Dagur


Dagur - 05.12.1951, Qupperneq 12

Dagur - 05.12.1951, Qupperneq 12
12 Dagur Miðvikudaginn 5. desember 1951 Fréttabréf vesta^n um haf: Undirbúningor iorsetakosninganna að ári setnr svip á stjórnmála- baráttuna Erfitt fyrir íslenzka námsmenn vestra vegna dýrtíðar 15 íiiijónir króna úr mófvirðis sjóða þegar mé fii Sogs- og Laxárvirkjananna Endurgreiðsla lánsins notuð til frekari framkvæmda Tómas Árnason lögfræðingur, sem er lesendum blaðsins að góðu kunnur síðan hann ritaði stjórnmálagreinar hér í blaðið — dvelur um þessar mundir við framhaldsnám við hinn heims- fræga Harvard-háskóla í Came- bridge, Mass., Bandaríkjunum. Hlaut Tómas einn af námsstyrkj- um þeim, ,er Bandaríkjastjórn veitti íslenzkutn námsmönn- urn nú nýlega. — 1 bréfi til blaðsins nú á dögunum drepur Tórnas m. a. á stjórnmálin þar' vestra og kjör námsmanna. Segir svo í bréfi hans: F orsetakosningarnar. „Þegar eru flokkarnir farnir að undirbúa forsetakosningarnar næsta haust. Ber nú í fyrstunni mest á senator Robert A. Taft frá Ohioríki. Hann hefur þegar lýst því yfir, að hann gefi kost á sér, ef Republikanar tilnefna hann sem sinn frambjóðanda. En Taft hefur verði mjög eindreginn and- stæðingur Trumans forseta. Ný- lega hefur hann ritað bók um ut- anríkisstefnu Bandarikjanna. Þar ræðir hann um það, að Samein- uðu þjóðirnar séu áhrifalitlar í Kóreu, þar sem staðið er í stað frá því í byrjun stríðsins. Hann var ákveðinn stuðningsmaður MacArthurs í að hefja allsherj- arárás á kínverska kommúnista, en telur það tækifæri nú liðið og ekki um annað að velja, en halda áfram Kóreustríðinu og vonast þar eftir friði. Þar sé nú ekkert val. Hann álítur varnir Evrópu og Asíu jafn þýðingarmiklar og ekkert geti hindrað Rússa í að hernema Evrópu. Er fylgjandi hernaðaihjálp til Breta og Frakka og e. t. v. ítala, en ekki til afskekktra þjóða, eins og t. d. Noregs. Hann greiddi á sínum tíma atkvæði gegn NATO (Norð- ur-Atlanshafsbandal.), en hefur nú breytt um afstöðu. Hann tel- ur, að nægileg hernaðaraðstoð frá USA til að stöðva kommún- ista, sé of mikil fórn fjárhagslega. Innan flokksins ber einnig mikið á þeim, sem viljaEisenhower fyr- ir frambjóðanda. Hann er mjög vinsæll í Bandaríkjunum, ekki aðeins sem snjall hershöfðingi, heldur og sem stjórnmálamaður. Margir álíta, að hann myndi ná kosningu, ef hann byði sig fram. Hins vegar er svo Truman forseti og hans flokkur, Demokratar. — Truman er álitinn mjög snjall stjórnmálamaður, en a. m .k. all- margir álíta hann betri fyrir flokkinn en þjóðina. Þó ber þess að gæta, að minna ber á fylgis- mönnum hans en hinum, þar sem þeir eru ánægðir með sinn for- seta. En eitt er víst, að enginn vogar sér að halda því fram, að Truman hafi ekki möguleika með að ná kosningu. Hins vegar er alls óvíst að hann bjóði sig fram. Um það hefur ekkert heyrzt. — Hins vegar hefur það kvisast, að hann myndi ekki bjóða sig fram á móti Eisenhower, en fremur á móti Taft.. Almennt er álitið, að stefna USA í utanríkismálum myndi ekki breytast mikið, ef Eisenhower yrði kosinn forseti. Hins vegar er valt að treysta Taft. Dýrtíðin vestra. Dýrtíð er mikil hér vestra. Eg borga t. d. 550 kr. á mánuði fyrir miðlungi gott herbergi. Fæði í háskólamötuneytinu • kostar um kr. 1000.00 mánuði. Góð föt kr. 1000.00—1200.00. Góðir skór kr. 200.00, lítri af