Dagur - 24.10.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 24.10.1951, Blaðsíða 6
6 D A G U K Miðvikudaginn 24. október 1951 DAGUH Ritstjóri: Haukur Snorracon. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur i'it á liverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Handtök himia „æfSu stjórnmálamanna“ ALÞÝÐUBLAÐIÐ í Reykjavík hefur nýlega birt ýmsar samþykkir um landsmál, sem flokks- stjórn Alþýðuflokksins hefur gert, þ. á. m. um stjórnarskrármálið. Er í ályktunum þessum ein- dregið mælt gegn þeirri hugmynd, að sérstaklega kjörið stjórnlagaþing fjalli um hina væntanlegu stjórnarskrá lýðveldisins. Heitir það svo í ályktun flokksstjórnarinnar, að óeðlilegt sé að taka af Al- þingi vald í þessu efni, endi hafi það hingað til haft það í milli h(tnda. Á ályktun þessari má ekki einungis sjá fingraför hinna „æfðu stjórnmála- manna“, heldur einnig vilja þeirra að það verði þessi sömu fingraför, sem að lokum vei-ða á stjórnarskiþunarlögum lýðveldisins. Vuíalaust er það ekki fjarri hjarta þeirra, að skjpa þeim málum eitthvað svipað og framboði til forsétakjörs vai' eitt sinn ráðið til lykta vestur í Bahdáríkjum: Ákvarðanir voru að lokum teknar „at two o’clock in the morning in a smoke filled room.“ Þennan næturfundi í reykmettuðu hótelherbergi sóttu ein ungis hinir allra „æfðustu“ stjófnmálamenn. Handtök þeirra urðu eftirminnileg áminning fyrir lýðræðisflokkana þar vestra, því að þeir skipuðu þar í forsetastól manni, sem heiðarlegir Banda- ríkjamenn viljá sem fæst um tala, enda féll hann frá áður en misnotkun hans á opinberum trún aði yrði landslýð kunn. Síðan hafa ákvárðanir, sem teknar eru í hvíslingum í „kringlu“ stjórn- málanna vestui' þar þótt tortryggilegai' og því tortryggilegri, sem málefnin hafa verið mik ilsverðari. STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ er eitt hið mikils verðasta mál, sem þjóðin á nú fyrir höndum að ráða fram úr. í því felst að koma hér á starfhæfu lýðræðislegu stjórnarkerfi í stað þess, sem búið er að ganga sér til húðar og koma þjóðinni á efnahagslegan vonarvöl. Meginrökin fyrir því, að sérstaklega kjörið stjórnlagaþing eigi að fjalla um stjórnarskrármálið, en ekki hinir æfðu stjórnmálamenn Alþingis, er sú, að mjög margir kjósa fulltrúa til þeirrar samkundu eftir viðhorfi til dægurmála eða a. m. k. án þess að í atkvæði þeirra felist umboð til þess- að breyta stjórnar- skipunarl. ríkisins. Þar að auki vatntreysta menn hinum æfðu stjórnmálaforingjum til þess að setja lög og reglur, sem hindra hið skefjalausa flokks stjórnarvald, sem þeir sjálfir eru aðilar að. Það hefur komið í ljós við umræður, að ýmsir alþing ismenn eru fjandsamlegir tillögum þeim til stjórnskipunar, sem fram hafa komið og kunnast- ar eru, af þeim ástæðum fyrst og fremst, að eftir gildistöku þeirra væri valdssvið flokksforirjgja til þess að ráðsmennskast með málefni, sem raun- verulega eru fyrir utan starfssvið löggjafarþings, nokkuð skert. Þessir alþingismenn eru í svipaðri aðstöðu og brezku fulltrúarnir í Öryggisráðinu í olíudeilunni við Persa. Þeir eru of nánir málsað ilar til þess að unnt sé að telja þá óvilhalla dóm- ara eða eðlilegt að fela þeim úrskurðarvald. í þessu máli á aðstaða þeirra að vera hin sama og óbreyttra kjósenda. STJÓRNLAGAÞING yrði kjörið til þess eins að fjalla um stjórnarskrármálið. Fulltrúaval til :>ess grundvallaðist einvörðungu á viðhorfi manna til þessa máls en ekki til þeirra þúsund verlc- efna, sem Alþingi verður að leysa úr. Það er eðlilegt að þjóðin kjósi heldur þessa málsmeðferð en að fela þingmönnunum nokkurs konai' sjálfdæmi um þá aðstöðu, ei' þeir eiga að hafa í framtíðinni til valds og áhrifa. Ályktun flokksst j órnar Alþýðuflokksins er því tortryggiieg. Hún minnir á klíkufund klukkan tvö um nótt í reykmettuðu herbergi. Stjórnar skrá lýðveldisins má ekki ákvarðast með þeim hætti, held- ur fyrir opnum tjöldum, á sér- stöku stjórnlagaþingi, þar sem fulltrúarnir hafa að engu leyti bundnar hendur, en fylgja fram