Dagur - 17.10.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 17.10.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 17. október 1951 D A G U R 5 Látinn bændahöfðingi: fyrrverandi hreppstjóri Olíudeilan í Persíu: Mossðdegh hefur sigrað í fyrsiu umferð en næsia umferð verður erfiðari orsæfisráðherrann teflir óttanum við Rússa fram í viðræðum við Handaríkjamenn Laust eftir aldamótin, eða nánar tiltekið 1903, tóku við búi á Frostastöðum í Skagafirði ung hjón, Magnús Halldór Gíslason og Kristín Guðmundsdóttir. Magnús er fæddur 26. maí árið 1866 á Yztu-Grund í Blönduhlíð. Foreldrar hans voru þau Gísli Þorláksson bóndi þar og síðar á Frostastöðum, og Sigríður Magn- úsdóttir, bónda ó Stóru-Seylu, Magnússonar prests að Glaum- hæ. Árið 1889 kvæntist hann Kristínu Guðmundsdóttur frá Gröf í Dalasýslu. Eins og áður er sagt, reistu þau hú að Frostastöðum árið 1903, eða sama árið og Gísli hreppstjóri faðir hans andaðist, og varð brátt slíkur myndarbragur á búskap þeirra, að Magnús var um langt skeið einn af mestu stórbændum Skagafjarðar. Á Frostastöðum bjuggu þau hjón samfleytt í 26 ár, eða til órs- ins 1929, en þá fluttust þau til Gísla sonar síns og konu hans, Guðrúnar Sveinsdóttur, að höf- uðbólinu Eyhildarholti, en þá jörð höfðu þeir feðgar keypt fyrir skömmu. Alla þá tíð, sem Magnús bjó á Frostastöðum, var þar einna stærst hú í sýslunni. Átti hann fjölda fjár, og þar á meðal sauði marga, og annan bústofn eftir því. En þó var annað, sem meira var um vert: Allur búskapur þeirra hjóna yar rekinn með slík- um myndarbrag, snyrtimennsku og forsjá, að til fyrirmyndar var. Magnús stækkaði tún sitt og sléttaði, girti land sitt allt, byggði upp íbúðarhús og peningshús, og meðal annars fimm samliggjandi fjárhús úr steinsteypu ásamt hlöðu, og mun sú bygging hafa verið sú fyrsta sinnar tegundar í Skagafirði. Þá lét hann og leggja . vatnsleiðslu heim í íbúðarhús sitt °g gjöra fleiri endurbætur á jörð sinni, s'em óvenjúíégar voru í þá daga. A Frostastöðum var jafnan hver hlutur á sínum stað, bæði úti og inni. Allt bar vott um reglusemi, þrifnað og smekkvísi. Þau hjón höfðu jafnan margt hjúa, sem dvöldu þar langdvöl- um, og bjuggu vel að þeim. Kaup var að vísu lágt í þá daga, þar eins og annars staðai'l en það not- aðist vel, og Magnús var góður húsbóndi, hlýlegur og nærgæt- inn. Hann skipaði aldrei hjúum sínum til neinna verka, heldur bað þau jafnan, þegar eitthvert verk þurfti að gera, en þau voru ■ eðlilega mörg. Kona hans, Kristín, var fríð kona sýnum, höfðingleg í sjón og fasi, og hin mesta fyrirmyndar- húsfreyja í alla staði. Og engum, sem sá hana, þótt ókunnugur væri, duldist, að þar fór úrvals kona og húsmóðir. Enda var myndarbragur innanhúss sízt minni en utan veggja. Þau hjón eignuðust tvö börn: Gísla, óðals- bónda í Eyhildarholti, og Maríu, forkunnarfríða og efnilega stúlku, sem lézt um tvítugsaldur, er hún var við nám í Reykjavík. Það var foreldrum hennar þung- ur harmur, og mun það sár aldrei hafa gróið. : Þegar faðir Magnúsar andaðist, tók Magnús við hreppstjóra- störfum af föður sínum og gegndi þeim alla þá tíð, er hann bjó á Frostastöðum, eða þar til hann fluttist að Eyhildarholti, og í hreppsnefnd var hann í 16 ár. Fleiri trúnaðarstörfum mun hann hafa gegnt fyrir sveit sína, en annars var hann maður hlédræg- ur