Dagur - 17.10.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 17.10.1951, Blaðsíða 8
8 D A G U R Miovikudaginn 17. október 1951 Sfofnun fiskirækfar- og veiðifélags EyjafjarSarár undirbúin Bændur á fundi hér í síðastliðinni viku Slökkviliðið fær til umráða hluta nýbyggingarimiar við Geislagötu Fyrirkomulag brunatryggingamála hér úrelt og óhagkvæmt Á þriðjudag í sl. viku var hald- inn fundur hér á Akureyri til þess að ræða stofnun fiskiræktar- og veiðifélags Eyjafjarðarár og sóttu fundinn ín. a. formenn búnaðarfélaganna í Önguls- stað-, Saurbæjar- og Hrafnagils- hreppum og form. Jarðræktarfél. Akureyrar. Ennfremur mætti á fundinum Valdimar Pálsson hreppstjóri á Möðruvöllum, en hann var hvata maður fundarhaldsins og hafði hann í sumar skrifað formönnum búnaðarfélaganna bréf og hvatt til þess að þeir beittu sér fyrir framkvæmdum og félagsstofnun til að gera Eyjafjarðará að góðri og arðvænlegri veiðiá á ný Var góð veiðiá. Fiskigengd í Eyjafjarðará hef- ur mjög verið spillt hina síðari áratugi vegna ránveiði, einkum við ósana, en einnig með neta- veiði í ánni sjálfri. Fyrr á árum var áin talin álitleg silungsveiðiá, og var þá til mikilla nytja fyrir margar jarðir. Sú tíð er nú liðin og eru sáralítil not af fiski í ánni. Uppeldisskilyrði eru þó talin álitleg, bæði fyrir lax og silung og var áin rannsökuð af Pálma Hannessyni fyrir allmörgum ár- um og leizt honum hún líkleg til fiskiræktar. Þá var að forgöngu Vilhjálms Þór forstj.' sett laxa- klak í ána árin 1937 og 1938 og varð af því álitlegur árangur með því að síðan hefur orðið vart við lax í ánni, sem ekki þekktist áð- ur, enda þótt þetta klak væri í smáum stíl og næði yfir skammt árabil. Áhugi fyrir félagsstofnun. Á fundinum hér í sl. viku kom fram eindreginn áhugi fyrir fé- lagsstofnun meðal landeigenda til þess að friða ána fyrir ránveiði og stofna til fiskiræktar. Var ákveðið að hefjast handa um undirbúning þessa hags- munamáls héraðsins og ákveðið að boða til stofnfundar fyrir væntanlegt fiskiræktar- og veiði- félag hið allra fyrsta. Auk Valdi- mars Pálssonar sóttu fundinn Garðar Halldórsson oddviti á Rifkelsstöðum, Finnur Kristjáns- són bóndi í Ártúni, Ketill Guð- jónsson bóndi á Finnastöðum og Ármann Dalmannsson, Akureyri. Mun þessi nefnd undirbúa stofn- fund félagsins. Óskað aðstoðar kunnáttumanns. Fundarmenn töldu þess brýna þörf að kunnáttumaður í fiski- ræktarmálum yrði fenginn til leiðbeiningar og hafa formenn búnaðarfélaganna sent landbún- aðarráðuneytinu ósk um að Ólaf- ur Sigurðsson á Hellulandi komi hingað til að aðstoða félagið við allan undirbúning. Mun mega vænta þess að til stofnfundarins verði boðað bráð- lega og er vel að hafizt verði handa um þetta nauðsynjamál og Eyjafjarðará verði með tíð og tíma umbreytt úr því ófremdar- ástandi, sem ránveiði og hirðu- leysi um fiskiræktina hafa hrund ið henni í síðustu áratugina. Fyr- ir Akureyri hefur það verulega þýðingu að góð veiðiá sé hér rétt við bæjarvegginn, t. d. með tilliti * til ferðamanna, og gott veiðivatn er verul'eg búbót fyrir þær jarðir er land eiga að því. Er ástæða til að hvetja landeigendur til að sameinast nú uJjnnálið. - Endurbygging „Sjafnar“ nú lokið (Framhaíd af 1. síðu). um, sem hljóta lof allra, er reynt hafa. Kertasteypa verksmiðjunn- ar fer nú fram í nýjum vélum og verða margar kertategundir á boðstólum er taka fram hinni eldri framleiðslu. Ymsar fleiri vörutegundir