Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 10. október 1951 Fimmtugur: Gunnar Sveinsson Hafdal Fimmtugur verður næsta mánudag Gunnar Sveinsson Haf- dal, skáld og bóndi á Hlöðum. Var hann um margra ára skeið borgari og enda starfsmaður þessa bæjar, og er auk þess víð- kunnur fyrir kveðskap sinn og irleira, enda athyglisverður mað- ur um margt, því að hópsál er hann engin. Hann er fæddur að .Deplum í Stíflu, sonur hjónanna: Sveins Steinssonar og Sigur- bjargar Jóhannesdóttur, og bjuggu þau lengst af að Lundi í s,ömu sveit, sem margir telja sumarfegursta dal í Skagafjarð- arsýslu. Þarna ólst Gunnar S. Hafdal' upp, í foreldrahúsum, til 'tólf ára aldurs, en varð þaðíTn af að sjá fyrir sér sjálfur, sem sýnir að hann hefur verið óvenju dug- mikill og bráðþroska. Hann er .Norðlendingur í báðar ættir, Skagfirðingur í föðurætt, en móðir hans var af eyfirzkum og þingeyskum ættum. Öll sín ungl- ingsár dvaldist hann í ýmsum byggðum norðanlands, að'allega við landbúnaðarstörf. Mun það. og hafa verið draumur hans á þeim árum, að mega ’nelga sig sveitabúskap ævilangt, og þá helzt í dölum Þingeyjarsýslu. Má ætla, að í þeirri ljóðfrægu sýslu hafi skáldhneigð hans vænzt meiri skilnings og samúðar en í öðrum landshlutum, enda er svoddan umhverfi bæði matur og drykkur hvers konar frumhæfni. Af ýmsum Ijóðum hans, svo sem: „Kvöld við Laxá“ o. fl., má þó ráða, að á þessum slóðum hafi náttúran orðið mönnunum örlát- ari á samúðina, og er það gömul saga, sem allir þeir, er ekki eiga samleið með fjöldanum verða að reyna. Nokkuð er það, að upp úr 'tvítugu gi'eip Hafdal til þeirrar ráðabreytni ,að kveðja sveitalífið um sinn, en sér þó raunar þvert ujrn geð, svo mikið náttúrubarn sem hann er, og flytja í k'aup- stað. Settist hann þá að á Akur- eyri, og með því að honum gazt 'Jítt að algengri daglaunavinnu, lagði hann fyrir sig iðnnám, og starfaði síðan að iðn sinni um tíu ára skeið, lengst af fyrir eigin reikning. Um svipað leyti kvænt- ist hann Önnu Sigríði Sigui'jóns- dóttur, frá Bjarnarstöðum í Skagafirði, hinni mætustu konu, og stofnuðu þau 'þar með eigin heimili, efnalaus og með stopula atvinnu'framundan: En jafnframt iðn sinni mun Hafdal hafa stund- að ýmis aukastörf á. þessum ár- um, eins og raunar öll sín dval- arár á. Alfureyri. Hins vegar reyndist kyrrsetan honum ekki hollari en svo, að hann farm sig knúð.an til að skipta um .atvinnu og gei’ðist innheimtumaður hjá Rafveitu Akureyrar,. og gegndi því starfi.um.rúman.áratUg-; Mun þó það starf ekki hafa samþýðst. skapþöfn . Hafdals meira en svo,. að allmjög hafl það ,rexnt. a taug- ar hans. En á þessum ár.um stund, aði hann fornbóksölu af miklum áhuga, og kom sér þá jafnframt upp-allstoru ög skipulegu bóka- safni, því áð bókámáðúr éV 'h'ann mikill. Voru og bókavinir alltíðir gestir á heimili þeiri'a hjóna um þetta leyti, og eiga þaðan margs góðs að minnast. Þá. rak hann um nokkurt skeið éinhvern smávegis búskap hér fyrir ofan báeinii, og þá náttúrlega, eingöngu í eftir- og næturvinnu, enda var hugurinrí löngum við það heygarðshornið. ÝMíSLEGT FRÁ BÆJARSTJÓRN OLÍUVERZLUN ÍSLANDS hefir fengið