Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 1
12 SlÐUR í*eir, sem eiga eftir að koma samskotafé til sjúkrahússins, geta lagt það inn á afgreiðslu Dags. AGUR Kaupsýslu- og iðnaðarmenn! Fleiri Akureyringar og Ey- firðingar lesa auglýsingar í Dcgi en í nokkru öðru blaði- XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 2. apríl 1952 14. tbl. Á leiksviðinu á laugardagskvöldið var Myndin er úr leikbúsi bæiarins sl. laugardagskvöld. Frumsýningu sjónleiksins „Ævisagan“ eftir Samuel Bebrman var lokið, leikstjór- inn, Ágúst Kvaran, er liyllíur af áhorfendum, Iítil stúlka færir hon- um blóm (t. v.), Á miðri myndinni er frú Björg Baldvinsdóttir, í hlutverkr Marion Froude, með blómvönd í fanginu. Aðrir leikendur, sem sjást á myndinni eru :Þórir Guðjónsson, Vignir Guðmundsson, Sigurður Kristjánsson, Guðmundur Gunnarsson og Áki Eiríksson. Kommúnisfðr hefja „hreinsun r i Ætla þeir að stoína til sams konar aðgerða í Sjómannafélaginu? Nýiega mun 18 mönnum á Ak- ureyri hafa borizt bréf frá for- manni Verkamannafélags Akur- eyrarkaupstaðar, þar sein þeiin er tilkynnt að þeir liafi framvegis aðeins tillögurétt og málfrelsi í félaginu en ekki atkvæðisrétt. Bréfið. Bréfið er svohljóðandi: ,,Á fundi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar þann 24. febr. var samþykkt samkv. till. þar til kjörinnar nefndar að setja alla þá félaga á aukaskrá sem ekki hefðu unnið verkamanna- vinnu í 1 ár eða lenghr og ekki hefðu sannanlegra hagsmuna að gæta að vera í verkalýðsfélagi. Saiukomuhús verkalýðs- félaganna við Lundarg. tekið í notkun Samkomuhús það, sem verka- lýðsfélögin hafa komið sér upp við Lundargölu (áður þvottahús- ið þar) er nú fullgert og tekið. í notkun. Er húsið hið vistlegasta. Rúmar salurinn um 150 manns við borð á samkomum. — Hefur húsið verið búið góðum húsgögn- um frá Hefli s.f. hér í bre. Auk þess sem verkalýðsfé'.ögin m'inu nota húsið fyrir starfsemi sína, verður það leigt til fundahalda og skemmtana. Húsvörður er Bald- ur Svanlaugsson. Sömuleiðis að þeir sem unnið hefðu í iðnaði jafnlangan tíma, verði nú þegar yfirfærðir í við- komandi félag. Það skal tekið fram að sam- kvæmt lögum er réttur aukafé- laga aðeins tillöguréttur og mál- frelsi, hins vegar ber þeim að greiða fullt gjald til félagsins. Samkv. ofanrituðu hefur því nafn þitt verið sett á aukaskrá." Úrskurð þennan um hina 18 menn munu kommúnistar hafa fengið samþykktan með 8—12 at- kvæðum á félagsfundi. í félaginu eru nokkur hundruð menn. — Kunnugir benda á, að eftir sitji í félaginu ýmsir menn, sem ekki vinna verkamannavinnu, en samt hafa ekki fengið slíkt bréf. Mun kommúnistum þykja meira hald í þeim. Munu þar t. d. vera a. m. k. tveir bílstjórar, afhendingar- maður, afgreiðslumaður í búð, starfsmaður hjá rafveitunni, múr ararlærlingur og einhverjir fleiri slíkir. Verður „hreinsuu“ í Sjómannafélaginu? En úr bví að kommúnistar hafa byrjað á slíkum hreingerningum í stéttarfélögum þeim, er þeir ráða, vaknar sú spurning, hvort hún muni ná til Sjómannafélags- ins