Dagur - 17.10.1951, Blaðsíða 12

Dagur - 17.10.1951, Blaðsíða 12
12 Baguk Miðvikudaginn 17. október 1951 Laxness afneitar bæði Stalinisma og Títóisma í viðtali við danskt blað „Ameríkaniseringin“ á fslandi hefur bjartar hliðar - „of mikil Parísu í ungu skáldunum Þrír yngir menn í Eyjafirði byggðu 40 metra göngubrú á Eyjafjarðará fyrir eigið fé! Mannvirki, sem er til stórmikilla samgöngubóta í ITóIasókn - en bændur bíða samt nýrrar brúar með eftirvs£ntingii Gaspardi Laxness. Halldór Kiljan Laxness er í út- landinu um þessar mundir og hefur átt fróðlegt, skemmtilegt og háborgaraiegt viðtal við blaða mann frá danska íhaldsblaðinu „Beriingske Tidende" (7. okt. sl.). í viðtali þessu ræðir Kiljan m. a. viðhorf sitt til bókmennta (Jeg er bogtræt), ungu skáldin á ís- landi, (for meget Paris i de fleste af dem), amerísk áhrif á íslandi (en meget lykkelig Side) og loks hvort hann sé Stalínisti eða Tító- isti og er skemmst frá því að segja, að hann afneitar hvort tveggja (er ingen af Delene), heldur segist vera vinstri-jafn- aðarmaður á línu hins frjálslynda brezka blaðs „New Statesman and Nation“. Fer naumast hjá því, að þessar yfirlýsingar skáldsins — en hljótt hefur verið um Laxness um hríð — veki mikla athygli hér á landi og e. t. v. ekki sízt í Moskvuherbúðun- um. Stiklað á nokkrum atriðum. Viðtal þetta er mikils til of langt til þess að unnt sé að birta það hér í heild, en fróðlegt má telj — ast að stikla á nokkrum atriðum. Laxness segir fyrst frá því, að það sé ekki vegna þess að hann sé þreyttur á íslandi, að hann eyði helming ársins í ferðalög, heldur sé þar óróleiki blóðsins, sem aldrei lætur íslendinginn í friði og rekur hann utan þegar liann er heima en út þegar hann er utan lands. Atómstöðin kemur bráðlega út á þýzku. Laxness telur þá bók eina af þeim bókum, „sem bezt hafa heppnazt hjá mér“. Hann lætur litið af því að hann lesi nýjan „literatúr“. „Þeg- ar maður er kominn á minn ald- ur — ég er bráðum fimmtugur — verður maður þreyttur á bókum“. „Of mikil París“. Þegar blaðamaðurinn spyr hann um nýjar íslenzkar bók- menntir, svarar Laxness: „Á- standið þar er óneitanlega heldur slappt. Við eigum að vísu marga efnilega rithöfunda og skáld, En þeir hafa bara ekki enn fundið sjálfa sig. Það er of mikið af París í flestum þeirra. Maður fær þpð á tilfinninguna. að beir haf: aldrei komizt lengra en á vinstri bakka Signufljóts. Þeir eru í einu orði sagt of ungir enn til þess að unnt sé að taka þá hátíðlega." Burt með málalengingarnar! Laxness játar, að tiann sé þreyttur á málalengingum hinna sálfræðilegu bókmennta og hall- izt sífellt meii-a að því epíska og telur Njálu og Heimskringlu sýn- ishorn hinnar epísku skáldsögu, er hann dáist að. Meginregla rit- höfundar, segir hann, á að vera, að strika út eins mikið og mögu- legt fer. . .-. „.að hugsa sér, þegar maður skrifar setningu, að maður þurfi að börga fyrir hvert orð — eins og ætti að senda hana í símskeyti . ' . . Það er allt of mikið „sludder og vrövl“ hjá flestum rithöfundum nú til dags.“ „Den lykkelige Amerikani- sering“ Þegar blaðamaðurinn hverfur frá bókmenntunum og að raun- hæfari málefnum, nefnir hann fyrst það sem hann kallar „am- eríkaníseringuna á íslandi“. Lax- ness segir þá: ' „Því má ekki gleyma, að am- eríkaniseringin á íslandi hefur haft mjög bjartar hliðar. Raf- magnið er alls staðar og notkun véla á heimilum og við útistörfin. Við höfum fengið rafmagnselda- vélar, ísskápa, þvottavélar. Það er „american style“, það skal ját- að, að rafmagnið fáum við þó frá okkar eigin fossum og vatnsföll- um“. Að öðru leyti telur Laxness, að íslendingum muni veitast erfitt að skilja Bandaríkjamennina. Hermennirnir séu ekki hér til þess að kynna ameríska menn- ingu. Um „stemninguna“ á ís- landi í dag að öðru leyti segir hann að þjóðin sé „pólitískt þreytt“ og þrái að verða pólitískt afvötnuð (afpolitiseret). En „standardinn“ telur hann háan hér í samanburði við önnur Ev- rópulör.d. Vonleysi sé miklu meira á meginlandinu en hér. Afneitar Stalin og Titó. Samtalið verður síðan á þessa leið: „Þér hafið verið nefndur Tító- isti og Stalinisti?