Dagur - 24.10.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 24.10.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 24. október 1951 D A G U R 5 benda á önnur úrrœði þegar örð- Laufvindar, snjókoma og atvinnulegir örðugleikar. Á sunnudagsmorguninn síðasta vöknuðu menn hér við að sólin skein inn um gluggana, en þykk snjóbreiða huldi landið. Vetur var genginn í garð, þótt sumarið stæði enn yfir í almanakinu. Flestir fullorðnir litlu alvöruaug- um hin skjótu endalok þaust- veðráttunnar, en börnin klöpp- uðu saman höndunum af kæti. Vetrarkoma um miðjan október vekur ekki aðeins trega, að hinir fögru litir lofts og lands skuli svo skyndilega á brott, heldur þá al- varlegu hugsun, að hin skjótu veðrabrigði svo snemma hljóta að valda auknum erfiðleikum í atvinnulífinu, bæði í sveit og við ^jó. Fyrir kaupstaðina eru það alvarleg tíðindi, ef vetur er þegar seztur að. Því fylgir óhjákvæmi- lega samdráttur í atvinnulífinu. Byggingavinna og ýmiss konar framkvæmdir úti við stöðvast eða a. m. k. verður stopulli en áður. Nú er enn síður en áður hafizt handa um nýjar framkvæmdir undir berum himni. Og kaup- staðirnir á Norðurlandi, sem nú liggja undir snjófeldi, máttu eng- an veginn við þessu áfalli. Þeir eiga allir við atvinnulega og efna hagslega örðugleika að stríða. Sú staðreynd, að ísköld norðanátt með fannkomu skuli hafa tekið við af laufvindunum þurru og hlýju svo snemma hausts, hlýtur að auka erfiðleikana og kalla á skjótari afskipti en vonir stóðu til. Trúin á ríkið. Forvígismenn kaupstaðanna héldu nýlega ráðstefnu í Reykja- vík og báru saman bækur sínar. Litlar fregnir hafa borizt af fundi þessum, en þó mun sú almenna vitneskja hafa h'lotið þar stað- festingu, að fjárhagsástæður kaupstaðanna allra eru engan veginn glæsilegar og atvinnu- horfur tvísýnar. Einhverjar sam- þykktir voru þarna gerðar og að sjálfsögðu stofnað til viðræðna við ríkisstjórnina. Sú er oítast þrautalendingin þegar úrræðin þrjóta og eigin kraftur þverr. Ná- grannar okkar í Siglufirði sendu nýlega frá sér álitsgerð um at- vinnuhorfurnar þar og ráð til úr- bóta. Það vakti alveg sérstaka athygli, að sérhver liður hófst með ávarpi til ríkisstjórnarinnar og yfirleitt var þar gert ráð fyrir að hún efndi til ýmiss konar framkvæmda í Siglufirði, þ. á. m. til stórfelldrar togaraútgerðar og reksturs hraðfrystihúss. Fleiri en Siglfirðingar hafa á ýmsum tím- um opinberað trú sína á getu rík- isvaldsins til þess að létta efna- hagsáhyggjum af þegnunum, þótt þeirra dæmi sé einna nýjast. Tala ályktana um aukinn atvinnu- rekstur ríkisins víðs vegar um landið síðustu árin er legíó 'og trúlegt er, að trúin á ríkið hafi átt sína áhangendur á bæjar- stjórafundinum. Hér eru oft að verki menn, sem í hjarta sínu eru andvígir ríkisrekstri og vita sem er, að hann er flestum reksturs- formum eyðslusamari og óhent- ugri, enda sýna það dæmin hér á landi. En getuleysi þeirra að ugleikarnir sverfa að, gera þá að auðveldum fórnarlömbum þeirra, sem halda að í ríkisreksri felist leyndardómurinn um efnahags- legt áhyggj uleysi fyrir alla. Farið öfugt að. En þó menn bresti kjark til þess að rísa móh. straumnum eft- ir að út í óefni er komið, munu þó fjölmargir sjá, að ríkisrekst- urskröfurnar flestar stefna í ■lengd að því að auka ^'-fiðleikana en ekki létta þá og meö þeim er í reyndinni farið öfugt að. Höfuðkrafan ætti að vera aukið fjárhagslegt sjálfsforræði kaup staðanna og meiri hlutdeild í skatttekjunum en ekki aukinn tilkostnaður ríkissjóðs, sem kallar á meira skattfé og gerir kaupstaðina að lokum alger- lega háða ríkisvaldinu, líkt og efnalaus hjú voru fyrr á ö!d- um ofurseld duttlungum hús- bænda sinna. - Svo er nú komið, að ríkissjóð- ur verkar sem stórkostleg sog- dæla á efnahagslíf kaupstaðanna. Frá þeim liggur stöðugur straum ur fjármagns suður um fjöll til höfuðstaðarins í formi tolla, skatta með ýmsum nöfnum, ið- gjalda