Dagur - 24.10.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 24.10.1951, Blaðsíða 4
t DAGUS Miðvikudaginn 24. október 1951 Dagur barnanna Barnaverndunarfélag Akur- eyrar er ekki gamall félagsskap- ur. tæplega tveggja ára, og er því ekki við að búast, að eftir hann liggi mikii störf. Enn sem komið er, vantar fjármagn, en það á sér hlutverk, sem hclgað er börnun- um í þessum bæ, og þá einkum þeim, sem helzt þurfa á hjálp að halda. Félagið vill að vísu vera stofnun, sem lætur sér ekkert óviðkomandi, er snertir heill og velferð barnanna, en það hefur þó ákveðið að beita kröftum sín- um að einu verkefni fyrst og fremst, og koma því í fram- kvæmd sem allra fyrst. Og verk- efnið er, að koma á fót upptöku- heimili fyrir munaðarlaus börn og önnur þau börn, sem af ein- hverjum ástæðum verða heimil- islaus um lengri eða skemmri 'tíma, eða eiga svo lélegt heimili, að varla er við unandi, þótt það sé, sem betur fer, sjaldgæft. Hitt er aftur mjög algengt, að sundra vérður heimili, t. d. vegna sjúk- leika mcður, og þarf þá oft að tvístra börnunum, taka þau úr skóla og senda þau hvort í sína áttina. Oft er þetta eklti nema til- tölulega stuttan tíma. Og væri nú til heimili, sem gæti tekið við þessum börnum, þyrfti ekki að trufla líf þeirra, nema að litlu leyíi. Börnin gætu verið saman, og þau gætu haldið áfram að sækja skóla sinn, og það, sem ekki er minnst um vert: Foreldr- arnir gætu verið áhyggjulaus um börn sín, þótt heimilið sé óstarf- hæft einhvern tíma. í slíku heimili væri því mikið öryggi. — Slíku heimili vill Barnaverndar- félag Akureyrar koma upp, og það sem fyrst. Félagið hefur valið sér fyrsta vetrardag til fjársöfnunar í þessu skyni, svo og önnur barnavernd- arfélög landsins. Og nú verður enn einu sinni níðst á 'hinni margreyndu þolinmæði bæjarbúa og fórnfýsi. Kannske er líka eitt- hvað með minnsta móti til af psningum í umferð, en hvað sem því líður, hef eg ástæðu til að álíta, að góðvildin, greiðasemin og fórnfýsin sé ekki háð neinum síldargöngum, dýrtíð né öðrum sveiflum efnahagslífsins. Og á það verður nú treyst. Þennan dag fer fram merkja- og bókasala á vegum félagsins, einnig verða fjölbreyttar sam- komur í samkomuhúsum bæjar- ins, sem allt er nánar auglýst á öðrum stöðum. Og svo að lokum: Minnist þess, að það, sem þið kunnið að geta lagt af mörkum á laugardaginn kemur, rennur til þess að bæta kjör þeirra barna, sem verst eru sett, eða verða fyrir einhverjum sérstökum óhöppum. Hannes J. Magnússon. V é 1 r e i m a r 114”—7 | Járn- og glervörudeild. kvikmynd, spiluð félagsvist og dansað. Mætið stundvíslega með spil og blýant. Aðgangseyrir kr. 15.00. Alþýðuflokksfélögin. Sími 1353 og 1986 Vér höfum nú aðstöðu til að taka til aðgerðar og geymslu landbúnaðarvélar yðar: Jarðýtur, Dráttarvélar, Súgþurrkunarvélar og önnur tæki. Vér höfum í þessu sambandi ráðið bifvélavirkja Tryggva Jónsson frá Krossanesi til eftirlits og og verkstjórnar á þessum verkum. Vinsamlegast, hafið samband við oss sem fyrst. Húsmæður, atlmgið! Vegna vaxandi heimsend- inga sjáum við okkur ekki fært að senda heim fyrir hádegi, nema pantað sé daginn áður, eðá fyrir kl. 9.30 sendingardaginn. KJÖT & FISKUR Sími 1473. Bifreiðaverkstæðið