mun verksmiðjan senda frá sér innan tíðar. Þýðingarmikil nýjung. Bygging þessarar fullkomnu hreinlætisvöruversmiðju er mik- ilvæg nýjung í iðnaðarmálum landsins og enn eitt lóð, er SÍS og KEA leggja á þá vogarskál, er stuðlar að auknu efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Fyrir Ak- ureyrarbæ hefur -þessi fram- kvæmd mjög .mikla þýðingu og er markverður þáttul’ hinna miklu iðnaðaþframkváemda KEA og SÍS hér, en þær eru beinlínis hyrningarsteinn atvinnulífs bæj- arins. NÚ UM mánaðamótin hóf þingmannanefnd Sameinuðu þjóðanan að starfa við rann- sókn á þvingunarvinnu og þrælabúðum um heim allan. í nefndinni er m. a. norski hæstaréttarlögmaðurinn Paul Berg. Nefndin mun kynna sér m. a. tik-kipanir ríkisstjórn- anna í Sovét-Rússlandi, Pól- landi og Tékkóslóvakíu um þvingunarvinnu og þrælabúð- ir, vitnisburð flóttamanna o. fl. gögn. Kveðjuathöfn í Skútustaðakirkju Síðastliðinn sunnudag fór fram í Skútustaðakirkju kveðjuathöfn séra Hermanns heitins Gunnars- sonar, en eins og kunnugt er lézt hann sviplega af slysföi-um 10. þ. m. — Hann verður jarðaður í Reykjavík. Kistan var borin frá heimili séra Hermanns og fylgdi henni stór hópur vina og ættingja. — Kirkjan hafði verið fagurlega skreytt, og strax var fyrirsjáan- leg't, að hún myndi trauðla rúma allt það fólk ,er saman var komið til að þess að kveðja hinn ástsæla, unga ksnnimann. Athöfnin hófst með sálmasöng. Síðan fluttu ræður, kvæði, ávörp og bænir: Pétur Jónsson, Reynihlíð, frú Arnfríður Sigur- geirsdóttir, Skútustöðum, frk. Ásgerður Jónsdóttir og Pétur Pétursson, Gautlöndum, séra Sigurður Guðmundsson, Grenj- aðarstað og séra Friðrik A. Frið- riksson, prófastur, Húsavík. Þess á milli söng kirkjukórinn undir stjórn Jónasar Helgasonar frá G'rænavatni. Þessi stund í Skútustaðakirkju mun aldrei líða úr minni þeirra, er þar voru staddir. Hún var svo þrungin af samúðartilfinningu, fögrum ræðum, trú og heitum bænum, að þess munu fá dæmi. Og þar kom það greinilega í ljós, hvílíkur ágætismaður séra Her- mann var, hversu kærkomið Mývetningum var starf hans og heimili. — Á hinum stutta starfs- tíma hafði hinn bjarti, fórnfúsi og kærleiksríki hæfileikamaður og þjónn kirkjunnar áunnið sér miklar vinsældir og traust, er lýsti af í hinu fegursta ljóði og mörgu saknaðartári. — Einnig var konu séra Hermanns, frú Sigurlaugu Johnson, mikið þakk- að starf hennar á prestssetrinu og meðal fólksins í byggðinni. — Voru prestshjónin sérstaklega samhent í köllunarstarfinu utan heimilis sem innan. Kveðjuathöfnin var frá byrjun til enda, sem ein prédikun, er aldrei gleymist. — Því mun hún um ókomin ár lifa í minningunni og lýsa upp veg sóknarbarnanna í Mývatnssveit. Þannig kvaddi séra Hermann. — Sú kveðja var átakanlega sár, en óumræðilega fögur. Blessuð sé hin glæsta minning hans. Slökkviiið Akureyrar hcfur fengið til umráða nokkurn hluta nýju slökkviliðsbyggingarinnar við Geislagötu og er flutt þang- að með áhöld sín öll. Er slökkviliðið til húsa á 1. hæð, en þar er líka geymslupláss, sem Rafveitan hefur, og stofa sem hýsir fuglasafn það, er Jakob Karlsson gaf bænum. Eftir er að byggja tvær hæðir hússins. Fyr- irkomulag brunavarnamála bæj- arins er nú í deiglunni og standa yfir samningaumleitanir við Brunabótafélagið um iðgjalda- lækkun, enda verði bætt við nýjum brunabíl, nýjum bruna- síma og komið upp fastri bruna- vörzlu. Stendur og til að skipta bænum í hverfi eftir