til ríkisstofnana o. fl. gjaldaliða, auk þess fjánnagns, sem fólksflutningarnir suður svipta byggðarlögin. Nokkrum hluta þessa fjármagns er að vísu dælt út um byggðirnar aftur í formi „verklegra framkvæmda", sém ríkið stendur að, en mjög hefur það rýrnað í leiðinni og óhagkvæm og kostnaðarsöm starfsaðferð er þetta. í hverjum kaupstað eru margir menn á líf- vænlegum launum við að inn- heimta skatta og tolla ríkisins hjá borgurunum og senda pen- ingana suður. Það þarf engan speking til að sjá, að kaupscað- irnir væru betur á vegi staddir, ef sogdælukrafturinn að sunnan væri mun rninni en hann er nú en kaupstaðirnir sjálfir og borg- arar þeirra frjálsari en nú er að stofna atvinnufyrirtæki eða leggja á annan hátt fram fé til þess að tryggja viðunandi efna- | hagslega afkoihu bæjarfélaganna. í stað þess að vinna márkvisst að þessu takmarki, hættir alltof mörgum forustumönnum kaup- staðanna til þess að velta öllum áhyggjum yfir á ríkisvaldið líkt og sumir stjórnmálamenn hafa varpað efasemdum sínum — og sumum syndum — um efnahags- velferð þjóðfélagsins upp á Marshall-peningana eins og sú rausn taki aldrei enda. Kannske eiga bæði stjórnmálaforingjarnir og forvígismenn sumra kaupstað- anna eftir að öðlast þá lífs- reynslu, að oftrú á utanaðkom- andi efnahagslegri forsjón eflir ekki raunverulegan styrkleika þess, sem þiggur, heldur aðeins matarlyst hans. Endurheimt sjálfsforræðisins. Á bæjarstjórafundinum munu menn hafa skipzt í hópa eftir af- stöðunni til ríkisvaldsins líkt og forvígismenn þjóðarinnar deildu um afstöðuna til ríkissjóðs Dana fyrn þjóðfundinn. Sumir vilja efnalegt sjálfsiorræ^' og aðgerð- ir, sem fyrirbyggja að mömium verði oftar nóað saman tilaðbiðja um hallæriskorn, en aðrir kjósa bænarskrárleiðina og áhyggju- leysi hinnar fjarlægu forsjónar. Útkoman hefur orðið sú, að því fer fjarri, að þessi samkunda hafi hrundíð af stað nokkurri vakn- ingu meðal landsmann um ao endurheimta fjárhagslegt sjálfs- forræði byggðarlaganna úr hönd- um gírugs ríkisvalds. Þessi vandamál bíða enn óleyst við bæjarvegginn — og þó eiga þeir, sem háværastir eru um hallæris- styrk úr ríkissjóði, harla litla von í hjarta sínu, að vandamál byggðarlaga þeirra verði leyst í bráðina að heldur eftir þeim leið- um. Menn þurfa ekki nema renna augum yfir dálka fjárlaganna til þess að sjá í einu vetfangi hversu vel ríkis-kolossusinn er til þess fallnir nú að efna til fjárfrekra framkvæmda í kaupstöðunum, fá þeim í hendur togara og önn- ur atvinnutæki eða snúa við í einu vetfangi örðugleikum, sem illt árferði og röng stefna ríkis- valdsins gagnvart byggðarlögun- um utan Reykjavíkur hafa skap- að. Menn verða að gera sér ljóst, að hjú, sem biður eyoslusama húsbændur um tillitssemi og fjárhagsstyrk, stendur völtum fótum. í lengd er engin önnur lausn til á þeim vanda, sem nú knýr á dyr kaupstaðanna, en endurheimt sjálfsforræðisins í efnahagsmálum, viðurkenning þeirrar staðreyndar, að ríkisvald- inu ber fremur að smíða hag- kvæman og eðlilegan ramma ut- an um framkvæmdir bæja og borgara, en ætla sér að kveða á um framkvæmdirnar sjálfar í hverju tilfelli. Skattpeningur sá, er borgararnir inna af hendi — hverju nafni sem nefnist — er ekki allur bezt kominn í ríkis- sjóðnum, heldur ber bæjarfélög- unum meiri skerfur og þar að auki borgurunum meiri hlutur tekna sinna til eðlilegra fram- kvæmda fremur en til framlags til fjarlægs ríkisvalds. Vel má viöurkenna, að slík stefnubreyt- ing leysi ekki þann vanda, sem knýr á d.yr atvinnulausra verka- manna í dag, og þar er því þörf sérlegra aðgerða, en slíkar að- gerðir eru deyfilyf, ekki lækning. En það er lækningin, sem kaup- staðirnir þurfa að sameinast um. Árásin á síðasta virkið. í þessu landi búum við við félagafrelsi, rétt til þess að mynda félög til þess að vinna að sameig- inlegum hagsmunamálum, m. a. samvinnufélög, sem njóta vernd- ar samvinnulöggjafar, líkt og hjá | öðrum menningarþjóðum. Félags menn kaupfélaganna leggja að verulegr leyti fram rekstursfé þeirra af tekjum sínum, er þeir ^jalda skatt af. Þeir eiga féð, á rás þess yfir búðarborð til vöru- kaupa til bókhalds er sýnir fjár- hagsútkomu fyrirtækisins. E. t. v. eiga kaupfélagsmenn 10% af vöruandvirði því, er þeir hafa keypt, hjá ,f=lagi sínu, en beir kjósa að tat.a ekki peningana, heldur fela iélaginu þá til varð- veizlu.. Þannig hafa skapazt álit- legir sjóðir, sem myndaðir eru af tekjum félagsmanna er þeir hafa þegar greitt skatt af, en fela kaupfélögunum til geymslu. — Kornið fyllir mælirinn. Þúsundir slíkra smálána fóiksins í héruð- unum hafa gefið kaupfélögunum kraft til mikilsverðra fram- kvæmda. Arðurinn af verzlun- inni hefur verið kyrr heima í héraði en ekki verið fluttur með lausakaupmönnum til Kaup- mannahafnar eða Reykjavíkur. Þýðng þessarar stefnu í að við- halda byggðinni, er öllum, sem til þekkja> augljós. Hún hefur á ýmsum stöðum verið- síðasta virkið gegn ásókn þeirra afla, er hafa viljað flytja sem mest af arð- inum af starfi fólksins til höfuð- staðarins, til stórframkvæmda þar. Nú stendur yfir hatröm árás á þetta síðasta virki byggðanna til þess að ráða eigin fjármálum að nokkru leyti. Það er yfirlýst stefna foringja stjórnmálaflokks í landinu að leggja tviifaldan skatt á það fé, sem landsmenn ’riafa lagt kaupfélögunum til fram kvæmda. Framkvæmd þessarar skattheimtu mundi í raun og veru hindrun á raunvcrulegu félagsfrelsi í landinu, og auk þcss kippa fót- (Framhald á 8. síðu). Björn Aspar láíinn Síðastl. fimmtudag lézt að Kristneshæli Björn Aspar verzl- unarmaður, eftir þunga sjúk- dómslegu. Björn var um mörg ár afgreiðslumaður í Véla- og vara- hlutadeild KEA og ávann sér þar vinsældir viðskiptamanna og traust húsbænda sinna- fyrir ágætt starf, samvizkusemi og trúmennsku í hvívetna. Er hans saknað af stórum hópi starfs- bræðra og vina, en þyngstan harm bera ung eiginkona og börnin mörg og smá. — Hjartan- legar samúðaikveðjur senda þeim allir, sem þekkja hvert tjón þau hafa beðið, að sjá á eftir ást- ríkum eiginmanni og föður og fyrirvinnu heimilis í blóma lífsins yfir landamerldn miklu. fyrirliggjandi Málmhúðun KEA Sjávargötu. Garðar Loftsson opnar málverkasýningu Garðar Loftsson listmálari opn- ar málverkasýningu í Rotarysal KEA næstk. laugardag. — Verða iar til sýnis allmargar nýjar myndir Garðars, bæði olíumál- verk og vatnslitamyndir, flestar landslagsmyndir héðan að norð- an, en einnig frá öðrum stöðum á landinu. Garðar Loftssbn hefur legar vakið athygli með fyrri sýningum og má víst telja, að á ressari sýningu hafa hann ýmis- legt markvert að sýna. Sýningin mun verða opin næstu viku a. m. k. Sala „Sva!baksu í Bretlandi „Svalbakur“ seldi afla sinn í Bretlandi í gær, 3648 kit fyrir 9287 sterlingspund. — „Harðbak- ur“ mun sigla áleiðis til Bret- lands í dag með fiskfarm. — „Kaldbakur“ er á veiðum. Fyrir lielgina gerði hér norð- anáhlaup með snjókomu — óg hylur hvít snjóbreiða landið í sjó fram síðan. Frost varð hér 6 stig, en hefur hlýnað síðustu daga. — Vegir hafa ekki teppzt enn sem komið er. Menn lifa í þeirri von, að þennan snjó mur.i taka upp aftur, eins og snjó þann, er setti hér niðri snemma í okt. í fyrra. Vetur hófst fyrir alvöru þá snemma í nóv. og þótti full- snemmt. Hjíikrimarkoiiiir útskrifaðar í s. 1. viku útskrifaði Hjúkrun- arkvennaskóli íslar.ds 8 hjúkrun- arkonur og voru í þeim hópi tvær hjúkrunarkonur úr bænum og' héraðinu: Guðrún Arnadóttir hreppstjóra Jóhannessonar að Þverá á Staðarbyggð og Ásgerð- ur Áskelsdóttir verkamanns Sig- urðssonar, Akureyri. MíKLAR UMRÆÐUR liafa nýlcga farið fram uin áfengis- mál í landsráðinu grænlenzka í Godthaab. Fellt var að gefa brennivínssöluna frjálsa, og er hún sem fyrr háð skömmtun og eftirliti stjórnarvaldanna, á grundvelli reglugerðar frá 1937.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.