og tróð sér hvergi fram, og ekki sást það á fasi hans né fram- komu, að hann væri einn af auð- ugustu stórbændum Skagafjarð- ar. Þegar F ramsóknarflokkurinn va r stofnaður, skipaði Magnús sér þar í sveit, og var alla tíð síð- an eindreginn stuðningsmaður hans. Lítinn þátt tók hann þó í stjórnmálum. Mun honum hafa . DÓtt heldur veðrasamt á því sviði. Og bardagamaður var Magnús enginn, til þess var hann of frið- samur og vildi á engan mann halla. En í skoðunum var hann þó þéttur fyrir, en sanngjarn og öígalaus. Þegar árið 1909, eftir sex ára búskap ,hlaut hann heiðursverð- laun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. fyrir miklar og vandaðar búnaðarframkvæmdir, en næstu 20 ár átti hann þó eftir að gera enn meira, því að alltaf fann hann einhver ný og ný verkefni til að vinna á þessu myndarlega óðali sínu, og var hann þar, eins og áður er að vik- ið, á undan mörgum öðrum sam- tíðarmönnum sínum. Af gripum í eigu Mrgnúsar frænda míns er mér minnisstæð- astur hestur einn fífilbleikur. Var það reiðhestur Magnúsar. Það var margra manna má'l, að það væri einn hinn mesti snill- ingur, er þá var uppi í Skaga- firði. Fífill, því að svo hét fákur- inn, var svo mikill fjörgammur, að það var á fárra annarra færi en Magnúsar að sitja hann, og að öðru leyti hann ágætasti gripur. Þegar eg man síðast eftir Fífli, var hann kominun yfir tvítugt, en var þá enn fremstur allra hesta í samreið og fór ó kostum, eins og á yngri árum. Magnús á Frostastöðum var fremur lágur maður vexti og í meðallagi þrekinn. Fríður var hann sýnum, hógvær í framkomu og hlýr í viðmóti. Enginn há- vaðamaðuí’ var hann, hvorki heima né að heiman, en stjórnaði hinu stóra búi sínu með festu og öryggi. Gætinn var hann í f-jér- málum og forsjáll, en þó ónízkur á fé til að bæta jörð sína og til að láta hjúum sínum líða vel. Hann mun hafa tekið við góðu búi af foreldrum sínum, en hann ávaxtaði það vel með róðdeild og hyggindum og græddist því enn mikið fé, bæði í löndum og lausa- fé .Og auk Frostastaða, með hinu glæsilega búi þar, átti hann margar jarðir aðrar. Þó að eg hafi hér með örfáum orðum reynt að lýsa þessum frænda mínum, á eg þó ósagt það, sem mest er um vert: Magnús á Frostastöðum var góður drengur. Eg var nokkuð kunnugur Frosta- staðaheimilinu, en aldrei heyrði cg hann hallmæla nokkrum manni, eða tala styggðaryrði til nokkurs manns. Miklu frekar mun hann hafa tekið málstað þeirra manna, sem hann heyrði eitthvað hallmælt. Hann var hið mesta prúðmenni jafnt vio hús- karla sína og vinnukonur, sem höfðingja. Stórbokkaskapur var ekki til í hans skaphöfn. Og nú er hann horfinn, þessi góði drengur og athafnasami og merki bændahöfðingi. Hann and- aðist ó heimilí sínu, Frostastöð- um, seint í september sl. hálf- níræður að aldri. Fyrir einu eða tveimur árum fluttu þau hjón aftur að Frosta- stöðum, hinu gamla höfuðbóli sínu. Kannske voru þau að stytta sér leiðina til ástvina og frænda í kirkjugarðinum á Flugumýri. Nú er annasömum óg erfiðum degi lokið, og nýorpið leiði minn- ir ó merkjastein á langri leið. Hér er aðeins einum áfanganum náð. En ekkjan aldurhnigna, sem nú Segja má, að Múhameð Mossa- degh forsætisráðherra Persíu hafi þegar látið þann draum sinn rætast, að hrekja Breta á brott úr landi sínu og ná tangarhaldi á olíustöðvum þeirra. En hann