú, að fjármálaráðherra og flokkur hans geti með nokkrum pennastrikum á fjárlagafrumvarpinu skorið niður að verulegu ráði útgjöld ríkissjóðs — og helzt þó svo, að sá sparnaður komi alls ekki niður á neinum sérstökum framkvæmdum í land- inu og bitni raunar alls ekki á neinum ákveðnum aðilja! — Og í annan stað sé alls óþarft að taka nokkurt tillit til sívaxandi dýrtíðar og kostnaðar — ekki sízt hækkandi kaupgjalds og launa — þeg- ar gjaldahlið fjárlaganna er ákveðin! SEGJA MÁ, að hugsanlegt sé að semja fjár- lagafrumvarpið hverju sinni eftir tveimur ólíkum meginreglum. í annan stað er hægt að ganga frá því líkt og slyngur ljósmyndasmiður kann að fara með ljósmynd af ófríðu andliti: Hann getur snurfusað það og fegrað í hvívetna, máð út hrukk- ur, grettur og skúgga, en bætt litum og línum á sviplausa bletti. Myndin, sem kann að fást með þessu móti, getur gjarnan verið snotur, en hún gefur falska og villandi hugmynd um andlitið og persónuna, sem hún átti að lýsa. Að hinu leytinu má ganga þannig frá fjárlagafrumvarpi, að það gefi sém réttasta og raunhæfasta mynd af fjárhagsástæðum ríkis- sjóðs, líkunum fyrir rekstri þjóð- ai-búsins og afkomunni á næsta fjáfhagsári. Fyrirrennarar Ey- steins Jónssonar hafa löngum farið fyrri leiðina. Þeir hafa kosið áð” dfaga upp hina björtu og fegruðu mynd. Það er ekki hvað sízt af þeim ástæðum, að fjár- hagur ríkisins er svo illa kominn sem faun ber vitni. SJÁLFUR KAUS Eysteinn að fara síðari leiðina. Mjög veruleg- ur hluti gjaldahliðar fjárlaganna er ákvarðaður með sérstökum lögum, sem aðeins er á valdi Al- þingis í heild að breyta eða fella niður. Fjármálaráðherra getur heldur ekki á eigin spýtur lagt niður stofnanir og fyrirtæki, sem Alþingi hefur ákveðið að reknar skpli á kostnað og ábyrgð ríkis- ins. Hans hlutverk er auðvitað, þegar til kasta fjárlagafrumvarps ins kemur, að reyna að meta sem ráðvgndlegast og sennilegast lík- urnai; fyrir fjárhagsafkomu þess- ara stofnana og fyrirtækja. í ann- an slað ber honpm einnig að meta með sem raunhæfustu móti mögu leika. ríkisins. íil tekjuöflunar til þess.að standast þessi útgjöld og piæta nýjum • krpfum, sem eðli legt og sanngjarrit má telja, að til hans, séu gexðar.; EFTfR BLÁÐASKRIFUM að ’dæma; virðíst stjórnarandstæð- ingum méinilla við hina ófegruðu og raúnhæfu mynd af fjárhags ástandinu, sem brugðið er upp í fjárlagafrumvarpinu nýja. Þeir sýnast heldur 'kjósa glansmynd- ina eða klessumálverkið, sem lík- l.egast er til að teygja þjóðina enn lengra út á fjárhagsfenið, sem hún.hefur smám saman verið að pökkvá æ dýpra niður í nú hin síðustu árin. Vinnubrögð fulltrúa þessara flokka á Alþingi eiga eft- ir að leiða það ótvírætt í Ijós, hvort umkvartanir þeirra og að- finnslur eru af heilindum runnar, eða aðeins geðvonzkunöldur og ábyrgðarlaust skraf. Fjármála- ráðherra og flokkur hans munu sízt hafna samstarfi við þá, ef þeir bjóðast í einlægni til þess að draga úr kostnaðinum við ríkis- rekstui'inn og færa skrifstofu- báknið og ríkisrekstrarfarganið saman í rauninni og fram- kvæmdinni, en ekki aðeins á pappírnum. En hingað til eru raunar þessir herrar þekktastir fyrir það að fylgja trúlega hverri tillögu og tilraun til þess að þenja skrifstofubáknið út, auka ríkis- reksturinn og hækka útgjöldin. — Það væri auðvelt að lækka tolla og skatta, hverju nafni, sem þeir nefnast ,ef séð væri fyrir til- svarandi samfærslu og lækkun