brunaá- hættu, með mismunandi iðgjaldi. Iðnskólinn var settur síðastl. mánudag — 15. október — að viðstöddum nemendum skólans, kennuriun og mörgum gestum. — Um 80 ncmendur munu stunda þar nám í vetur, og er það tals- vert Iægri tala cn mörg undan- farin ár, og stafar það af því, að miklu færri nýjir nemendur eru nú teknir til iðnnáms í bænum en áður um langt skeið, sökum samdráttar og erfiðleika flestra iðngreinanna. Af þessum sökum m. a. þykir og ekki ástæða til að halda uppi kennslu í 1. bekk skólans í vetur, og starfa þar því aðeins þrjár ársdeildir, í stað fjögurra að undanförnu. Þær breytingar hafa orðið á kennararliði skólans að þessu sinni, að í stað Geirs heitins Þormars, sem andaðist fyrir skólaslit í vor, kemur Guðmund- ur Frímann rithöfundur, og kennir hann alla fríhendisteikn- ingu í skólanum. — í stað Per Krogh verkfræðings, sem flutzt hefur burt úr bænum ásamt fjöl- skyldu sinni, tekur Árni Árnason vélfræðingur, forstjóri vélsmiðj- unnar Odda, við kennslu í iðn- teikningu allra vélsmíða og járn- smíða og skyldra iðngreina, en hann hefur nýlega lokið fram- haldsnámi í iðngrein sinni við verkfræðiskóla í Stokkhólmi. Þá hefur Knut Otterstedt yngri, raf- magnsverkfræðingur, verið ráð- inn til kennslu í rafmagnsfræði í Iðnskólanum, en hann hefur einnig nýskeð lokið háskólaprófi í sérgrein sinni erlendis, en Ingvi Hjörleifsson, rafvirkjameistari, kennir rafvirkjum iðnteikningu í vetur. Loks tekur Ragnar Ólason efnafræðingur við kennslu í efnafræði og eðlisfræði í efri bekkjum skólans. Aðrar breytingar hafa ekki orðið á kennaraliði Iðnskólans að Því ekki undanþága? Vonandi athugar bæjarstjórn- in möguleikana á því, að losa bæinn alveg undan einokunar- valdi Brunabótafélagsins, enda má fullvíst telja að frjálst' útboð trygginganna mundi spara bæj- armönnum stórfé í iðgjöldum. Hafa menn verið féflettir nógu lengi hér með ranglátu og heimskulegu fyrirkomulagi trygg ingamála. Sýnist engin fram- bærileg ástæða fyrir Alþingi að neita Akureyri um undanþágu frá brunabótaskyldu hjá Bruna- bótafélaginu, því að Reykjavík fékk slíka undanþógu greiðlega fyrir nokkrum árum, er um hana var sótt, til mikils sparnaðar og hagræðis fyrir borgarana. þessu sinni, en alls starfa þar nú 11 stundakennarar, auk skóla- stjórans, Jóhanns Frímann. ----------------11 Bifreiðastöðin || Stefoir si. ii Símar 1218 og 1547. Gabardine-efni í kvenkápur væntanlegt í næsta raánuði. Tek á móti pöntunum. Saumastofa Björgvins Friðrikssonar, Brekkugötu 35 (áður Verzl. Baldurshagi). Bókhaldsnámskeið held eg sem að undanförnu. Kennslan hefst upp úr 20. þ. m., og stendur yfir í 3 mánuði. — Þeir, sem æskja þátttöku, tali við mig sem ailra fyrst. Sigurður M. Helgason, lögfræðingur. ■ Sími 1543. Dansleikur verður haldinn að Hrafna- gili laugardaginn 20. þ. m. Ágóðinn rennur til sjúkra- húss Akureyrar. Haukur og Kalli spila. Veitingar. Dansinn hefst kl. 10 e. h. P. S. UPPBOÐ verður haldið að Bjarmastíg 7 hér í bæ, laugardaginn 20. þ. m., kl. 2 síðdegis. Seldir verða alls konar bús- rnunir og liúsgögn, tilheyrandi db. Ragnheiðar Bene- diktsdóttur. — Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri, 16. okt. 1951. ★ -K*-K^-K:Ar-K'Á-K'*'-K'Á-K^-K'*-K*-KÁ-K*-K* AUGLÝSIÐ í DEGI ★ -KAr-KrAr-K'Ar-KTA-KAr-KAr-KrAr-K'Ar-KAr’K'Ar-K'Ar-KAr-K Færri nemendur í Iðnskólanum vegna samdráttar í iðnaðinum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.