Dagur - 02.04.1952, Page 10

Dagur - 02.04.1952, Page 10
10 DÍIGUB Miðvikudaginn 2. apríl 1952 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni 27. DAGUR. (Framhald). Faith svaraði, heldur þurrlega: „Þér sjáið mig hér núna.“ Konan hló, og hláturinn var í samræmi við yndisþokka hennar, hann var léttur ,bjartur og virtist koma frá hjartanu. Faith létti, hún gerði það, sem henni datt næst í hug, án þess að íhuga það nánar. Hún rétti kon- unni höndina, hugsaði sem svo: Þetta er vinur og nú er vina þörf. Hún sagði: „Við skulum koma hér inn,“ og benti á Saddlers veit- ingahús. Það skipti nú engu máli, þótt hún gengi þar beint á fund Rósu Silvernail. Ottinn skipaði ekki lengur efsta sess í huga hennar. Henni fannst sem vinátta og hlýja streymdi til hennar frá þessari konu. —o— Þær gengu inn í lítið herbergi áfast við aðalveitingasalinn. Það herbergi gekk undir nafninu Dyngja. Þar sátu konur löngum. Þegar Rósa birtist í dyrunum, lét konan kápuna sína falla af herð- unum á stólbakið: „Áttu nokkuð eftir af koníakkinu hans pabba, Rósa?“ spurði hún. „Já, að minnsta kosti tvær og hálfa flösku.“ „Komdu þá með eina flösku og tvö glös.“ „Eins og þú vilt, Eva,“ svaraði Rósa. Faith horfði á eftir Rósu, og eitt andartak greip óttinn hana aftur. Hún horfði þögul og at- hugul á, er Eva hellti í glösin þeirra. „Eg heiti Eva Larch,“ sagði hún. ,,Eg ætti að vera búin að kynna mig fyrir löngu. En hér í Ármóti vill það stundum gleym- ast. Maður heldur alltaf að allir þekki mann ,og raunar þekkj- umst við öll víst heldur vel.“ Hún leit upp og horfði beint í andlit Faith. Það vottaði fyrir spurningu í augnaráðinu. En hún sagði ekki meira, ýtti glasinu til Faith. „Pabbi kom hér oft,“ hélt hún svo áfram. „Hann kunni vel við andrúmsloftið hjá Saddlers, en hann var ekki eins hrifinn af vín- kjallaranum þein-a hér. Hann lét Rósu því hafa sérstakar tegundir handa sér. Og þaðan kemur koníakkið. Og eg segi ekki að það hafi ekki komið sér vel stundum. — Jæja, eigum við að drekka skál fyrir þeim mætti. sem leyfir okkur að sjá okkur sjálf í því ljósi, sem aðrir sjá okkur í? En það er þetta, sem hefur hent okkur hér í Ármóti, og fæstir reyndust menn til þess að taka því.“ Þegar Stafford kom út úr lyft- unni, hljóp hann beint í fangið á Barclay Hampton. Hampton tók utan um handlegginn á honum og dró hann með sér inn í kaffistof- una. „Það var svei mér gott að rek- ast svona á þig. Eg var einmitt á leiðinni til þess að finna þig.“ „Mig?“. „Já. Ættum við ekki að skreppa upp að Ármóti?" „Tvo kaffi, takk — að Ármóti? Því ekki það?“ En Stafford hugsaði meira en hann sagði. Hér hef eg í töskunni nokkuð skrítið karl minn, sem Faith Goodbind mun þykja fróð- legt að sjá. Aldrei gætir þú gizk- að á, hvað það er. Og eg er ferð- búinn, á stundinni! „Þ,ú gætir komið rpeð mér í bílnum,“ hélt Stafford áfram. „Já, eg gæti það. Jú, eg er til með áð skreppa. Þú getur komið við heima hjá.piér eftir svo sem klukkutíma." Hampton drákk- • kaffið • Sift, kva'ddi óg~'fóf;"'én‘ Stáfförd sat kyrr. Hann hörfði á eftir honum. Eg'þöri !að veðja, hugsaði hann, að Hampton ér i-étt kominn frá Ái-móti og hann kom hingað bara til þess að sækja mig, biðja mig að koma upp eftir! Það er eitthvað að gérast þarna efra. Annað tveggja eitthvað skemmtilegt, svo að hann vill hafa áhorfanda að því er Barclay Hampton upp- götvar það og sýnir heiminum, eða eitthvað leiðinlegt og þá vill hann hafa einhvern með, sem getur borið ábyrgðina. En hvað sem þessu leið, hann hlakkaði sannarlega til þess að skreppa að Ármóti með Hampton. —o— Amos Tucker stóð við barinn hjá Saddlers þegar hann heyrði rödd Faith. Hann stóð grafkyrr, leit ekki í áttina til hennar nærri því strax. Hann lét glasið sitt á borðið, en fingurnir voru enn krepptir utan um það. Aðeins röddin hennar, hugsaði hann, að- eins það og ekki meira. Eftir nokkra stund færði hann sig til á barnum svo að hann horfði í átt til*hennar án þess að á því bæri. Og nú gat hann séð hana.... Vikur voru liðnar síðan síðast. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir því, hversu hann þráði hana fyrr en nú, er hann sá hana álengdar. Loksins sneri hann sér undan og horfði ofan í glasið sitt. „Viltu annað glas?“ spurði Rósa. „Já, takk.“ Glasið hans var fullt aftur, en þótt Rósa væri búin að hella það fullt, færði hún sig ekki, heldur stóð þar. Hann leit upp og eitt- hvað af tilíinningum hans hlýtur að hafa speglast í svip hans. „Æ, því fér hún ekki — bara eitthvað burtu, svo að við þurfum ekki að horfa á liana,“ og það var meira örvæntingarhljóð í orðun- um en reiðihljóð í þessum orðum. „Hún getur það ekki. Ef hún verður hrakin héðan, verður. . .“ Iiann þagnaði. Hann minntist þess,'sem hún hafði sagt um þá öryggistilfinningu, sem þessi fasti sama staður veitti. „Hún hefur aldrei átt annað heimili. Hún hefur ekki að neinu að hverfa,“ sagði hann svo. „Aldrei annað en hússkriflið að tarna?“ „Já, aldrei annað.“ „Nú er eg hissa. Það eru varla frumstæðustu þægindi í þessu húsi. Hún getur varla átt til góðra að telja.“ „Það veltur á því, hvað þú kall- ar gott fólk. Faðir hennar var farandpredikari.“ „Nú já, einn af þeim. Átti eg ekki á von.“ Hann leit aftur á hana. Röddin lýsti í senn fyrirlitningu og tauga æsingi. Þetta var allt og sumt, sem þurfti ,hugsaði hann, aðeins fáeinir molar, fáar og strjálar upplýsingar. Ef þessir molar hefðu hrotið af borðum fyrr, hefði öllum vandræðunum lík- lega verið afstýrt. „Faðir hennar er látinn fyrir mörgum árum,“ sagði hann. (Frámhald). KYR óskast til kaups. Einungis ungar og góðar kýr konra til greina. Vilhj. Jóhannesson, Litla-Hóli. Við smíðum trúlofunarhringana fyrir ykkur. Sigtryggur & Eyjólfur gullmiðir, Skipagötu 8. Vantar nokkra hesta af góðri töðu. Þeir, er vilja og geta selt, tali sem fyrst við Halldór Asgeirsson, K. E. A. Til leigu næstkomandi sumar túnið á Ytri-Kotum í Norðurár- dal, Skagafjarðarsýslu, Tilboðum sé skilað til und- irritaðs, sem gefur nánari upplýsingar, fyrir 30. maí. Magnús Magnússon, Þrastarhóli. Símst. Möðruvellir. Axel Kristjánsson h.f. Bóka- og ritfangaverzlun. Vald. V. Snævarr: JOg Tjarnarkirkja í Svarfaðardal sextug m (Xoklýri,r;þoé:Újr úr sögu hennar) !>jí 'tasj •ifignlnnim lit rntdöri 'Uöb'lfió S ' .-ut ?>:rtoI Aiígvi. þin séia oþiri yfir þessu húsi dag og nótt, yfir þeim "stað, cr þú héfir sagt um: Þar shal nafn mitt búa. (I. Kon. 8, 29). Tjart>mrsla&ur í .Svarfaðardal er vestanmegin í dalnum, eins ogTIpsir. 'Milli þessara staða eru 5—6 km. Á báðum stöðunmn sátu þrestar all-lengi. Var vesturbyggðin þannig tvö prestáköll frám að 1859, en þá var Upsakall sameinað Tjárnarprestakani (sjá könungsbréf 16. maí 1849 og 20. júlí 185f), Urðir yirðast liins vegar jafnan hafa verið annexía frá Tjiirn, líklega allt frá því, að þar vár fyrst kirkja reist. Tjárnarkirkja var helguð „auk Guði, Maríu drottningu, Mikaélt, Jóni baptista og Andreasi postnla,“ en Urðakirkja „Maríu og Andreasi postula“. Samkvæmt „Prestatali og prófasta á íslandi“ eftir séra Svein Níelsson, prest og prófast að Staðarstað, virðist sem Upsir ltafi fyrr orðið prestssetur en Tjörn, — því að um prest að Tjörn er ekki getið fyrr en um 1300, en á Upsttm situr Guðmundur góði Arason, síðar biskup á