Dagur - 05.12.1951, Síða 1

Dagur - 05.12.1951, Síða 1
12 SÍÐUR Auglýsendur! Munið, að aug- lýsingar verða að vera komn- ar til afgreiðslunnar eða í prentsmiðjuna fyrir kl. 2 á þriðjudögum. Afgreiðslan biður kaupendur að innleysa greiðlega póst- kröfur þær fyrir andvirði blaðsins, sem enn liggja ó- greiddar á pósthúsum. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 5. desember 1951 48. tbl. Þessir börðust í Kóreti 50 hermenn frá Kóreuvígstöðvunum heimsóttu nýlega aðalstöðvar Sarnein. þjóðanna í Ncw York. Hermennirnir eru af 19 þjóðernum. Upplýsingasföð fyrir drykkfellda menn og aðsfandendur setf upp hér í hænusn Góð reynsla af starfsemi slikrar stöðvar í Rvík s Nonna (Jóns Sveinssonar) við Áðal sfræti 54 verður minjasafn Höfðingleg gjöf til Zontaklúbbs Akureyrar - Iicitið á bæjarbúa að styðja merkt málefni Nýlega hafa orðið eigendas-kipti að bakhúsinu við Aðalstræti 54 hér í bæ, en það er bernskuheimili Nonna (Jóns Sveinssonar) hins fræga mannvinar og slcálds, og eitt af elztu húsum bæjarins. Hjónin frú Sigríður Davíðsdóttir og Zóphonías Árnason yfirtollvörður, af- hentu Zontaklúbb Akureýrar húsið að gjöf, en klúbburinn hyggst koina þar upp minjpsafni um einn frægasta son Akureyrar. Hefur klúbburinn starfandi „Nonna-nefnd“ til þess að annast þetta mál. — Blaðið hefur snúið sér til formanns nefndarinnar, frú Onnu S. Snorradóttur, og fengið hjá henni eftirfarandi upplýsingar um starf og tilgang Zontaklúbbanna og hið væntanlega Nonna-safn: Á fundi með blaðamönnum hér í fyrradag skýrðu fulltrúar Um- dæmisstúku Norðurlands og áfengisvarnanefndar bæjarins frá því, að þessar stofnanir hefðu ákveðið að opna hér upplýsinga- og hjálparstöð fyrir drykkju- menn og aðstandendur þeirra. — Hefst þessi starfsemi í Skjald- borg næstk. föstudag og verður stöðin opin kl. 5—7 á hverjuni föstudegi framvegis. Þeir Eiríkur Sigurðsson yfir- kennari og Þorst. M. Jónsson skólastjóri gerðu grein fyrir til- ganginum með þessari nýjung hér og nauðsyn þess að hefjast handa til umbóta í áfengismálum. Reynslan af starfsemi slíkrar stöðvar í Reykjavík bendir til þess að margt megi gera ' til hjálpar í ýmsum tilfellum, ef fólk hefur vitneskju um slíka hjálp- arstarfsemi. Með alla vitneskju í þessum efnum verður farið sem trúnaðarmál og verður læknir með í ráðum um alla hjálparráð- stafanii'. Aðeins það, að fá menn til viðtals getur oft haft gagnleg óhrif til að styrkja þá í baráttu gegn áfengisnautn, auk þess verður reynt að aðstoða eftir mætti, t. d. með útvegun sjúkra- húss- eða hælisvistar, aðstoða við atvinnuleit o. s. frv. Loks að gefa aðstandendum aðstöðu til að leita ráða og styrks í heimilisvandræð- um er stafa af áfengisneyzlu. —-1 stjórn stöðvarinnar hér eru: Hannes J. Magnússon skólastjóri, Olafur Daníelsson klæðskeram., frá Umdæmisstúkunni, frá áfeng- isvarnanefnd: Guðm. Karl Pét- ui'sson yfirlæknir. Verður einn eða fleiri þessara manna til við- tals í Skjaldborg á hverjum föstudegi kl. 5—7 e. h. Fundur urjj_ áfengismál. Þá var skýrt frá