sannfæringu sinni um beztu skipan þess máls eins, í fullu um- boði kjósenda sinna. FOKDREIFAR Bíóhléin og mannsævin. „Bíóvinur“ skrifai' blaðinu eff- irfarandi hugleíðingar: ÞAÐ MÁ til sanns vegar færa, að flest förum við gálauslega með tímann og gætum þess lítt, hve dýrmætur hann er og ævistund- irnar verða aldrei endurheimtar. Þó hygg ég að flestum þeim, er stunda bíó að einhverju ráði sér til dægrastyttingar — og stund- um til gagns —• hafi orðið hverft við útreikninga, er Tíminn birti sl. föstudag. Þar eru leidd rök að því, að bíóhléin svonefndu, sem kvikmyndahúsin gera í miðjum kvikmyndum og oftast standa í 10 mínútur, kosti reykvíska bíógesti samtals 500 klst. á kvöldi, en á heilu ári týnist þarna 175000 klukkustundir. Ef þetta dæmi er yfirfært á.bíóin hér, verða stund- irnar ekki svona margar, því að bíógestirnir hér eru færri, en fyrir , hyern einstakling lítur dcémið samt ósköp svipað út: Hann er neyddur til að eyða þessum mínútum til einskis og hefur þó greitt gjald fyrir á- kveðna skemmtun, og hann kemst 10—15 mínútum seinna í háttinn en ella og er það eitt ær- in ástæða fyrir marga að hafa andúð á bíóhléum. Hvers vegna hlé? Bíóhléin hafa oft verið gagn- rýnd opinberlega, en aðstandend- ur kvikmyndahúsanna hafa aldrei svarað þeirri gagnrýni, svo að ég hafi séð, enda eiga þeir ekki hægt um vik. Bíóhléin eru í rauninni óafsakanleg, því að þau eru til þess eins gerð, að lít- ill hluti bíógestanna geti verzlað við bíóeigandann fleira en að- göngumiðakaupin — keypt kon- fekt, brjóstsykur og annað slíkt kjarnfæði — og til þess að for- föllnustu reykingamenn geti kveikt sér í sígarettu, rétt eins og þeir geti ekki lifað 2—2% stund án þess að reykja. Á þessum for- sendum verða bíóhléin ekki af- sökuð. Þau stuðla að óhollustu meðal þeirra, sem nota þau til sælgætiskaupa og reykinga, cjn eru til tjóns og leiðindafyrir allan þorra fólks, sem fer í bíó til þess að sjá kvikmynd og njóta henn- ar. Alíslenzkt fyrirbrigði. Bíóhléin eru alíslenzkt fyrir- brigði. Þeir, sem kynnzt hafa er- lendum kvikmyndahúsum vita, að þau eru ekki til þar. Eitt bíó- anna hér í bæ — Skjaldborgar- bíó — hafði lengi þann sið að hafa engin hlé og hlaut verð- skuldaðar vinsældir fyrir. Nú hefur þetta bíó fengið fullkomn- ari húsakynni en áður í Sam- komuhúsinu, en þar hefur það tekið upp hin hvimleiðu hlé með öllu, Sem þeim fylgir. Mér er spurn: Hvernig útskýra templar- ar, sem reka þetta bíó, þessa breytingu? Til þeirra eru gerðar meiri kröfur en einkabíóanna, enda njóta þeir opinbers stuðn- ings til þess að starfrækja bíó sitt. Eg vona, að hléin verði lögð niður og bíógestum fengnar aftur sínar 10 mínútur, sem ranglega eru af þeim teknar. Þótt þær fari e. t. v. forgörðum hjá mörgum bíógestum, eru þeir þó líka margir, sem vildu verja þeim á nytsamari hátt, eins og t. d. til svefns í rúmi sínu, og eru þær þá nokkurs virði. (Aths. setjarans: Þar á meðal er ég; niður með bíóhléin). Þegar dómsmálaráðu neytið bannaði að danssamkomur stæðu yfir fram undir morgun, hafði það þær afleiðingar, að fólk gekk til náða á skikkanlegri tíma en áður, og miðaði það að aukn- um afköstum þjóðarinnai' og var því til gagns. Afnám bíóhléanna mundi gegna sama hlutverki, þótt í minni mæli sé. Við erum yfir- leitt of seint á ferðinni með skemmtanir okkar og fundi og því of syfjaðir á morgnana. Allt, sem skynsamlega er unnið til þess að forða ónauðsynlegu og heimskulegu næturgöltri er til gagns. Afnám bíóhléanna er því gagnlegt af þessum ástæðum ein- um. Þar að auki fæ eg ekki séð að réttlætanlegt sé að ýta óhollu sælgæti, gosdrykkjasulli og síga- rettum að fólki á þeim tíma, þeg- ar verzlanir eru lokaðar og á stað, sem alls ekki er til slíks ætlaðui', og þá allra sízt af stofn un, sem telur sig hafa menning arhlutverk að rækja í þessu sam bandi.“ Flóttinn undan arfanum. 