Dagur - 24.10.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 24.10.1951, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Forustugreinm: ,,At two o’clock in the morn- ing in a smoke filled room.“ Sjöunda síðan: Minnzt dags Sameinuðu þjóðanna. Hvað hefur áunnizt? Hvað er fram- undan? XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. október 1951 42. tbl. Nauðsynjar til þuríandi barna Barnanjálp Sameinuðu þjóðanna reynir að bæta úr neyð barna í mörgum þjóðlöndum. Myndin sýnir flutning varnings til fjallaþorps í Makedoníu. Fiutningatækið er múlasni. Neyð barna er mikil í j mörgum löndum og reyna margar þjóðir að rétta' hjálparhönd gegn- um barnahjálpaisjóð SÞ. Eitt stórveldið hefur þó aldrei lagt grænan eyri til bessa máls: Rússland. Refsiaðgerðir gcgn Björgvin Guðmundssyni ? Eftirlit meS iiiiiflotiiingi Mlumi- iimar iðnaðarvöre nauðsynlegt - Þörf á breyttu viðhorfi almenmngs til ísleezks iðnaðar Síðastl. fimmtudag var útvarp- að frá Síokkhólmi — af stálbandi — nokkrum hluta af konsert Kantötukórs Akureyrar í Kon- serthúsinu þar í borg 17. júní sl. Utvarpað var síðari hluta Ora- tóríósins „Strengleikar“ eftir Björgvin Guðmundsson, undir stjórn tónskáldsins. Útvarpið þagði. íslenzka ríkisútvarpið þagði vendilega um þetta útvarp. Það tilkynnti ekki fyrirfram að það stæði til, svo sem venja þess er, er íslenzkir listamenn koma fram í erlendu útvarpi, og það sagði heldur ekki frá. söngnum eftir á. Um endui'útvarp var ekki að ræða. Þennan sama dag söng ís- lenzk söngkona í Oslóarútvarpið. Það var rækilega tilkynnt íslenzk um hlustenduin. Um líkt leyíi söng íslenzkur söngvaH í erlent útvarp. Þá var staður og tími til- kynnt, til leiðbeiningar fyrir hlustendur. Verður naumast um villst, að hér er um vísvitandi af- skiptaleysi úi.varpsins að ræða og liggur nærri að ætla, að þannig hafi útvarpsherrarnir ætlað að ná sér niðri á Björgvin Guðmur.ds- syni, sem stundum liefur talað við þá í fullri hreinskilni. Þá mun það sennilega hafa verið nokkurt lóð á vogarskálina, að hér átti í hlut söngkór utan af landi, ekki innvígður í launhelgar tónlistar- deildar útvarpsins. Prívatfyrirtæki eða þjóðar- stofnun? Þegar einstakir útvarpsstarfs- menn taka upp á því að reka prívatstyrjöld við einstaka'borg- ara í gegnum dagskrá útvarpsins, vaknar sú spurning hversu sé háttað stjórn þessa fyrirtækis, hvort hún sé miðuð við þjóðina í heild eða prívatskoðanir og inter- essur einstakra starfsmanna. — Róstusamt mun lengi hafa verið innbyrðis í stofnun þessari og dró til tíðinda í þeim málum nýlega og hefur síðan ríkt eins konar millibilsástand á loftinu í Lands- símahúsinu. En væri ekki rétt að láta þá breytingu verða upphaf að allsherjarendurskoðun á starfs háttum sumra deilda útvarpsins, t. d. fi'éttastofunnar og tónlistar- deildarinnar? SALA HAPPDRÆTTISMIÐ- ANNA til ágóða fyrir blaðaútgáfu Framsóknarflokksins stendur nú sem hæzt. Vinningar eru margir og góðir. Miðar fást á afgr. Dags. ■ft.--- ■ :r~T~---- Engin fiskimjöls- verksmiðja í nýjasta togara Reykjavíkur- bæjar Úígerðarráð Reykjavíkur heíur ákveðið, með tilliti til i þeirrar reynslu, sem fengizt! hefur af fiskimjölsverksmiðj- um í 3 togurum bæjarútgerð- ar Reykjavíkur, að láta ekki setja niður slíka verksmiðju í nýjasta togarann, Þorkel Mána, sem er dieseltogari og enn óafhentur í Bretlandi. — Taldi útgerðarráðið sýnt, að mjölvinnslutæki þau, sem ráðgert var að setja í þetta skip og eru í nýju togurunum (t. d. Harðbak) séu • ekki hentug í sldpum þeiin er veiða á fjarlægum miðum og sé heppilegra að nota rýmið, sem mjölgeymslurnar taka, fyrir saltfisk eða ísfisk. Þessi ákvörðun Útgerðarráðs Rvík- ur styður þá skoðun, að mjög mikil og dýr mistök hafi orðið í gerð og fyrirkomulagi fiski- mjölsverksmiðja togaranna, og þær vonir, scm útgerðun- um voru gefnar um tekjur af fiskimjölsvinnslu, haíi verið reistar á sandi. Mun rcynslan og hafa sannað það. — .............. Imibrot á sunnudags- nóttina Aðfaranótt sl. sunnudags var brotist inn í vörugeymslu Péturs og Valdimars við Skipagötu og þar stolið ýmsum vörum, svo sem vefnaðarvörum, skófatnaði, nið- ursoðnum ávöxtum o. fl. Lítur út fyrir að fleiri en einn hafi verið að verki. Hér mun vera um all- stórfeldan þjófnað að ræða. — Lögreglan hefur málið til með- ferðar. — Tilraunir til innbrota munu hafa verið