leyfi bæjarstjó'rnar til að setja niður 50 tonna ljósaolíugeymi innan girðingar á olíustöð sinni á Oddeyrartanga. — Sigurður Kristjánsson, Glerárþorpí, hef- ur fengið á erfðafestu 10—15 dagsl. landspildu úr Syðra-Krossanes- fandi, Sveinn Kirstjánsson, sama stað, 3—4 dagsl. úr sama landi. — Gunnar Haraldsson héfui' verið ráðinn til að gegna sóiarastarfi í bænum til eins árs. -----o---- BÆJARSTJÓRN IIEFUR, samkv. tillögu bæjai'gjaldkera, sam- þykkt að fella niður útsvör og önnur bæjargjöld, sem talin eru óinn- heimtanleg, samtals kr. 65.543.60. í athugasemdum er getið ástæðna viðkomandi einstaklinga og er ástæða niðurfellingarinnar oft sjúk- leiki, fátækt eða brottflutningur, stundum eru gjöldin ranglega álögð. — 17 umsóknir hafa borizt um lafi'úr byggingasjóði bæjarins, en ákvörðun um lán hefur ekki verið tekin í bæjarráði enn. -----o---- En einmitt í því sambandi varð hann fyrir alltilfinnanlegum skaða, er hlaða og fjárhús hart- nær eyðilögðust í fárviðri. Og eitthvað um sama leyti varð eld- ur laus í íbúðarhúsinu og eyði- lagðist þá ekki all-lítið af bókum. Mundi kannske margur hafa gugnað við þær skráveifur, en þannig er ekki Hafdal farið. Samt má vera, að þessi óhöpp, ásamt því að nú tók hann að kenna allverulegrar fótabilunar vegna hins mikla göngulags við inn- heimtustarfið, svo og kannske fleira í sambandi við aðbúð og umhverfi, hafi valdið því, að hann flutti frá Akureyri og gerð- ist nú loks bóndi í fullri alvöru, fyrst að Hlíðarenda í Kræklinga- hlíð og síðan að Hlöðum í Hörg- árdal. Og svo sleitulaust hefur hann rekið búskapinn, að nú er hann lang gjaldhæsti bóndinn í sinni sveit og kemur þar mjög við sögu. Svo sem kunnugt er hafa kom- ið út tvær ljóðabækur eftir Haf- dal: Glæður I. 1934, og Glæður II. árið eftir. Var talsvert og ým- islega um þær ritað á sínum tíma, jafnvel meira en algengast hefur verið um ljóðabækur á öðrum fjórðungi þessarar aldar. Því sú tíð er ekki lengur, að fólk lesi og læri ljóð eins og fyrrúm. En eigi hún fyrir sér að endur- fæðast munu þeir sem Ijóðum unna finna í Glæðum ýmislegt til að una við, svo sem: „Frjó- dögg, Gamalmennið, Gamlir veru leikar og Kvöld við Laxá“, svo eitthvað sé nefnt, og fleira. Síð- an hafa mörg ljóð eftir hann birzt í blöðum og tímaritum. Ekki er meiningin að ég fari hér að dæma um kveðskap Hafdals enda þótt mér finnist hann, að all-verulegu leyti einkennast af eins konar beinskeytni, vísum. sem hann oft kastar fram við ýmis tækifæri, síður en svo myrk ur í máli, og svo hnittnum að þær missa ekki marks. Hefi ég og sterkan grun um að einmitt vegna margra slíkra skeyta, sam- fara hans hispurslausu og ein- örðu framkomu, hafi Hafdal ver- ið misskilinn mjög um skör fram, enda fer svo all- oftast um þá. sem ekki binda bagga sína á sama hátt og fjöldinn. En við, sem höfum kynnzt Hafdal til hlítar vitum að þar fer háttvís og drenglyndur gáfumaður. og svo tryggui' og vinfastur, að hver sem nær hylli hans á sér þar bróður að baki. Og um leið og við óskum hon- um allra fararheilla við þessi merkilegu tímamót í lífi hans, þökkum við honum mar^a glaða og góða stund. Björgvin