hér. Eru ekki ýmsir ráðandi þar, sem ekki hafa stundað sjó- mennsku „1 ár eða lengur“? Skaflinn á Vaðlaheiðarbrún er eina hindrunin * á landleiðinni Akureyri-Húsa ví k Þörf á saiiieigiiilegu átaki sýslu- og bæjarfélaga M.s. Skildi verður varla bjargað Mótorbáturinn Skjöldur frá Siglufirði strandaði í dimmviðri í Breiðuvík austan Þorgeirsfjarðar aðfaranótt sunnudagsins. Skip- verjar komust allir á land ómeidd ir í skipbrotsmannaskýlið í Þor- geirsfirði. Sótti m.s. Súlan þá þangað og flutti heim. Skipsmenn á Milly og Drang hafa athugað um björgun Skjaldar, en hún er talin vonlítil. Skipið er brotið og aðstaða til björgunar mjög erfið. Þarna eru boðar fyrir landi og alda þung, því að var er ekkert. Unnið er að því að ná ýmsum lausum munum úr bátnum. — Skjöldur var á togveiðum. Skemmið ekki Eiðsvöllinn! Gai'ðyrkjuráðunautur bæjarins hefur beðið Dag að brýna fyrir fólki, að ganga alls ekki um Eiðs- völlinn nema eftir gangstígunum. í vellinum liggur þegar mikil vinna, sem fer að meira eða minna leyti forgörðum, ef fólk öslar um völlinn utan stíga. Eru foreldrar sérstaklega beðnir að brýna þetta fyrir börnum og unglingum á heimilunum og benda þeim á að taka höndum saman við fullorðna fólkið um að varðveita Eiðsvöllinn sem feg- ui'stan. Frá firmakeppni Bridgefélagsins Annarri umferð í keppninni lauk á sunnudaginn og eru þá 16 neðstu firmun fallin út úr keppn- inni, en þau 32, sem eftir eru, spila næstk. föstudagskvöld kl. 7.45 í L óni. Að þeirri umferð lokinni falla niður 16, err þau 16, sem eftir verða, spila til úrslita. að forfallalausu næstk. sunnudag kl. 1 e. h. Eftir tvær umferðir standa leikar svo: 1. Litla bílastöðin (Ármann Helgason spilar) 116. — 2. Nýja Kjötbúðin (Þórir Leifsson spilar) 104. — 3. Nýja-Bíó (Stefán Guð- johnsen spilar) 102. — 4.—5. Kaffibr. Akurcyrar (Jóhann Snorrason spilar) 101. — 4.—5. Þórshamar h.f. (Ragnar Skjóldal spilar) 101. — 6. Bifreiðastöð Ak. (Þórður Björnsson spilar) 100. Sú staðreynd, að aðaiþjóðveg- urinn í milli Eyjafjarðar og Þing- eyjarsýslu, liggur í gegnum mestu snjóakistu Vaðlaheiðarinnar, er nú í dag eini þröskuldurinn sem er á greiðu akfæri í milli Akur- eyrar og Húsavíkur. Um gjörvalla Suður-Þingeyj- arsýslu er gott akfæri. Jafnvel yfir Fljótsheiði og' Mývatnsheiði. En skaflinn í Vaðlaheiðarbrún fyrirbyggir eðlilegar samgöngur milli Eyfirðinga og Þingeyinga, til stórtjóns fyrir bæði héruðin. Mun það nú samdóma álit flestra Þing- eyinga og Eyfirðinga, að við svo búið megi ekki standa. Það er eðlilega krafa, að í slíku ágætis tiðarfari, sem ríkt hefur síðustu vikurnar, sé Vaðlaheiðar- vegur opnaður af vegamála- stjórninni og honum sé haldið opnum. En tiL þessa aags hefur lítið sem ekkert verið gert til þess. Hindrunin í heiðarbrúninni er látin standa og loka samgöngu- leiðinni. Er hér allt önnur og fjandsamlegri stefna við hags- munamál fjölmennra byggðarlaga en uppi erhjá vegamálastjórninni sunnanlands. Málefni fyrir bæjarstjómir og sýslunefndir. Þetta er málefni, sem bæjar- stjómirnar í Húsavík og Akur- eyri, og sýslunefndir Eyfirðinga og Suður-Þingeyinga geta ekki látið hjá líða að taka fyrir, eins og áður hefur verið bent á hér í blaðinu. Þessir aðilar þurfa að taka höndum saman og hrinda þeirri aðgerðarleysis- og stöðv- unarstefnu, sem ríkir í þessurri samgöngumálum í milli hérað- Sýslufundi lýkur á morgun. Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu hófst hér í bænum í sl. viku og mun væntanlega ljúka á morgun. Ýmis hagsmunamál sýslunnar hafa verið til umræðu og úr- lausnar á fundinum. Verður væntanlega sagt nánar frá fund- inum í næsta blaði. Huiidrað menn á fundi um atvinnumál Ýmis féiög í bænum boðuðu til almenns fundar um atvinnumál sl. sunnudag og var fundurinn haldinn í hinu nýja húsi verka- lýðsfélaganna við Lundargötu. — Enda þótt nokkur helztu laun- þegafélög bæjarins stæðu að nafninu til að fundarboðinu, komu ekki nema um 100 manns á fundinn. Ber fundarsóknin ekki vott um að menn hafi búizt við miklu af fundarhaldinu, enda munu kommúnistar hafa verið fyrirferðarmestir af fundarboð- endum. Frummælendur voru nokkrir forvígismennkommúnista og að auki Albert Sölvason vél- smiður, sem flutti skynsamlega ræðu. Nokkrir fundarmenn tóku til máls að framsöguræðum lokn- um og samþykktai' voru nokkrar tillögur, sem sendar voru bæjar- stjórn. anna. Þeir þurfa að krefjast þess að ekki sé lakar búið að sam- gönguleiðinni um Vaðlaheiði í öllu sæmilegu tíðarfari en öðrum sambærilegum fjallvegum. Þeir þurfa að krefjast þess, að unnið sé að því að koma þjóðleiðinni burtu úr mestu snjóakistu heiðarinnar, og þeir þurfa að hafa forgöngu um athugun á bættum samgöng- um á sjó í milli lcaupstaðanna tveggja. Ef þessir aðilar sækja málið sameiginlega eru miklar líkur til þess að eitthvað verði gert til úrbóta. Togararnir hætta veiðum fyrir Bretlands- inarkað Togararnir Svalbakur og Harð- bakur búast nú á saltfiskveiðar og fara ekki fleiri söluferðir til Bretlands að sinni. Eru skipin bæði í höfn hér. Kaldbakur er á útleið með fiskfarm. Jörundur veiðir fyrir frystihús á Vestfjörð- Góður fjárhagur Rauða krossins Aðalfundur Akureyrardeildar Rauðaiu-oss íslands var nýlega haldinn. Samkvæmt skýrslu gjaldkerans, Páls Sig'urgeirsson- ar kaupmanns, voru tekjur á sl. ári samtals kr. 15.476.36 og skuld- laus eign um óramót 122.710.00. Félagsmenn voru 478 talsins. — Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Guðm. Karl Pétursson yf- irlæknir formaður, Jóhann Þor- kelsson héraðslæknir varaform., séra Pétur Sigurgeirsson ritari, Páll Sigurgeirsson kaupmaður gjaldkeri, og meðstjórnendur Jakob Frímannsson kaupfélags- stjóri, Stefán Árnason framkv.stj. og Kristján Kristjánsson forstj. Aðalfundur Framsóknarfélagsins Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyri verður haldinn að Hótel KEA annað kvöld og hefst kl. 8.30. Þar fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Kjör- ið verður í fulltrúaráð Fram- sóknarfélaganna. Þess er vænst að félagsmenn fjölmenni á að- alfundirin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.