Hólum, þegar 1196. Líklegt virðist þó, að fyrr kunni prestur að hafa setið þar, þó að heimildir fyrir því séu ekki lengur til, og ekkert verði um það fullyrt. Á Tjarnarstað liafa setið a. m. k. 7 prestar í kaþólskum sið og 19 lútherskir. Síðasti presturinn, sem þar sat, var séra Kristján Eldjárn Þórarinsson. Þegar hann fékk lausn frá embætti, 26. niaí 1917, var hið forna Tjarnarprestakall sameinað Vallaprestakalli í jramhvcemdinni og algerlega við síðustu prestaskipti á Völlum. Þar með.voru þá þrjú gömlu' 'köllin í dalnum salneinuð í eitt préstakall ásamt Stærra-Árskógi. ef Tagður var undir Velli 1884. Þjónaði nú- verandi Vallaprestur þannig fjórum hinna gömlu kalla vest- an fjarðarins, þar til nú, er kallinu er með lögum skipt í tvö prestaköll. Síðasti Tjarnarpresturinn, séra Kristján Eldjárn, fæddist að Ytri-Bægisá á Þelamörk 31. mai 1843. Foreldrar hans voru hjónin: séra Þórarinn, síðar prófastur í Vatnsfirði í Isa- fjarðarprófastsdæmi (f. 8. júlí 1816, d. 10. sept. 1883), Krist- jánsson, Þorsteinssonar, síðast prests á Völlum (f. ,14. febr. 1780, d. 7. júlí 1859), — og Ingibjörg Helgadóttir (f. 23. okt. 1817, d. 6. ág/4896) eldra í Vogi á Mýrum (f.'9. júlí 1783, d. 15. des. 1851)v Vaf Helgi, faðir hennar, hirin 'mesti merkis- maður. Að s'éra Kristjáni stóðu þannig merkir ættstoTnar. Séra Kristján ólst að mestu upp hjá afasínum.og riafna, séfa Kristjáni Þöi'steinssyni á Völlum, til fermingaraldurs. Stúdentspröfi lauk harin í Reykjavík 30. júlí 1869 og kandí- datsprófi í guðfræði frá Prestaskólanum þar 24. ágúst 1871. Hinn 26. s. m. var honum veittur Staður í Grindavík ásamt Vogsós.um, og vígðist hann þangað 27. s. m. Því kalli þjón- aði hann í sjö ár. Hinn 25. júní 1878 fékk hann veitingu fyrir Tjarnarstað í Svarfaðardal og hélt þann stað, þar til liann fékk lausn frá embætti 26. maí 1917, eins og áður er sagt. — Hann andaðist að Tjörn 16. sept. 1917. Séra Kristján var ókvæntur maður, er liann gerðist prestur að Tjörn. En 6. sept. 1881 giftist hann ungfrú Petrínu Soffíu Hjörleifsdóttur (f. 29. marz 1850, d. 9. marz 1916), prests á Völlum (f. 31. maí 1807, d. 26. okt. 1887), Guttorms- sonar og konu hans, frú Guðlaugar Björnsdóttur (f. 6. júlí 1813, d. 26. okt. 1875). Reyndist frú Petrína honum hin á- gætasta eiginkona. Henni er svo lýst, að hún hafi verið með- alkona á vöxt, ljóshærð og björt yfirlitum, fríðleikskona, létt í máli, glaðlynd og góðlynd, góðgjörn og einkarvinsæl. Hún var fremur heilsuveil framan af ævi. Banamein hennar var lífhimnubólga. Séra Kristján var tæplega meðalmaður á hæð, en þrek- vaxinn og' gerðist nokkuð feitur nteð aldrinum. Hann var ljós á hár og skegg. Hann var maður virðulegur í útliti og framgöngu, og bár glöggt mót göfugra ætta. Hann var gáfu- maður, þótt ekki næði hann sérstaklega háum prófum á æskuárum.. Með honum voru líka í skóla menn með ýmís áhugaefnr önnur en próflestur, og margir þeirra voru meðal beztu vina hans (Kristján Fjallaskáld, Jón Óláfsson o. fk). Séra Kristján hafði glöggt auga fyrir „brosleitu hliðinni“, var glettinn og sagði kímnisögur ógleymanlega vel. Ræðu- maður mun hann liafa verið hinn ágætasti. Hann hafði mikla og djúpa bassarödd, og yndi hafði hann af söng. Hann bað oft alla að fylgjast nteð í söngnum, — þá að syngja, er það gætu, en hina að fylgjast með af góðum hug. Nokkuð fékkst liann við lækningar og tókst það vel. Þátt tók liann einnig í almennum málum og sat m. a. í sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu frá 1896—1901. Enginn framúrskarandi fjárafla- (Framhald.) r

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.