mjólk tæpar kr. 4.00. Skólagjöld yfir veturinn hér í Harval'd kr. 10.000.00. Fyrir efnalitla, íslenzka námsmenn er útilokað að stunda nám hér, án námssyrks." Á stjórnarfundi Bændafélags Þingeyinga, sem haldinn var að Aðalbóli hinn 20. nóv. sl., voru samþykktar eftirfarandi álykt- anir: Fjárskipti og girðingar. Vegna þeirra áfalla, sem kunn eru orðin, í sambandi við sauð- fjársjúkdómana og fjárskiptin, skorar Bændafélag Þingeyinga á Sauðfjársjúkdómanefnd að beita sér fyrir því, að vörzlu sé við- haldið við allar hinar lögfestu varðlínur, unz fjárskiptum er að fullu lokið alls staðar í landinu og sýnt er, að þau hafa náð til- ætluðum árangri. Kjötverzlun. Bændafélag Þingeyinga lýsir ánægju sinni yfir kjötsölunni til Bandaríkjanna og þakkar SÍS þar glæsilega forystu og telur sjálfsagt að leyfðuy verði út- flutningur á nægilegu magni dilkakjöts, til þess að halda þess- um markaði opnum. Ennfremur lítur fundurinn svo á, að það útflutningshæfa dilka- kjöt, sem hægt er' að selja er- lendis ,en eftir verður til sölu í ; Danir bættu tveimur 1 i núllum við Húseby! | í Það þóttu heldur tíðindi í jj j íþróttaheiminum, þegar frétt- i j ist um síðustu afrek Gunnars j 1 Huseby. Danir birtu nú mynd i i af Evrópumeistaranum, þótt j j þeim hefði láðst sú rausn er = i hann vann titil sinn um árið. j j í „Politiken“ gat að líta, auk j E myndarinnar, digra tveggja i i dálka fyrirsögn, svohljóðandi: j \ „Europamester arresteret for = i Vold og Tyveri“. í frásögninni j j var afrek Gunnars talið, auk j j þess að slá mann í rot, að ræna i i hann 46000 krónum (í stað j j 460) og þótti slíkt göturán \ i met, jafnvel í Danmörk. Eins j j og að líkum lætur fylgir það j : frásögn þessari, að þar með sé i i lokið íþróttaferli Huseby fyrir j j Islands hönd. Tregur afli - dauft atvinnulíf í Húsavík Fréttaritari blaðsins í Húsavík símaði í gær, að töluverðan snjó hefði sett niður í fyrradag og í gær og voru veðurhorfur versn- andi. Var talið að bílferðir um héraðið mundu stöðvazt. — Um helgina var enn jörð uppi víða í sýslunni, en misjöfn mjög, mun hana nú hafa tekið af. Afli hefur verið mjög rýr í Húsavík að und- anförnu og er dauft yfir öllu at- vinnulífi. landinu, eigi að seljast ekki lægra verði, en fyrir það fengist á er- lendum markaði. Vegamál. Bændafélag Þingeyinga skorar á þingmann kjördæmisins, að vinna að því, að byggður verði upphlaðinn vegur, frá Fnjóskár- brú í Dalsmynni, að Fnjóskárbrú hjá Skógum, þar sem með því er tryggður, svo sem hægt er, vetr- arvegur milli Akureyrar og Húsavíkui'. Söluskattur. Bændafélag Þingeyinga krefst þess, að lög um söluskatt séu af- numin og lítur svo á, að frum- varp það, sem fram er komið á Alþingi, um að helmingur sölu- skattsins renni til bæja- og sveit- arfélaga, verði einungis til þess að tefja fyrir afnámi söluskatts- laganna. Hins vegar vill fundurinn benda á, sem nauðsynlega nið- urfærslu móti afnámi söluskatts- ins, stórfellda breytingu til lækk- unar á skólalöggjöf og trygging- um. Samkvæmt ósk ríkisstjórnar- innar hefur efnahagssamvinnu- stjórnin fallist á, að veittar verði úr mótvirðissjóði 60 millj. króna til Sogs- og Laxárvirkjananna og 20 millj. króna til áburðarverk- smiðjunnar. Þessum fjárhæðum verður að- allega varið til greiðslu á vinnu- launum og öðrum innlendum kostnaði við þessar