Dagur - 13.02.1952, Page 10

Dagur - 13.02.1952, Page 10
10 D A G U R Miðvikudagirui 13. febrúar 1952 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni 22. DAGUR. (Framhald). rógmæli. Er ekki hægt að sækja þennan Goodbind kvenmann til sakar?" Lúcíus lét blaðið detta úr hendi sér og hvíldi handleggina á stólbríkinni. Roðablettum skaut upp í kinnar hans..Sjald- gæfur viðburður virtist í aðsigi. Lúcíus var að skipta skapi. „Hver hefir verið rægður?“ spurði hann, stuttur í spuna. „Hver? Herra minn trúr! Hvert mannsbarn í bænum eftir því sem manni skilst?" „Áttu við að bærinn eigi að stefna henni? Sjálf bæjarstjórn- in?“ „Lucíus! Eg er ekki í skapi til að gera að gamni mínu. Mér er sagt, að fjöldi nafngreindra manna hér, hafi. . .. “ „Eins og hverjir? Nefndu mér einn?“ t S Lucíus var nú ekkert nema eyru og May Onnu varð rórra í skapi. Hún hafði unnið sigur á vissan hátt. Hér var þó persóna, sem tók eftir henni, hlustaði á það, sem hún sagði. Henni var sama um andúð, grín og tvírætt tal, en afskiptaleysi gagnvart eig- in persónu þoldi hún ekki. „Eg lep ekki upp bæjarslúðr- ið,“ sagði hún. „Þetta er líka þinn heimabær. Þú ættir því að sjá á hve óskammfcilinn hátt þessi per sóna hefur njósnað um einkamál fólks og hefur leyft sér að láta á prent eitt og annað, sem aðeins gekk hér um í hvíslingum áður. Þetta er óheyrt athæfi!“ „En hvernig fór hún að því,“ spurði Lucíus. — „Hún hef- ur búið utan við bæinn í þessi tvö ár. Hún kemur ör- sjaldan hér inn í bæ. Mér er sagt að hún sé ekki málkunnug nema tveimur eða þrem manneskjum." „Hún þekkir Amos Tucker eitthvað nánar en það.“ „Amos? Látum svo vera. En hann hefur mátt byrja ungur ef allt það bæjarslúður, sem mér er sagt að sé í þessari bók, er frá honum komið. Þar að auki hélt eg þau gerðu annað með tím- ann, er þau hittast, en eyða hon- um í sögur af þessu tagi. „Einhvers staðar hefur hún heimildir.“ „Ertu viss um það? Setjum samt svo, að hún hafi heimildar- menn. En hver vill koma fram fyrir dómara og segja: „Hún á við mig í frásögninni um kven- manninn, sem háttaði undir hey- stakknum. Eða: Þegar kviknaði í hjá Roxie Drumheller, þá var það eg, sem var borinn út í þvottakörfunni. Nei, May Anna, það leggur enginn út í svoleiðis ævintýri.“ „Þú ert lögfræðingur, ertu það ekki? Fólk, sem þarf að standa í málaferlum ætti ekki að þurfa að svara svona spurningum ef það hefur almennilega lögfræðinga fyrir sig.“ „En þannig horfir málið samt við efnislega. Það má orða þetta öðruvísi, en það breytir raunar engu. Og þú getur eins vel játað það, sem þú veizt og eg veit og allir hér í Ármóti vita líka, að stúlkan sú arna skrifaði þessa bók alls ekki um fólkið hér í bænum. En fólk er fólk, ekki sízt í smábæjum. Hún skrifaði um fólk. Og svo voru allir upp til handa og fóta og þóttust þekkja sjálfa sig í lýsingum hennar — og þó enn frekar — sjá nágrannann þar. Það' er rétt eins og borgar- arnir hafi allir komið út á götu berstrípaðir — en láti eins og þeir sjái ekkert óvenjulegt. Svo hrópar einn þeirra allt í einu um leið og hann bendir fingri á þá: Nei sjáið — þið eruð allir stríp- aðir! Og þá verður ekki komizt hjá því að taka eftir því, hvað er á seiði. Én þrautalendingin er hjá flestúm að reyna að dylja eigin nekt með því að benda á ná- granna sinn eg náunga.