Dagur - 17.10.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 17.10.1951, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Forustugreinin: „.. . . lágum hlífir hulinn verndarkraftur“. Gott að við erum ekki eins og farísear erlendra þjóða! Dagu Sjöunda síðan: Að norðan — rætt um land- helgismálin og aðstöðu . Norðlendinga. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 17. október 1951 41. tbl. Andimi er reiðubúinn Múhammeð Mossadegh forsætisráðherra hefur innleitt ýmsar nýj- ungar á stjórnmálasviðinu, t. d. hinn pólitíska grát, sem áhrifaríkur hefur reynzt á fjöldafundum. Fyrirmenn þjóðanna panta sér venju- lega vist á lúxushótelum er þeir eru á ferðalögum, en Mossadegh býr um þessar mundir á spítala í Nevv York að eigin ósk. Er þó svo hress, að haim flutti mál lands síns á fimdi Öryggisráðsins. Myndin sýnir Mossadegh studdan iir flugvélinni er hann kom til New York. Landhelgisdeilan í Haag: útvíkkun landhel flóum er e m semja innar, ef fjörð r „Island sérlega tengt málarekstrinum “ segir brezki málflytjandinn í brezkum blöðum, sem hingað liafa borizt er ýtarlega greint frá málflutningi Breta í Ilaag, þar sem deila þeirra og Norðmanna um iandhelgismál er til úrskurð- ar fyrir alþjóðadómstólnum. í frásögnum þessum er aðstaða málsaðila útskýrð betur en til þessa hefur verið gert hér heima. Kemur fram að höfuðdeiluefnið er ekki sú ákvörðun Norðmanna, að út- víkka landhelgi sína úr 3 míl- um í 4 mílur, heldur það fyr- irkomulag breytingarinnar, að línan skuli dregin beint miðað •við 47 tiltekin annes á norsku ströndinni, e:i ekld fylgja strör>dmni eídr. gingu „Sjafnar ný í þessum brezku blöðum er tekið fram og skírskotað til mál- flutnings Breta í Haag, að Bret- ar séu „tilbúnir að veita Norðmönn- um útvíkkun landhelgi simiar úr 3 í 4 mílur, en krefjast þess jafnframt, að þessi lína fylgi eftir fjöruborði norsku strand- arinnar,“ eins og segir í „Fishing News“. En Norðmenn aftur á móti, segir sama blað, halda því fram, að eina praktíska leiðin til þess að ákvarða slíka línu undan mjög vogskorinni og skerjóttri strönd, sé að draga hana beint 4 milur undan 47 (^ramhald á 5. síðu). r Allir togarar Utgerðar- félagsins á ísfiskveiðum Allir togarar Útgerðai-félags Akureyringa eru nú á ísfiskveið- um fyrir Bretlandsmarkað. — „Svalbakur“ inun halda héðan álciðis til Bretlands í dag. Hefur skipið verið að veiðum fyrir Norðui'landi. „Kaldbakur" fór út í fyrradag (seldi síðast í Þýzkalandi), en ,,iiarðbakur“ hefur verið nokkra daga á veið- um og er það fyrsti túr skipsins eftir heimkomuna frá Bretlandi, þar sem meiriháttar viðgerð fór fram á fiskimjölsverksmiðju skipsins, sem fyrr er frá skýrt. í fiskverkunarstöð Útgerðarfélags- ins á Cleráreyrum er nú senn lokið við að þurrka saltfiskafla togaranna frá sl. vetri og mun fiskmat hefjast þar innan skams. „Jöriuidur“ á leið til Bretlands Togarinn „Jörundur" er nú á léið á erlendan markað með fisk- farm, hinn fyrsta síðan skipið lauk síldveiðum og eftir hreinsun þá ,er fór fram á því hér. „Jör- undur“ hefur á fjórða þúsund kits og mun selja í Bretlandi á föstudag eða laugardag. erlendri u III! landsins Framsóknarf élags- skrifstofan opin á ný Skrifstofa Framsóknarfélags Akureyrar í Hafnarstræti 93 (Jerúsalem) 4. hæð, sem lítið hef- ur verið starfrækt síðan Tómas Árnason lögfræðingur hvarf héð- an til framhaldsnáms erlendis, hefur nú verið opnuð aftur og er skrifstofutíminn fyrst um sinn á- kveðinn á mánudögum kl. 6—7 e. h. og á þriðjudögum og fimmtu dögum kl. 8.30—10.30 e. h. Mar- teinn Sigurðsson verður til við- tals á skrifstofunni á þessum tím- um. Þess er vænzt, að flokks- menn líti inn á skrifstofuna. 