1 SPJALLI ÞVf, er Dagur átti við Ólaf Jónsson búnaðarráðu naut um kornyrkjumál, í síðasta tbl, drap hann á einn þátt akur- yrkju okkar, sem lítið er ræddur opinberlega en er vel minnis- stæður þeim, sem hér hafa feng- izt við kartöflurækt. Það er flótt- inn undan arfanum. Sífellt er verið að plægja upp ný holt og móa fyrir kartöflugarða hér í bæ, en eftir nokkur ár hefur arfinn gerzt svo ágengur á þessum stöð- um, að menn gefast upp á kart- öfluræktinni. Þá er tekið að svip- ast um eftir nýjú landi og svo koll af kolli. í sumar lék arfinn suma þá, er garðlönd leigðu af bænum, svo grálega, að ekki svaraði kostnaði að taka upp. Þannig hefur þetta víst gengið til ár eftir ár. Eg hafði kartöflu- garð innan við bæ í stríðsbyrjun, ásamt mörgum öðrum, og leigði bærinn landið. Þetta gekk vel um skeið. En þriðja sumarið var á- sókn arfans orðin svo stórkost- leg um allt svæðið, að fæstir lögðu í að setja niður í fjórða sinn á þeim stað. Þeir fluttu sig. Mér er ókunnugt, hvort þetta svæði hefur nokkurn tíman síð- an verið sæmilegur kartöfluakur. Grunar mig þó að arfi og órækt hafi síðan setið þar við völd. f viðtalinu við Ólaf drepur hann lauslega á þetta vandamál. Gam- an væri að heyra meira um það og hverjar aðrar aðgerðir eru líklegar til bjargar en þær að eyða hluta ævinnar á fjórum fót- um í kartöflugarði við að rótslíta arfaplöntur. Reynslan hefur sýnt, að of fáir fást til þess starfs til þess að sú aðferð sé nokkur veruleg úrbót. Nú hefur þetta (Framhald á 11. síðu). Áð vera vel klæddur f júníhefti Húsfreyjunnar skrifaði Snorri P. Snorrason læknir athyglisverða grein, er hann nefndi: „Um klæðnað“. Grein þessari lýkur með þessum orðum: „Menn skyldu jafnan minnast þess, að það er ómenning að láta tízku og hégómagirnd vera allsráðandi um klæðaval og klæðaburð, en menningarauki að því að klæðast skynsamlega og taka fullt tillit til heilsu sinnar, það er að vera vel ldæddur.“ Við, sem búurn norður undir heimskautsbaug, þurfum að klæða okkur öðruvísi heldur en fólk í suðlægum löndum. Þetta liggur í augum uppi og þarf engrar skýringa rmeð. Þó má segja, að á sumr- um getum við »samið okkui' að siðum þeirra, er sunnar búa, hvað klæðaburð snertir, a. m. k. er það, sem betur fer, oft hægt, þó að út af bregði. Okkur kvenfólkinu hættir til að gleyma þeirri staðreynd, að við búum í köldu landi. Okkur þykir bæði betra og skemmtilegra að vera léttklæddar, í þunnum og þjálum flíkum, heldur en dúðaðar í ull og skinn. En það tjóar bara ekki að berja höfð- inu við stein og neita — landið okkar ér kalt, og við verðum að ákvarða klæðnað okkar eftir þeirri staðreynd. íslenzk vetrartízka. Það er áreiðanlegt, að vetrarbúnaður manna hef- ur um marga hluti breytzt til batnaðar hin síðari ár, og skilningur á því, að við þurfum á hlýrri föt- um að halda að vetrinum, hefur stórlega aukizt. Má t. d. nefna vetrarúlpurnar, sem kai'lar nota nú orð- ið geysimikið. Kvenþjóðin þyrfti að eignast ein- hverjar ámóta hlífðarflíkur til þess að nota í hríð- um og kuldum. Þær myndu kannske ekki þykja klæðlegar, en það er í raun réttri miklu klæðlegra að vera mikið klæddur í kuldum, heldur en í ein- hverjum tízkuflíkum, sem halda ekki á okkur hita. Sannleikurinn er sá, að við getum vel leyft okkui' að bregða út af hinni erlendu tízku hér í okkar kalda landi, og ættum raunar að skapa okkar eigin vetrartízku, sem fyrst og fremst tæki tillit til hnatt- stöðu lands okkar. Um fótabúnað. Þetta á ekki hvað sízt við um fótabúnað okkar kvenfólksins. Þunnir sokkar, hvort heldur eru úr nylon eða silki, eru alltaf lélegur klæðnaður að vetrinum, og nylon getur meira að segja verið hættulegt að nota í frostum. Sama er að segja um skóna. Þunnir sólar, tá- bitnir og hælkappalausir skór, geta verið góðir á lieitum sumardögum, en allir hljóta að sjá, að þetta er allsendis ómögulegur vetrarbúnaður. Iðunnar-skór og Heklu-sokkar. Hentugur vetrarklæðnaður. f Kvenfólkinu hefur verið mikil vorkunn, hvað þetta snertir undanfarið, því að næstum ógerningur hefur verið að fá góða vetrarsokka eða skó. Þetta er nú óðum að breytast, og nú eru meira að segja (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.