Dagur


Dagur - 05.12.1951, Qupperneq 5

Dagur - 05.12.1951, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 5. desember 1951 D A G U R 5 arvara Eftir ÁRNA ARASON, Grýtubakka Eins og kunnugt er samþykkti síðasti fundur Stéttarsambands bænda tillögu, þar sem stjórn sambandsins er falið að segja upp núgildandi verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara, ef hún telur það nauðsynlegt. Þar sem með verðlagsgrund- vellinum er ákveðið, hvað bænd- ur skuli bera úr býtum fyrir vinnu sína, er þeim nauðsynlegt að ræða hann bæði sín á milli og opinberlega og gera sér Ijóst, hvort hinir ginstöku liðir hans séu sanngjqrnlega ákveðnir, eða hvort rétt sé að segja honum upp. Mér virðist að núgildandi verð- lagsgrundvöllur sé ranglátur gagnvart bændum, og að ekki verði hjá því komist að segja honum upp, og vil eg því benda á ýmsar skekkjur, sem mér finn- ast vera í einstökum liðum hans, ef það mætti verða til þess að gallar verðlagsgrundvallarins kæmu í ljós og ef til vill vekja umræður um hann, sem gætu orðið til leiðbeiningar, þegar saminn verður annar nýr. Flutningskostnaður er í nú- gildandi verðlagsgrundvelli áætl- aður kr. 1104,00. Mér virðist hins vegar að ekki verði komizt af með minna en kr. 2548,00, eigi að flytja það magn af rekstrarvöru og búsafurðum, sem verðlags- grundvöllurinn gerir ráð fyrir, 40—50 km. leið frá markaðsstað. Þá reikna eg flutningsgjald kr. 70 á tonnið og má þá setja þetta svona upp: Kjarnfóður Áburður Vörur vegna viðhalds fasteigna Garðávextir Ull Mjólk Nautgripir á sláturstað 2350 kg. á 0,07 = 154,50 1475 kg. á 0,07 = 103,25 1000 kg. á 0,07 = 70,00 1000 kg. á 0,07 = 70,00 151 kg. á 0,07 = 10,75 12935 1. á 0,16 = 2069,60 60,00 2548,10 Hér er miðað við flutnings- gjald eins og það var árið sem leið og hef eg dregið frá það vörumagn, sem fulltrúar neyt- enda hafa talið eðlilega heimilis- neyzlu, tek heldur ekki með flutning á sláturfé, sem hjá mörg um er töluverður liður og sleppi einnig fargjöldum, sem bóndinn greiðir þegar hann ferðast í við- skiptaerindum fyrir bú sitt. Fóðurmiólk er í verðlags- grundvellinurh áætluð 600 1. á eina krónu lítrinn. Þar er gert ráð fyrir, sem afurðum af naut- gripum 150 kg. af nauta- og ali- kálfakjöti og 170. kg. af kýrkjöti. Þetta mun láta nærri að vera sem svarar kjöti af ársgömlu nauti, 4 alikálfum og rúmlega einni kú. Til þess að bóndinn fái þetta kjöt, þarf hann því að ala upp tvo kálfa á ári og ala fjóra kálfa í hálfan mánuð. Samkvæmt því, sem kennt hefur verið við bændaskólana héf, mun ekki ráðlegt að ge’fa kálfinum minna en 150 1. af nýmjólk og auk þess 450 1. af undanrénnu. Fóðurmjólkurþörfina mætti þá áætla þannigí . ' 2 kálfar, aldir upp ,þurfa 300 1. nýmjólk, 900 1. undanrenna 4. kálfar, aldir í hálfan mánuð, þurfa 18011. nýmjólk Samtals 4801 1. nýmjólk, 900 1. undanrenna. 