Dagur


Dagur - 05.12.1951, Qupperneq 8

Dagur - 05.12.1951, Qupperneq 8
8 DAGUB Miðvikudaginn 5. desember 1951 að undanförnu bökunarvörur, svo sem: Hveiti, 1. flokks, í 50 kg pokum á kr. 3.15 kílóið Hveiti, 1. flokks, í 10 Ibs. pokum á kr. 15.85 pokinn í lausri vigt, kr. 10.40 pr. kg baukum í tveim stærðum. Eggjaduft, Hjartarsalt, Natron, Kardemommur, steyttar Sætar möndlur, Sýróp. Strásykur, Flórsykur, Púðursykur, Kandís, Vanillesykur og Skrautsykur, Vanilledropar, Citrondropar, Möndludropar og Kardemommudropar, Steyttur Ivanel og heill, Negull, Engi- fer, Múskat, Kakaó, í baukum og lausri vigt, Vanillestengur, Vanilletöflur, Þurrkuð Epli, Sveskjur, Rúsínur, Apricósur, Kúmen, Smjörlíki Kókossmjör. Flóru Jarðarberja og Eplasulta, 1 kg dós á kr. 14.65 langódýrasta sultan, sem nú er á boðstólum. Allt ágóðaskyldar vörur! Kringið eða sendið í næstu íitibú eða beint í Nýlenduvörudeildma. Við sendum heim! Sími útibúanna Nýlenduvörudeildin FKÁ BÓKAMÁRKADINUM Nokkrar barnabækur Adda í menntaskóla er 9. barna- bókiri frá hendi Jennu og Hreið- ars, Stefánssonar kennara hér á Akureyri. Meirihluti bókanna er saga litlu, umkomulausu stúlk- unnar Oddu, sem læknishjónin í þorpinu tóku í fóstur og fórst vel við. Eldri bækurnar kannast flestir foreldrar við — man eg t. d. ekki eftir að hafa lesið nokkra bók oftar en Öddu (1946). Þessa sögu yildu börnin heyra aftur og aftur. Þótt eg sé ekki eins kunn- ugur því, sem gerðizt í heimi litlu stúlkunnar eftir 1947, hygg eg þó að síðari sögurnar hafi einnig náð vinsældum og þessi síðasta saga um Öddu í menntaskóla er með sama svip og fyrstu bækurnar, létt frásögn um hversdagslega atburði og smáævintýri, sem börn skilja vel. Fólkið í Öddu- sögunum er gott fólk og hollt fyrir börnin að umgagnast það. Má óhikað mæla með þessari síð- ustu Öddu-sögu þeirra Jennu og Hreiðars. Bókaforlag Æskunnar er útgefandinn. Riddararnir sjö heitir drengja- saga eftir Kára Tryggvason frá Víðikeri. Norðri gefur út. Oddur Björnsson, ungur, norðlenzkur listamaður, hefur prýtt með teikningum. Kári Tryggvason er þegar kunnur fyrir ljóð sín og sögur, ekki sízt barnasögur. Hann fer með börnin út í náttúruna og sýnir þeim undur hennar. Fyrir nokkru gaf hann út fallega bók' um íslenzku fuglana. Nú tekur! hann börnin við hönd sér og leið- ir . þau fram um afréttarlönd Bárðdæla og Mývetninga, en þau lönd eru sannkölluð undralönd fyrir náttúruskoðara. Leiðir liggja um Ódáðahraun til Öskju, um varplönd snæuglunnar í Laufrandahrauni og heiðagæsar- innar í Krossárgili. Ferð riddar- anna sjö í fjárleitir um þetta svæði en ævintýrarík og skemmti leg. Hér er ágæt, ramíslenzk, bráðskemmtileg drengjasaga, skráð á góðu og myndauðugu máli, líkleg til að örva löngun drengja að kynnast öræfavíðátt- um fslands og hinu frjálsa lífi þar. Hilda efnir heit sitt ,er 5. óska- bók barnanna í þeim bókaflokki Norðra. Iiöf. er sænskur, en Kristmundur Bjarnason hefur íslenzkað og gert það vel. Þessi saga er framhald sögunnar um Hildu á Hóli, sem kom út fyrir nokkrum árum og seldist þá upp. Hlaut sú bók sérlega góða dóma. Þetta framhald sögunnar um hversdagslíf og ævintýri heil- brigðrar sænskrar telpu, er með sama brag og fyrri bókin og ekki síður skemmtileg aflestrar. Beverley Gray og upplýsinga- þjónustan (Norðri) er enn ein saga um amerísku stúlkuna, en þær sögur eru nú orðnar margar. Þessar sögur eru spennandi, en vafasamt má kalla að þær séu sérlega uppbyggilegur lestur fyr- ir íslenzkar stúlkur. Þessi síðasta saga er með sama marki brennd og hinar, má e. t. v. fremur kall- ast reifari í léttum stíl en heppi- leg unglingasaga. Sögur Miinchhausens koma nú út í nýrri útgáfu (Norðri), enda mun gamla kverið, sem þekkt var í heimi barnanna fyrir 20—30 ár um, ekki víða