200 hestar af töðu brenna á Myrká Hinn 13. þ. m. kom upp eldur í heyhlöðu að Myrká í Hörgárdal, en í henni voru 500—600 hestar af töðu. Menn af nærliggjandi bæjum og úr Slökkviliði Akúr- eyrar komu til hjálpar heimilis- fólkinu við að slökkva eldinn og tókst það, en áætlað er að 200 hestar hafi eyðilagzt. Á Myrká býr Ármann Hansson. Sápuverksmiðjan Sjöfn eyði- lagðist af eldi hinn 22. apríl 1950, en eigendur hennar — KEA og SÍS — ákváðu þegar að byggja nýja verksmiðju á rústum hinn- ar gömlu og má nú kalla að því verki sé lokið. — Verksmiðjan sendir nú á markaðinn ýmsar nýjar framleiðsluvörur, sem lík- lega eru til að viima hylli al- mennings, enda munu þær skáka þeim'' erlendu hreinlætisvörum, sem hér eru á boðstólum, bæði um verð og gæði. „Dagur“ hefur átt tal við fram- kvæmdast j ór a verksmið j unnar, Ragnar Olason efnafræðing, um endurbyggingu verksmiðjunnar og hina nýju framleiðslu. — Endurbyggingunni er sem næst lokið, sagði Ragnar Olason, og framleiðslan við hinar nýju aðstæður hafin af fullum krafti. Þetta er ný verksmiðja, ekki að- eins húsið sjálft, heldur einnig vélarnar. Húsið — þrjár hæðir — er reist á grunni gamla hússins, vélarnar eru flestar nýjar, af full komnustu gerð. Skömmu eftir brunann fór eg utan í erindum verksmiðjunnar og keypti vélar til hinnar nýju verksmiðju í Þýzkalandi, allar nýjar og full- komnar. Naut eg ágætra leið- beininga danska samvinnusam- bandsins, FDB, sem sjálft rekur fullkomna hreinlætisvöruverk- smiðju. Innlend framleiðsla skákar erlendri. Þessar nýju vélar eru nú tekn- ar til starfa og hinar nýju fram- leiðsluvörur verksmiðjunnar óð- um að koma á markaðinn. Til framleiðslunnar eru einungis notuð fyrsta flokks hráefni og er nú lausara fyrir en fyrrum að fá nauðsynleg hráefni síðan rýmk- að var um verzlunarhöftin. Fyr- irkomulag verksmiðjunnar, hrá- efni, vélarnar og sú tæknilega þekking, sem hún hefur völ á, tryggir það, að framleiðsluvör- urnar eru fyrsta flokks vara og góðu heilli er unnt að selja þær fyrir verð, sem í flestum tilfellum er lægra en verð erlendra hrein- lætisvara, sem hér er á boðstól- um. Það er ástæða til þess að vekja athygli fólks á þeirri staðreynd, sagði Ragnar Ola- son, að við þá tæknilegu að- stöðu, sem hér er fyrir hendi, er auðvelt að framleiða hrein- lætisvörur sem standa jafnfætis þeim erlendu tegundum, sem hér eru útbreiddastar og mest auglýstar. En hin þjóðhagslega þýðing þess að vinna vöruna í landinu sjálfu ætti öllum að vera aug- ljós. FuIIkomnasta hreinlætisvöru- verksmiðja landsins. „Sjöfn“ er nú tvímælalaust langsamlega fullkomnasta hrein- lætisvöruverksmiðja landsins, enda vörur hennar fjölbreyttast- ar og fullkomnastar. Verksmiðj- an sendir nú á markaðinn Perlu- þvottaduft, sem ekki hefur feng- ist síðan í stríðsbyrjun og er hér um sérlega vandaða vöru að ræða, en heldur jafnframt áfram framleiðslu hinnar ódýrari teg- undar, „Geysis“. Komnir eru á markaðinn sápuspænir, er nefndir eru „Sólar-sápuspænir“, liliðstæð vara þeim erlendu sápuspónum, sem hér hafa fengizt og mjög samkeppnisfærir um verð. Þá eru komnar á markaðinn ýmsar teg- undir af sápu, þ. á. m. handsáp- (Framhald á 8. síðu). Unnið að uppsetningu röntgentækja í nýja spítalanum Fyrir nokkru eru komin hingað nýju röntgentækin, sem sett verða upp í nýja fjórðungs- sjúkrahúsinu. Er hér um að ræða mjög fullkomin og dýr tæki, smíðuð hjá Philipsverksmiðjun- um í Hollandi, og eru þau um allt mun fullkomnari en tæki þau, sem nú eru í notkun í gamla spítalanum. Uppsetninguna mun Ingólfur Bjargmundsson raf- magnsfræðingur annast, en hann hefur dvalið hjá Philipsverk- smiðjunum og þar m .a. kynnt sér gerð slíkra tækja. Uppsetningin mun taka langan tíma og er mjög vandasamt verk. Fleira af búnaði nýja spítalans er nú komið eða að koma til landsins. T. d. mun vinna við að koma lyftunum fyrir í húsinu nú um það bil að hefjast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.