480 1. nýmjólk á 2,47 = 1185,60 kr. 900 1. undanrenna á 0,20 = 180,00 kr. Þetta verða þá samtals 1380 1. á 1365,60 kr. og mun mega telja það lágmark, þegar tillit er tekið til þess, að helzt til lítið mun að ala upp eina kvígu á ári til að fá þetta magn af kýrkjöti og til að viðhalda búinu. Fyrning véla er áætluð 975 kr. Það er 15% af 6500 kr., sem véla- . eign meðalbúsins var áætluð árið 1949. Sú fjárupphæð, sem hér er ætlast til að liggi í vélaeign bænda, er auðsjáanlega svo lág, að eigi að kaupa vélar með nú- gildandi verðlagi fæst sVö" lítið fyrir hana, að það verður ekki nálægt meðalvélaeign bænda yf- irleitt. En þó eingöngu sé miðað við þá vélaéign, sem bændur réðu yfir árið 1949, er sagt, að með þáverandi gengi íslenzku krón- unnar, þyrfti meðalbóndinn að kaupa varahluti og vélar fyrir 975 krónur á ári, til að viðhalda vélaeign sinni, þá liggur í augum uppi, að nú þarf allmiklu hærri upphæð til að kaupa tilsvarandi hluti fyrir. Það hlýtur því að verða krafa bænda að mat og fyrning véla sé miðað við nú- verandi verðlag. Aðstöðumunur (1000 kr.). — Þessi liður finnst mér ekki geta átt að vera hér, þar sem hann virðist ekki koma heim við það að verðlagsgrundvöllurinn er sagður eiga að byggjast á því, að heildartekjur þeirra, sem land búnað stunda, séu í samræmi við tekjur annarra stétta. En rök- færslur fyrir réítmæti þessa lið- ar hafa allar verið í sambandi við það, hvernig menn eyða per sónutekjum sínum, og því bú rekstrinum óviðkomandi. Vextir (900kr.). — Um þennan lið hefur mikið verið rætt og deilt, og af fulltrúum neytenda hefur hann verið talinn óþarfur. Það mun hins vegar vera svo, að sé miðað við þá aðferð, sem nú er höfð, við greiðslu landbúnaðar- vara til bænda, og það hve mikill hluti afurðanna kemur til sölu seint á ái'inu, þá gerir þessi liður ekki betur en hrökkva fyrir því vaxtatapi, sem bóndinn verður fyrir, miðað við það að hann fengi tekjur sínar greiddar hálfs- mánaðarlega og jafnt allt árið. Annars mun eg koma betur að vaxtagreiðsluþörf búsins síðar í þessari grein. Bústærð. — Núgildandi verð- lagsgrundvöllur áætlar meðal- búið: 87 kindur, 6 mjólkandi kýr og 8 hross. í Árbók landbúnaðarins 1950 eru bændur taldir vera liðlega 6300. Deili maður þeirri tölu í heildarbúfjáreign landsmanna í ársbyrjun 1950 (sjá Árbók land- búnaðarins 1. hefti 1951) verður meðalbúið allmiklu minna, eða þannig: 63,2 kindur, 4,8 kýr og 6,7 hross. í sambandi við þessar tölur er þess að gæta ,að allmargir eiga nokkrar skepnur, en eru ekki taldir með bændum, svo að ætla má að. raunverulega sé bú með- albóndans minna en þessar tölur bera með sér. Við samningu verðlagsgrund- : vallarins var það ekki talið skipta miklu máli, með hvaða bústærð væri reiknað, þar sem bæði tekj- ur og gjöld væru miðuð við sömu bústærð. Við umreikning verð- lagsgrundvallarins í haust virðist þó hafa verið brugðið út af þessu, og gjaldaliðirnir „kjarnfóður“ og „tilbúinn áburður“ miðaðir við raunverlega meðalbúið og þar af leiðandi lægri en vera á, ef tekj- ur eru miðaðar við verðlags- grundvallarbúið. Þá viiðist uppskera garðávaxta vera ríflega áætluð, miðað við þær upplýsingai', sem gefnar eru í Árbók landbúnaðarins 1950. — Þar er meðalframleiðsla síðustu 5 óra, sem skýrslur ná yfir, talin 79,593 tunnur af lcartöflum, gul- rófum