“ Þegar Lúcíus var búinn að létta þessu frá brjóstinu, greip hann upp þlað sitt og byi-jaði að lesa aftur. May Anna sá sér til skelf- ingar, áð athygli hans var horfin frá henni og að blaðinu. Örvænt- ingartilfinning bjó um sig í brjósti hennar. Átti þetta seig- drepandi afskiptaTéýsí að verða hlutskipti hennar framvegis? Iiúh gekk að skrifborði sínu í von um að rekast þar á verkefni, sem hún gæti dútlað við til að dreifa hug- anum, bréf, sem þyrfti að svara eða þess háttar. Ofan á bréfa- bunka á borðinu lá eintak af bókinni. Hún sló hana opna, með reiðilegu handtaki. Hún opnaðist á titilsíðunni. Allt í einu greip hana gamalkunn tilfinning eftir- væntingar eins og ævinlega þeg- ar ný áætlun fæddist í huga hennar. Hún tók fram bréfsefni og sjálfblekung. Roða skaut upp í kinnar henanr. Augun urðu skær. Hún skrifaði hægt og gæti- lega, Rithöndin var þaulæfð stæl- ing á skrift á gamalli auglýsingu, nem .nefnd hafði vex-ið vii-ðuleg í’ithönd. „Bókaútgefandtxr Redfield & Carson“, skrifaði May Anna. „Madison Ave., New York, N. Y.“ Margar af þeim hugmyndum, sem Joe Stafford hafði fyrirfram gert sér um móttökur þær, er skáldsagan fengi, í-eyndust hafa yerið á rökum reistar. Á meðal þeiiTa, sem vel höfðu x’eynst, var að auglýsa bó.kina lítið, láta hana sjálfa heldur tala. Hér var bók, hafði hann hugsað, sem fólk vill gjarnan álíta að það hafi sjálft uppgötvað en ekki verið hrakið Stúlka óskast á sveitaheimili í 2—:3 mánuði. Uppl. á afgr. blaðsins. Miðstöðvarketill (6 element) til sölu. Xfgr. vísar á. Stúlka óskast í vist í bænum nú þegar. Afgr. vísar á. Vil kaupa TRILLLUBÁT ca. 1 tonn, helzt nýlegan. Ægir Sœmundsson, Hjalteyri. Til sölu #• með tækifærisverði: Ferm- ingarjdkki og rykfrakki. — Hvort tveggja nálega nýtt. Upplýsingar í síma 1174. Sel hestajárn af ýmsum gerðum. Hallgrímur Jónsson, Járnsmiður. Vantar herbergi í miðbænum nú þegar. Uppl. í síma 1381 (Alaska). til að kaupa af æpandi auglýsing- um. Þetta var rétt athugað. Hinn nafnlausi fjöldi, sem hafði vit á bókum, hafði uppgötvað „Sumar- daga“ og í’áðlagt nági’annanum að lesa hana. „Þú skalt endilega lesa hana. Líklega detta fáir ofan á hana. Hún er ekkert auglýst. En þú skalt ekki láta hana fara fram hjá þér.“ En þessir bókamenn áttu mai’ga samnefnara. Alls konar fólk las söguna og mælti með henni við kunningja. Og alltaf stækkaði skriðan. Líklegast var það leyndardómur bókai’innar ,að hver lesandi hélt, að enginn nema hann sjálfur mundi skilja söguna til hlýtar. Stafford leit yfir bi’éfahrúgima, sem lá á boi’ðinu, ýmist voi’U þau til Faith Goodbind eða útgef- andans, Redfield & Carson. — Augnablikið stóra var runnið upp yfir þetta útgáfufyrirtæki, það stói'a augnablik að vita, að pi’ess- ui’nar mundu naumast hafa við að pi’enta til þess að fullnægja eftii’spui’ninni. Og Staffoi’d var maðurinn, sem hafði uppgötvað þetta. Notaleg tilfinning það. Mér. hefur tekizt það, hugsaði hann. Allt starf hans, öll áætlun hans síðustu mánuðina, hafði miðast við, að skapa þetta ástand, þessa aðstöðu, sem fyrir- tækið var nú í. (Framhald). ÁKSHÁTlÐ Bílstjórafélags Akureyrar verður að Hótel Norðurland laugardaginn 16. þ. m. kl. 9 e. h. — Aðgöngumiðar seldir í Stefnir fimmtudag og föstudag. Bílstöðvarnar verða lokaðar írá kl. 19 á laugardag tií kl. 13 á sunnudag og enginn akstur framkvæmdur á því tímabili. STJÓRNIN. tir eigin efnum og tillögðum efnum. Saumalaun og tillegg á jakka og buxur kr. 455.00. Verð á jakka og buxum úr cheviot frá kr. 750.00 og gabardine frá kr. 877.50. - Athugið verð og gæði efnanna áður en þér gerið kaup annars staðar. Virðingarfyllst Saumastofa GEFJUNAR Húsi K. E. A. Atvinnuleysisskráning Hin árlega atvinnuleysisskráning í Akureyrarkaup- stað fer fram dagana 11. til 16. febrúar n. k. í skrif- stofu bæjarstjóra, frá kl. 2—5 e. h. Er allir atvinnulausir menn á Akureyri minntir á að mæta til skráningar á umræddu tímabili. Bæjarstjóri. Laus staða Samkvæmt samþykkt Bæjarstjórnar Akureyrar þann 5. febrúar s.l. auglýsist hér með að nýju staða .bæjarverkstjóra laus til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu bæjarstjóra fyrir 25. þ. m. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.