gerðar á nokkr- um stöðum að undanförnu. Pökkun þurrfisks að hefjast bjá Útgerðar- félaginu Pökkun þurrfisks fyrir Spán- armarkað er um það bil að hefj- ast í fiskverkunarstöð Útgerðar- félags Akureyringa h.f. á Glerár- eyrum. Er þetta saltfiskafli tog- aranna frá sl. v.etri, er verkaður hefur verið og þurrkaður í hinni nýju stöð. Fiskurinn mun vænt- anlega fara héðan um miðjan næsta mánuð. rlér er um að ræða ca. 3000 pk. -af fiski. Alvarlega horfir nú um rekst- I ur stærstu iðnaðarfyrirtækjanna hér í bæiium vegna sölutregðu á framleiðsluvörum verksniiðj- anna. Er hér þó um að ræða iðn- aðarvarning, sém vegna langrar þróunar, tækniaðstöðu og ágætra hráefna, er fullkomlega sam- keppnisfær við sams konar er- lendar iðnaðarvörur, seni fluttar hafa verið til landsins upp á síð- kastið og eru íslenzku vörumar í flestum tiifellum seldar á hag- stæðara verði. Við verksmiðjur þær, sem hér er einkum átt við — þótt fleiri fyrirtæki eigi við sams konar örðugleika að etja — Gefjun og Iðunni, — vinna hundruð manna og langvinn stöðvun á greiðri sölu verksmiðjuvarningsins hlýt- ur að leiða til þess að starfræksl- an dregst saman, en slíkt væri hið rnesta áfall fyrir þetta bæjar- félag í heild, og raunar fyrir þjóðarbúskapinn, sem hefur eng- in efni á því að kaupa vinnuafl erlendra manna dýru verði á sama tíma og iðnaðai'menn lands ins sjálfs sjá fram á atvinnuskort. Viðhorf almennings. í sl. viku var birt hér í blaðinu ályktun frá Iðju — félagi verk- smiðjufólks •— um iðnaðarmálin hér, og var athygli ríkisstjórnar og Alþingis þar vakin á ástand- inu. Þessi ábending er réttmæt, svo lapgt sem hún nær. En í þessu efni nægir ekki að ákalla ríkisvaldið eða varpa öllum áhyggjum á herðar þess. Hér verður líka að ávarpa íslenzkan almenning og ræða viðhorf hans til íslenzks iðnaðar. Staðreynd er, að fólk yfir- leitt vanmetur íslenzkar iðn- aðarvörur og kaupir oft frein- ur hliðstæðar erlendar vörur, enda þótt auðvelt sé að sanna, að íslenzku vörurnar eru gæðameiri og cdýrari að auki. Þannig fer þeim, sem kaupa t. d. spænskan skófatnað, sem hér hefur fengizt fremur en Iðunn- arskó, eða spænskt gabardine í föt fremur en nýjustu efnin frá Gefjun, sem hlotið hafa viður- kenningu allra er reynt hafa. „Gerðirnar“ hafa spillt markaðinum. í þessu efni geldur íslenzkur iðnaður, sem því nafni má rétti- lega kallast, „gerðanna" svo- nefndu, sem spruttu upp í skjóli vöruskorts og hafta og sendu á markaðinn vörur, sem ekki voi'u samkeppnishæfar við erlendar. Þessi framleiðsla vakti andúð neytenda, en menn hafa ekki gert sér ljóst, að að henni stóðu ekki viðurkennd iðnaðarfyrirtæki, heldui' lausamenn, sem hugðust taka skjótan gróða í skjóli haft- . anna. Það er því rangt, að láta iðnaðarfyrirtæki, sem árum sam- an hafa ástundað vöruvöndun og nýjungar í framleiðslunni gjalda þessara stundarfyrirbrigða. Þau áttu ekkert skylt við þann iðnað, sem er í landinu til frambúðar. Þróun iðnaðar úr íslenzkum hráefnum. Ein markverðasta nýjungin í atvinnulífi landsmanna hin síðari ár, er þróun sú, sem orðin er í ís- lenzkum ullar- og skinnaiðnaði fyrir forgöngu Sambands ísl. samvinnufélaga. Gefjun hefur að undanförnu sent á markaðinn dúka, sem vakið hafa athygli og aðdáunu, m. a. erlendra ferða- manna, og hafa reynzt hið bezta í vandaðri fatnað. Er Gefjun sí- fellt að bjóða upp á nýjungar í þessu efni. Verksmiðjan hefur nú, síðan rýmkað var um verzl- unarhöftin, fengið aukin tæki- (Framhald á 12. síðu). Ekki safiiað í handrað- ann - nema á Akurevri! J Reykjavíkurblaðið Víðir ræðir afkomu togaraútgerðai'innar í síðasta tbl., 20. þ. m., og telur hana ekki glæsilega. Beódir blað- ið á, að éinstaklingar og fyrirtæki þeirra hafi ekki sýnt mikinn áhuga á því að kaupa og reka nýju togarana. Sé auk heldur verið að selja einn einkatogara enn, Akurey, til Akranesskaup- staðar. Um bæjarútgerðirnar segir blaðið: „ Almenningur á þess ekki kost að vita mikið um af- komu togaraútgerðarinnar hjá einstaklingum. . . . En reikn- ingar bæjarfélaganna yfir út- gerðina eru almenningi kunnir, og þar hefur ekki verið safnað í handraðann nema kannske að cinni undantekinni, útgerð Ak- ureyrar, sem er þó ekki bæj- arútgerð nema að nokkru leyti, þar sem hún er hlutafélag með bæjarsjóð sem hlutliafa, að vísu þó stóran....“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.