og næpum og framleiðend- ur, aðrir en bændur, 4,500. Þó að allri framleiðslunni sé jafnað nið- ur á 6300 bændur koma þó ekki nema 12,6 tunnur í hlut í stað 17 í verðlagsgrundvellinum. Kaup bóndans virðist í nú- gildandi verðlagsgrundvelli vera miðað við kaup óbreyttra verka- manna og bóndanum þó hvorki reiknað eftirvinna né helgidaga- kaup. En verkamenn eru sú stétt, sem tvímælalaust hefur verið lægst launaða stétt þjóðfélagsins næst bændum á undanförnum ' árum. í lögum um framleiðsluráð er hins vegar tekið fram, að „sölu- verð landbúnaðarvara á innlend- um markaði skal miðast við það, að heildartekjur þeirra, er land- búnað stunda, verð.i í sem nán- ustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta.“ v Eg álít að þessi lagagrein feli það í sér, að bændastéttin eigi hvorki að vera lægst launaða né jöfn lægst launuðu stéttinni, heldur skuli tekjur meðalbónd- ans vera sem næst því að vera meðaltekjur í þjóðfélaginu. Þess vegna tel eg, að kaup bóndans sé ekki reiknað út frá réttum grund velli, heldur eigi einnig að taka tillit til annarra stétta, svo sem: starfsmanan ríkis og bæja, húsa- gerðarmanna, kaupmanna, kennara og svo framvegis. Með vimiandi stéttir hlýtur að vera átt við allar stéttir, sem lifa af vinnu sinni, en ekki af eignum sínum eða á annarra framfæri. í þessu sambandi má ennfrem- ur benda á, að á bóndanum hvílir allmikil ábyrgð og að hann þarf að stjórna búrekstrinum, og ber samkvæmt því ekki minna en verkstjórakaup. Þá er enn ótalið eitt atriði í sambandi við núgildandi verð- lagsgrundvöll, sem eg tel mjög athugavert. Það er sú hætta, sem hann felur í sér fyrir þjóðfélagið. Það er óvéfengjanleg og viður- kennd staðreynd, að. eins og er framleiðir íslenzka þjóðin of lítið. Mikill hluti af mnflutningnum er flutt inn sem gjöf eða lán, og sjá allir að slíkt gelur ekki gengið til lengdar. Til þess að þetta lagist þarf ýmislegt að breytast í þjóðlífinu, og sú breyting verður meðal ann ars að fela það í sér, að þeim mönnum fjölgi, sém vinna að framleiðslunni, en að sama skapi fækki þeim, sem líía á milliliða- kostnáði, skriffinnsku og óþarfa iðnaði. En hvað ef það þá, sem liggur fyrir þeim, sem vilja fará 'að búa nú. Fyrst að fá jarðnæði; og það geta þeir sennilega fengið með svipuðum kjörum eins og íbúð i kaupstað. Og svo er það áhöfn á jörðina Þá liggur beinast við að álíta að það 7 sfculi' ’ vera 'sú m'eðá'Iáhöfn, sem verðlagsgrundvöllurinn ger ir ráð fyrir, og að tilvonandi bóndi káupa hana á því verði, sem felja má að háfi Vferið gang- verð nú í vor. Fjármágn það,: sem liggur slíku búi,'mætti áætla eitthvað á þessa leið: 6 kýr á 3500 = kr. 21000,00 2 geldn. á 1500 = kr. 3000,00 87 kindur á 400 = kr. 34800,00 8 hross ó 1500 = kr. 12000,00 Vélar og áhöld = kr. 13000,00 Samtals kr. 83800,00 Hér er vélaeignin tvöfölduð frá því sem er í verðlagsgrund- vellinum frá 1949 og mun það sízt af mikið vegna áorðinna gengis- fellinga og verðhækkana erlend- is. Geri maður ráð fyrir að bónd- inn fái 40000,00 kr. að láni mcð 4% vöxtum, en afganginn með 6% vöxtum verður