“ • „Og sannleikurinn er, að ég er hvorugt. Eg er ekki í neinum flokki eða samtökum. Kommún- isti er annað tveggja skammar- yrði eða heiðursheiti, en ég hefi til hvorugs únnið. Eg er vinstri- sósíalisti —, stend á vinstri kant- inum, — því ber ekki að leyna. „Lína“ mín er hér um bil sú sama og í enska bláðinu !„The New Statesman and Nation“, en ég er ekki kreddu-kenningamaður, alls ekki . . . Um Rússlandsferðir sínar segir Laxness: „ . . ég á marga góða vini í Sovíetríkjunum, en þar er ég gaspardi, ekki tovaritch, herra, ekki félagi — Gaspardi Lax- ness .... “ Margt fleira skemmtilegt segir gaspardi Laxness í þessu viðtali, sem því miður vinnst ekki tími til að rekja að sinni. f't.....■------------------'ð Alvarlegt ástand ef iðnaðarframleiðslan dregst saman Vegna ástands þess, sem skapast hefur í iðnaðarmálum landsins og einkum snertir hag bæjarins, hefur „Iðja“ gert eftirfarandi samþykkt; „Almennur fundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Ak- ureyri, lialdinn 7. okt. 1951, vill hér með vekja athygli hæstvirtrar ríkisstjórnar og Alþingis á þeim staðreyndum, að stórfelldur samdráttur hef- ur átt sér stað í iðnaðarfram- íeiðslu hér í bænum á síðast- liðnum 5—6 mánuðum, tvær verksmiðjur hafa hætt störf- um og vinna á minniháttar verkstæðum hefur að mestu lagzt niður. Af þessum sökum hafa um 60—80 manns misst atvinnu sína. í hinum síærri verksmiðjum bæjarins er ástandið mjög al- varlegt. Hinn eftirlitslausi innflutningur á sams konar eða svipuðum vörum og fram- leiddar eru hér, hefur orsakað það, að mjög mikil kyrrstaða hefur myndast í sölu fram- leiðsluvaranna, sem eru þó viðurkenndar að vera jafn- góðar og innfluttu iðnaðar- vörurnar og jafnvel betri í sumum tilfellum. Þar sem markaðurinn hefur verið yfíiíylltur af þessum er- lenda varningi, má öllum vera ljós sú hætta, sem af slíku leiðir, bæði fyrir atvinnurek- endur, verkafólk og þjóðina í heild. Innflutningur á sams konar vörutegundum og framleiddar hafa verið í landinu og hægt er að framleiða, er ómótmæl- anlega óþarfa sóun á dýrmæt- um, erlendum gjaldeyri. Að öllu þessu athuguðu beinir fundurinn þeirri áskor- un til ríkisstjórnarinnar og Alþingis, að gerðar verði nú þegar nauðsynlegar ráðstaf- anir til úrbóta á þessu vand- ræða ástandi.“ Þessi mál verða nánar rædd hér í blaðinu síðar. ú .......-..J Góðviðri um Eyjafjörð Suðrænir, laufvindar blása nú hér dag hvern og góðviðri ráða ríkjum. Hefur haustið til þessa verið hagstætt og fagurt um Eyjafjarðarbyggðir. Hlýindi hafa verið síðustu daga. í gærmorgun mældist 9 stiga hifi hér á Akur- eyri kl. 8. Norðmenn selja ísaða stórlúðu í Bretlandi Nú um mánaðamótin kom norska skipið „Kolastind" til Grimsby með 270 lestir af ísaðri stórlúðu frá Grænlandsmiðum. Seldi skipið aflann þar og fékk gott verð fyrir. Skipið keypti lúð- una aðallega af bátum, sem reru frá verstöðvum í landi. PAPPÍRSVERÐIÐ veldur blöðum um heim allan vax- andi áhyggjum og erfiðleik- rnn. Á fundi blaðaútgefenda- sambandsins danska um sl. helgi var upplýst að verð- '•{jekkun á blaðapappír nemi 500% síðan 1939. Magnús Kristjánsson vegaverk stjóri og fyrrum bóndi á Sand- hólum í Eyjafirði er nýlega kom- inn til bæjarins eftir að hafa dvalið nokkrar vikur í framfirð- inum við