gjaldaliðanna. En einhliða lækk- un tekjuáætlunarinnar leiðir auðvitað til taprekstrar, skulda- söfnunar og fjárhagshruns. ÞETTA ER einmitt sú leið, sem fai'in hefur verið á valdatíma síðustu ríkisstjórna og legið hefur beina leið í átt til öngþveitis og vandræða. Fjármálaráðherra á sannarlega miklár þakkir skilið fyrir það að hafa forystu um að snúið var við á þeirri slysaslóð. Og þjóðin mun vissulega kupna að meta það, að tímabil glans- myndanna og klessumálverkanna í fjárhagslífi herinar er nú liðið, og fjármálaráðherra hennar brestur ekki kjark til að sýna henni og Alþingi staðreyndirnar eins og þær eru hverju sinni og kippir sér ekkert upp við það, þótt sú mynd sé allsendis ófegruð og ekki sérlega glæsileg — svo sem aðrir hafa vissulega og dyggilega í þann pott búið. FOKDREIFAR Lifi einkaframtakið! „ÍSLENDINGUR“ síðasti lýsir þeirri nýjung í hinni ævafornu byggingalist, að skúr, sem skelja- sandi er hraukað utan á, hætti að vera skúr! Þykir blaðinu nú sjó- húsið úr Hrísey, sem Morgunbl. hefur reist hér í miðbænum, hið fegursta mannvirki, síðan það var múrhúðað! Ekki eru þeir íslend- ingspiltar vandfýsnir og ættu þeir því vissulega hvergi betur heima en í bygginganefndinni. Vii'ðist smekkvísi þeirra og nefndarinnar og virðing fyrir byggingalistinni á svipuðu stigi. Sami ísl. birtir mynd af skúr við Skipagötu, sem máttarstólpar Sjálfstæðis- flokksins hér í bæ létu reisa þar fyrir 20 árum, en komst í eigu KEA á stríðsárunum. Myndin ber það ljóslega með sér, að lítil framför hefur orðið í skúrabygg- ingarlistinni á 20 ára skeiði og stendur hið 20 ára gamla sjálf- stæðismannvirki ekkert að baki sjóskúrnum nema aðeins í múr- húðun. Ætti að vera auðvelt að koma Skipagötuskúrnum í röð ágætustu mannvirkja í bænum í augum fslendingspilta með því einfalda meðali, sem umbreytti skúrræksni Morgunblaðsins í bæjarprýði á einum degi. Von- andi stendur ekki á blaðinu að styðja af alefli áframhaldandi hérvlst þessa aldurhnigna en virðulega mannvirkis eftir að bú- ið verður að pússa það upp á Morgunblaðsvísu. Allir viljum við vinna heilhuga að fegrun bæjarins okkar og styðja Fegr- unarfélagið í þeirri lofsverðu. viðleitni. Vonandi tekur skúr- eigandastétt bæjarins — og þeir, sem í framtíðinni hyggjast fá leyfi til skúrbygginga hjá bygg ingarnefndinni — hina nýju byggingatækni til fyrirmyndar. Með tímanum eignumst við þá enn fjölskrúðugra skúrasafn en nú eigum við og hljótum loflega umgetningu í íslendingi fyrir framtakið og er þá ekki til einskis barizt. Lifi einkaframtakið! Bíóniyndirnar hér og þar. „HVERS VEGNA fáum við ekkert nema ruslmyndir? Bíóin í Reykjavík auglýsa þó ágætar myndir um þessar mundir.“ Þannig skrifar bíógestur blaðinu á dögunum og er sárreiður Skjaldborgarbíó fyrir að bjóða fólki upp á „Frumskógarstúlk una“ í þremur þáttum, og Nýja- Bíó, segir hann, hefur ekki haft æi'lega mynd til sýnis í herra há- ans tíð. Þetta er harður dómur Mér kom í hug, sem eg hef heyrt og hygg að sé rétt, að engin mynd hafi verið betur sótt hér á Akur eyri í seinni tíð en einmitt „Frumskógarstúlkan“ í öllum þremur þáttunum. Hversu góðar myndir á slíkt „publikum“ skil- ið? Hingað kom í fyrra ein fræg- (Framhald á 8. síðu). Menningar- og minningarsjóður kvenna Það eru nú rétt rúmlega tíu ár siðan, að börn hinnar merku konu, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, af- hentu stjórn Kvenréttindafélags íslands 2000 krón- ur