vaxtagreiðsla hans af áhöfninni kr. 4228,00 auk stimpilgjalda og því um líks. Nú má kannske segja, að til vonandi bóndi þurfi ekki að kaupa stærra bú en svo, að það verði hæfilegt fyrir hann að vinna að, án aðkeyptrar vinnu Virðist þá, eftir vinnulauna skýrslu verðlagsgrundvallarins mega áætla það um einum fjórða minna.’) Mætti þá vaxtaupphæð- ’) Þetta er þó vafasamt, þar sem minna bú virðist skila minna togarasjómanna, | kaupi handa bóndanum sjálfum. in lækka í hlutfalli við það, eða í kr. 3171,00. Það, sem blasir við ieim, sem vilja reisa bú nú, er letta: Sé miðað við sömu aðferð við verðlagningu landbúnaðar- vara og að undanförnu og svipuð atvinnuskilyrði, þarf búið að skila meir en meðalarði, til þess að nýi bóndinn fái tekjur, sem svara því að vera þrjú þúsund krónum lægri en meðal verka- mannstekjur. Hver er svo aðstaða bóndans, sem á meðalbú skuldlaust? Samkvæmt verðlagsgrundvell- inum ber honum nú ekki meir en meðal verkamannstekjur. Ef hann getur fengið atvinnu í kaupstað með verkamannslaun- um, getur hann sennilega losnað við jörðina fyrir íbúð og selt óhöfnina fyrir kr. 83800,00. — Kaupi hann skuldabréf af Sogs- eða Laxárvirkjun fyrir þá upp- hæð fær hann í vexti kr. 5028,00 á ári. Það er 5 þúsundum meiri tekjur heldur en ef hann væri" bóndi. Þegar tekið er tillit til þessa, mega það næstum teljast undur, hve mikið bændur hafa lagt í umbætur á jörðum sínum. En bændum virðist vera þannig farið, að komist þeir yfir nokkuð fjármagn, umfram það, sem þeir þurfa til daglegra þarfa, leggja þeir það í umbætur á jörð sinni, sem geymast ókomnum kynslóð- um sem arðbær eign og auknir atvinnumöguleikar. 1 verðlagsgrundvellinum virð- ist þó hvergi gert ráð fyrir að bændur skuli leggja fé í slíkar framkvæmdir. Hins vegar er þar liður, sem kallaður er „Styrkir“, og mun þar vera innifalinn hluti af jarðabótastyrk. Bóndanum er ætlað að r.ota þennan lið til að mæta rekstrarútgjöldum af búi sínu, og því ætlaðar aðrar tekjur lægri. Þar með eru bændur svipt- ir þessum hluta jarðabótastyrks- ins, eða tilsvarandi upphæð af réttmætum tekjum sínum. Þannig virðist verðlagning landbúnaðarvara undanfarin ár hafa verið miðuð við það að bændur skyldu bera svo lítið úr býtum fyrir vinnu sína, að aug- ljóst væri að allar aðrar stéttir hefðu meiri tekjur. Enda hefur það sýnt sig, að menn hafa leitað þangað, sem auðsvonin var meiri, en þeim, sem vinna að landbúnaði stöðugt fækkað. Eigi nú framleiðendum að fjölga og þeim sem vinna óarð- bæra vinnu að fækka að - sama skapi, verður tekjuhlutfallið að snúast við, þannig, .að augljóst sé að fullt svo mikið sé upp úr því að hafa að gerast framleiðandi eins og að vinna að öðrum störf- um. Og þegar nú er sýnilegt, að ís- lenzlta þjóðin framleiðir of lítið, þá er það ekki einasta réttlætis- krafa bænda, heldur líka þjóðar- nauðsyn, að verðlag landbúnað- arvara sé það hátt, að bændur beri meira úr býtum heldur en þær stéttir, sem samkvæmt eðli vinnu sinnar eiga að vinna í þjónustu framleiðslunnar. Á. A.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.