vaknar nú til veru- leikans og rekst óþyrmilega á )að, að draumurinn hefur óþægi- legar hliðar og ógnar bæði póli- tísku og efnahagslegu hruni fyrir sjálfan hann og land hans. Breta hyggja á hefndir. Bretar eru á brott ,en þeir eru ekki úr sögunni. Þeir eru stað- ráðnir að varna því að Persar njóti ávaxtúnna af verðmætum þeim, sem þeir hafa náð undir sig. Persar ráða yfir olíuhreinsun- arstöðinni í Abadan, sem er hin stærsta í heimi, og yfir brezkum vélum og tækjum við olíubrunn- ana, en þessar verðmætu eignir — metnar á meira en 500 millj. sterlingspund — eru ekki meira virði en járnarusl fyrir persnesku þjóðina, nema einhv.erjir séu til að starfrækja þær. Persar fá enga hjálp í þessu efni frá Bretum og sennilega ekki frá Bandaríkjamönnum. Persar eiga sjálfir aðeins örfáa fagmenn, sem geta orðið að liði, en þeir geta ráðið nokkurn fjölda sér- fræðinga af ýmsum þjóðernum, bóðum megin járntjaldsins. En eftir að olían er komin úr brunn- unum og í hreinsunarstöðina í Abadan, er eftir að finna kaup- endur og loks tankskip til að flytja hana á brott. Málaferlum hótað. Flestir vestrænir kaupendur og tankskip eru tengdir brezkum og bandarískum olíufélögum og á hvorugu fá Persar nokkur róð. Ef eitthvert land ákveður að kaupa olíu beint frá Persíu, er víst að Bretar kæra það sama land fyrir alþjóðadómstólnum í Haag, á þeim grundvelli, að það hafi móttekið brezka eign, sem er einum vetri miður en níræð, bíður enn um stund. Á Frostastöðum búa nú fjórir sonarsynir þeirra hjóna. Þeir hafa nú byggt nýtt og mikið íbúðarhús, og ætla að gera garð- inn frægan í annað sinn. Magnús á Frostastöðum lifir því áfram í þrennum skilningi: Hann lifir í verkum sínum, hinni gróandi mold, sem hann ræktaði. Hann lifir í hinum athafnasömu og efnilegu afkomendum sínum, sem auðsjáanlega ætla sér að verða synir og dætur sveitar sinnar, meir en- að nafninu til, og loks lifii' hann sínu ódauðlega lífi, sem okkur er öllum fyrirbúið. Hannes J. Magnússon. hafi verið stolið af persnesku stjórninni. Með tiiliti til þess, að alþjóða- dómstóllinn hefur þegar fellt úr- skurð, sem styður lagalegaft rétt Breta til eignanna, er líklegt, að erlend ríki, sem keyptu olíu af Persum yi-ðu -fundin sek og því má ætla að þau reynist ófús að hætta sér í slíkan málarekstur, einkum þar sem brezk og.amer- ísk olíufélög bjóða þeim á sama tíma olíu frá öðrum löndum án þess að þeim kaupum fylgi nokk- ur áhætta. Mossadegh hefur enn tromp. En Mossadejgh hefur enn ekki slegið út öllum sínum hágildum. Hann getur enn snúið sér til Sovétstjórnarinnar og leppríkja hennar, sem kæra sig kollóttan um alþjóðadómstólinn í Haag og alla hans úrskurði. Á það er bent, að Rússai' eiga ekki nægan tank- skipaflota til að flytja olíuna frá Abadan, en þeir eru ekki ólíkleg- ir til að leggja hart að sér með þeirn flota, sem fyrir hendi er og gera jafnframt pólitískan og efna hagslegan samning við Persa á breiðum grundvelli. Óttinn við rússnesk yfirráð. Slíkir samningar mundu stórt skref í þá átt að gera Persíu að rússnesku leppríki. Það var til þess að forða þeirri hættu, sem Truman forseti lagði áherzlu á það við Attlee forsætisráðherra Breta á dögunum, að hervald yrði ekki notað til þess að halda yfir- ráðum olíustöðvarinnar í Aba- dan, vegna þess að Rússar gætu notað §líkt sem ástæðu til að