í því skyni að stofna sjóð til þess að styrkja ís- lenzkar konur til framhaldsnáms, ritstarfa og lista. Þessir peningar, er voru dánargjÖf frú Bríetar, voru afhentir á 85 ára fæðingardegi hennar, hinn 27. september 1941. K. R. F. í. vann síðan að því að finna sjóði þess- um heiti, form og fjáröflunarleiðir. Árið 1945 var skipulagsskrá sjóðsins'staðfest af forseta íslands og nafn hans ákveðið, þ. e. Menningar- og minningar- sjóður kvenna. Á þessum árum hafði sjóðurinn aukizt um 6 þúsundir króna, en það voru mest minningargjafir um stofnanda sjóðsins. Hver er tilgangur sjóðsins? í skipulagsskrá sjóðsins segir m. a.: „Tilgangur sjóðsins er að vinna að menningarmálum kvenna: a. með því að styðja konur til framhaldsnáms við æðri menntastofnanir, hérlendar og erlendar, með náms- og ferðastyrkjum. Ef ástæða þykir til, svo sem sérstakir hæfileikar og efnaskortur, má einnig styrkja stúlkur til byrj- unarnáms t. d. í menntaskóla. b. með því að styðja konur til framhaldsrann- sókna að loknu námi og til náms. og ferðalaga til undirbúnings þjóðfélagslegum stþrfum og til sér- nárris'í ýmsum greinum og annarra aeðri mennta. ""V ■ i c. 'með því að veita konum styrk' tij ritstarfa eða verðlauna ritgerðir, einkum um þjóðféíagsmál, er varða áhugamál kvenna. Þó skulu námsstyrkir sitja í fyrirrúmi meðan sjóðurinn er að vaxa.“ Þá er það einnig tilgangur sjóðsins að geyma nöfn þeirra kvenna, sem minningargjafir eru gefn- ar um, og tengja sjóðinn þannig minningu hins liðna. í. gr. skipulagsskrárinnar sténdúr: „Sjóðn- um skal fylgja sérstök bók og skal, éf'óskað er, géyma í henni nöfn, myndir og helztu æviatriði þeirra, sem minnzt er með minningar- og dánar- gjöfum —------Minningabókin skal geymd á t'rygg- um stað, t. d. í handritasafni Landsbókasafnsins.“ 43 styrkþegar á 6 áruni. Það þarf oft ekki að hreyfa við nema einum litl- um steiní til þess að stór skriða verði í fjallshlíðinni. Tvö þúsund krónur, sem gefnar voru fyrir tíu ár- um, hafa hundraðfaldast, og Minningar- og menn- ingarsjóður kvenna er nú um 200 þúsund krónur. Á þessu ári hefui' verið úthlutað styrk-jum, er nema kr. 20,500, en samtals hafa verið vdittar kr. 87,250 til 43 kvenna á þeim 6 árum, sem liðin eru síðan sjóðurinn var formlega stofnaður. Merkileg stofnun. Menningar- og minningarsjóður kvenna er merkileg stofnun, sem miklar vonir eru tengdar við. Allt starf hans miðar að því að mennta íslenzkar konur og auka þroska þeirra. Það ætti því að vera kappsmál allra kvenna að vinna að eflingu sjóðsins og hlúa að honum á alla lund. Tekjulindir sjóðsins eru einkum dánar- og minningargjafir, áheit og merkjasala, er fram fer hinn 27. sept. ár hvert. Konur um allt land geta styrkt sjóðinn með því að kaupa minningarspjöld hans, kaupa merkin, þegar þau eru á ferðinni, heita á sjóðinn og síðast en ekki sízt gefið honum gjafir til minningar um látnar konur. Hér á Akureyri fást minningarpjöld sjóðsins í Bókabúð Rikku og Bókaverzlun Pálma H. Jónsson- ar. Stærri minningargjafir er bezt að senda beint til sjóðsins, en utanáskrift til hans er: Menningar- og minningarsjóður kvenna, pósthólf 1078, Reykjavik. Þangað er einnig hægt að skrifa eftir nánari upp- lýsingum um sjóðinn og eyðublöðum undir um- sóknir um styrk. Verum allar samtaka um að efla M. M. K. og stuðla þannig að aukinni menningu íslenzkra kvenna! A. S. S. .

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.