því, að áfeng- isvarnanefnd hyggist bráðlega efna til fundar með forvígis- mönnum félaga og fyrirtækja í bænum til þess að ræða þar möguleika á samstilltum átökum til þess að draga úr notkun áfengis í bænum. Innan skamms hefjast hér sýningar á hinni kunnu kvikmynd Café Paradis og fjallar hún um áfengisvandamál- ið. — Stúkurnar hafa ákveðið, að ágóði af sýningum myndarinnar (Framhald á 12. síðu). Hvað er Zonta? „Um rúmlega tveggja ára skeið hefur verið starfandi hér i bænum félagsskapur kvenna, er nefnist Zontaklúbbur Akureyrar. Klúbbur þessi er deild úr al- þjóðasamtökum, en Zonta-reglan er rösklega þrjátíu ára gömul. Það var skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld, að nokkrar konur í Bandai'íkjunum, er unnið höfðu ýmis stöi'f í þágu ríkisins styrj- aldarárin, komu saman í boi'ginni Buffalo til þess að stofna með sér Húsfyllir á hljómleik- um Kantötukórsins Kantötukór Akureyrar hafði hljómleika í Nýja-Bíó sl. sunnu- dag á vegum Tónlistarfélags Ak- ureyrar. Á söngski'á voru kaflar úr söngskrá Norðurlandafarar- innar sl. sumar og stjórnuðu Björgvin Guðmundsson og Áskell Jónsson söngum. Hljómleikarnir voru haldnir til að heiðra Björg- vin Guðmundsson í tilefni af sex- tugsafmæli tónskáldsins. Söngn- um var ágætlega tekið og bárust söngstjóranum blóm. Einsöngv- arar voru Helga Jónsdóttir, Her- mann Stefánsson, Jóhann Kon- ráðsson og Sverrir Pálsson. Und- irleik annaðist frú Lena Otter- stedt. Flugvélinni bjargað af öræf- unum Flugvélinni, sem nauðlendi á ör- æfunum hér suður af Eyjafirði um miðjan mánuð, hefur nú verið bjargað og er komin á Melgerð- isflugvöll og er fremur lítið skemmd. Það var Viktor Aðal- steinsson flugm., sem stóð fyrir björguninni, en með honum fóru allmargir menn héðan úr bæ og úr Eyjafirði. Höfðu þeir jarðýtu og sleða og tókst að komast um Vatnahjallaveg sem næst að vél- inni og drag'a hana til byggða. félagsskap. Þetta var upphaf Zohtareglunnar, en hún breiddist brátt út um öll Bandaríkin, og síðan hafa vei'ið stofnaðir Zonta- klúbbar í 10 löndum Evrópu. — Zontafélagsskapurinn starfar á svipuðum grundvelli og Rotary- félagsskapur karla. Markmið fé- lagsskaparins er að stuðla að kynningu meðal kvenna í hinum ýmsu starfsgreinum og störfum þjóðfélagsins. Því er það, að að- eins ein kona úr hverri starfs- grein getur orðið meðlimur, eins og tíðkast í Rotaryklúbbunum. — Auk kynningar kvenna á meðal, er markmið félagsins að auka vináttu og skilning meðal félags- kvenna og vinna að því, að bæta aðstöðu kvenna bæði lagalega, stjórnmálalega, viðskiptalega. og starfslega. Annar þáttur í starfi þessa Télagsskapar er að hvetja til þjónustu við einstaklinginn og þjóðfélagið í heild með hvers konar hjálpar- og líknarstarfi. Þá er og friðarhugsjónin ofarlega ó dagskrá hjá Zonta-félögunum, og í þeim tilgangi er unnið að gagn- kvæmri kynningu þjóða á milli. Nafnið merkir trúr og traustur. Nafnið ,,Zonta“ er tekið úr Sioux-Indíánamáli og merkir trúr og traustur. Þaðan eru og tekin táknmerkin og þýðir