vegagerð. Vann hann þar að lagningu vegarins frá Arnarstöðum að Hólum, en það er sýsluvegur, og ekki fullgerður, enda ekki nema 15 þús. fyrir hendi til vegagerð- arinnar í ár. Vegalengdin milli bæja er 3,5 km. og hefur tekizt furðulega vel að koma vegamál- inu áleiðis fyrir þessa takmörk- uðu uþphæð. Fyrirhuguo brú undan Hólum. Þegar fréttamaður Dags ræddi við Magnús um samgöngumál Saurbæjarhrepps nu á dögunum, sagði hann að bændur biðu nýrr- ar, fyrirhugaðrar brúar á Eyja- fjarðará undan Hólum með eftir- væntingu. Mun loforð vegamála- stjórnarinnar vera að hefjast handa um verkið þegar vegurinn að Hólum verður fullgerður og má því ætla að verkið verði hafið á næsta ári. Er hér um mikla samgöngubót að ræða og von bænda, að málinu verði ekki slegið á frest lengur. Merkilegt framtak. Annars er í frásögur færandi merkileg samgöngubót í Hóla- sókn, sem orðin er fyrir framtak þriggja ungra manna í sveitinni. Hef eg undrast, að blöðin á Ak- ureyri skuli ekki hafa flutt fregn ir af því. Venjan er, ef ný brú er byggð fyrir ríkisfé og vígð hátíð- lega, að það er talið til stórfrétta og skortir þá ekki upptalningu á verkstjórum og verkfræðingum. Magnús viðurkennir þó, að vel megi vera að þeir, sem til þekkja hafi verið helzt til fálátir um verkið og ekki gert blöðunum hér aðvart um þetta merkilega og einstaka framtak, en það er fjöru tíu metra löng, sterkleg göngubrú á Eyjafjarðará, byggð og kostuð af þremur ungum mönnum í sveitinni. Samtök þriggja drengja. Eyjafjarðará er erfitt vatnsfall yfirferðar í framfirði, þar sem hún fellur í allstríðum streng, eipkum þó vetur og vor, en margir bæir líafa þörf fyrir að sækja yfir ána. Árið 1948 tóku þrír unglingar sig saman inn að bæta úr þessu, tveir synir Jóns Sigurgeirssonar í Hólum, og Geirlaugar konu hans, þeir Rafn og Oskai', og Kristján Oskarsson í Hólakoti. Þetta sumar — 1948 — byggðu þeir stólpa sinn hvorum megin árinnar, en um haustið settu þeir upp strengina og pallinn. Pall- hengslin eru úr 10 mm. steypu- járni og eru skrúfuð gegnum undirlögin, er hanga á strengjun- um og er pallurinn nær láréttur, en strengirnir koma fyrir hand- rið. Þetta verk allt unnu dreng- irnir í tómstundum sínum, á kvöldin og helgidögum, og fengu ekki eyri fyrir — og ekki aðeins það, heldur kostuðu þeir allt mannvirkið og munu hafa lagt út á fjórða þúsund kr. Þeir hafa engan styrk beðið um og engan fengið. GóS samgöngubót. Nú er brú þessi notuð fyrir gangandi fólk og flutning. — Til dæmis, sagði ílagnús, sá eg bóndann í Hólakoti bera allan sinn áburð yfir brúna í vor og hljóp þar einn brúarsmiðurinn undir bagga og varð ekki mikið um það, þótt pokarnir væru ein 100 kg. hver! Viðurkenning verðskulduð. Þetta framtak þriggja ungra manna í hreppnum er svo ein- stakt, að það ætti að teljast við- urkenningarvert. Mætti sýslu- nefnd muna eftir því á næsta fundi. En fyrir utan það,"hvert hagræði fólkinu í sveitinni hefur orðið að þessu verki, tel eg mest um vert að fordæmi drengjanna þriggja ætti að geta orðið fyrir- mynd fyrir pilta annars staðar á landinu, að vinna sveit sinni til gagns á óeigingjaman hátt og leggja hendur ekki í skaut, þótt styrkur frá ríkis-, sýslu- eða hreppssjóðum séu ekki fyrir hendi. Bretar hyggja á auknar togveiðar við Grænland Brezkir togarar hafa að undan- förnu sótt á Grænlandsmið miklu meir en fyrrum og hafa aflað vel. Hafa miklar aflasögur birzt í brezkum blöðum, en þó er varað við of mikilli bjartsýni í fisk- veiðamálgögnum. Það kemur fram í skrifum „Fishing News“ að, fari svo, að Bretar tapi land- helgismálinu í Haag, hljóti af því að leiða stóraukin ásókn brezkra togara á Grænlandsmið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.