Guðmundsson. M a n n 1 ö f 1 / til sölu í Aðahtrœti 17, Akureyri (Jýorðurenda). Grár hestur BYGGINGANEFND hefur veitt söluturninum við Hamarstíg stöðuleyíi í næstu 2 ár. — Laxárvirkjunin hefur fengið leyfi til að reisa viðbótarbyggingu við aðalspennistöðina við Þingvallastræti og :mun undirbúningur verksins hafinn. ------o------ HAFNARNEFND hefur ákveðið að verja 100.000 kr. til viðgei'ða og elnginga á grjótgarðinum norðan dráttarbr.innar nýju og 30.000 kr. til að reisa hús yfir spil minni dráttarbrautarinnar. •— Á síðasta ’bæjarstjórnarfundi voru birtir endurskoðaðir rékstufs- og efnahags- rekningar Krossanessverksmiðjunnar fyrir árið 1950 og vai'ð hagur verksmiðjunnar góður á því ári. Á sama fundi var birtur endur- skoðaður reikningur sjúkrahússins fyrir árið 1950, og varð reksturs- halli á því ári rösklega 54 þús. kr.. í óskilum. Mark: Fjöður fr. hægra og biti fr. vinstra. Réttur eigandi gefi sig frant við J.ón Stefánsson, Eyjadalsá, Bárðardal. BÍLL Lítill 4 manna bíll til sölu nú þegar, af sérstökum ástæðum. Afgr. vísar á. *—> SJÖTUGXJR: Kristján Kristjánsson fyrrverandi óðalsbóndi, Gásum (Fhutt á afmcelisdegi hans 1. október 1971). Eg bregð mér sjaldan á mannamót, því mér er gjarnt heima að sitja. En kynlega brá við, hað kom á mig rót, og Kristjáns mig fýsti að viíja. Það gildir sem málsins bezta bót, að brag honum vildi eg flytja. — Ljúft er og skylt að minnast þess manns, sem manndóminn sýndi í verki. Sjá, óðalið vitnar um afrekin hans, og öllum það sanna þess merki; að framkvæmdastaríið vel lionum vannst, á verði hann reyndist: hinn sterki. Á heimilis-stöðvum hélt hann vörð og harðsókn við búskapinn þreytti, og heyjavöl! gerði úr hrjósturjörð, í höfuðból kotinu breytti. Um árabil langt við Eyjafjörð orku og hagsýni beitti. Ilann Jagði að mörgu haga hönd, sem hlynna þurfti og styðja. Hann prýddi garðinn og græddi lönd, giftudrjúg varð hans iðja; við byggingu á framtíðarbjartri slrönd og búnað í hagJyi'ir niðja. Hann gerði hinn forna Gásastað að glæstu búandasetri. Þ6 ströng væri sóknin hann stuðnings ei bað, því starfsdugur hans reyndist betri. Af landi og sjó bar hann bjargir að búi, á sumri og vetri. Hann varði lið sitl, svo vart það kól, þó veturinn hefði að kynni. — Oft honum skein hér unaðarsól, og ásamt húsfreyju sinni, barnahóp stóran upp hann ól. Það afrelt geymist í minni. Við hyllum því öll þcnnan afreksmann, sem er í dag sjötíu ára. Mála er það sannast að máttkur stóð liann, þó mörg risi andstreymisbára. Sterkur og liygginn, störfin vann, og stundum við mótlætið sára. Með þolgæði kiauf hann þoku og mjöll, sem þjakar á alfaraleiðum. Og sjáífstæð og djörf var sókn hans öll á sveitar stríðsvangi brciðum. — Nú sér hann að baki hin bröttu fjöll og brekkur — á reynslunnar heiðum. Þó saga hins forna framtaks sé huld í flaumi nýungavalda, mun sagan hans Kristjáns seint liggja duld hjá sögulýð komandi alda. Og víst er: að þunga þakkarskuld á þjóðin honum að gjalda. GUNNAR S. HAFDAL. •F.- NÝKOMNIR: Leikfimisskór með gúmmísólum, hvítir, brúnir, bláir, nr. 36—43. Skóbúð KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.