hvert merki sem hér segir: Z mei'kir: Ijósgeisli ,sólskin og leiftur til að beina félagskonum að settu marki. O merkir: að bindast smtökum um félagslund og þjónustu. N merkir: samheldni. T merkir: skýli öryggis og verndar til handa félögum. A merkir: réttlátur, heiðvirður, trúr og áreiðanlegur. Zontaklúbburinn fær Nonna- húsið að gjöf. Zontaklúbburinn hér hefur lít- ið komið við sögu í félagsmálum í bænum, enda er bæði um ungt og óvenju fámennt félag að ræða. Á sl. ári ákvað klúbburinn að vinna að því, að safna minjum um hinn merka rithöfund séra Jón Sveinsson, eða Nonna, eins og hann er oftast nefndur. Var í þessu skyni stofnaður sjóður, Nonnasjóður, og kosin stjórn hans til að hafa framkvæmdir í málinu. Sjóður þessi er lítill að vöxtum enn, enda samanstendur hann einungis af samskotum félagskvenna og ágóða af happ- drætti á fundum þeirra. Húsið, sem Nonni ólzt upp í, stendur enn hér inni í bænum við Aðalstræti 54, að baki húsi Davíðs heitins Sigurðssonar smiðs. Hinn 8. nóv. sl. tilkynnti Zóphonías Árnason yfirtollvörð- ur stjórn Nonna-sjóðs, að þau hjónin, frú Sigríður Davíðsdóttir og hann, hafi ákveðið að gefa Zontaklúbb Akureyrar Nonna- húsið, en klúbburinn hafði áður leitað fyrir sér um kaup á húsinu. Hafa þau hjónin með þessu sýnt mikinn höfingsskap og vinarhug, ekki aðeins hinu fámenna félagi Zonta-kvenna, heldur bænum (Framhald á 10. síðu). „Græna lyftan“ - gam- anleikur - frumsýning annað kvöld Annað kvöld hefur Leikfélag Akureyrar frumsýningu á enska gamanleiknum „Græna lyftan“ (kunnur af kvikmynd með sama nafni og sýningum í Rvík). Leik- stjóri er frk. Ragnhildur Stein- grímsdóttir og er þetta fyrsti leikurinn, sem hún uppfærir fyrir L. A. og í fyrsta sinn, sem hún kemur fram á leiksviði hér nyrðra að loknu leiklistarnámi í Danmörk. „Græna lyftan“ er smellinn gamanleikur í 3. þáttum. Aðalhlutverk leika: Ragnhildur Steingrímsdóttir, Guðm. Gunn- arsson, Brynhildur Steingríms- dóttir, Hjálmai' Júlíusson. Alls eru 8 persónur í leiknum. Ekki verður unnt að hafa nema fáar sýningar á leiknum að sinni. — Lokið er sýningum á „Gift eða ógift“ eftir Priestley. Var leikur- inn sýndur 9 sinnum. Gunnar R. Hansen leikstjóri byrjar æfingar hér á nýjum sjónleik í janúar næstk. á vegum L. A. | Gæsir á suðurflugi [ ] fórust í Jjúsundatali j ! í Hollandi \ i Frá því var skýrt í Norður- | \ landablöðum um miðjan fyrra i j mánuð, að gæsir, á leið sinni 1 = til Suðurlanda frá Norður- \ 1 slóðum (Grænland, ísland o. i i s. frv.) hefðu i'arizt í þús- í \ undatali við Zuyder-see í = i Hoílandi. — Gæsahópamir I i hvíldu á eyrunum meðfram = I innsjó þessum, en Hollend- i ! ingar höfðu þá nýlokið við ! i stóra herför gegn rottuplágu \ \ þar og höfðu eitrað alls staðar i i meðfram sjónum. Þúsundir! ! {æsa báru þarna beinin, skv. i i oi„ íafregnum þessum, og er \ \ hætt við að þarna hafi verið i ! nöggvið skarð í gæsastofninn, i i sem hingað sækir á hverju ári j i og eru það ill tíðindi. i

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.