Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 02.04.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 2. apríl 1952 D A G U R 7 Leikfélag Ákureyrar: „Ævisapan" eftir Behrman Frumsýning síðastliðið laugardagskvöld „Ævisagan", sjónleikurinn eftir ameríska skáldið Samuel N. Behrman, sem Lcikíélag Akur- eyrar frumsýndi sl. laugardags- kvöld, hefur m. a. þann kost, að vera óþekktur hér. Leikhúsgestir fara í leikhúsið með þá tilfinningu í brjóstinu, að þeir muni þar sjá eitthvað nýtt og skemmtilegt. Þessi tilfinning er mikils virði fyrir allt leikhús- lífið. Eftirvæntingin heldur áhuga leikhúsgestanna lifandi. Hún léttlr leikendunum starf þeirra og lyftir undir „stemninguna“. Og hún örvar aðsóknina að leikhús- inu. Stundum hefur mér virzt leikritaval félagsins stofna þess- ari nauðsynlegu uppöi'vun í nokkra tvísýnu. Uppvakningar að sunnan, frá senunni í Iðnó og úr útvarpinu, geta verið góðir í sjálfu sér, en það er af þeim nýja brumið og aðdráttaraflið er stundum minna en aeskilegt er. Þetta hefur leikfélagið stundum fengið að reyna. En þá er að taka upp aðrar aðferðir og það er nú reynt Hér teflir félagið fram ókunnum höfundi og óþekktum leik. Eg tel að slOít „púst utan úr veröldinni" sé nauðsynlegt fyrir heilbrigði leikhússlífsins og hvert gott leikfélag eigi jafnan að hafa slíkar nýjungar á boðstólum með því, sem eldra er og reyndara. Kannske á félagið líka eftir að sannreyna það,: að þetta viðhorf er ekki aðeins til andlegrar holl- ustu heldur ei' það líka góður „business“. — Sunn- lenzku leikfélögin, sem hafa tekið hverja'nýjungina af annarri til sýninga, hafa lifað þessa reynslu. Hjá þeim virðist alltaf vera fullt hús. -A. Ævisaga Behrmans er í þeim flokki leikbókmennta, sem Bretar kalla „comedy of manners". Slíkt form hentar vel snjöllum, hug- myndaríkum og þó umfram allt dálítið háðskum höfundum. Hið hraða, leiftrandi og hnyttna til- svar er salt slíks sjónleiks. Stór- brotnir atburðir gerast sjaldnast á sviðinu, en samskipti mann- gerðanna, sem höfundarnir tína fram á taflborðið,vei'ða nægilegur efniviður til þess að viðhalda áhuga áhorfandans og láta hann finna að þessi samskipti upp- Ijóma lífið utan leikhússveggj- anna. Meistarar þessara sjónleika austan Atlantshafsins eru t. d. Priestley og Somerset Maúg- ham. Samuel Behrman er einn í hópnum vestan hafsins. Þessir menn eru ekki aðeins snjallir höfundar, heldur líka ágætir leik- húsmenn og jafnvel leikstjórar, t. d. Behrman og Priestley. Leik- sviðshæfni leikritanna vottar kunnáttu þein-a. Handbragð kunnáttumannanna leynir sér sjaldnast. „Ævisaga“ Behrmans hefur orðið vinsæl og víða verið sýnd eða leikin í útvarp, t. d. í brezka útvarpið á sl. ári. Leikurinn er góður fulltrúi þessara leikbók- mennta, ekki stórbrotinn, en skemmtilegur og ekki ádeila eða prédikun, heldur ofurlítil ljós- mynd úr lífi samtíðarinnar. Efni- viðurinn — hégóminn, yfirdreps- skapurinn, hræsnin, hneykslunin — er alþjóðlegur. Áhorfandinn getur staðfært leikinn heim til sín, án þess að velta nokkru úr skorðum. Maklegt er að leikur- inn verði einnig vinsæll hér, enda virtust frumsýningargestir skemmta sér ágætlega. En hér er höfundurinn að sjálf- sögðu ekki einn að verki. Upp- færzla leiksins er mjög vel af hendi leyst af Ágúst Kvaran. — Leiksviðið er nýstárlegt á að horfa hér um slóðir, og að mín- um dómi er það smekkleg og Björg Baldvinsdóttir sem Marion Froude. skemmtileg umgerð leiksins sjálfs. Leikendur skiluðu hlut verkum sínum vel og súmir ágæt- lega. Sýningin gekk hi-att og árekstralaust yfir. sviðið. Á þessu öllu er handbragð hins smekk- vísa leikhússmanns og vandvirka leikstjóra. ' Sigurður Kristjánsson þýddi leikinn á gott og lipurt mælt mál, og á hann þakkir skildár fyrir það verk. í þessum leik er hlutverk ævisöguhöfundarins stærst. — Marion Froude hefur frá mörgu að segja og sums staðar kemst ævisagan hennar í snertingu við ævisögur frægra manna. Slíkt getur