ÞÓRSHAMA'R hi, Símar 1353 og 1986. Rakvélahlöð, m. teg Rakyélar fáið þér beztar og ódýrastar í Rakkrem Rakspritt Kaupfélag Eyfirðin; Nýlenduvörudeildin og útibú. NET Jdrn- og glervörudeildin márgar tegundir Jdrn- og glervörudeildin Vefnaðarvörudeild Spilakvöld verður að Hótel Norðurlandi föstudaginn 26. okt. n. k. og hefst kl. 8.30 e. hád. stund- víslega. Sýnd verður stutt íifreiöaeigendur! Getum tekið bifreiðar yðar til geymslu í vetur. Sanngjarnt verð! Hafið samband við oss sem fyrst. Bifreiðaverkstæðið ÞÓRSHAMAR h.f. Jdrn- og glervörudeildin Heima er bezt46 Vekjaraldukkur Jdrn- og glervörudeildin Sandpappír Jdrn- og glervörudeild. lesa allir með ánægju Fæst í HraSsuðupottar Þ v i n g u r Járn- og glervörudeild. Járn- og glervörudeild. enduvörudeild HUGRÚN: Kvæði bariiaverndardaffsms o Flutt á samkomu Barnaverndar- dag 1950. Menn og konur hefjist handa, hér er þörf að leysa vanda. Æsku má ei ólán granda. íslands framtíð vernda skal, þegar lengist tímatal. Ávöxtur af iðju og þori eflir þjóðarhaginn. Oft má gleðjast eftir vinnudag- inn. Rætast vonir, roðna tindar, rennur dagur, blása vindar. Eitthvað heyrist lagið lindar láttar kveðið en í gær. Upp við sandinn aldan hlær. Hr’ærast ljúfir hörpustrengir. Hugsjón rætur festi. Þjóðarhjartað líknar litlum gesti. Dýrkeypt verður lífið löngum, láns skal gæta eftir föngum. Skýrist margt í skóla ströngum, skyldan vekur hetjuþrótt. Oft er brekkan eftirsótt. Margir eru dagsins draumar, djörfung ei skal víkja því má aldrei hik né hugdeyfð ríkja. Hér er ótal verk að vinna, verður þessu máli að sinna. Vel að hinu veika hlynna, vekja, glæða andans mátt, örfa lífsins æðaslátt. Hver á annars byrði að bera. Börnin öðrum fremur þurfa styrk, sem þeim að notum kemur. Oft_er rætt um barnabrekin, ' brot á lögum fyrir tekin, sakadálkur saman rekinn, Sorgarnornin knýr á dyr, hún með rámri röddu spyr: Hefur þú, sem glaður gengur, grýlúm rutt úr vegi, eítir þér svo börnin breyta megi? Bezt er í sinn barm að líta, brostna strengi saman hnýta, rísa upp og ráðurn hlíta, réttum herra kærleikans. Vel hann styrkir vonir manns. Þessi dagur heill skal hreppa, hann er fyrirboði blómatíma, bjartur morgunroði. Starf er margoft strit og mæða, starf er líka andans fæða. Starf og þróttur, gleðin gæða, gullæð lífsins vonarrík, önnur finnst hér engin slík. Þegar vel er ráðum ráðið, réttir aðstoð fjöldinn. Vinna skal ei vandann bak við tjöldin. ÚR BÆ OG BYGGÐ Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 næstk. sunnudag. — P. S. Æskulýðsfél. Akureyrarkirkju. Fundur í yngstu deild kl. 10.30 f. h. og elztu deild kl. 8.30 e. h. n.k. sunnudag í kapellunni. Brúðkaup. 17. þ. m. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ingi- leif Steinunn Ólafsdóttir og Héð- inn Höskuldsson bóndi í Bárðar- ardal. — 20. okt. voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Anna El- inórsdóttir og Kristján Friðrik Þórhallsson bifreiðastjóri, Vog- um, Mývatnssveit. — Sama dag voru gefin saman í Akureyrar- kirkju ungfrú Anna Ólöf Svein- bjarnardóttir og Tómas Guð- mundsson stud. theol. — Séra Pétur Sigurgeirsson gaf öll þessi brúðhjón saman.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.