til lengur. Ingvar Brynjólfsson menntaskólakenn ari hefur þýtt sögurnar úr frum málinu og er þetta fyrsta þýðing þeirra í heild á íslenzku. Gamla kverið var þýtt eftir enskum út- drætti. Sögum Múnchhausens þarf ekki að lýsa. Þær eru í hópi klassískra barna- og unglinga- bókmennta. Þessari útgáfu fylgja hinar frægu teikningar franska listamannsins Doré, er mynd- skreytti fyrstu frönsku útgáfuna, en Doré er af sumum talinn faðir nútíma skopmyndalistarinnar. — Þýðing Ingvars Brynjólfssonar er mjög vönduð. Systurforlögin, Draupnis- og Ið- unnarútgáfan, gefa út í ár nálega tuttugu bækur. Er það litlu minna en undanfarin ár. Stærsta og veigamesta bókin er Oldin okkar, síðari hluti. Tekur þessi hluti verksins yfir árin 1931—1950. Þetta bindi er ofur- lítið stærra en hið fyrra, mynda- fjöldi svipaður og frága'ngur' all- ur hinn sami og áður. Fyrra hluta verksins, sem út kpm jfyrir síð- ustu jól, vai’. mjög' vel tekið og virtist lesendum falla vel í geð hið nýstáx-lega iorm bokariririar. Aðrar íslenzkar bækur, sem forlögin gefa út í ár eru þessar: Aldarfar og örnefni í Önund- arfirði; eftir Óskar Einarsson lækni. Fyrri hluti bókarinnar er ýmislegur sögufrqðleikur úr Ön- undarfirði, en f síðari hlutanum er lýst byggð og öi'nefnum í fii-ðinum. Af þessari bók eru að- eins prentuð 400 eintök. Sagnaþætíir . Benjamíns Sig- valdasonar, antrað og þi'iðja hefti, komu út á þessu ári. Eru þá alls komin út þrú hefti af safni þessu og útgáfa þess þar með hálfnuð. Ingvildur fÖgurkinn, söguleg skáldsaga eftir Sigui-jón Jónsson. Efnið.er sótt í Svarfdæla sögu. Sæluvika, smásagnasafn eftir Indriða G. Þorsteinsson, en hann hlaut sem kunriugt er fyrstu' verð laun í smásagnakeppni Samvinn- unnar sl. vor, þar sem nálega 200 höfundar freistúðu gæfunnar. — Þetta er fyi'sta bók Indriða. ÞÝDDAR BÆKUR. Af þýddum bókum skulm þess- ar nefndar: Brúðkaupsferð til Paradísar, eftir Tor Heyerdahl, sem heims- kunnur varð af för sinni á Kon- Tiki yfir Kyrrahaf og bók þeirri, er hann ritaði um leiðangui'inn. í bók þein-i, sem nú kemur út, seg- ir fi'á brúðkaupsfei'ð þeiiTa hjóna til, Suðurhafseyja, þar sem þau dvöldust um eins árs skeið og höguðu lífi sínu að hætti inn- boi'inna manna. í þessari fei'ð fékk Heyerdahl hugmynd sína um þjóðflutningana yfir Kyi-ra- haf. > Fyrir siðustu jól gaf Draupn isútgáfan út bókina um leiðang- urinn, Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf. Jón Eyþórsson veðurfræðingur þýddi báðar þessar bækur. í skáldsagnaflokknum Draupn- issögur koma út fjói'ar bækur: Hertogaynjan eftir Rosamond Marshall, Frúin á Gammsstöðum eftir John Knittel, Brúðarleit eft ir Leslie Turner White og Þegar hjartað ræður eftir Frank G. Slaugther, höfund bókarinnar Líf í læknis hendi. í skáldsagnaflokknum Gulu skáldsögurnar, sem einkum eru Strandgötu ... 1381 Hafnarstræti . . . ... 1409 Brekkugötu .. . . ... 1446 Hamarstíg ... 1494 Glerárþorpi ..•. ... 172.5 Ránargötu ... 1622 ætlaðar ungum stúlkum, kemur út ein saga, Ung og saklaus eftir Ruby M. Ayres. BARNA- OG UNGLINGA- BÆKUR. Handa börnum og unglingum koma út eftii'taldar bækur: Reykjavíkurbörn eftir Gunnar M. Magnúss, endurminningar frá kennaraárum höfundar við Aust- urbæjarbai'naskólann í Reykja- vík. Anna í Grænuhlíð, ný út- gáfa þessarar góðkunnu sögu, sem kom fyrst út fyrir nálega tuttugu árum síðan. Ævintýra- höllin, sem segir frá sömu sögu- hgtjum og Ævintýraeyjan, er margir kannast við. Handa yngstu lesendunum korna út Músin Peres, prýdd lit- myndum og Músaferðin, sem er þriðja útgáfa þessarar vinsælu smábarnabókar. Loks er nýkomin út Kennslu- bók í skák eftir skáksnillinginn og heimsmeistarann Emanuel Lasker, þýdd af Magnúsi G. Jónssyni menntaskólakennara.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.