verið forvitnilegt fyr- ir áhorfendur, en miður þægilegt fyrir hið fræga fólk að ljósi sé brugðið að fortíð þess. í kringum þetta spinnur höfundur haglegan söguþráð. — Frú Björg Baldvinsdóttir leikur þarna sitt stærsta — og að mínum dómi bezta — hlutverk. í þetta hlutverk þarf ekki aðeins fallega og aðlaðandi persónu heldur líka mikla leikarahæfileika. Frúin er lengst af á sviðinu, umhverfis hana gerast atburðirnir, um hana snúast hinar persónurnar eins og stjöi'nur f kringum sól. Ef þetta hlutverk bregzt, fellur leikurinn. En englr slíkir atburðir gerast. Frúin stenzt prófið með prýði, dálítið óviss kannske í fyrsta þættínum, en úr því örugg og vex við hverja raun. Frammistaða hennar í þessu hlutverki, er eins góð og framast mátti vænta hér á okkar litla leiksviði. Annað veigamesta hlutverk leiksins er Richard Kurt blaða- maður, sem Vignir Guðnumdsson leikur. Þetta er maðurinn, sem á hugmyndina að ævisögunni og hefur í senn viljakraft og dugnað til þess að koma fyrirætlun sinni á laggirnar. En þegar þangað er komið, gerist fleira en hann hafði rennt grun í. Kurt er á ytra borðinu einn af hinum „harð- soðnu“ amerísku blaðamönnum, en hann er ekki kærulaus. Hann er hrjúfur á ytra borðinu og harður í skallann, þegar hann mætir þeirri manntegund, sem hann fyrirlítur. Enda verða það ekki þeir, sem brjóta vilja hans á bak aftur, heldur eru þar að verki önnur og mildari öfl. Vignir Guð- mundsson kemur skemmtilega á óvart í þessu veigamikla hlut- verki. Honum tekst vel að sýna þessa beisklunduðu og harðgerðu persónu, og framsögnin er stund- um ágæt. Vignir er heima á svið- inu, leikur hans er blátt áfram og eðlilegur, sterkari samt í stríði en ástaratlotum. — Guðmundur Gunnarsson leikur Leander Nol- an, tilvonandi þingmann, fyrrver- andi unnusta Marion. Þetta er maðurinn, sem óttast ævisöguna og sér kjörfylgið í Tennessee gufa upp fyrir vitneskjuna um sam- band hans við hið léttúðuga orð- spdr Marion Froude. Guðmundur er traustur leikari og sýning hans á þessum Babbitt einkennist af því. Þetta er líklegasta þing- mannsefni af útliti og látbragði að dæma, en lakar virðist manni hann henta sem unnusti ungrar og fallegrar stúlku, en engin fjar- stæða er slíkt samt, síður en svo. Sigurður Kristjánsson leikur tónskáldið frá Vín, gamlan vin og félaga frá gömlu álfunni, mann, sem Marion sækir traust til og hænist jafnan að. Eg varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum af Sig urði í* þessu hlutverki. Má hið hláturmilda og lífsglaða Vínar- skáld ekki vera aðsópsmeira, hressilegra og djarflegra? Og svo er þetta nútímaleikur og langt síðan Jóhann Strauss leið og sú klæðatízka, sem þá var í gildi. Minnie, þernu Marion, leikur frú Sigríður P. Jónsdóttir. Þetta er fremur lítið hlutverk, en dá- lítið spaugilegt, og verður nokk uð úr því í höndum frúarinnar. En þessi blakka þerna minnir e t. v. fullmikið á stallsystur sjónleik, sem hér var sýnd- ur á síðastl. ári. — Blaðaútgef- andann frá Tennessee leikur Þórir Guðjónsson, er það hressi legur karl, og hressilega sýndur af Þóri. Slade dóttur hans leikur frú Alda Bjarnadóttir. Er hún nýliði á sviðinu hér, fellur vel í hlutverkið, er falleg stúlka að horfa á, en ekki orðin lelkkona ennþá. Loks leikur Áki Eiríksson kvikmjmdaleikara — hálfgerða Erroll Flynn-typu og leikur Áki myndarlega og fellúr vel inn hlutverkið. Leiktjöldin málaði Haukur Stefánsson, ljósameistari erYngvi Hjörleifsson og leiksviðsstjóri Oddur-Jírisljánsson. Leikhússgestir klöppuðu leik- stjóra og leikendum óspart lof í lófa og bárust leikstjóra og aðal leikanda blómvendir. Fljúgandi teketili, diskur ogkanna valda verkfalli við íslenzkan togara í Grimsby „Fishing News“ deilir á verkalýðsfélagið fyrir afstöðu þess Í.Fishhig News 8. f. ín. er for- síðugrein um atburð, er gerðist í Grimsby fiinmtudaginn í vikunni áður, er verið var að landa fiski úr togaranum Svalbak héðan frá Akureyri. Segir í blaðinu, að „dískur, kanna og. alúminíum téketill" hafi komið fljúgandi út um glugga á stýrishúsinu.og hafi ket- illinri lerit í höfðinu á Mr. Arthur HowelJ, Grimsby, en hann var einn af „lempurum" þeim, er unnu að losun togarans. Ho\yelI var fluttUr á spítala, og þar var áverki hans saumaður s.arimn, en síðan fékk hann leyfi til að fara heim til sín. En lempararnir 105, sem eftir voru á bryggjunni, gerðu verkfall, heimtuðu • að skipsrriaður sá, er að flugferð ket- ilsips væri .valdur,. yrði, fluttur á land og hlyti refsingu. Varð skip- stj. við þeirri kröfu, og viðkom- andi var fýlgt í land áf lögi'egl- unni, segir blaðið. Um 2300 kit voru eftir í skipinu. Lempara.rnir hófu nú að krefjast greiðslu fyrir tapaðan tíma. KonsúIIinn skerst í málið. Ræðismaður fslands í Grimsby, Þórarinp Olgeirsson, skarst rnálið, w og var nú.samþykkt að greiða; þpini ,2, klst., yf iry inpyjtípa fýrír: þá ldst.,. sep. farin var, íqr- þeirra með því, að þeh' tækju þessu boði. En eftir að mennirnir höfðu vigtað upp fiskinn, sem kominn var á bryggjuna, hættu þeir vinnu. Síðar sama dag var Howell beðinn afsök. á atburði þessum svo og verkalýðsfélagið. Var því yfirlýst, að Mr. Howell mundi fá bætur greiddar fyrir meiðsli sín. Um miðnætti hófu lempararnir vinnu aftur-við skip- ið, vafalaust fyrir eftirvinnu- kaup, segir Fishing News. Deilt á verklýðsfélagið. Blaðið bætir við frá eigin brjósti; „Engum þykir skemmti- legt að fá skurð á höfuðið af völd- um fljúgandi teketils — enda þótt úr almúiníum sé — og vér finn- um innilega til með Mr. Howell. En var nauðsyn fyrir lemparana að hætta vinnu? Menn verða að halda uppi virðingu verkamanns- ins. En stöðvunin hélt engu.uppi. Hún var sérlega ósmekkleg eins og athöfn mannsins, sem fleygði tekatlinum út um gluggann — og hana er erfiðara að afsaka. Það var að minnsta kosti tilviljun, að hann hitti.“ Dagur spurði nýlega forstjóra togaraútgerðarinnar hér um þessa sögu, en honum hafði þá engin skýrsla borizt um þetta at- görðúrri. • LL Máelti ...verklýðsfélag vik. ÝMISLEGT FRÁ BÆJARSTJÓRN BÆJARSTJÓRN hefur }agt til að eftirtaldir menn verði skipaðir í sjó- og verzlunardóm tU næstu 4 ára: Benedikt Steingrímsson, fyrrv. hafnarvörður, Gísli Eyland, fyrrv. skipstjóri, Kristján Árnason, kaupm.,‘dr. Kristinn Guðmundsson, skattstjóri, Guðmundur Jör- undsson, útgerðarmað.ur,. Þorsteinn Stefánsson, hafnarvörður, Erl. Friðjónsson, fyrrv.. kaupfélagsstj., Bragi Eiríksson, framkv.stj., Gísli Konráðsson,.. framk,v,stj,„. Indriði Helgason, rafvirkjam., Tryggvi Hallgrímssön, skjpstj., Albert Sölvason, vélsm. — Bæjarstjóra hefur erin verið falið að ræða við atvinnumálaráðherra og síldarútvegs- riefnd um rekstur tunnuverksmiðjunnar hér. — Bæjarstjórn hefur skorað, á ríkisstjórnina að framfylgja hið allra fyrsta vilja Alþingis úm jöfnuriarverð á olíum og benzíni. HALLDÓR FRIÐJÓNSSON, fyrrv. vinnumiðlunarskrifstofustjóri, hefur fengið 1000 kr. styrk til þess að koma upp ráðningarskrifstofu í bænurrí. — Bæjarráð hefur falið Ásgeiri Markússyni, bæjarverk- fræðingi, að fara til Reykjavíkur til þess að „fylgjast þar með þessum umsóknum“ (smáíbúðabeiðnum) og ganga frá skipulagningu smá- íbúðahverfisins. KVIKMYNDAHÚS bæjarins hafa neitað að greiða bæjarsjóði sætagjöld fyrír árið 1951 og telja þau ranglega á lögð. Lög um heim- ild til innheimtu slíkra gjalda eru frá janúar 1952. Bæjarráð frestaði nýlega ákvörðun um, hvöl't bærinn skuli notfæra sér ákvæði laga þessara um sætagjöld. Bæjarfógeti hefur tilkynnt bæjarstjóm — í tilefni af erindi um að lögreglan annist manntal í bænum og spjaldskrárfærzlu — að'hann geti ekki fyrirskipað lögregluþjónum að framkvæma verk þetta, en hins vegar muni þeir fáanlegir til þess að vinna verkið í aukávinnu gegn sérstakri þóknun. — 51 hafa sótt um lóðir .íyvjr smáíbúðir og hefur verið samþykkt að láta lóðirnar í fyrirhuguðu hvérlí Við Hamarsstíg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.