stórfram- kvæmdir. Ennfremur verður þeim að nokkru leyti varið til kaupa á Marshalldollurum, sem íslandi hafa verið veittir af Nýlega er komin út á vegum Norðra ein af þeim bókum, sem mesta athygli hafa vakið meðal hugsandi fólks á síðari árum. — Þetta er rit Du Noly „Human Destiny", er komst fyrst út í Nevv York 1947 og var síðan margsinn- is endurprentuð. Séra Jakob Kristinsson, fyrrv. fræðslumálastjóri hefur unnið það erfiða verk að þýða bókina á íslenzku, en bókaútgáfan Norðri gefur hana út. Fyrir þá, sem vilja auðgazt andlega. Efni bókarinnar er rétt lýst í hinu íslenzka nafni hennar. Hún fjallar um heimshugmyndir mannsins og takmarkið með lífi hans og starfi. Hún hlaut við- urkenningu þorra vísindamanna fyrir skarpskyggna hugsun og eru í þeirra hópi menn á borð við * Hervarnarmál. Bændafélag Þingeyinga flytur ríkisstjórn og Alþingi þakkir fyr- ir þá fyrirhyggju, er sýnd var með því að láta ekki undir höfuð leggjast að gera hervarnarsamn- ing við Bandaríkin, til verndunar landi okkar og þjóð. Skattfrelsi sparifjár. Bændafélag Þingéyinga lýsir ánægju sinni yfir fram komnu frumvarpi Karls Kristjánssonar um skattfrelsi sparifjár og skor- ar á Alþingi að samþykkja frum- varpið, sem myndarlegt spor í rétta átt, þótt þörf sé frekari trygginga á geymslu sparifjár. Bandaríkjunum, vegna greiðslu á vélum, efni og þjónustu fyrir þessar framkvæmdir. Áður er búið að verja 15 millj. króna úr mótvirðissjóði til virkjananna. Er því samtals búið að taka 95 millj. króna úr mót- virðissjóði, 75 millj. króna vegna virkjananna og 20 millj. vegna áburðarverksmiðjunnar. Fé þetta veitir ríkisstjórnin framkvæmd- unum að láni. Afborganir og vextir af þessum lánum munu renna í sérstakan sjóð, sem síðar verður varið til frekari fram- kvæmda. eðlisfræðinginn heimsfræga Ro- bert A. Millikan. í formála fyrir bókinni segir hinn merki þýðandi hennar m. a. á þessa leið: „Því hefur verið spáð um þessa bók, að alþýða manna hér á landi muni ekki lesa hana. Eg tel þetta illspá, sem ekki megi rætast. Bókin var einmitt ísienzkuð í von um, að hún yrði alþjóð til nokk- urrar vegsögu og sálarheilla, og eg trúi enn að hún verði það. Eg held, að lestur hennar verði mönnum hollari og nauðsynlegri en lestur nokkurrar annarrar bókar, sem borizt hefur hingað frá útlöndum hin síðari ár. . . . “ Þeir, sem þekkja Jakob Krist- insson, vita, að hér er af heilind- um mælt og alvöru. Það má telja til tiðinda að slíkt rit skuli þýtt og útgefið á íslandi og vonandi reynist séra Jakob sannspár, að hugsandi fólk hér á landi mun lesa þessa bók og til- einka sér efni hennar, enda þótt menn tileinki sér það ekki með fljótlgum yfirlestri. — Upplýsingarstöð . . . (Framhald af 1. síðu). gangi til nýja sjúkrahússins hér og gefa þær þannig gott fordæmi fyrir annan félagsskap í bæ og sýslu. í áfengisvarnanefnd bæjarins eru þessir menn: Þorst. M. Jóns- son, form., Hannes J. Magnússon, Eirikur Sigurðsson, Stefán Ág. Kristjánsson, Guðm. Karl Pét- ursson, Þorst. Þorsteinsson og Rósberg G. Snædal. Ályktanir Bændafélags Þingey- inga um ýmiss þjóðmál Hervarnarmál - Kjötverzlun - Vegamál o. fl. „Stefnumark mannkyns"" heims- frægt rit í íslenzkri þýðingu Séra Jakob Kristinsson hefur íslenzkað hið gagnmerka rit du Noúy, „Human Destiny“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.