hernema norðurhluta landsins. Tromp það, sem dr. Mossadegh hefur á hendinni nú, þegar brezk-amerískar olíuinteressur hóta efnahagslegu hruni yfir land hans með refsiaðgerðum sínum, er að stofna til nánara samfélags við Rússa, af frjálsum vilja og án þess að Rússar þurfi að senda nokkurn herstyrk til landsins. Bretar eru þeirrar skoðunar að hann muni nota þetta tromp — þessa hótun — til þess að splundra samstö'ðu Ðandaríkja- manna og Breta í olíumálinu, til þess að fyrirbyggja að þeir fylgi sömu stefnu eða jafnvel efna- hagslegri, og pólitískri þvingun. Með því að ótti vestrænu þjóð- anna við Rússa forðaði því að Bretar notuðu hervald í Abadan, er ekki ósennilegt að dr. Mossa- degh hugsi sem svo, að þessi sami ótti geti forðað þeim efna- hagslegu refsiaðgerðum, sem Bretar vilja nú koma fram. Bretar eru eins og sakir standa staðráðnir að refsa Mossadegh fyrir tiltæki hans, jafnvel þótt því fylgi áhætta um nánara samfélag hans og Rússa. En vilja Banda- ríkjamenn taka þeirri áhættu þegjandi og hljóðalaust? Eða tekst hinum einkennilega austur- lenzka stjórnmálamanni þarna enn að reka flein í milli banda- manna og sigla þjóðarfleyi sínu enn í milli skers og báru og forða öllu heilu í höfn? Þessum spurn- ingum er enn ósvarað. En athyglisvert er, að óhrifai'ík bandarísk blöð skrifa ekki um Mossadegh sem ævintýramann, sem sé að hrekja þjóð sína á barm gjaldþrots og eymdar, heldur kalla hann sniðugasta stjórn- málamann, sem nú láti til sín taka á vettvangi alþjóðastjórnmála. (Sbr. N. Y. Herald Tribune 9. okt.). Taflið um olíuna er enn ekki leikið til enda og Bretar mega enn vara sig á Mossadegh. - Landhelgisdeilan í Haag (Framhald af 1. síðu). ákveðnum anncsum á norsku ströndinni, cn fylgja strandiín- unum ckki eftir inn á flóa og firði. Þannig halda Norðmenn því fram, að þeir hafi fullan rétt til þess að loka fjörðum og flóum fyrir erlendum veiðiskipum, enda þótt firðir þeirra séu meira en 10 sjómílur á breidd, en við það vilja Bretar miða. Samkvæmt útvarpsfréttum hér heima, á einn brezki málflytjand- inn í Ilaag að hafa jafnað þeim ákvörðunum íslendinga, að færa út landhelgi sína fyrir Norður- landi um eina mílu, við ofbeldi Rússa í Eystrasalti, er hafa tekið sér 12 mílna landhelgi og verja hana með vopnavaldi! Ekki er þessara ummæla getið í þeim brezku blöðum, sem blaðið hefur átt kost á að sjá, en í frásögn „Fishing News“ af málflutningi Breta, hefur íslands m. a. verið getið þannig: „ísland hefur sér- legra hagsmuna að gæta (í sam- bandi við dómsúrslitin) með því að það hefur nýlega gefið út fisk- veiðatilskipun, sem enn hefur ekki komið lil framkvæmda (l.br. Dags), augsýnilega til orðin fyrir áhrif aðgei'ða Noregs. . . .“ (Sir Frank Soskice). Bretar hafa and- mælt breytingum landhelgislínu við eftirfarandi lönd: ísland, Júgóslafíu, Egyptaland, Hondur- as, Equador, Costa Rica og EI Salvador. (Ræða Sir Eric Beck- ett). „Þeir, sem fiskveiðahagsmuna hafa að gæta í Noregi og Svíþjóð, telja ókvörðun íslendinga ósann- gjarnar og í ósamræmi við al~ þjóðlegar starfsaðferðir. . . .“ (Sir Eric Beckett). Brezku málflytjendurnir hafa neitað að taka beri tillit til efna- hagsaðstöðu viðkomandi þjoða. „Aðeins landfræðilegar stað- reyndir koma til greina,“ sagði Sir Eric Beckett.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.